Dagur - 04.08.1995, Qupperneq 15
Föstudagur 4. ágúst 1995 - DAGUR - 15
IÞROTTIR SÆVAR HREIÐARSSON
Knattspyrna -1. deild karla:
KR-ingar lögðu
Leiftursmenn
- 2:0 í fjörugum leik í gærkvöldi
Leiftur tapaði fyrir KR-ingum í gærkvöldi, 2:0. Hér sést Leiftursmaðurinn
Baldur Bragason í baráttu viö Þormóö Egilsson, varnarmann KR.
Leiftursmenn komu tómhentir
heim í gærkvöldi eftir að hafa
heimsótt KR-inga í toppbaráttu
1. deildar karla. KR sigraði 2:0
eftir að hafa haft 1:0 yfir í leik-
hléi. KR-ingar eru því með 22
stig í öðru sæti en Leiftursmenn
í því fjórða með 16 stig.
KR-ingar fengu fljúgandi start.
Þeir léku undan vindi í fyrri hálf-
leik og tóku strax völdin á miðj-
unni. Fyrra markið kom strax á 7.
mínútu og það var glæsilegt. Einar
Þór Daníelsson tók við sendingu
Heimis Guðjónssonar utarlega í
vítateignum vinstra megin og
spyrnti á lofti að marki. Knöttur-
inn hafnaði í bláhorninu hjá Þor-
valdi Jónssyni, markverði Leift-
urs, og heimamenn komnir í for-
ustu.
Leiftursmenn fengu galopið
færi til að jafna á 15. mínútu en
tókst ekki. Baldur Bragason braust
upp vinstra megin og fyrirgjöf
hans fann Gunnar Már Másson í
dauðafæri en hann brenndi af.
KR-ingar höfðu áfram yfir-
Björgvin Sigurbergsson úr Keili
og Karen Sævarsdóttir úr GS
standa mjög vel að vígi fyrir
lokadag Landsmótsins í golfi á
Hellu.. Keppni lauk í 1. og 2.
flokki kvenna í gær og 2. flokki
karia. í dag ráðast síðan úrslitin
í meistaraflokkunum og 1. flokki
karla.
Björgvin Sigurbergsson á fimm
högg á Birgi Leif Hafþórsson fyrir
daginn í dag og þeir verða ræstir
út saman á hádegi. Báðir léku á 69
höggum í hellirigningu í gær -
einu höggi undir pari - og flest
bendir til þess að baráttan um ís-
landsmeistaratitilinn komi til með
að standa milli þeirra. Björgvin
hefur leikið þrjá fyrstu hringina á
210 höggum, Birgir Leifur á 215
og Þórður Emil Ólafsson úr Leyni
er í þriðja sæti með 220 högg.
Örn Arnarson úr GA helltist úr
lestinni í gær. Örn, sem var í
fjórða sætijék á 78 höggum og er
nú í 7. - 9. sæti með 224 högg.
Björgvin Þorsteinsson er efstur
Handknattleikur:
Helgi og Leó
Örn í U21
landsliðinu
Norðurlandamót U21 árs
landsliða í handknattleik
hefst í Færeyjum í næstu
viku. ísland leikur þar fimm
leiki og er fyrsti leikurinn
þann 9. ágúst. Tveir leik-
menn KA eru í 14 manna
hópi sem valinn hefur verið
til fararínnar. Þetta eru þeir
Leó örn Þorleifsson og Helgi
Arason.
Guðmundur Guðmundsson
er hættur með U21 árs lið ís-
lands og Þorbjöm Jensson,
landsliðsþjálfari, hefur tekið
við. Sú skýring var gefin á
breytingunni að Guðmundur
hefði ekki tíma til sinna þessu
verkefni.
höndina en minnstu munaði að
Leiftursmenn næðu að jafna um
miðjan hálfleikinn þegar Sigu-
björn Jakobsson átti bylmingsskot
sem Kristján Finnbogason varði.
Mihajlo Bibercic fékk tvö
ákjósanleg færi til að bæta við
mörkum fyrir KR fyrir hlé en
klúðraði báðum. Leiftursmenn
urðu fyrir áfalli undir lok hálf-
leiksins þegar Þorvaldur mark-
vörður fór útaf, meiddur á fingri.
