Dagur - 22.09.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 22.09.1995, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 22. september 1995 |iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii| VETRARTILBOÐ BAUTANS HEIMILISMATUR í HÁDEGINU ALLA VIRKA DAGA Mánudagur 25. sept. Pönnusteiktur fiskur meö rækjusósu, makkarónusúpa kr. 590,- | Þriðjudagur 26. sept. Steiktar kjötbollur með rauðkáli, sætsúpa kr. 590,- Miðvikudagur 27. sept. Lasagne með kartöflumús, skyrsúpa með eplum kr. 590,- | Fimmtudagur 28. sept. Ofnsteiktur kjúklingur, ís kr. 790,- Föstudagur 29. sept. Djúpsteiktur fiskur með súrsætri sósu, hrísmjölssúpa kr. 590,- | HAMBORGARATILBOÐ ALLA DAGA .^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiíp. Umræður um hugsanlegan flutning Punktsins í Ketilhúsið: Ófrjó hugmynd sem leysir engan vanda - að mati Ragnheiðar Ólafsdóttur, ritara Gilfélagsins Afundi bæjarráðs Akureyrar í gær voru lagðir fram und- irskriftalistar frá 19 einstakling- um á Akureyri þar sem lýst er yfir stuðningi við framkomnar tillögur Gilfélagsins um nýtingu Ketilhússins og því mótmælt að Ketilhúsið verði skilið frá lista- starfseminni í Grófargili. List- arnir voru einungis lagðir fram í bæjarráði, en ekkert að öðru leyti bókað um málið. í hópi þeirra 19 einstaklinga sem skrifuðu nöfn sín á þessa undirskriftalista er Ragnheiður Ól- afsdóttir, ritari Gilfélagsins. Hún var spurð í gær hvort Gilfélagið liti svo á að flutningur tómstunda- miðstöðvarinnar Punktsins væri stflbrot miðað við upphaflegar hugmyndir um nýtingu Ketilhúss- ins? „Gilfélagið hefur ekki talað um stflbrot í þessu samhengi og hefur í sjálfu sér ekkert á móti tóm- stundamiðstöð," sagði Ragnheið- ur. „Eg hef komið í Punktinn og mér finnst starfsemin þar til fyrir- myndar, en sé hins vegar ekki hvernig hún á að rúmast í Ketil- húsinu. Mér finnst hugmyndin um að flytja Punktinn í Ketilhúsið ófrjó, vegna þess að hún leysir engan vanda, og ég held að þær breytingar sem gera þyrfti í Ketil- húsinu, s.s. að byggja milligólf, yrðu mjög kostnaðarsamar. Mér finnst Gilfélagið hafa verið svikið um húsið, ef þetta nær fram að ganga og mér finnst líka hafa ver- ið gengið framhjá menningar- málanefnd bæjarins í þessu máli. Það er heldur ekki rétt sem fram kemur í Degi í dag (í gær - innsk. blaðam.) að engar „áþreifanlegar hugmyndir“ hafi komið fram um nýtingu hússins. Formaður Gilfé- lagsins skrifaði menningarmála- nefnd bréf 20. aprfl s.l. með tillög- um um nýtingu hússins undir fjöl- breytta listastarfsemi. Ketilhúsið var nýtt af Listasumri, m.a. undir höggmyndavinnu og sýningar í sumar og núna á laugardaginn opnar Páll Sólnes málverkasýn- ingu þar.“ Ragnheiður segir að opinber stefna Gilfélagsins hafi frá upp- hafi verið að nýta Ketilhúsið sem tónlistarhús. „Um það hafa komið fram skiptar skoðanir," segir VEÐRIÐ Norðlendingar fá nasaþef af vetrinum í dag og hitatölurn- ar í spánni eru ekki uppörv- andi. Hiti verður á bilinu 1-4 stig um allt norðanvert land- ið og snjókoma til fjalla en slydda í byggð. Veðurstofan reiknar þó með að veðrið verði heldur skárra eftir því sem austar dregur á Norð- urlandið. lagið forsenda fyrir þeim. Þá má líka nefna að bæjarstjórn hefur samþykkt að skipa undirbúnings- hóp fyrir Sumarlistaskóla, sem yrði þá væntanlega starfræktur í samvinnu við lista- og menningar- stofnanir í bænum og myndi m.a. nýta Ketilhúsið. Húsið er einstakt í útliti og innri gerð og getur gegnt lykilhlutverki í þeirri menningar- starfsemi sem er að eflast í Gilinu. Ég álít það stórslys ef Ketilhúsið verður rifið úr því samhengi," sagði Ragnheiður Ólafsdóttir. óþh Alfreö Gíslason: Kemur flatt upp á okkur Já, þetta kemur flatt upp á okkur í menningarmála- nefnd,“ sagði Alfreð Gísla- son, formaður menningar- málanefndar Akureyrarbæj- ar, um hugmyndir þær sem lagðar hafa verið fyrir íþrótta- og tómstundaráð þess efnis að tómstundamið- stöðin Punkturinn verði hugsanlega færður í Ketil- húsið. „Ég lít svo á að búið sé að afhenda menningarmálanefnd húsið og það hef ég talið eðli- legt franthald á því sem byggt hefur verið upp í Gilinu,“ sagði Alfreð. Hann sagði að fyrir liggi hugmyndir um hvernig hægt sé að nýta húsið á ýmsan hátt fyrir lítinn stol'n- kostnað. í því sambandi nefndi hann aðstöðu fyrir tónlistar- hópa og til listsýninga. óþh