Dagur - 16.09.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 16.09.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. september 1995 - DAGUR - 7 geri á gistiheimilinu sé ósköp svipað og að reka heimili. „Þetta eru bara eins og hver önnur heimilsstöri', ég þvæ þvott, geri hreint, bý til mat og annað í þeim dúrnum." Engar mannafælur Ummæli ameríska biskupsins í Morgun- blaðsviðtali eru Akureyringum enn í fersku minni og því er vel við hæfi að spyrja að- komufólkið hvernig bæjarbúar hafi lekið á móti þeim. „Það er einhver titringur á staðnum vegna ummæla einhvers biskups," segir Óli. „Ég hef aldrei fallið á kné frammi fyrir bisk- upum og geri ekki ráð fyrir að ég geri það heldur fyrir þessum. Auðvitað er hægt að ganga um með einhverjum harðlífissvip og manni er bara leyft það. Ef maður vill endi- lega vera leiðinlegur fær maður það í friði, ekki bara á Akureyri, heldur alls staðar. En okkur hefur verið afskaplega vel tekið, bæði af nágrönnum og eins ýmsu fólki sem mað- ur hefur verið að kynnast og öðrum sem ég þekkti áður og hef verið að endurnýja kynn- in við. Ég held maður ráði þessu alveg sjálf- ur. Manni er sýnt það viðmót sem maður sýnir öðrum. Þó við séum búin að vera í ein- angrun erum við engar mannafælur og erum Kreppur og atvinnu- leysi eru innbyggðar í kapítalismann á sama hátt og styrjaldir, fíkniefna- neysla og ofbeldi eiga rætur sínar að rekja til kapítalismans. Því er aldrei hægt að leysa neitt nema útrýma kapítalism- anum. alveg til í að blanda geði við fólk þannig að ég hef engar áhyggjur af að það verði eitt- hvað vandamál.“ Bið hcnnar kannski einhvern tíma? Samband þeirra Óla og Svandísar er enn að velkjast fyrir blaðamanni og því þýðir ekki annað en herða upp hugann og beina talinu aftur inn á þá braut. - Er algengur misskilningur að fólk haldi að þið séuð gift? „Það held ég að flestir haldi, það er talið svo sjálfsagt," segir Svandís. Óli er ekki eins viss í sinni sök. „Ég hef bara aldrei ver- ið spurður að því. Ég hef ekki hugmynd um hverjir eru giftir og hverjir ógiftir í kring um mig og ég skipti mér bara ekkert af því. Þetta verður bara að koma í ljós hjá okkur. Kannski hef ég mig í að stynja upp bónorði einhvern daginn en það er ekkert á dagskrá næstu daga,“ segir hann og meira vilja þau ekki um þetta tala. „Þetta gengur alveg ljómandi vel hjá okkur hvernig sem það er.“ Kcnningin stendur fyrir sínu Það er vart hægt að skilja við mann sem kallaður er Óli kommi án þess að ræða við hann um pólitík og forvitnilegt að vita hvort Ólafur og Svandís fyrir utan Gulu villuna, gistiheimilið sem þau reka á Akurcyri. „Astæðan fyrir að ég fór í vitann var sú að mig vantaði eitthvað að gera. Eg kannaðist við Óla og smellti mér þangað sem aðstoðaryita- vörður,“ segir Svandís en hún var með Óla í vitanum síðustu tvö árin. Mynd: BG hann sé enn trúr sínum fyrri skoðunum þó skipan heimsmála hafí breyst mikið undan- farinn áratug. „Það eru alltaf breytingar en sjálfur hef ég ekki breyst mikið. Ég er enn með nokk- uð svipaðar skoðanir og ég myndaði mér sem ungur maður. Þær myndaði ég mér ein- faldlega með því að kynna mér málin og ég hef enga ástæðu til að breyta þeirri niður- stöðu sem ég komst að þá. Hluti af stjóm- málaskoðun er auðvitað að manni líkar ekki skoðanir annarra. Og það verð ég að segja að ekki get ég séð að pólitískir andstæðing- ar mínir, íhaldið, framsókn og kratarnir, séu neitt geðslegri en þeir voru.