Dagur - 20.10.1995, Page 2

Dagur - 20.10.1995, Page 2
2 - DAGUR - Föstudagur 20. október 1995 FRÉTTIR Ólafsfjöröur: Bæjarstjórn felldi til- lögu um flóttamenn Á fundi bæjarstjórnar Ólafsfjarðar sl. þriðjudag tók Björn Valur Gíslason til máls utan dagskrár og lagði fram tillögu um að Ólafsfjörður lýsi yfir vilja sínum til að taka við erlendum flóttamönnum. Eftir nokkrar umræður var tillagan felld með atkvæðum meirihlutans í bæjarstjórn gegn atkvæðum minnihlutans. Orðrétt segir í tillögunni: „Bæjarstjórn Ól- afsfjarðar lýsir yfir vilja sínum til að taka við erlendum flóttamönnum og felur embættis- mönnum bæjarins í samráði við bæjarráð að kanna hjá viðkomandi ráðuneyti hvernig best sé að standa að slíku. Slík könnun felur þó ekki í sér neina skuldbindingu fyrir bæjar- stjórn hvorki fjárhagslega né aðra.“ „Við töldum að þetta væri ekki tímabært. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu taka málið þá upp á síðari stigum ef menn vilja,“ sagði Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjar- stjórnar. Flutningsmaður tillögurnnar, Bjöm Valur Gíslason, sagði að afgreiðsla meirihlutans hafi vissulega valdið sér vonbrigðum. „Menn töluðu um að það væri óþarfi að flytja inn vinnuafl í bæinn, en tillagan var ekki huguð sem slik. Rfkisstjórnin hefur sem kunnugt er ákveðið að taka við 25 flóttamönnum og ís- firðingar hafa lýst yfir áhuga á að taka við einhverjum. Hugmyndin var að við myndurn taka kannski við einni til tveimur fjölskyidum og eins ef að við tækjum á þessu með Isfirð- ingum þá myndu fleiri sveitarfélög fylgja í kjölfarið. Við höfum auðvitað alls ekki staðið okkur í málefnum flóttamanna. Mér finnst ltka áfall fyrir Ólafsfjarðarbæ að menn skyldu ekki vera tilbúnir að skoða málið, en það var það eina sem farið var framá í tillögunni. Meirihlutinn var hins vegar ekki tilbúinn til þess og gerði góðlátlegt grín að okkur fyrir þetta. Hvað býr að baki get ég ekki sagt, en fólk hefur ýmislegt á móti út- lendingum, án þess að ég vilji gera mönnurn upp neinar skoðanir. Við erum auðvitað með fólk hér í Ólafsfirði frá þessum löndum sem á að fara að taka við flóttamönnum frá, þ.e. löndum fyrrum Júgóslavíu. Tveir reyndar eru knattspyrnumenn en það kannski lítur öðru- vísi út,“ sagði Bjöm Valur. HA Félagsmálaráðuneyti skortir lagaheimild til að setja fjallskilanefnd Þórshafnarhrepps aftur til starfa: Ákvarðanir hreppsnefndar eru ofar ákvörðunum fjallskilanefndar - segir Páll Pétursson, félagsmálaráðherra Félagsmálaráðuneytið hefur úr- skurðað í kærumáli, sem Ágúst Guðröðarson á Sauðanesi, Mar- ínó Jóhannsson í Tunguseli og Sverrir Möller á Efra-Lóni, vís- uðu til ráðuneytisins eftir að hreppsnefnd Þórshafnarhrepps hafði sett fjallskila- og riðunefnd hreppsins af, en þeir þremenn- ingar sátu í nefndinni og töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra. Úrskurður ráðuneytisins var sendur kærendum og hreppsnefnd Þórshafnarhrepps í gær. Félagsmálaráðuneytið mun ekki telja sig hafa lagaheimild til þess að setja fjallskilanefnd Þórs- hafnarhrepps aftur til starfa en meirihluti hreppsnefndar leysti