Dagur - 26.08.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 26. ágúst 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285),
FROSTI EIÐSSON,(íþróttir),
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GISLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Astæða tíl að
fagna í Öxarfirði
Það er kátt yfir fólki á Kópaskeri þessa dagana, enda sann-
arlega ástæða til. í síðustu viku var hleypt heitu vatni á
fyrstu húsin þar eystra frá Hitaveitu Öxarfjarðar. Þar með
hefur gamall draumur orðið að veruleika, langþráðu marki
er náð.
Hitaveita Öxarfjarðar var stofnuð í október á sl. ári og
framkvæmdir við hitaveituna hafa gengið betur en áætlanir
gerðu ráð fyrir.
Það er sannkölluð himnasending fyrir íbúa Öxarfjarðar-
hrepps að geta nú loks notið jarðvarmans og sannarlega
rík ástæða til að samfagna þeim. Það á auðvitað eftir að
koma í ljós til hvers þessi hitaveita leiðir, en eins og annars
staðar mun hún til lengri tíma litið spara umtalsverðar
upphæðir, fyrir svo utan öll þægindin sem henni eru sam-
fara. Og hver veit nema hún gefi fólki við Öxarfjörð ný
sóknarfæri í atvinnumálum?
100 ára afinæli
Kvenfélags Sauðárkróks
Kvenfélagskonur á Sauðárkróki fagna því um helgina að
hundrað ár eru liðin frá stofnun Kvenfélags Sauðárkróks.
Þessara tímamóta verður minnst með sýningu á hug- og
handverki félagskvenna og einnig bjóða kvenfélagskonur
Sauðkrækingum til kaffisamsætis í íþróttahúsinu á Sauðár-
króki kl. 14 á morgun, sunnudag.
Fram kom í Degi sl. fimmtudag að nú eru skráðar um 70
konur í Kvenfélag Sauðárkróks. Líklega hafa félagskonur
verið fleiri hér á árum áður, þegar slík félagastarfsemi var í
blóma, en engu að síður er þetta athyglisverður fjöldi fé-
lagskvenna.
Það er kraftur í kvenfélagskonum á Króknum. Þær hafa
staðið fyrir danslagakeppni, sem hefur sannarlega slegið í
gegn, sömuleiðis þorrablóti og nýársfagnaði. Þá eru líknar-
störf félagskvenna kapítuli út af fyrir sig sem seint verða
fullþökkuð.
Margir vilja halda því fram að félagasamtök eins og
kvenfélög heyri sögunni til, en það er misskilningur. Þau
hafa sem fyrr skyldum að gegna, ekkert síður en Lions-
klúbbar, Kiwanisklúbbar, Rotaryklúbbar eða önnur sam-
bærileg félagasamtök.
Dagur óskar kvenfélagskonum á Sauðárkróki til ham-
ingju með hundrað árin.
I UPPAHALPI
Finnst Hallormsstaður vera Mekka Islands
SauBkrœkingurinn Helga Sigur-
björnsdóttir er uppáliald dags-
ins. Helga erformaBitr Kvenfé-
lagsins á SauBárkróki en félag-
iS heldur upp á aldarafmœliB
um helgina. Helga er einnig leikskóla-
stjóri vi'5 leikskólann GlaBheima en leik-
skólinn er einmitt nýfluttur í nýlt og betra
húsnœBi.
En þaB er afmœli kvenfélagsins sem
er Helgu efst í huga um helgina. „ ViB er-
um meB sýningu í Safnahúsinu á hug- og
hándverkum félagskvenna í 100 ár sem
ég held uB sé mjög skemmtilegt aB skoBa.
A sunnudaginn œtlum við síöan að fá
bœjarbúa til að skemmta sér með okkur
og drekka saman hátíBarkaffi. Við verð-
um með þjóðdansasýningu þar sem við
skörtum þjóðbúningum og einnig œtla
Alftagerðisbrœður að syngja fyrir okk-
ur," segir Helga og lofar góðri skemmt-
un.
Helga hefur búið á Sauðárkróki í 29
ár. Hún á þrjá uppkomna syni og á Itver
um sig eitt barn svo barnabörnin eru orð-
in þrjú.
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjáþér?
Ég borða allt, eins og köttur Bakka-
bræðra.
Uppáhaldsdrykkur?
Mysa.
Hvaða heimilisstörffinnst þér
skemmtilegustlleiðinlegust?
Mér fmnst skenmitilegast að sauma en
uppvaskið tvímælalaust leiðinlegast, sér-
staklega ef ég þarf að gera það ein.
Stundar þú einhverja markvissa
hreyfingu eða líkamsrœkt?
Ég reyni að ganga svolítið.
Ert þú í einhverjum klúbbi eða fé-
lagasamtökum?
