Dagur - 22.09.1995, Blaðsíða 15
IÞROTTIR
Föstudagur 22. september 1995 - DAGUR - 15
FROSTI EIÐSSON
Lárus Orri Sigurðsson:
Upplifun að leika
gegn Ruud Gullit
„Við áttum að vinna þennan
leik tvö til þrjú núll því við sótt-
um mun meira. Við höfum leik-
ið góða knattspyrnu í síðustu
leikjum eftir slaka byrjun en
höfum átt erfitt með að skora
mörk,“ segir Lárus Orri Sigurðs-
son, leikmaður Stoke, en liðið
gerði 0:0 jafntefli við úrvalds-
deildarlið Chelsea í fyrri leik lið-
anna í enska deildarbikarnum í
knattspyrnu í fyrrakvöld.
Lárus Orri lék allan leikinn
með liði sínu en Þorvaldur Ör-
lygsson var veikur og því ekki í
leikmannahópnum. Meðal leik-
manna Chelsea er hollenski snill-
ingurinn Ruud Gullit og sagði
Lárus það hafa verið upplifun að
leika gegn honum. „Ég hef séð
hann í sjónvarpinu í mörg ár og
það var óneitanlega sérstakt að
leika gegn honum,“ sagði Lárus,
sem sagði að hann hefði gert sér
sérstaka ferð til Gullits í leikslok
til að þakka honum fyrir leikinn.
Nýr skídaskáli
í Ólafsfirði
- verkið unnið í sjálfboðavinnu
Lárus Orri Sigurðsson.
Ólafsfirðingar hafa unnið við að
byggja nýjan skíðaskála á skíða-
svæðinu á Tindaöxl að undan-
förnu. Að sögn Haralds Gunn-
laugssonar, formanns skíða-
deildarinnar, er vonast lil að
skálinn verði kominn í gagnið
þegar skíðavertíðin hefst. Hann
verður urn það bil 180 til 190
fermetrar að flatarmáli og mun
leysa tvo litla skála af hólmi.
Þeir koma þó enn með að þjóna
skíðamönnum þar sem þeir eru
hluti af nýbyggingunni. Verkið
hefur verið unnið í sjálfboða-
vinnu.
Hlynur Birgisson hjá Örebro
Vil helst ekki eyða
öðru ári eins og þessu
„Ég sé alls ekki eftir þessum
tíma, sem hefur verið mjög lær-
dómsríkur fyrir mig. Hins vegar
vil ég helst ekki eyða öðru ári
eins og þessu, vera inn og út úr
Hlé á deildinni
vegna landsleikja
íslenska landsliðið í handknattleik
hélt til Rúmeníu í morgun og mun
leika landsleik í Evrópukeppninni
gegn heimamönnum á miðviku-
daginn. Liðin mætast síðan aftur í
Reykjavrk, sunnudaginn 1. októ-
ber.
Af þeim sökum verður ekkert
leikið í 1. deildinni þangað til
fjórða næsta mánaðar. Þá mætast
meðal annars toppliðin, FH og
KA í Kaplakrika. Þremur dögum
síðar á KA leik í Noregi, gegn
Viking í Evrópukeppni bikarhafa.
Ekki sá fyrsti
Alfreð Gíslason kom inn í lið KA
gegn Aftureldingu í fyrrakvöld og
er það fyrsti leikur Alfreðs með
KA-liðinu frá því síðasta vor.
Hann fær þó einnig skráðan á sig
leikinn gegn KR í fyrstu umferð-
inni þar sem hann var á leik-
skýrslu en kom ekki inná. Þjálfar-
inn gerði sig þó einu sinni líkleg-
an til þess, renndi niður rennilásn-
um á æfingagallanum þegar illa
gekk hjá þeim gulklæddu.
liðinu og held að það sé ekki
gott fyrir mig,“ segir Hlynur
Birgisson, leikmaður Örebro,
þegar Dagur sló á þráðinn til
hans í vikunni.
„Samningurinn sem ég gerði
var til tveggja ára en uppsegjan-
legur bæði af minni hálfu og
þeirra svo ég reikna með að hugsa
málið fram í næsta mánuð, þegar
deildinni lýkur,“ sagði Hlynur
sem var á varamannabekk sænska
liðsins í síðasta leik en hafði fram
að því verið í byrjunarliðinu í sex
leikjum í röð í stöðu hægri kant-
manns.
„Þetta er búið að vera ágætis-
tími að undanförnu, ég er búinn að
spila mikið og hefur gengið alveg
þokkalega hjá mér. Ég hef hins
vegar lítið fengið að spreyta mig í
minni stöðu í vörninni," segir
Hlynur, en nokkuð hefur verið um
meiðsl hjá liðinu og það hefur
komið í hlut Hlyns að leika á
flestum stöðum á vellinum, þar á
meðal sem miðherji."
