Dagur - 16.09.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 16.09.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 16. september 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), FROSTI EIÐSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: BJÖRN GISLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Mikilvægur stuðningur við Vernharð Þorleifsson Tilkynnt var sl. fimmtudag að Ólympíunefnd íslands, Júdósamband íslands, Akureyrarbær, Kaffibrennsla Akureyrar hf., Kaupfélag Eyfirðinga og Kjarnafæði hf. hafi tekið höndum saman um að styrkja júdómanninn knáa úr KA, Vernharð Þorleifsson, til æfinga og undir- búnings fyrir Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári. Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi og þessum samn- ingi ber að fagna. Það er mikilvægt fyrir okkar fremstu afreksmenn að þeir geti stundað sína íþrótt af kappi án þess að hafa endalausar fjárhagsáhyggjur. Júlíus Hafstein, formaður Ólympíunefndar íslands, sagði á blaðamannafundi af þessu tilefni sl. fimmtu- dag að slíkur styrktarsamningur væri það sem koma skyldi fyrir okkar fremstu afreksmenn. Hann nefndi að ekki ósvipaður samningur hafi verið gerður nýverið á Sauðárkróki, þar sem fyrirtæki hafi tekið höndum saman með Ólympíunefnd íslands um stuðning við frjálsíþróttamanninn Jón Arnar Magnússon. Júlíus þakkaði sérstaklega þeim þremur akureyrsku fyrir- tækjum sem lagt hafa þessu máli lið á myndarlegan hátt og undir þær þakkir ber að taka um leið og Vern- harð Þorleifssyni er óskað til hamingju með þá viður- kenningu sem hann hefur hlotið með undirritun þessa samnings. Farið varlega! Rækjuaflinn við ísland hefur hvorki meira né minna en þrefaldast á sex árum og útlit er enn fyrir aukna sókn í rækjuna. Þetta má lesa í Fiskifréttum sem komu út í gær. Skerðingin á þorskkvóta hefur gert það að verkum að sóknin í rækjuna hefur aukist gríðarlega og skip sækja út fyrir landhelgina á rækjuslóð. Sem betur fer hefur rækjustofninn til þessa þolað aukna sókn, en blikur eru á lofti; afli á togtíma hefur minnkað, sem vert er að túlka sem svo að menn verði að fara var- lega. Rækjan er í háu verði eins og er og vinnslan gengur mjög vel. En ástæða er til að spenna bogann ekki um of. Farið varlega! I UPPAHALDI Held mikið upp á fyl og lunda - segir Ragnhildur Vigfúsdóttir, nýr jafnréttis- og fræðslufulltrúi Uppáhaldið ukkar í dag er Ragnhildur Vigfúsdóttir, nýr jafn- réttis- og frœðslufull- trúi Akureyrarbœjar. Ragnhildur tekur við starfmu af Valgerði Bjarnadótt- ur, sem hefur haldið utan til frekara náms, og segir Ragn- hildur að nýja starjið leggist vel í hana. Ragnhildur liefur verið ritstjóri kvennablaðsins Veru og kynntist jafnréttismálum mikið í því starfi en frœðsluþátturinn segir hún að sé meira framandi. Ragnliildur er alin upp í Vík í Mýrdal en hefur búið lengst afí Reykjavík. Vegna starfsins er hún nú jlutt til Akureyrar ásamt manni og tíu mánaða gamalli dóttur og er þetta í fyrsta sinn sem hún er búsett hér norðan heiða. