Dagur


Dagur - 08.09.1995, Qupperneq 15

Dagur - 08.09.1995, Qupperneq 15
Föstudagur 8. september 1995 - DAGUR - 15 IÞROTTIR FROSTI EIÐSSON Knattspyrna - Islandsmót Langur sjúkralisti hjá Leiftri - sem mætir Breiðabliki í Ólafsfirði. Síðasti heimaleikur Þórs gegn Víði Leiftur leikur gegn Breiðabliki á morgun klukkan 16 og skiptir leikurinn miklu fyrir Ólafsíjarð- arliðið, sem enn á góða mögu- leika á 4. sæti 1. deildarinnar og þar með sæti í Toto-keppninni. Þó er ljóst að margir af lykil- mönnum liðsins verða frá. Eins og sagt hefur verið frá eru þeir Gunnar Már Másson og Ne- bojsa Zoravic í leikbanni en ofan á það bætist að Pétur Bjöm Jóns- son meiddist í Eyjaleiknum og ekki er víst hvort hann getur leikið með. Sömu sögu er að segja af Matthíasi Sigvaldasyni og þá er Steinn Viðar Gunnarsson erlendis. Þessi forföll bætast ofan á meiðsl þeirra Baldurs Bragasonar og Slo- bodan Milisevic, sem báðir hafa verið frá í síðustu leikjum og munu að öllum líkindum ekki vera meira með á tímabilinu. „Þetta er vissulega erfitt fyrir okkur en við gerum okkur samt góðar vonir um að okkur takist að reka af okkur slyðruorðið eftir tvo tapleiki í röð. Við vorum á hælun- unr í Valsleiknunr en framan af leiknum í Eyjum vorum við síst lakari aðilinn," segir Óskar Ingi- mundarson, þjálfari liðsins. Gunnlaugur Sigurfinnsson sem verið hefur á sjó á síðasta ári en er í sumarfríi verður á bekknum og sama er að segja um Kristinn Bjömsson, sem öllu þekktari er fyrir skíðaiðkun. Þá munu piltar úr öðrum og þriðja flokki verða á bekknum, tilbúnir til taks ef frek- ari meiðsl verða á leikmönnum. Breiðabliksliðið getur heldur ekki stillt upp sínu sterkasta liði. Tveir Blikar þurfa að taka út leikbann, markakóngur liðsins í sumar, Rad- islav Lazorik og varnarmaðurinn Gústaf Ómarsson. Síðasti heimaleikur Pórs Þórsarar leika sinn síðasta heima- leik í 2. deildinni í sumar á Akur- eyrarvellinum á sunnudaginn. Liðið mætir Víði sem berst fyrir áframhaldandi veru í deildinni. Þórssigur í leiknum er nánast dauðadómur fyrir Suðumesjaliðið sem þá er fallið í 3. deild. Nói Bjömsson, þjálfari Þórs, sagði allt gott að frétta úr herbúðum Þórs- ara. Öm Viðar Amarson, þarf reyndar að taka út bann en að öðru leyti eru allir sterkustu menn liðs- ins klárir í slaginn. Leikur liðanna hefst klukkan 13:30. KA leikur í Borgamesi gegn Skallagn'mi og hefst leikur lið- anna klukkan 14. A sama tíma fer fram Norður- landsslagur í 3. deildinni, þegar nýkrýndir deildarmeistarar Völs- ungs leika gegn Dalvík á heima- velli síðamefnda liðsins. - segir Örn Ingólfsson, ökuþór, sem tekur þátt í GSM rallýinu á Trabantinum sínum „Ég hef alltaf verið með hálf- gerða bfladellu og fór í það nán- ast á barnsaldri að læra bifvéla- virkjun.Það má kannski segja að vinningsmöguleikar mínir séu engir en ég fæ það sama út úr keppninni og þeir sem eru á kraftmeiri bflunum,“ segir Örn Ingólfsson, 58 ára rallökumaður frá Sauðárkróki, sem verður á meðal keppenda á GSM-rallýinu sem hefst í dag. Örn tók þátt í sínu fyrsta rallýi árið 1977 og segist hafa skemmt sér svo vel þá að rallýaksturinn hafi verið árátta hjá sér síðan þá. Hann hefur því mesta reynsluna af þeim ökumönnum á Sauðárkóki sem hafa skráð sig til leiks og er nokkuð viss um að vera aldursforseti móts- ins. Sigurmöguleikamir eru þó ak- kúrat engir því bifreið hans, Tra- bant, er mun aflminni heldur en aðrir bílar sem skráðir em til leiks. „Ég er oft spurður að því hvað ég sé að gera á þessum bfl, ég geti ekki orðið annað en síðastur. Hins vegar er svo margt í kringum þetta, ég fæ alveg sama út úr þessu og þeir á kraftmeiri bílun- um. Mín