Ég er búin að vera í Soroptimistaklúbbi
Helga Sigurbjörnsdóttir.
Skagafjarðar frá stofnun en það er klúbb-
ur sem byggir upp á starfsgreinum Iíkt og
t.d. Rotary klúbburinn. Síðan er ég í
Kvenfélaginu og Félagi íslenskra leik-
skólakennara.
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
Ég kaupi Morgunblaðið.
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
Annarsvegar er ég með fagrit og hinsveg-
ar tímarótara eins og ég kalla það en það
er svona léttmeti á dönsku og norsku sem
ég les til að halda þeim tungumálum við.
íhvaða stjörnumerki ert þú?
Ég er ljón og á reyndar afmæli í dag (23.
ágúst)
Hvaða tónlistarmaður er í mestu
uppáhaldi hjá þér?
Ég er ekkert voðalega mikill tónlistarunn-
andi en mér finnst gaman að hlusta á
kóra. Núna finnst mér mest gaman að
hlusta á spóluna frá dægurlagakcppninni
sem Kvenfélagið hélt í vor.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Enginn sérstakur framar öðrum.
Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi?
Ég horfi mjög lítið á sjónvarp. Mér finnst
ágætt að fylgjast með veðrinu því veðrið
kemur svolítið inn á vinnuna mína í leik-
skólanum.
Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu
mest álit?
Það er eins með þá eins og íþróttamenn-
ina að það fer mikið eftir efnum og að-
stæðum hvemig þeir haga sér.
Hver er að þínu mati fegursti staður
á íslandi?
Fljótsdalshérað og Hallormsstaður er fal-
legastur, ég kalla þann stað Mekka ís-
lands. Ég var þar í tíu daga í sumar og var
eins og svertingi þegar ég kom til baka.
Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir
að fiytja búferlum nú?
Ég er nú þeim ósköpum gædd að mér
hefur verið hjartanlega sama hvar ég hef
verið því ég á létt með aðlögun. Ég
myndi því frekar skoða atvinnumögu-
leika og þannig þætti heldur en staðinn
sjálfan.
Hvaða hlut eðafasteign langar þig
mest til að eignast um þessar mund-
ir?
Ég hef átt mér þann draum í nokkur ár að
fá mér tölvustýrða saumavél.
Hvernig vilt þú helst verjafrístund-
um þínum?
Mér finnst gott að slappa af heima með
sjálfri mér en mér finnst líka rosalega
gaman að vera í félagsstörfum og í fé-
lagsskap því ég er ákaflega mikil félags-
vera.
Hvað œtlarðu að gera um helgina?
Ég ætla að halda upp á afmæli Kvenfé-
lagsins.
LITAST UM AF HJALLHOL
INOÓLFUR ÁSCEIR JÓHANNESSON
Einkennislitir íslenskrar náttúru
og ímynd Islands
íslenski fáninn er blár, hvítur og
rauður. Blái liturinn er talinn tákna
vatn, sá hvíti táknar jökla og snjó
og sá rauði eldinn í iðrum jarðar.
En það eru fleiri litir í íslenskri
náttúru en fánalitirnir. Fyrir framan
mig liggur bókin Island - myndir
eftir Eliot Porter. í henni eru 56
ljósmyndir, flestar úr íslenskri nátt-
úru, en á örfáum þeirra sjást einnig
mannvirki fagurfræðilega samofm
íslenskum náttúruveruleika.
Litadýrð náttúrunnar nýtur sín í
bók Porters, ekki síst í myndum af
hrauni, mosa, söndum og litlum
tjömum og pollum. Á svörtu hrauni
má sjá gular og gráar skófir og
mosa. Á söndum og melum má sjá
bleikt lambagras, hvít og blá smá-
blóm og grænar jurtir. I mýrlendi
má sjá smátjamir með sefi og brúna
botna tjama sem þoma á sumrin.
í myndum Porters njóta sín líka
fjölbreytileg form og mynstur nátt-
úmnnar. 1 annarri myndabók sem
hann hefur gefið út í samvinnu við
James Gleick og nefnist Óreglan í
náttúmnni eru einnig margar ís-
lenskar myndir í bland við myndir
frá öðmm löndjjpi. Á íslensku
myndunum er svarti liturinn áber-
andi ásamt hinum fjölbreytilegum
gulu litum gróðurins í hrauninu.
Gulur og grár, svartur og brúnn,
grænn og bleikur skapa andstæður
við vötnin, jöklana og logandi
hraunið í fánanum. Slíkar andstæð-
ur skapa okkur andlega auðlegð
með fegurð sinni. Og hin óreglu-
legu form hrauna og sanda eru ekki
síður andstæður við rétthymdan
fánann.
