Dagur - 22.09.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 22.09.1995, Blaðsíða 7
T Föstudagur 22. september 1995 - DAGUR - 7 Er handraði í ríkiskassanum? Þegar horft er til þess sem þing- menn telja sjálfsagt að þeir og sú stofnun sem þeir starfa við, hafi í viðurgerning frá almenningi í landinu, getur það hæglega hvarfl- að að manni. Nýlegar launahækk- anir sem þingmenn hafa fengið og dulbúningur sá er fylgir þeim og gera þær skattlausar að hluta, eru langt fyrir ofan það sem þingmenn hafa talið gerlegt að almenningur fengi. Þessi mikla launalega stéttaskipting gerir þinginenn óhæfa til þess að skilja láglauna- fólkið í landinu, en það er mjög mikilvægt fyrir bæði þá og það. Þessi láglaunastétt hefur unnið þau störf sem gerir peningalegri yfirstétt kleift að lifa því lífi sem hún lifir. Hún hefur lítinn skilning á hvernig láglaunafólkið berst frá degi til dags með skuldakröfur í skúffum og skápum og verður að velja úr hvað á að greiða við hverja útborgun. Ekki er heppilegt fyrir almenn- ing í landinu að þingmenn komi afkomu sinni svo fyrir að þeir fylli þennan flokk yfirstéttar, og verði þess vegna óhæfir til að starfa fyr- ir fólkið í landinu. Eftirlaunamál og lífeyrisgreiðslur þingmanna eru heldur ekki í neinu samræmi við það sem almenningur í landinu býr við. Allt ber þetta að sama brunni, þingmenn líta á sig sem forréttindastétt og hafa misnotað það lagasetningarvald sem þeir hafa frá þjóðinni til þess að tryggja sér þessi forréttindi. Þeir hafa búið til lög sem kveða á um að þeir skuli með kjaradómi fá sambærileg laun og gerist á hinum almenna markaði eins og það er orðað, hvað sem það svo þýðir. Viðmiðun Kjaradóms Þessi almenni markaður sem þeir vilja láta bera sig saman við er hópur manna sem hefur komist í vinnu á forstjóralaunum sem eru í sumum tilfellum hærri en laun þingmanna og ráðherra. Ekki verður auðveldlega séð að þessi viðmiðun sé réttlát gagnvart ís- lensku þjóðinni því mistakaferill íslenskra stjórnmálamanna gefur ekki ástæðu til að ætla að óhætt væri að trúa þeim fyrir neinum rekstri. Ekki verður séð að þeim tækist með sambærilegum mistök- um að tryggja sér laun út úr nein- um rekstri sem þeim væri trúað fyrir. Þeir þingmenn sem ekki hafa getað haldið sæti sínu á þingi virðast ekki beint umsetnir af at- vinnutilboðum. Margir af þeim eiga í raun mjög erfitt uppdráttar ef ekki tekst fyrir atbeina stjórn- málasamtaka þeirra að koma þeim í vinnu. Við sjáum slíka menn í þýðingarmiklum ríkisembættum sem hefur tekist að tryggja þeim með flokkpólitísku afli og kemur þá engin spurning um hæfileika til greina. Við slíkar embættisveit- ingar troðast þessir falleruðu þing- menn kinnroðalaust yfir einstak- linga sem búnir eru að vinna við- komandi stofnun lengi en hafa lít- inn möguleika á stöðuhækkun, vegna þess að siðferðilegur réttur þeirra er ekki virtur. Þegar svo þessir áður þingmenn koma til starfa í stofnun sem þeir hafa hugsanlega aldrei komið inní áður þá þurfa þeir aðstoð og tilsögn þeirra einstaklinga sem þeir voru að brjóta siðferðilegan rétt á. Falleraðir þingmenn liafa kvartað yfir því að þeir virðast vera látnir gjalda þess við umsókn um atvinnu að þeir eru fyrrverandi þingmenn. Ekki þarf þeim að koma það á óvart þegar horft er til þess hvernig þessi fyrrverandi störf þeirra hafa reynst hinum al- menna borgara í landinu. Og þessi síðasti vottur þeirra um dómgreindarleysi, siðleysi og ágrind gerir þingið ekki beint að trúverðugri útungunarstöð fyrir góða starfsmenn. Aðkallandi er að breyta viðmiðun kjaradóms og hafa þar hliðsjón af störfum þing- manna en ekki hliðsjón af störfum forstjóra hjá einkareknum fyrir- tækum. Líka þarf að taka inní við- miðun kjaradóms lífeyrismál þess- ara hópa sem undir þetta falla og lækka laun þeirra með tilliti til sérstöðu þeirra í lífeyrismálum. Sú óhóflega skuldbinding sem þeir hafa þar sett á ríkissjóð er langt umfram allt velsæmi. Hún á líka