Leiftursmenn komu meira inn í
leikinn í síðari hálfleik og ógnuðu
KR-markinu oft. Heimamenn
sluppu þó með skrekkinn og áttu
góðar sóknir inn á milli. Um miðj-
an hálfleikinn slapp Guðmundur
Benediktsson einn í gegn en Frið-
rik lokaði markinu vel og skot
Guðmundar geigaði. Friðrik varði
síðan glæsilega frá Einari Þór og
skömmu síðar varði Kristján Finn-
bogason glæsilega frá Páli Guð-
mundssyni.
Það var síðan Guðmundur sem
veitti Leiftursmönnum náðarhögg-
ið stuttu fyrir leikslok þegar hann
Akureyringa en hann er í 4. - 5.
sæti með 222 högg og íslands-
meistarinn Sigurpáll Geir Sveins-
son er um miðjan hóp með 233
högg. Hann kom inn á 80 höggum
í gær.
Fátt virðist geta komið í veg
fyrir að Karen Sævarsdóttir fagni
sínum sjöunda sigri í röð í
kvennaflokki en hún hefur sjö
högga forskot á Ragnhildi Sigurð-
ardóttir, GR. Báðar léku á 79
höggum í gær og Karen því á 231
höggi og Ragnhildur á 238. Þórdís
Gestsdóttir er í þriðja sæti fyrir
lokadag á 239 höggum.
í 1. flokki kvenna varð Rut
Þorsteinsdóttir úr GS sigurvegari
en hún lék síðasta hringinn á 85
höggum og samtals á 248 högg-
um. Erla Þorsteinsdóttir, einnig úr
GS, lék á 83 höggum en það
dugði henni ekki því samanlagt er
hún einu höggi á eftir Rut, á 249
höggum. Þriðja var Sigríður Mat-
hiesen, GR, á 260 höggum. Erla
Adolfsdóttir, GA, hafnaði í 6. - 7.
sæti á 265 höggum.
í 1. fokki karla er Páll Ketils-
son, GS, í forustu fyrir síðasta dag
á 237 höggum samtals en Sveinn
K. Ögmundsson, GR er næstur á
239 höggum og félagi hans í GR,
f dag hefst stórhátíð frjálsíþrótta-
manna á þessu ári, sjálft Heims-
meistaramótið. Það fer fram í
Gautaborg í Svíþjóð að þessu
sinni og verða sex íslenskir kepp-
endur á meðal þátttakenda. Þar
fer fremstur í flokki tugþrautar-
maðurinn Jón Arnar Magnússon
úr UMSS og má búast við að
margir íþróttaáhugamenn hér á
landi verði sem límdir við sjón-
varpsskjáinn þegar kappinn
reynir sig við þrautirnar tíu.
Keppt verður í tugþrautinni á
sunnudag og mánudag og hefst
skoraði með föstu skoti. Friðrik
hafði hendur á boltanum en náði
ekki að stöðva skotið og sigur KR
í höfn.
Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson (Friðrik
Guðmundur J. Óskarsson, er þriðji
á 240 höggum.
í öðrum flokki karla sigraði
Davíð Friðriksson, GG, á 234
höggum en Ingvi Árnason, GB,
varð annar á 236 höggum.
keppnin kl. 9.30 báða dagana. Jón
Arnar er vel undirbúinn og dvald-
ist í 19 daga við æfingar í Svíþjóð
í síðasta mánuði. Jón Arnar hefur
verið í mikilli framför og er farinn
að kitla þá bestu í heiminum en
hann verður þó að ná toppárangri
ef hann ætlar að komast á verð-
launapall.
Aðrir fulltrúar íslands eru þeir
Pétur Guðmundsson í kúluvarp-
inu, Sigurður Einarsson í spjót-
kastinu, Vésteinn Hafsteinsson í
kringlukastinu, Marta Emstsdóttir
í langhlaupum og Guðrún Amar-
Þorsteinsson 43) - Júlíus Tryggvason,
Nebosja Corovic, Sindri Bjarnason (Jón
Þór Andrésson), Sigurbjörn Jakobsson,
Gunnar Oddsson, Ragnar Gíslason, Páll
Guðmundsson, Baldur Bragason, Gunnar
Már Másson, Sverrir Sverrisson.