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Fýl) og lundi eru í mestu uppá- haldi en mér finnst nær allur mat- ur góður og gaman að prófa eitt- hvað nýtt. Uppáhaldsdrykkur? Vatn og eins finnst mér i'erskur appelsínusafi góður, ekki er verra að hafa kampavín útí. Hvaða heimilsstörffinnstþér skemmtilegust/leiðinlegust? Mér leiðast heimilisstörf, en því miður þarf að vinna þau. Ætli sé ekki samt skemmtilegast að strauja en það er reyndar svo langt síðan ég straujaði síðast að Ragnhildur Vigfúsdóttir. ég er varla dómbær á það. Stundarþú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrœkt? Mér finnst gaman að fara í sund og svo er ég að fara á námskeið í Kripalu-jóga. Ert þú í einhvetjum klúbb eða fé- lagasamtökum? Ég er ekki virk í neinu félagi þessa stundina. Einhvern tíma ætla ég að blása á ný lífi í „Síum- ar“ (Samband íslenskra afreks- kvenna) og „Pizzurnar" (Pipar- meyjusamband Suðulands, stofn- að 1977). Hvaða blöð og tímarit kaupir þá? Ég kaupi Moggann og auðvitað Vem. Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? Þær eru tvær, „Ourselves as Mot- hers“ eftir breska mannfræðing- inn Sheilu Kitzinger og „Þetta er allt að koma“ eftir Hallgrím Helgason. I hvaða stjörnumerki ert þú? Ég er ljón. Hvaða tónlisiarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Nina Simone. Uppáhaldsleikari? Margir góðir en Ólafía Hrönn er alveg spes. Hvað horfir þú mest á ísjónvarpi? Danska þáttinn Matador og frétt- ir. A hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hver er að þínu mati fegursti staður á íslandi? Mýrdalssandur. Hvar vildirðu helst búa efþú þyrftir að flytja búferlum nú? New York, Kaupmannahöfn, Par- ís, London eða Róm. Efþú ynnir stóra vinninginn í Lottó- inu, íhvað myndirþú nota pening- ana? Ég myndi bjóða ölluni erlendu vinum mínum að koma til íslands og fara með þá í rútuferð um landið. Hvernig vilt þú helst verjafrístund- um þínum? Með skemmtilegu fólki - tjöl- skyldan mín er þar meðtalin. Hvað œtlarðu að gera um helgina? Ég er að hugsa um að bregða mér til Siglutjarðar. AI LITAST UM AF HJALLHÓLI INCÓLFUR ÁSCEIR JÓHANNESSON Með Snöruna um hálsinn - bregðumst við áður en það verður orðið um seinan Árið 1962 kom út bók Rakelar Carson, Silent Spring. (Bókin kom út í íslenskri þýðingu árið 1965 undir nafninu Raddir vorsins þagna). Þessa bók telja margir eina af merkustu bókum 20. aldar. Hún er byggð á rannsóknum í náttúru- og umhverfisfræðum og skrifuð í ljóðrænum, fallegum stíl. í bókinni er bent á afleiðingar mannanna verka gagnvart náttúr- unni. T.d.er bent á hvernig skor- dýraeitur á borð við DDT berst inn í hringrás náttúrunnar og á þar þátt í dauða fugla og fiska. I raun- inni er bókin hálfgerð dómsdags- spá. Á sínum tíma var reynt að koma í veg fyrir útkomu bókar- innar. Prófarkir munu hafa borist út úr prentsmiðjunni í hendur óvandaðra manna og í framhaldi af því hótuðu efnaverksmiðjur málsókn kæmi bókin út. Hún seld- ist hins vegar í stórum upplögum og enn þann dag í dag er verið að selja mikið af henni enda er hún löngu orðin sígild. En hafa „spádómar" Carson, t.d. um fækkun dýrategunda, ræst? Hún benti á að margar tegundir fugla væru í hættu. í grein í News- week sl. vor er því haldið fram að fáir þessara spádóma hafi ræst og raunar hafi t.d. sumum þeirra l'ugla, sem Carson hafði mestar áhyggjur af, fjölgað. Ekki er unnt að vita með fullri vissu hvort notkun skordýraeiturs hefur í raun minnkað vegna þess að Carson skrifaði svo snjalla bók um hætturnar henni samfara. Ekki er heldur öruggt að fuglategundir hafi lifað af vegna bókarinnar - en sé eitthvað