“ Það er fyrst og fremst skipulag þjóðfé- lagsins sem Óli vill sjá breytast. „Ég held að það sé ekki nokkur leið að vinna að þeim málum sem ég aðhyllist án þess að breyta þessu þjóðfélagi. Það þýðir ekki að vera allt- af að kukla í því að setja bætur á götin. Þetta er orðið svo slitið að þegar búið er að bæta á einum stað er komið gat á öðrum. Fólk verð- ur að skilja þetta en er ekki búið að þvú Það voru gerðar tilraunir úti í heimi, en þær voru ekki gerðar í alvöru. Þeir menn sem þar stóðu að verki fylgdu ekki þeim kenningum sem í boði voru og því fór sem fór. En kenn- ingin stendur fullkomlega fyrir sínu. Þetta er nákvæmlega eins og með kristindóminn. Fullt af fólki hefur komið óorði á hann en trúlega er í lagi með sjálfa kenninguna." Fátækt er mesti glæpur í heimi Stjómmálin eru Óla greinilega hugleikin því nú er hann kominn á flug. „Við erum að fara inn í leiðindatímabil þar sem framsókn og íhaldið stjóma landinu. Það verður stöðnun því öllu fjármagni sem á annað borð verður veitt í eitthvað verður veitt í eitthvað sem var fyrir en ekkert nýtt. Nú er Búnaðarbankinn líka kominn í bráða hættu. Það á að breyta honum í hlutafélag segja framsóknarmenn. Þetta er kannski ósköp lít- il breyting en fyrsta skrefið í að aflienda auðjöfrunum í landinu Búnaðarbankann. Það verður engin atvinna eða neitt nýtt til þó áfram verði haldið að færa fé frá þeim sem eru peningalitlir til þeirra sem eiga nóg af því fyrir.“ - Hvar myndir þú helst vilja sjá breyt- ingar? „Ég verð ekki ánægður fyrr en ég sé jafnaðarstefnu í framkvæmd, sem heitir sósíalismi. Ég er alveg óhræddur við að nefna þessa hluti. En það er ýmislegt hægt að gera áður sem myndi gleðja mig. Eg vildi t.d. sjá allt aðrar áherslur. Það má segja að inest liggi á að útrýma atvinnu- leysi. En þetta verður þó aldrei nema skottulækning því jafnvel þó tækist að ráða bót á atvinnuleysinu væri það bara komið aftur eftir ákveðinn tíma. Kreppur og at- vinnuleysi eru innbyggðar í kapítalismann á sama hátt og styrjaldir, fíkniefnaneysla og ofbeldi eiga rætur sínar að rekja til kapítal- ismans. Því er aldrei hægt að leysa neitt nema útrýma kapítalismanum. Það er alltaf verið að kukla í afleiðingunum en orsakirn- ar látnar í friði.“ - Þær tilraunir sem gerðar hafa verið með sósíalisma hafa gengið misvel? „Það breytir engu. Það á bara að halda áfram og læra af mistökunum. Það ömur- legasta sem getur komið fyrir fólk er að gef- ast upp.“ - Þú vilt kenna kapítalismanum um hið slæma, hvað með mannlegt eðli? „Mannlegu eðli verður bara breytt. Það breytist ineð ytri skilyrðum. Þegar eymd og vesöld eru ekki til staðar batnar fólk. Fátækt er mesti glæpur í heimi því hún gerir fólk vont. í því skipulagi sem við búum við sjá- um við fólk sent líður illa og hefur það mjög skítt og það getur ekki verið gott fyrir einn eða neinn.“ Óla er heilmikið niðri fyrir en eftir þessi orð kemur smá þögn. Síðan lítur hann snöggt upp og brosir kankvíslega. „Var þetta ekki góð ræða?“ AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.