Ragnheiður Ólafsdóttir, ritari Gilfélagsins, lítur svo á að Ketilhúsið geti gegnt lykilhlutvcrki í þeirri mcnningarstarfscmi sem sé að eflast í Grófargili. Mynd: BG. Ragnheiður, „meðal annars þær að það sé of lítið fyrir Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands. Tónlistarhúsið kæmi til með að kosta mikið fé, en í því ástandi sem húsið er núna er það mjög vel nýtilegt fyrir Gil- félagið og það er verulegur kostur fyrir listastarfsemi að hafa aðgang að svo „hráu“ húsi þar sem hægt er að gefa sköpunargleðinni laus- an tauminn, án þess að hætta sé á að eyðileggja ffna veggi, parkett eða flísar. Ef við hugsum til vaxtarmögu- leika Listasumars, þá er tilvist Ketilhússins í tengslum við Gilfé- Róttæk uppstokkun á tómstundamálum Akureyrarbæjar: Þessu algerlega andsnúinn - segir Guðmundur Jóhannsson Tillögur um róttæka upp- stokkun á tómstundamál- um Akureyrarbæjar voru ræddar á fundi íþrótta- og tómstundaráðs sl. miðvikudag. Að sögn Guðmundar Jóhanns- sonar, fulltrúa Sjálfstæðis- flokks í ráðinu, var engin ákvörun tekin og verða tillög- urnar áfram til skoðunar á næsta fundi ráðsins. Sem kunnugt er kemur m.a. fram í tillögunum að breyta mjög þeirri starfsemi sem verið hef- ur í Dynheimum, t.d. varðandi dansleikjahald og mótmælti fjöldi ungmenna því áður en fundur ÍTA hófst. Guðmundur sagði alveg ljóst, eins og fram hefur komið, að mjög skiptar skoðanir eru um tillögurnar bæði hjá bæjarbúum og innan ráðsins. „Ég er einn þeirra sem er algerlega á móti þessu plaggi eins og það lítur út og fannst mjög gott að fá þessi sterku viðbrögð hjá krökkunum. Ég er mjög mótfallinn því að færa félagsmiðstöðvamar undir skólana og tel það afturhvarf yf- ir 20 ár aftur í tfmann, áður en Dynheimar voru stofnaðir. Varðandi það að leggja af dans- leikjahald í Dynheimum finnst mér það fáranleg hugmynd og vildi frekar auka það ef eitthvað er,“ sagði Guðmundur. Hann bætti því við að menn ættu ekki alltaf vera að hlusta á örfáar óánægjuraddir og gera breytingar samkvæmt því. „Ég vona svo sannarlega að þetta nái ekki fram að ganga. Það má auðvitað skoða öll mál en ég sé ekki ástæðu til svo róttækra breytinga nú. Mér finnst kjána- legt að koma með tillögu um að hætta dansleikjahaldi og færa starfsemina frá okkur til skól- anna. Af hverju ættum við í ÍTA að koma með tillögu um að færa starfsemi frá okkur? Við gætum eins gert tillögu um að leggja okkur niður,“ sagði Guðmundur. Ekki náðist í gær í Þórarinn E. Sveinsson, formann íþrótta- og tómstundaráðs. HA Mynd: BG. Núverandi malbikunarstöð Akureyrarbæjar þarfnast viðhalds. Líklegt að ný umhverf- isvæn stöð verði keypt Malbikunarstöð Akureyrar- bæjar hefur verið mörgum bæjarbúunum þyrnir í augum á sumrin þegar þykkan reykinn leggur frá stöðinni, þar sem hún er staðsett ofan bæjarins við veginn upp á Glerárdal. Guð- mundur Guðlaugsson, yfirverk- fræðingur Akureyrarbæjar, segir að stöðin sé orðin það gömul að komið sé að endurnýjun á henni. Það gæti orðið að tveimur árum liðnum ef bæjaryfirvöld taka ákvörðun um endurnýjun. Ekki er talið hagkvæmt að viðhalda núverandi malbikunar- stöð og setja upp hreinsibúnað við hana en ný malbikunarstöð er með hreinsibúnaði fyrir ryk og því til muna umhverfisvænni en núver- andi stöð. Rykið kemst því ekki út í andrúmsloftið heldur aðeins gufa. Ekki hefur verið tekin af- staða til staðsetningar nýrrar stöðvar þegar hún yrði reist en Guðmundur Guðlaugsson segir að núverandi staðsetning sé ein sú besta miðað við ríkjandi vindáttir, þ.e. norðan- og sunnanáttir, og leggst því eins lítið yfir byggð og nokkur kostur er á. Kaupverð nýrrar malbikunarstöðvar er á bil- inu 25 til 35 milljónir, nokkuð misjafnt eftir framleiðendum. Engin ákvörðun liggur þó fyrir í málinu, en ntálið hefur lítillega verið rætt í bæjaráði Akureyrar. GG Bíll þversum á brú í Reykjadal Bifreið stórskemmdist í fyrri : mótt er hún lenti á vegriði við brúna yfir Seljadalsá í Reykjadal, rétt hjá Breiðumýri. Slys urðu ekki á mönnum. Það var á fyrsta tímanum í fyrrinótt sem lögreglunni á Húsa- vík var tilkynnt um óhappið. Bíll lenti á vegriði við brúna. Við það brotnaði framhjól undan bflnum, hann snerist, lenti þversum upp á brúna og lokaði allri umferð. Kranabíl þurfti til að ná bílflakinu af brúnni. IM KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.