til í þessu þá er bókin Raddir vorsins þagna örugglega ein af áhrifamestu bókum þessarar aldar. Bók Jakobínu Sigurðardóttur, Snaran, kom út nokkrum árum á eftir Raddir vorsins þagna. Snaran segir frá hugrenningum verka- manns í stóriðjuveri í framtfð sem er óráðin en þó ekki fjarlæg. Á þessum tíma var verið að virkja Þjórsá við Búrfell og byggja álver í Straumsvík. Einnig var vitað um stóriðjudrauma ráða- manna sem höfðu svikist um að veita landsbyggðinni eðlileg skil- yrði til rekstrar fyrirtækja í sjávar- útvegi og landbúnaði. Og auðvitað var stóriðja, þótt í smærri stfl væri, að hefja innreið sína f Mý- vatnssveit. Snaran er ekki beinlínis skemmtilesning. Sögumaður hennar rifjar upp líf sitt frá því er hann var ungur maður á hernáms- tíma og hvernig hann varð verka- maður undir erlendu verksmiðju- valdi og snötum þess, verkstjórun- um. Hann er allan tímann hræddur og stundum geta hugrenningar hans virkað á lesandann eins og raus. En stílgaldur Jakobínu hélt mér við efnið þegar ég sem ungl- ingur las bókina sköinmu eftir að hún var gefin út. Og hún lýsir framtíð sem mér fannst að hæfði ekki frjálsri þjóð. Ég las Snöruna aftur einhvern tíma í kringum 1980 og reiknaði út, miðað við óræðan aldur sögu- manns bæði þegar bókin gerist og á stríðsárunum sem hann rifjar svo oft upp, að bókin gerðist um 1980, e.t.v. eitthvað örlítið síðar. Aug- ljóst var að „spádómurinn" hafði ekki ræst; erlendum stóriðjuverum hafði lítið fjölgað. Eflaust hefur Snaran haft meiri áhrif á mig en marga aðra. Ég vissi vel af rithöfundinum á næsta bæ og auðvitað hafði Kísiliðjan áhrif á alla sem í Mývatnssveit bjuggu. Ég vann eitt haust í Kísil- iðjunni við að sópa gólf, rétt eins og sögumaður Snörunnar, og síðar vann ég að sumarlagi við pökkun- arfæribandið. Ryk og hávaði ein- kenndu vinnustaðinn; hann var framandi þótt mér þætti hann reyndar spennandi líka. Á hinn bóginn sást lítið til út- lendinga í Kísiliðjunni og verk- smiðjustjórinn var skilningsríkur maður sem kippti sér lítt upp við strákslega hrekki ungra manna, svo sem eins og þegar sauðfé var sett inn í kaffistofu dagvinnu- manna að næturlagi. Kísiliðjan var líka lítil verksmiðja og yfirmenn hennar urðu hluti af samfélagi okkar í Mývatnssveit þótt auðvit- að hafi skipst á skin og skúrir í því samfélagi eins og annars staðar. Ég hefi lengið verið sannfærð- ur um það að hin áhrifamikla lýs- ing Snörunnar á vinnuandrúms- loftinu í verksmiðju söguhetjunn- ar, aðstæðunum og óttanum, hafi haft áhrif á það að hér hefur stór- iðjuverum lítið fjölgað. Og mér finnst ástæða til að rifja þetta upp, enn og aftur á þeim tíma sem við stöndum á krossgötum hvað varð- ar framtíðarstefnu í atvinnumál- um. Spurningin er þessi: Viljum við að Island verði fyrst og fremst land hráefnaframleiðslu eða ætl- um við að mennta þjóðina til að takast á við flókin viðfangsefni í nútímasamfélagi Evrópuþjóða? Ég vil svara þessu þannig að við eigum að efla háskólamenntun og gera menntun og lærdóm að verðmætum útflutningsvörum. Slfk verðmæti, hvort sem þau liggja í menntun og rannsóknum á matvælum eða ferðamennsku, heimspeki eða kvikmyndalist, eru endurnýjanleg auðlind. Með menntun getum við sótt aðra at- vinnu en þá sem hrýtur af borði erlendra auðhringa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.