Dagur - 26.08.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 26.08.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. ágúst 1995 - DAGUR - 7 Á myndinni er Magnús (lengst t.h.) með Charlotte frá Finnlandi og Smail, alsírskur ríkisborgari sem var mjög áber- andi á ráðstefnunni. Hann var „ólöglegur“, því honum var synjað um vegabréfsáritun til Frakklands og Þýskalands. Smail fær aldrei að koma inn í þessi tvö lönd aftur, þrátt fyrir að hann sé búsettur í Finnlandi og fái finnskan ríkis- borgararétt eftir hálft ár. að raða þeim eftir höfundanöfnum en ekki heitum,“ segir Hrafnhildur og hristir höfuðið. „Önnur svört stelpa var látin pikka á ónýta ritvél, en henni var sagt að hún hefði eyðilagt hana og var rekin. Svo kom hvítur strákur sem sagðist hafa hætt námi í gaggó. „Mikið hefur þú traust- vekjandi andlit, mér finnst að þú ætt- ir að verða stjórnandi," var þá sagt og það var dæmigert fyrir þennan leik.“ Innflytjendur „Það ótrúlegasta við leikinn voru ömuriegir listar sem við þurftum að fylla út til að fá ríkisborgararétt," segir Hrafnhildur. „Við hlógum nú bara að þeim, þetta voru fáránlegar spumingar sem við þurftum að svara, t.d. um inn- flytjendalögin í Danmörku og svo þuiftum við að leysa stærðfræði- dæmi,“ segir Magnús og fussar við tilhugsunina. „Við áttum líka að taka heilsupróf sem ég held að sé ekki ekta, gera tuttugu armbeygjur og hoppa tíu sinnum, en mínum hóp var hent út af því að við neituðum að taka próftð. Ég ætlaði ekki að trúa því, að tíu af þessum tólf umsóknum sem við fylltum út, væru löggiltar í Dan- mörku," segir Hrafnhildur. Þú rífur ekki af þér hörundslit Þegar klukkutími var eftir af leiknum fór allur hópurinn á veitingahús sem hafði verið sett upp í skólanum. „Ég var svo þreytt eftir daginn að ég tók ekki eftir því fyrr en stelpan við hlið- ina á mér hnippti í mig, að þjónninn lét alla nema þá svörtu fá matseðil. Ég fékk seðil lánaðan hjá næsta strák, en þjónninn kom hlaupandi, reif af mér seðilinn og ég varð að í Tékklandi og Hrafnhildur á varla orð til að lýsa borginni, en Magnúsi er sjaldan orða vant. „Prag er stór, falleg og merkileg borg, en samt fannst mér alltaf, að sæi ég eitthvað fallegt, gæti ég snúið mér 360 gráður, og séð eitthvað ömurlegt líka. Einu sinni sá ég virkilega fallega bygg- ingu, sneri mér við og sá umrenninga sem bjuggu þama undir lest og haug af brotnum sjónvörpum sem lágu við hliðina á veginum. Við urðum líka vitni að kynþáttafordómum í borg- inni. A skilti í búð einni stóð: WARNING! GIPSY WOMEN STEAL“ (Varúð! Sígaunakonur stela) Magnús segir að sakamál í Prag hafi verið leyst á einfaldan hátt. in þar varð viðburðalítil, sem kannski var jafn gott, því ýmislegt átti eftir að ganga á í Strasbourg. íslendingar geta líka verið útlendingar Magnús Dagur komst að því í Stras- bourg að ekki þurfti dökkan hörunds- lit til að fá kaldar móttökur. „Fyrsta daginn í Frakklandi voru allar búðir lokaðar. Það var sjóðandi hiti og okkur dauðlangaði í ís. Loks fundum við opið bakarí og ég fór inn og spurði kurteislega: „Do you speak English?" Orðaflaumurinn sem fylgdi var ótrúlegur: „Helvítis Amer- íkaninn þinn, þú átt ekkert með að koma í mitt land og ætla að fara að bara vegna þess að hann er svartur." „Hugsa sér ef íslendingum væri tekið svona í öðrum löndum, „ segir Magnús hugsi. „Ef það liefði verið horft á mig í Afríku eins og horft er á Afríkumann á íslandi, hefði ég ekki viljað vera þar.