Dómari: Ólafur Ragnarsson.
í öðrum flokki kvenna sigraði
Lilja Karlsdóttir, GK, á 262
höggum en önnur varð Halldóra
Halldórsdóttir, GF, á 275 högg-
um. Hildur Símonardóttir, GA,
varð 6. á 289 höggum. FE/SH
dóttir, sem hefur náð lágmarkinu í
bæði 100 metra grindahlaupi og
400 metra grindahlaupi.
Þetta er í fimmta sinn sem
heimsmeistaramótið er haldið en
hið fyrsta fór fram í Helsinki
1983. Því næst var það haldið í
Róm 1987, í Tókýó 1991 og í
Stuttgart 1993. Vésteinn er sá eini
í íslenska hópnum sem hefur tekið
þátt í öllum mótunum. Sigurður
Einarsson hefur náð bestum ár-
angri þeirra íslendinga sem keppt
hafa á HM. Hann varð í 6. sæti í
spjótkasti 1991.
Knattspyrna:
Skagamenn
óstöðvandi
Skagamenn hækka enn flug-
ið á toppi 1. deildar karla og
eru með fullt hús stiga eftir
ellefu leiki. í gær voru það
Keflvíkingar sem urðu fyrir
barðinu á þeim og lokastaðan
var 8:2 fyrir fslandsmeistar-
ana.
Fyrsta markið var sjálfs-
mark Helga Björgvinssonar í
liði Keflvíkinga. Staðan var
1:0 í hálfleik en f upphafi síð-
ari hálfleiks opnuðust allar
flóðgáttir. Haraldur Ingólfsson
skoraði úr vítaspyrnu og Ólaf-
ur Þórðarsson bætti þriðja
markinu við stuttu síðar. Amar
Gunnlaugsson opnaði marka-
reikning sinn beint úr auka-
spymu og áður en hálfleikur-
inn var hálfnaður bætti Harald-
ur fimmta markinu við, einnig
beint úr aukaspymu. Öli Þór
Magnússon skoraði fyrir
Keflavík áður en Amar bætti
tveimur við og fullkomnaði
þrennu sína. Óli Þór minnkaði
muninn aftur en það var Stefán
Þórðarsson sem kláraði leikinn
nieð glæsibrag, 8:2.
Grindavík-FH 2:1
Grindavík sigraði FH 2:1. Jón
Erling Ragnarsson vippaði í
netið af löngu færi og kom FH
yfir og liðið eygði sigur í fyrsta
sinn síðan 27. maí, þegar
Grindvíkingar lágu í Hafnar-
firði. Varamaðurinn Jón Freyr
Magnússon jafnaði á 77. mín-
útu og Þorsteinn Jónsson skor-
aði sigurmarkið á lokamínút-
unum.
Valur-Breiðablik 0:3
Valur er enn neðst eftir 0:3 tap
á heimavelli gegn Breiðablik.
Rastislav Lazorik skoraði á 35. |
mínútu og aftur á lokamínútu f!
fyrri hálfleiks. Hann er nú |
markahæstur í deildinni með 8 f'
mörk. Willum Þór Þórsson
skoraði með skalla á 33. mín-
útu síðari hálfleiks, 3:0.
ÍBV-Fram frestað
Leik ÍBV og Fram var frestað
vegna þoku í Eyjum.
Staðan
ÍA 11 110 0 28:5 33
KR 11 713 15:10 22
Kefiavík 10 523 13:14 17
Leiftur 10 514 18:15 16
Breiðablik 11 425 15:14 14
Grindavík 11 425 14:14 14
ÍBV 10 415 22:15 13
FH 11 227 16:27 8
Fram 10 226 10:22 8
Valur 11 218 10:25 7
1 íW^r-
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 208i
Björgvin Þorsteinsson hcfur leikið mjög vel á Landsmótinu á Strandarvelli.
Hann hefur verið að vinna sig upp jafnt og þétt, lék fyrsta daginn á 75 högg-
um, annan dag á 74 og í gær á 73 höggum. Mynd: sh
HM í frjálsum íþróttum í Gautaborg:
Nær Jón Arnar á pall?
- keppir í tugþrautinni á sunnudag og mánudag