nefndina frá störfum í byrjun sept- embermánaðar, þar sem hún taldi fullreynt að hún gæti starfað vegna ósamkomulags og innbyrð- is deilna nefndarmanna. Páll Pétursson, félagsmálaráð- hrerra, segist hafa frætt Ágúst Guðröðarson um niðurstöðu fé- lagsmálaráðneytisins í grófum dráttum og hann geti aðeins sagt á þessari stundu að ákvarðanir hreppsnefndar séu ofar ákvörðun- um fjallskilanefndar. Hann vilji ekki að málsaðilar lesi um niður- stöðuna í fjölmiðlum áður en skýrslan berist þeim í pósti. Ágúst Guðröðarson, bóndi á Sauðanesi og einn þriggja bænda sem kærðu ákvörðun hrepps- nefndarinnar til félagsmálaráðu- neytisins, segir að hans skoðun sé sú að ráðuneytið hafi ekki úr- skurðað um það hvort ákvörðun hreppsnefndarinnar hafi verið rétt eða röng, til þess hafi skort laga- stoð. „Það kemur hins vegar fram í úrskurðinum að það hafi verið brotið á kærendum inni í nefnd- inni með því að meina okkur að kjósa varaformann og ritara og boða ekki til fundar fyrir nóvem- berlok 1994 þrátt fyrir ítrekaðar óskir um það og bókun í nefndinni um þá ósk. Málið er því enn opið að mínum dómi,“ sagði Ágúst Frjáls verslun: Hagnaði KEA breytt í 476 milljóna tap í nýútkominni skrá Frjálsrar verslunar yfír 100 stærstu fyrir- tækin er Kaupfélag Eyfirðinga sagt hafa tapað 476 milljónum króna á síðasta ári fyrir skatta. Þetta er alrangt. Hið rétta er að KEA hagnaðist á síðasta ári um 41 milljón fyrir skatt og um 16 milljónir eftir skatta. Um er að ræða afkomu KEA og dótturfé- laga. í frétt frá Frjálsri verslun í gær eru forráðamenn KEA beðnir af- sökunar á þessum mistökum og tekið er fram að þessi villa sé farin að skaða KEA og breiðast út í fjölmiðlum. Guðröðarson. Hvort sáttaleiðin væri næsta skref í málinu segir Ágúst að á það hafi aldrei reynt, heldur hafi hreppsnefnd Þórshafn- arhrepps sífellt hert tök sín í þessu máli. Líklegt væri að sáttaleiðin yrði reynd og undir það tók Marínó Jóhannsson. GG Grímsey: Aflinn með eindæmum lélegur „Þetta er algert hörmungar tíð- arfarfar og aflinn með eindæm- um lélegur. Ég held að allt stefni í að þetta slái út haustið í fyrra, sem þó var ekki gæfulegt,“ sagði Þorsteinn Orri Magnússon, hjá Fiskmarkaði Grímseyjar, að- spurður um aflabrögð Grímseyj- arbáta. Hann sagði að menn kenndu óhagstæðu tíðarfari um, en jafnvel þó bátar komist á sjó sé afli afar •lítill. „Þetta var ágætt f maí og fram í miðjan júní en eftir það hefur þetta verið lélegt. Það kem- ur í mesta lagi einn og einn dagur. Færabátar hafa verið að fá 400- 500 kíló eftir daginn og niður í 100. Línubátar hafa verið að fá 40-50 kg á bala en í dragnót er ná- kvæmlega ekki neitt að hafa. Það virðist vera algerlega fisklaust fyr- ir öllu Norðurlandi og engar nýjar göngur hafa komið í sumar. Auð- vitað lifir maður bara í voninni um að eitthvað fari að gerast." Hann segir hafa verið rólegt á fiskmarkaðinum af þessum sök- um, algert met í síðustu viku þeg- ar ríflega 20 tonn fóru í gegn, en yfirleitt hafi þetta verið 5-10 tonn á viku. „Síðan geta menn lent í því að ef gefur á sjó þá sé bannað að veiða. Það er staðföst skoðun mín að undanfarin ár hafi veðrið alveg séð um að skammta króka- bátum sína banndaga," sagði Þor- steinn. HA Meinatæknir Staða meinatæknis við Rannsóknadeild F.S.A. er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur um stöðuna ertil 1. nóvember. Upplýsingar veitir yfirmeinatæknir í síma 463 0234. STmiiiiinmiminiimmimimiiiiimiiiiiiinniiiniimmmiiiimimiiiiimimiinmiiiiiimnnimniminmmniju' | Bókmenntir [ I í Deiglunni I Laugardag kl. 14. 