“ Árás í Strasbourg „Fyrsta kvöldið í Strasbourg missti einn Bretanna, svertingi, af síðasta sporvagninum heim. Hann veifaði í leigubíl og hann hægði á sér, en þeg- ar leigubílstjórinn sá að hann var svartur, keyrði hann í burtu. Þetta gerðist tvisvar. Hann ákvað að labba heim, en á leiðinni var ráðist á hann aftan frá, hann sparkaður niður, ir mér var þessi árás persónugerving- ur þess sem við vorum að berjast á móti, en samt vildu skipuleggjendur ráðstefnunnar ekki að þetta færi í blöðin. Ég klikkaðist." Hrafnhildur er hugsi. „Það voru margir baráttumenn á ráðstefnunni, en manni fannst oft eins og þetta væri risastórt „show“ hjá þessum ráðamönnum sem voru að tala, ræð- umar voru svo fallegar og góðar og gáfu fögur fyrirheit." „Pólitíkusamir komu í heimsókn og héldu að við værum bara ein- hverjir krakkagemlingar, en strax eftir fyrsta daginn föttuðu þeir að við vorum þarna til að gera þetta af al- vöru. Margt gott kom út úr vinnunni okkar, og á hringborðsfundum síð- asta daginn, sýndi það sig. Við heyrðum að stjómmálamennimir töl- uðu um það sín á milli að niðurstöð- ur vinnunnar og allar spumingamar hefðu komið þeim á óvart,“ segir Magnús. Mannréttindamál standa öllum nærri Magnús og Hrafnhildur eru sammála um að ferðin og vinnan í kringum hana haft fært þeim enn betur heim sanninn um, hversu vemduð við er- um hér á íslandi, og hvorugt þeirra er ánægt með fréttaflutning af at- burðum úti í heimi, segja hann allt of yfirborðskenndan. Hrafnhildur segist hafa lært mest af því að tala við fólk á ráðstefnunni, fólk sem hafði upplifað það sem ráðstefnan fjallaði um og Magnús er sama sinnis. „Frá íslandi komu krakkar á aldrinum 17-24 ára, en frá hinum löndunum voru þátttkendumir 18-30 ára, mjög virkir félagslega, fulltrúar samtaka í heimalandi sínu og sumir höfðu setið í fangelsi fyrir kynþáttahatri horfa upp á þá hvítu panta og fá mat- inn. Eftir korter færði þjónninn mér vatn, þrátt fyrir að ég væri búin að biðja um pizzu og gos. Loksins henti hann í mig hálfri pizzu sem var búið að kroppa í. Ég varð bálvond, en var orðin svo svöng að ég byrjaði að narta í hana. Það var ekki allt búið, því þjónninn kom fljótlega aftur, reif matinn af mér og sagði: „Þú verður að fara út, það er búið að loka.“ Vin- kona mín, sem var með svartan lím- miða og svört í raun og veru, sagði mér að þetta væri kannski ekki alveg svona öfgakennt í raun, en þetta hefði þó komið l'yrir hana. Við sáum líka dæmi um svona mismunun í Strasbourg, þegar tveimur svörtum þátttakendúm var meinaður aðgang- ur að næturklúbbi." Magnús og Hrafnhildur segjast bæði hafa verið orðin uppgefm eftir leikinn, og það var einmitt punktur- inn sem ætlast var til að þau næðu, hversu erfitt væri að vera öðruvísi. Hrafnhildur segir að hún hafi orðið fegin þegar hún gat rifið af sér lím- miðann og allir föðmuðu hana og báðust fyrirgefningar á framkomunni um daginn, en hún haft þá áttað sig á aðalatriðinu: Það eru margir sem þurfa að lifa við svona framkomu alla ævi, eða eins og hún segir sjálf: „Þú rífur ekki af þér hörundslit." WARNING! GIPSY WOMEN STEAL Frá Kaupmannahöfn var farið til Magdeburgar í Þýskalandi og Magn- ús segir að koman þangað hafi verið einn af hápunktum ferðarinnar. „Hundruð krakka á okkar aldri biðu eftir okkur, sungu og dönsuðu eftir afrískum trommuslætti. Maður kom í eins konar „instantparty“ um leið og maður steig út úr lestinni, en því mið- ur stoppuðum við bara í fimm tíma.“ Frá Magdeburg var haldið til Prag „Myndavél var stolið af Norðmanni í Prag og hann fór til lögreglunnar, sem spurði hvort ekki væru svert- ingjar í lestinni sem gætu hafa gert þetta. Norðmaðurinn sagði að það væru jú svertingjar í lestinni, en hann reiknaði ekki með því að þeir hefðu gert þetta, frekar en einhverjir aðrir. Þar sem mátti túlka svarið sem neit- un, litu lögreglumennimir hvor á annan og sögðu: „Gipsies" (sígaun- ar). Þannig voru sakamálin leyst, ef glæpamaðurinn var ekki svartur, hlaut hann að vera sígauni." Luxembourg var síðasti stoppistað- ur áður en komið var til Strasbourgar í Frakklandi, þar sem ráðstefna ung- menna gegn kynþáttahatri fór fram. Þegar þangað kom gerðu skipuleggj- endumir sér grein fyrir því að fólkið var búið að vera, enda hafði allt of mikið verið að gerast til að nokkur hefði haft hugsun á að hvíla sig. Dvöl- tala þitt mál. Ef þú ert í Frakklandi áttu að tala frönsku!!!“ Ég var svo heppinn, hélt ég, að kunna franska orðið yfir ís, en allt kom fyrir ekki, þó ég tæki upp pening og bæði á frönsku um ísinn, var okkur gjör- samlega sópað út, sagt að búðin væri lokuð og þau ættu engan ís.