Dagur - 26.08.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 26. ágúst 1995
Krossför gegn
- ferð Magnúsar Dags Asbjörnssonar og Hrafnhildar Reykjalín Vigfúsdóttur
með ungmennalest um Evrópu
í júlí voru járnbrautarlestir á ferð um Evrópu, þéttsetnar ungu fólki sem vonaðist til að ferða-
lag þeirra vekti athygli almennings á því sem væri að gerast í heiminum; óréttlæti, kynþátta-
fordómar, vaxandi fylgi nýnasista, borgarastyrjöld á Balkanskaga... Lestarferðinni lauk í
Strasbourg í Frakklandi, þar sem haldin var ráðstefna ungmenna gegn kynþáttahatri. Á ráð-
stefnuna fóru um þrjátíu íslendingar á aldrinum 17-24 ára, og þar af tveir Norðlendingar, þau
Magnús Dagur Ásbjörnsson, frá Akureyri og Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir, frá Dalvík.
Magnús og Hrafnhildur höfðu bæði
kynnst kynþáttafordómum og fylgi-
fiskum þeirra áður en lagt var upp í
krossförina, því hann bjó í Afríkurík-
inu Malawi um þriggja ára skeið og
hún var skiptinemi í Brasilíu.
Auglýst var eftir fólki til að fara í
ferðina í Morgunblaðinu, þar sem ís-
lensku skipuleggjendunum þótti ekki
vænlegt að senda eingöngu fulltrúa
ungmennasamtaka, en sá háttur var
hafður á hjá flestum hinna landanna.
„Mamma hringdi í mig klukkan
eitt að nóttu eftir að hafa séð auglýs-
inguna og sagði mér að þetta væri
eitthvað fyrir mig og ég yrði að
fara,“ segir Hrafnhildur.
Það var einnig móðir Magnúsar
sem vakti athygli hans á ferðinni.
„Mamma var að lesa Moggann, og
rak augun í viðtal við Halldór sem
var umsjónarmaður verkefnisins hér
á íslandi. Hún sagði bara: „Magnús,
það vantar ekkert nema skónúmerið
þitt í þetta.“ Ég sótti um og lét fylgja
með pistil um sjálfan mig, fór þar
fögrum orðum um af hverju ég ætti
að fara, að ég hefði verið í Afríku og
bestu vinir mínir væru frá öllum
heimsins löndum."
Áður en þau lögðu upp í ferðina
miklu, var allur hópurinn kallaður
saman til undirbúnings eina helgi.
Hrafnhildur hlær við tilhugsunina
um helgina og segir að þau hafi strax
lært umburðarlyndi þar: veðrið hafi
verið svo slæmt að þau hafi ekki átt
annarra kosta völ, en að hanga inni í
skálanum. Þau eru bæði ánægð með
að hafa fengið að kynnast hinum
krökkunum áður en farið var út, það
hafi gefið þeim forskot. „Við kom-
umst að því að fæstir af hinum hóp-
unum höfðu hist áður, og við vorum
mjög fegin að mæta ekki bara á
Keflavík og sjá hópinn í fyrsta sinn.
Hópurinn varð líka samheldinn,“
segir Magnús.
Ert þú svona múslimi...
Hópurinn flaug frá Islandi til Kaup-
mannahafnar og hitti þátttakendur
frá hinum Norðurlöndunum og
Eystrasaltsríkjunum. Þar unnu þau í
heilan dag, og kynntust því sem átti
að gera í ferðinni.
„Við fórum í hlutverkaleik, sem
var alveg rosalegur,“ segir Magnús og
hryllir sig. „Hann tók sex klukkutíma
og helmingur okkar fékk límmiða
með hvítu andliti, en hinn með svörtu.
Meðal annars áttum við að fara á tólf
skrifstofur og fá tólf leyfisbréf til að
fá að flytja inn í vestrænt land.“
„Við vorum í stórum skóla og alls
staðar voru örvar sem áttu að vísa
veginn að skrifstofunum, en til dæm-
is vísaði ör upp, og við stóð „Skrif-
stofa 12“, og maður fór alla leið upp,
fann aðra ör og skilti sem á stóð:
„Skrifstofa 12 er í kjallaranum í
hinni álmunni.“ Það var bara verið
að reyna á þolinmæðina hjá manni,“
segir Hrafnhildur.
„Leikurinn var miklu erfiðari ef
maður hafði fengið límmiða með
svörtu andliti, eins og ég reyndar
fékk. Þá fyrst var maður í klandri,"
segir Magnús.
„Ég var líka svört og það var öm-
urlegt hvernig var farið með mann.
Fyrst hló ég, svo varð ég reið og síð-
ast þreytt," segir Hrafnhildur og hlær
að sjálfri sér. „Við vissum fyrst ekki
hvað þetta þýddi, að vera svartur eða
hvítur, en við komumst fljótt að því.
Við byrjuðum á að fara í körfubolta
við hvítan hóp, þrjú svört á móti
þremur hvítum og við, þessi svörtu,
vorum sett í svarta ruslapoka, og
hvað maður svitnaði í þessum pok-
um! Þeir voru rosalega þröngir í
hálsmálið og handveginn, þannig að
ekkert loftaði um þá. Karfan sem við
áttum að skjóta í var í þriggja metra
hæð yfir jörðu, en hinir skutu í körfu
sem var í eins og hálfs metra hæð.
Við vorum betri en þessir hvítu en
dómarinn sá til þess að við gætum
ekki unnið, dæmdi á okkur brot og af
okkur mörk og ég veit ekki hvað.“
„Eftir körfuboltann áttum við að
sækja um vinnu," segir Magnús." Ég
bjó til persónu fyrir mig, sagðist
heita John Guia og koma frá Ghana.
Ég hafði gengið í breskan skóla,
kunni ensku mjög vel og var kominn
í háskóla. Ég var miklu betur mennt-
aður en nokkurt hinna. Manneskjan
sem ég talaði við kom stöðugt með
spumingar eins og: „Ert þú svona
múslimi sem borðar aldrei neitt nema
eitthvað sérstakt og þarft að fá frí úr
vinnunni fimm sinnum á dag til að
biðja?“ Ég reyndi að útskýra mitt
mál, en fékk bara í andlitið að hún
vissi alveg hvernig ég væri!“
„Ég sagðist vera tölvu- og tungu-
málasnillingur, en fékk bara að raða
bókum eftir stafrófsröð og þegar ég
var búin að því, fékk ég að heyra
hvað ég væri mikið fífl, ég hefði átt
Eftir mótmælin í Strasbourg. Á borðanum, sem Bretar, Króatar, Danir og Frakkar halda á, stendur: EIN ÞJÓÐ,
ÞRÍR HEIMAR.