spenna stendur um það hvort ég klári og svo er ég oft ekki síðastur,“ segir Örn og rifjar upp þegar hann náði ellefta sæti á einu alþjóðlegu ralli sem haldið var hér á landi. Arangur Amar vakti svo mikla athygli að þáverandi um- boðsaðili Trabant, Ingvar Helga- son, sendi skeyti út til Austur- Þýskalands til að tilkynna um ár- angurinn. Það bar síðan þann ávöxt að Þjóðverjarnir sendu hon- um viðurkenningarskjal og kraft- meiri vél í bflinn. Vélin sem Örn notast við er þó venjuleg Trabant vél, 595 og hálf- ur rúmsentimetri og það dugir lítið gegn aflmeiri bflium. Hann á þó ágæta möguleika á einni sérleið- inni, en það er Öskjuhlíðin. Þar er brautin hlykkjótt og liggur öll nið- ur í móti og það hentar Trabantin- um ágætlega. Örn Ingólfsson, reyndur rallökumaður, hugar að keppnisbíl sínum fyrir GSM-rallið sem hefst í dag. Hcrmann Halldórsson við bíl sinn, sem er af gerðinni Lada Samara. Glæsileg verð- laun á golfmóti Kristal-Flugleiðir golfmótið verður haldið á Jaðarsvelli á laugardaginn. Tveir eru í liði og gildir betra skor á hverri holu. Forgjöf er 7/8 og vinn- ingar í boði fyrir tíu efstu sætin í mótinu. I fyrsta vinning eru utanlandsferðir að eigin vali á einhvern af áfangastöðum Flugleiða og þá verða jafn- framt verðlaun fyrir að vera næstur holu á par þrjú braut- um. Dreginn verður út ein utanlandsferð í mótslok en þátttökugjald er krónur 3.000 fyrir hvert tveggja manna lið. Frjálsíþróttir: Sunna með tvö silfur á NM Sunna Gestsdóttir úr USAH náði lengst íslensku keppend- anna á Norðurlandamóti unglinga 20 ára og yngri sem fram fór í Finnlandi um síð- ustu helgi. Sunna hreppti tvenn silfur- verðlaun, í 100 m hlaupi og í langstökki. Sunna hljóp sprett- inn á 12,0 sekúndum og stökk 5,85 metra, sem er hennar besti árangur 1 langstökki. Sunna varð síðan fjórða t' 200 m hlaupi á 25,0 sekúndum, að- eins 13 sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. Óntar Kristinsson, frá UMSE hljóp 200 metrana á 22,65 sekúndum og fékk tím- ann 48,89 í 400 m lilaupi. Fjórar áhafnir frá Sauðárkróki Buist viö spennandi keppni í alþjóðarallinu Alls verða fjórar áhafnir frá Sauðárkróki með í GSM-rallý- inu sem fram fer um helgina. Rallýið hefst í dag og munu fimm erlendar áhafnir taka þátt í mótinu, þar af þrjár á vegum breska hersins, sem allar eru á Land Rover bifreiðum. Philip Walker frá Skotlandi keyrir Ijórhjóladrifna Mözdu að gerð- inni 323 turbo og David Nann, þekktur breskur rallari á Toyota Celica GT4. Alls eru því 23 íslenskar áhafn- ir í þessu rallýi, þar af fjórar frá Sauðárkróki. Hermann Halldórsson og Sig- fríður Halldórsdóttir, sem eru syst- kini, eru á Lada Samara, Vilhjálm- ur Viðarsson og Rúnar Gíslason á Datsun Nissan 510 og Ægir Amar- son og Elías Kristjánsson á Ford Escort XR3. Faðir Ægis, Öm Ing- ólfsson, mætir síðan á Trabantin- um sínum en aðstoðarökumaður hans er Þorgils Sigurðsson. Öm sagði að erfitt væri að spá um sigurvegara. Enginn „ofurbfll“ væri með að þessu sinni eins og svo oft áður þannig að keppnin gæti orðið spennandi. Hann sagð- ist telja að Vilhjálmur væri líkleg- astur til að standa sig best af áhöfnunum frá Sauðárkróki. Ræst er út í dag klukkan 13:30 frá Perlunni og áætlað er að rallý- inu Ijúki við Austurvöll um klukk- an 21 á sunnudagskvöldið. Rall- ökumenn þurfa því að leggja á sig 900 kílómetra leið á hinum ýms- um vegum á Suðurlandi, þar af 291 kflómetra á sérleiðum. ■□DDDoBaDDDQ Munið ódýru morgun- tímana frá kl. 9-14 Aðeins kr. 270,- Sólstofan Hamri Sími 4612080 „Fæ það sama út úr þessu og þeir á kraftmeiri bílunum“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.