“ „Það var margt vingjamlegt fólk í borginni, en maður kynntist rosaleg- um fordómum,“ segir Hrafnhildur. „Já, þessi borg sem á að kallast „Höfuðborg baráttunnar gegn kyn- þáttafordómum" var sjálf vaðandi í fordómum,“ segir Magnús. „Það sem fólki yfirsést er að fólk er fólk,“ segir hún. „Ég hef meira að segja talað við íslenskan strák, sem sagði um svartan mann sem býr hér á íslandi hefur lagað sig að landi og þjóð og talar góða íslensku, að honum líkaði ágætlega við hann, en maðurinn ætti samt að koma sér heim til sín, flaska brotinn á honum og hann stunginn með henni. Stráknum tókst að sleppa og hlaupa burt. Hann sá löggubíl, kallaði á hjálp, löggubfllinn hægði á sér, rúðan var skrúfuð niður og önnur löggan kallaði eitthvað til hans á frönsku. Hann skildi ekki neitt, hrópaði bara á hjálp, en þeir keyrðu í burtu. Leigubíll kom, sama nteðferð og áður, og á endanum hneig hann niður á miðri götunni meðvitundarlaus. Það voru þrír rónar sem fundu hann, komu honum til meðvitundar, stoppuðu lögreglubíl og fóru með hann á sjúkrahúsið,“ segir Magnús hneykslaður. „Þetta var ekki allt. Hann var saumaður saman á sjúkrahúsinu og síðan var honum hent út. Hann vissi ekkert hvar hann var eða hvert hann átti að fara og hafði auk þess orðið fyrir áfalli. Þetta var ótrúlegt og það var líka gert mjög mikið mál úr þessu, mómæli skipulögð gegn lög- reglunni og kynþáttafordómum og borgarstjórinn lofaði að taka á þessu,“ segir Hrafnhildur. „Ég kafaði mjög djúpt í þetta mál og vann við að skipuleggja mómæl- in,“ segir Magnús. „Það, að ráðist væri á einn þátttakenda ráðstefnu gegn kynþáttafordómum, honum misþyrmt án þess að nokkur tilraun væri gerð til að ræna hann, í höfuð- borg anti- rasismans í Evrópu sagði okkur töluvert.“ Risastórt „show“ Ungmennin mættu mikilli andstöðu vegna mótmælanna frá Evrópuráð- inu, sem stóð að ráðstefnunni, því á þeim bæ voru menn hræddir við nei- kvæða umfjöllun fjölmiðla. Ætlun Magnúsar og félaga var að halda stóra mótmælagöngu, en þeim var neitað. „Með rosalegum málamiðl- unum tókst okkur að hafa minnihátt- ar mótmæli, en við komum þessu í pressuna og til æðri ráðamanna. Fyr- pólitískan áróður...“ „...starfað með innflytjendasam- tökum..." segir Hrafnhildur, „...og höfðu virkilega vit á þessum mál- um," botnar Magnús. „Það eru mjög rnargir sem loka hreinlega á þessa hluti, eins og fólk sem ég talaði við áður en ég fór út og spurði: „Af hverju ert þú að fara? Þetta kemur okkur ekkert við, þetta er svo langt í burtu.“ Við erum svo ofsalega vemduð og ómeðvituð. Maður fylgist e.t.v. með, en þarf ekki að blanda sér í málin, þau er svo fjarlæg," segir Hrafnhildur. Þó þau vilji bæði breyta heiminum gera þau sér fyllilega grein fyrir því að Róm var ekki byggð á einni nóttu. „Ég er ekki búin að mynda mér nógu sterkar skoðanir,“ segir Hrafn- hildur. „Maður þarf að hugsa um allt sem maður lætur frá sér og það er ekki hægt að segja að það ætti að fella niður öll landamæri, allir ættu að vera vinir og haldast í hendur, það myndi ekki ganga upp. Fólk ætti fyrst og fremst að reyna að opna huga sinn betur, það er eitthvað sem allir geta gert, og reyna að koma fram við aðra, eins og það vill að komið sé fram við það sjálft. Það skiptir engu máli hvernig þú ert á litinn.“ „Ég er ekki heldur á því að fella eigi niður öll landamæri,“ segir Magnús. „Lönd hafa sína sérstöðu og það er ekki hægt að blanda ólíkri menningu í einn graut. Löndin eiga að halda sínum sérkennum áfram, en hins vegar finnst mér að fólk ætti að vera meira meðvitað, þó það tilheyri sínu landi, um heiminn sem er þama úti. Það þarf að fræða fólk markvisst, í skólum, um umheiminn. Það er stöðugt hægt að segja fólki að opna hugann, en ef fólk er þriðju eða fjórðu kynslóðar kynþáttahatarar er ekki hægt að ætlast til þess að heim- ilin sjái um að kenna því, heldur þarf að fræða það markvisst." shv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.