1 Sigurður A. Magnússon talar um James Joyce og | 1 Ódysseif og Karl Guðmundsson talar um Seamus | | Heanie. I Sunnudag kl. 14. | Fjölvi kynnir nýja bók um Dublin og írland eftir | I Sigurð A. Magnússon. | Listasafnið á Akureyri. •íiiimiiiiminuiniiiiuiiiiiiimiiimiiiiiiiiuuiiniiumiiiimiuiniinmiimiuiiiiniiiiiuiiiiumiiiimimmiiiuiir. Akureyri: Punktar úr bæjarráði Styrkumsókn hafnað Á fundi bæjarráðs í gær var tekin fyrir styrkumsókn frá Svæðafélagi Hundaræktarfé- lags íslands á Norðurlandi til þess að koma upp aðstöðu í landi Blómsturvalla til þjálfun- ar hunda. Bæjan áð hafnaði er- indinu. Guðmundur Stefánsson (B) óskaði bókað: „Ég tel að erindi þetta sé óljóst og hefði þurft að undirbúa betur af hálfu umhverfisdeildar áður en það kæmi til umfjöilúnar bæj- arráðs. Ég greiði því ekki at- kvæði um það.“ Ekki styrkur til hátíðarfundar Á fundinum var lagt fram er- indi undirritað af Ragnhildi Vigúsdóttur f.h. óformlegs hóps kvenna, sem undirbúa há- tíðarfund á Akureyri í tilefni þess að liðin eru 20 ár frá kvennafrídeginum 1975. í bréfinu er sótt um styrk úr bæjarsjóði í þéssu skyni. Bæjarráð bókaði að það gæti ekki orðið við erindinu, en tók fram að jafnréttisnefnd sé heimiit að ráðstafa fé af fjár- veitingu til jafnréttismála til greiðslu kostnaðar við hátíðar- fundinn. Staðgreiðsla skatta af fjárhagsaðstoð Lögð var fram greinargerð sem félagsmálastjóri hefur tek- ið saman í tilefni þess að fjár- málaráðuneylið hefur með reglugerð fellt niður undan- þágu á staðgreiðslu af fram- færslustyrkjum frá sveitarfé- lögum. Jafnframt var kynnt bréf sem Samtök félagsmála- stjóra á íslandi hafa ritað fjár- málaráðherra af þessu tilefni. Þar er þess farið á leit að stað- greiðsla skatta af fjárhagsað- stoð sveitarfélaga verði hætt og færð rök fyrir því. Bæjarráð lét bóka að það tæki undir það sjónarmið sem kæmi fram í bréfinu. Tilnefning í starfshóp um sumarháskóla Eins og fram hefur komið í Degi samþykkti atvinnumála- nefnd að setja á stofn fímm manna starfshóp um sumarhá- skóla á Akureyri. Nefndin ger- ir ráð fyrir að í honum verði skóla- og menningarfulltrúi bæjarins, fulltrúi atvinnumála- nefndar, fulltrúi Háskólans á Akureyri og tveir fulltrúar bæjarstjómar. Bæjarráð vísaði í gær tilnefningu í starfshópinn til bæjarstjómar. Bréf frá héraðsnefnd Lagt var fram bréf frá héraðs- nefnd Eyjafjarðar og því fylgdi drög að fjallskilasamþykkt og gögn og tillaga um hugsanlega sameiningu almannavama- nefndar Akureyrar og al- mannavamanefndar Dalvíkur. Bæjarráð samþykkti í gær að vísa drögum að fjallskilasam- þykktinni til umhverfisnefndar til skoðunar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.