eftir að koma öðrum launþegum og sérstaklega eftir- launaþegum í koll eftir því sem þessar skuldbindingar þyngjast, því trúlega verður þeirra réttur Aldrei verður sátt í landinu ef þingmenn taka ekki sönsum og reyna að halda þessum grip- deildum til streitu. Betra er fyrir þá að láta undan strax... skertur svo þingmenn geti haldið sínum. Þingmenn geta ekki borið sig saman við neitt annað en þær stéttir sem þeir sitja helst á þegar kemur að kjarasamningum. Það pólitíska afl sem þeir beita þá á launþega gerir þingmenn svo sér- staka að þá þarf að meðhöndla á sérstakan hátt, því geta þeir aðeins fengið þessa viðmiðun. Ginningarfé fyrir hverja? Þingmenn hafa gjaman haldið því fram í rökræðum sínum um laun að ekki fengjust nógu hæfir menn á þing vegna lágra launa þeirra sem þar sitja. Ekki veit ég til hvaða hæfileikamanna þeir eru að skírskota nema ef vera skyldu þeir sem með störfum sínum halda landinu sem láglaunasvæði og auglýsa það sem slíkt. Ekki verður heldur séð að mannekla sé á þingi miðað við þá ofmönnun sem þar er. Því er engin ástæða fyrir okkur sem greiðum þingmönnum laun að hækka þau, því framboð er meira en þörf er fyrir á þingi. Veruleikafirring þingmanna er þar að auki slík að ekki er ástæða til að verðlauna þá á nokkurn hátt. Laun þau sem þeir höfðu áður en þeir settu sig í þennan vanda með lögum um kjaradóm voru þess vegna mjög sanngjörn og hækkun átti að vera í samræmi við þær leikreglur sem þeir settu öðrum. Aldrei verður sátt í landinu ef þingmenn taka ekki sönsum og reyna að halda þessum gripdeild- um til streitu. Betra er fyrir þá að láta undan strax en að láta laun- þegahreyfinguna gera að aðalmáli í næstu kjarasamningum að þeir lækki laun sín og ógildi skattfríð- indin. Hneisa yrði það fyrir þá ef launþegar færu í verkfall til þess að beygja þingmenn, en það gæti hent og orðið langt og almennt. Óhóflegur umbúnaður Ekki aðeins eru þingmenn frekir og tilætlunarsamir í launum og fríðindum eins og talið hefur verið upp hér að framan, heldur gildir sama veruleikafirringin í umbún- aði um þingið. Það er rekið í fjór- um húsum samkvæmt bók um Al- þingi íslendinga. í bókinni eru taldir upp starfsmenn Alþingis og reynast vera níutíu og tveir. Þegar tölu þingmanna er bætt við kemur út talan hundrað fimmtíu og fimm. Ofan á þetta bætist að ráð- herrar virðast ekki komast að og frá vinnu sinni á sama hátt og aðr- ir launþegar sem af lágum launum sínum greiða þeim laun. Þeir hafa til þess bíla af dýrustu gerð og í sumum tilfellum bfistjóra því ekki er eins fyrirmannlegt að aka sjálf- ur. Alþingismenn voru með áform um að kaupa Hótel Borg til þess að gera að skrifstofum fyrir Al- þingi en Davíð Oddsson kom í veg fyrir það og vakti það von- brigði hjá mörgum sem þá sátu á Alþingi en þeir töldu þessi áform sjálfsögð og eðlileg. Stór áform eru til í formi fjöru- tíu milljóna króna teikninga um stóra viðbyggingu við hús Alþing- is en ekki fékkst leyfi fyrir þessari byggingu vegna umhverfissjónar- miða. Þar kom inní bygging Ráð- húss Reykjavíkurborgar og kann það að hafa ráðið gerðum Davíðs Brynjólfur Brynjólfsson. Oddssonar í málinu og líka gætu þessi afskipti verið vegna sögu- legra sjónarmiða. Fjármunir munu vera til á reikningi til þessara framkvæmda að hluta og ekki inundi vefjast fyrir þingmönnum að samþykkja viðbótarfjármögnun sem til þyrfti til að ljúka þeim minnisvarða um óráðsíuna. Eg hef oft spurt sjálfan mig þeirrar spurningar hvort óhætt sé að trúa fólki sem svona hugsar fyrir stjórnun landsins og þú ættir lesandi góður að velta þessu fyrir þér líka því mikið er í húfi. Við kjósum jú þessa menn og þvf fylg- ir mikil ábyrgð. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að hug- leiða þessi mál og hvemig hægt er að koma Alþingi í réttan og vit- legan búning og mannahaldi þar í skynsamlega tölu starfsmanna. Rökrétt yfirskrift Yfirskriftin yfir þessum skrifum er tilkomin vegna þess að þegar umræður eru um eðlilega mála- flokka sem em til þess að reka ýmiskonar þjónustu sem gerir Is- land að góðu búsetulandi, þá em tvö töfraorð sem bera hæst; niður- skurður og hagræðing. Þá er landsmönnum bent á hvað lítið er í ríkiskassanum og sagt að ekki séu nein efni til þess sem rætt er um. Fjármálaráðherra kemur á skjáinn í stofum landsmanna til þess að fullvissa þá um að ekkert svigrúm sé til þess sem beðið er um og jafnvel þurfi að skera nið- ur. Þessi niðurskurður hefur verið prédikaður nokkuð lengi og virð- ist hafa tekið við þegar stjórmála- menn týndu verðbólgunni. Ekki kom Friðrik á skjáinn núna til þess að útskýra fyrir okkur hvaðan peningar þeir sem eiga að fara í launahækkanir þingmanna kornu. Ekki geta þeir hafa komið úr hinu almenna tóma hólfi landsmanna því ég trúi ekki að þingmenn segi þeim ósatt um ástandið í því hólfi. Þá datt mér í hug að hugsanlega væri þetta fyrirbrigði í Rfkiskass- anum eins og landsmenn höfðu í kistum sínum á öldum áður þegar bankar voru óþekktir hér á landi. Þar geymdi eigandi kistunnar þá fjármuni sem hann átti í þessu hólfi og var það kallað að eiga í handraðanum. Það sem líka ýtti undir þessa hugmynd var saman- burður á viðbrögðum yfirmanna ríkisfjármála þegar kom til tals að hætta að tvískatta lífeyrisgreiðslur eftirlaunaþega. Þá þurfti að gera sérstakar ráðstafanir í ríkisreikn- ingunum en ekkert heyrðist um þær núna í sambandi við skattfríð- indi þingmann. Réttur byrjunarreitur Fyrir íslensku þjóðina er mjög að- kallandi að þingmenn og ráðherrar láti af þessum höfðingjahugmynd- um um sjálfa sig og umbúnað Al- þingis. Þeir eru í aðstöðu til að standa og vísa þjóðinni veginn og þeir verða að sætta sig við að ganga hann á undan með góðu fordæmi. Allar takmarkanir sem þeir hvetja til verða að byrja í Al- þingi, og þangað á fólkið í landinu að geta litið til að sannfærast um alvöruna í því sem Alþingi boðar. Þegar fulltrúar ríkisins í samn- inganefndum koma og segja hversu mikið þeir mega bjóða þá verður það að gilda fyrir alla starfsmenn Alþingis, líka þing- menn og ráðherra. Byrja þarf hag- ræðingu og niðurskurð í Alþingi með því að fækka þingmönnum í þrjátíu og selja aukahúsnæði sem mundi losna við það. Mikið mundi rýmkast um í sjálfu þing- húsinu og minna pláss þyrfti í kvæðaherbergi fyrir þingmenn. Þar gætu komið skrifstofur sem núna eru í dýru og óþörfu húsnæði útí bæ. Húsnæði það sem efri deild hafði mundi þá nýtast til þarfa Alþingis en ekki undir óþarfa kraðak af fólki sem ekkert er með að gera þarna. Bílakost ráðherra á tvímælalaust að selja því ekkert er með þá að gera og verða þeir að flokkast undir óráð- síu og höfðingjatilburði. Þegar þingmenn og ráðherrar fara með sjálfum sér að hugsa eins og hinn almenni ríkisstarfsmaður þá verð- ur það stór ávinningur fyrir þá og okkur. Fækkun þingmanna mundi hafa mjög mikil margfeldisáhrif í ýmsu sem gert er á Alþingi daglega. Færri þingskjöl þyrfti að útbúa og öll prentvinna yrði mikið minni. Mjög margir þættir í daglegu hús- lialdi Alþingis mundu minnka og allt yrði auðveldara og hraðvirk- ara, meira að segja allar umræður mundu taka minni tíma. Forgangsraða þarf í þinginu eins og annarstaðar í ríkiskerfinu og ákveða hvaða málaflokkum á að vinna að og hvemig. Ekki á að láta einstaka þingmenn komast upp með að nota Alþingi sem ein- hvern auglýsingapall fyrir sig eins og margir þingmenn hafa leyft sér að gera. Þingmenn sem eftir sætu á Alþingi yrðu að taka höndum saman og endurheimta virðingu þá sem Alþingi ber, en henni hafa þeir glatað með ýmsu óheppilegu háttalagi sem hefur misboðið þjóðinni. Ef þingmenn og ráðherrar eru óánægðir með þessi skrif er ekki við mig að sakast, þeir skópu efn- ið og gáfu tilefnið. Brynjólfur Brynjólfsson. Höfundur er matreiðslumaður á Akureyri. Kistuhandraði, þessi mynd er sett hér til glöggvunar fyrir þá sem þekkja ekki fyrirbrigðið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.