Ræktun er fyrirferðarmikil í
stefnumótun og aðgerðum íslend-
inga. Mýrar hafa verið þurrkaðar til
grasræktar. Þótt gras sé nú í aukn-
um mæli ræktað á auðum svæðum í
þéttbýli, þá er þó mest af því ræktað
til að geta búið til hey handa búfén-
aði og þegar ég var unglingur í sveit
mældi ég oft með augunum holt og
móa út frá því hvort þar væri hægt
að rækta tún. Skógrækt er stunduð
hér og þar og fólk lítur upp úr
amstri dagsins með því að búa til
garða með fallegum trjám og plönt-
um.
Fegurðarskyn okkar íslendinga
er mjög mótað af þessum markmið-
um. Flestum finnast græn tré falleg
og bændum finnst þykkir töðu-
flekkir fallegir. Og lúpína, jurtin
sem talin er geta breytt ófrjósömum
jarðvegi í frjósaman jarðveg til
gras- eða trjáræktar, er orðin svo
vinsæl og áhrifamikil að mörgum
finnst lúpínublái liturinn fallegur í
náttúrunni.
Smágróður, hraun, sandar og
melar: allt á þetta undir högg að
sækja vegna ræktunaráráttu okkar.
Ég tel hins vegar að þessi árátta
okkar sé misskilningur, ekki síst
þegar ekki þarf að framleiða jafn-
mikið hey og áður þurfti til að fóðra
búpening.
Náttúran er vel fær um það sjálf
að búa til eitthvað fallegt ef hún fær
að ráða, t.d. þar sem landið hefur
verið friðað fyrir ágangi búfjár. Ný-
lega kom ég í Héðinsfjörð og sá
hvemig náttúran hefur fengið frið
til að blómstra og gróðurinn að
dafna. Dúnmjúkar blómabreiður eru
þar sem nóg er af raka og sólskini
og hrjóstmgur og viðkvæmur mela-
gróður er ofar í brekkunni þar sem
gróðurtíminn er styttri og jarðveg-
urinn öðmvísi. Náttúran í Héðins-
firði þarf ekki aðstoð, heldur frið og
aðdáun.
Þótt grænt, ókalið tún sé fallegt
er ekki síður mikilvægt að við þró-
um með okkur smekk fyrir fegurð
okkar svörtu sanda, sem eru ein-
stakir í sinni röð í heiminum, og líf-
ríki þeirra, fyrir hraunum og mos-
um þeirra með allri sinni litadýrð,
fyrir þeirri náttúm sem er einstök á
íslandi. Ferðafólk kemur til íslands
til þess að sjá þvíumlík undur og til
þess að sjá stærsta óbyggða svæði
Evrópu og „auðnir" þess en hvorki
fáeina reiti af jólatrjám né sjálfan
Hallormsstaðaskóg.
ímynd íslands út á við ætti ekki
að vera grænt ísland í sólskini,
heldur ekki síður það ísland sem
Neil Armstrong var sýnt áður en
þótti óhætt að senda hann til tungls-
ins. Skrítlan sem útlendingum er oft
sögð í formi spumingarinnar: Hvað
á maður að gera ef maður villist í
íslenskum skógi? lýsir íslandi í
rauninni afar vel. (Svarið er að þá
skuli standa upp og ef það dugi ekki
þá skuli ganga þrjú skref og svo má
bæta við að ef það virkar ekki þá sé
maður ekki á íslandi).
Sú mynd sem blasir við flestum
ferðamönnum, erlendum og ís-
lenskum, við komu til íslands er
Reykjanesskaginn. Er hægt að
hugsa sér öllu sérstæðari ímynd
með öllum þeim fjölbreytileika,
litadýrð og víðáttu sem þar er?
Friðum holt og móa, sanda og
auðnir, mýrlendi og vötn, jökla og
ár. Tökum frá holt og mýrar áður en
það verður um seinan. Mýramar em
lungu landsins og hrauni og sönd-
um má líkja við veðurbarin andlit.
Hrjóstrin eru sérkennileg, hraunin
eru viðkvæm og útlend tré skyggja
á uppmnalega fegurð staða eins og
Höfða í Mývatnssveit. Friðum
óendanlega litadýrð íslenskra
hrauna, tökum frá sanda og sökkv-
um ekki hálendinu undir lón eða
línur.
Virðum hina íslensku ímynd af
landinu, fagra en sérstæða þar sem
jöklar og sandar, hraun og kjarr,
holt og mýrar skipa öndvegi. Viður-
kennum fegurðina og ræktum
smekk fyrir óspilltri íslenskri nátt-
úru án „hjálpartækja" á borð við lú-
pínu og sígræn jólatré en með mosa
og birki, jöklum og söndum. Rækt-
um smekk, ekki gras.