Hlynur hefur verið í sænsku-
námi og til stendur að skella sér á
fullu í nám ef svo fer að hann
verði áfram hjá sænska liðinu. Sex
leikir eru eftir í deildinni og á
Örebro þokkalega möguleika á
því að tryggja sér sæti í Evrópu-
keppninni. Næsti leikur liðsins er
á morgun gegn nágrannaliðinu
Degerfors. Búist er við því að um
fjórtán þúsund áhorfendur mæti á
þann leik en meðalaðsókn á leiki
Órebro hefur verið rúmlega sex
þúsund.
Leifturs gæti þýtt þátttöku liðsins í Toto-keppninni en það er jafnframt háð því að Keflavík vinni ekki sigur á KR.
Knattspyrna -1. deild karla:
Leiftur í Evrópukeppni?
Það ræðst á morgun hvort að
Leiftursmenn tryggja sér sæti í
Evrópukeppni í fyrsta skipti í
sögu félagsins. Liðið leikur þá
gegn FH í síðustu umferð 1.
deildarinnar og sigur gæti þýtt
sæti í Toto-keppninni, það fer
þó allt eftir því hverjar lyktir
verða í leik KR við Keflavík,
sem leikinn er á sama tíma á
heimavelli Reykjavíkurliðsins.
Jafntefli mundi þýða að Leiftur
næði fjórða sætinu, svo framar-
lega sem sigur vinnst á FH-ing-
um.
Bæði liðin leika án fastamanna.
Leiftursmenn án þeirra Péturs
Bjöms Jónssonar og Ragnars
Gíslasonar, sem báðir em í námi
erlendis og FH-ingar verða án
vamarmannsins Petr Mazrek og
miðjumannsins Þorsteins Hall-
dórssonar, sem taka út leikbann.
FH-ingar vöknuðu til lífsins í
síðustu umferð þegar þeir sigruðu
í fyrsta leik sínum frá því í maí og
það er því ekkert gefið að róður-
inn verði léttur hjá Ólafsfirðing-
unum, sem hafa átt misjafna leiki
að undanförnu. Hverjar sem lyktir
leiksins verða hafa Ölafsfirðingar
lofað óvæntum uppákomum í
leikslok.
Um kvöldið fer síðan fram
lokahóf hjá knattspymudeild
Leifturs og verða þá verðlaunaðir
þeir leikmenn sem best hafa staðið
sig í sumar að mati stjómarmanna
og stuðningsmannaklúbba Leift-
ursliðsins, Blíðfara og Nikulásar.
Heil umferð verður leikin í
deildinni á morgun og hefjast allir
leikirnir klukkan 14. Auk fyrr-
nefndra leikja eigast Fram og Val-
ur við, Grindavík leikur gegn
Breiðabliki og íslandsmeistarar
Akraness fá Vestmannaeyinga í
heimsókn.
Ágæt mæting á golfæfingar kvenna
Konur í Golfklúbbi Akureyrar stóðu fyrir golfæfingum fyrir byrjendur einu sinni í viku í sumar og voru viðtökur
ágætar. Um 30 konur mættu í þessar æfingar og í lokin var haldið Hatta- og pilsamót. Leiknar voru níu holur og
ræst út frá þremur teigum samtímis. í mótslok snæddu kcppendur kvöldverð og veitt voru verðlaun. María Daníels-
dóttir náði besta skori með forgjöf, Guðrún Ófeigsdóttir varð önnur og Jakobína Reynisdóttir í þriðja sæti. Sú síð-
astnefnda fékk einnig sérstök verðlaun fyrir góða mætingu á æfingar sumarsins. Jakobína missti ekki af neinni æf-
ingu og bætti sig um sautján högg á sumrinu. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá þátttakendur í lokamótinu.
Æfmgar hjá Sundfélaginu Óöni Akureyrarlaug
Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard.
A-hópur (1980 og eldri) Útilaug, sund Höllin, þrek 18,00-20.00 17.15-18.00 18.00-20.00 18.00-20.00 18.00-20.00 20.00-21.00 18.00-20.00 17.15-18.00 09.00-11.00 11.15-12.15
B-hópur(1981-1982) Útilaug, sund Höllin, þrek 15.15-16.15 15.30- 16.15 16.30- 17.30 15.15-16.15 16.30-17.30 15.15-16.15 09.00-11.00
C-hópur (1983-1986) Útilaug, sund Innilaug, sund 18.00-19.00 15.15-16.15
D-hópur (1987 og yngri) Innilaug, sund 16.10-17.15 16.10-17.00
Glerárlaug
C-hópur (1983-1986) Sund 15.45-17.00
B-hópur (1981-1982) Sund 16.45-18.45
Skráning og upplýsingar:
Ragnheiður Runólfsdóttir, sími 462 4111, Jón Már Héðinsson, sími 462 5486