Dagur - 20.10.1995, Page 5
FRETTIR
Föstudagur 20. október 1995 - DAGUR - 5
Mikið hefur verið að gera í vinnslu grásleppuhrogna hjá Strýtu að undanförnu. Pau eru fengin hjá trillukörlum vítt
Og breitt um landið. Mynd: Sigurður Bogi.
Ný vinnslulína hjá Strýtu hf. tekin í notkun:
Góður gangurog
mikið að gera
Mikið hefur verið að gera hjá
Strýtu hf. á Akureyri að undan-
förnu og unnið er sex daga vik-
unnar frá kl. 6 að morgni og
fram til kl. 10 á kvöldin. Mest
hefur verið að gera í rækju-
vinnslu fyrirtækisins, en nýlega
var tekin í notkun vinnslulína,
þar sem rækjunni er pakkað í
neytendaumbúðir og slíkt trygg-
ir hærra skilaverð frá verslun-
um.
Rækja frá Strýtu er einkum seld á
Bretlandsmarkað til stórra verslunar-
keðja þar. Strýta og Söltunarfélag
Dalvíkur hafa með sér samvinnu á
ýmsum sviðum. Einnig útvegar Sam-
herji hf. á Akureyri, sem er meðal
hluthafa að Strýtu, hráefni til vinnsl-
unnar. Aðalsteinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri Strýtu, segir að hin
sterka kvótastaða Samherja sé lykill-
inn að góðum gangi rækjuvinnslu síns
fyrirtækis og Söltunarfélagsins um
þessar mundir. Er rækjuvinnslan í
landinu rekin með nokkrum hagnaði
nú, en síðustu undangengin ár hafa
þessari atvinnugrein ekki verið hag-
stæð. Einnig hefur mikið verið að
gera við vinnslu síldar sem og
kavíars, sem unninn er úr grásleppu-
hrognum. Það hráefni er keypt hjá
trillukörlum vítt og breitt um landið.
Hin nýja pökkunarlína í rækju-
vinnslunni sem sett var upp fyrir
skömmu hefur mikla þýðingu fyrir
Strýtu hf„ segir Aðalsteinn Helgason.
Nokkrir þingmenn stjórnar-
flokkanna á Alþingi hafa lagt
fram frumvarp til laga um
breytingu á tollalögum, þar sem
meðal annars er gert ráð fyrir
að leyfður verði rekstur tollbúð-
ar við Akureyrarhöfn. Frum-
varpið er nú til meðferðar á
þingi.
I greinargerð með frumvarpinu
segir að sumarið 1994 hafi alls 23
Bæði tryggja smærri pakkningar
hærra verð á markaði og verðið er
ekki eins sveiflukennt og ella væri. Þá
hefur samstarf Strýtu, Söltunarfélags
Dalvíkur og Samherja við The Royal
Greenland í Nuuk opnað fyrirtækjun-
um dyr inn á markaði sem áður voru
skemmtiferðarskip komið til Akureyr-
ar með samtals 11 þúsund farþega. I
áhöfn voru 5.900 manns. Þá höfðu
skemmtiferðaskip víða annarsstaðar
viðkomu á landinu. Flutningsmenn
frumvarpsins segja jafnframt að búast
megi við fjölgun ferðamanna sem
koma til lands með skemmtiferðaskip-
um - og því sé nauðsynlegt að geta
boðið þeim fjölbreytt vöruúrval. Auk
þess komi fjöldi erlendra sjómanna á
fiskiskipum til hafnar vítt og breitt um
landið og enginn vafi leiki á að þeir
muni nota sér þann möguleika sem
tollfrjáls verslun býður uppá.
„Af því sem að framan greinir má
ljóst vera að hér gæti verið um að
ræða áfranga á leið til markaðssetn-
ingar íslenskrar framleiðslu," segir í
greinargerðinni. -sbs.
Leiðrétting
Bærinn Ystafell í Kinn er látinn í
grein í DEGI 18. október sl. fóstra
stofnfund Kaupfélags Þingeyinga,
elsta kaupfélags landsins, og það sagt
hafa gerst árið 1881. Stofnfundurinn
var hins vegar haldinn að Þverá í Lax-
árdal 20. febrúar 1882.
Ýmsir hafa hins vegar haldið því
fram að umræddur stofnfundur hafi
verið haldinn að Grenjaðarstað í Aðal-
dal en enginn dómur skal hér lagður á
sannleiksgildi þess. Að Ystafelli var
aftur á móti Samband íslenskra sam-
vinnufélaga (SÍS) stofnað árið 1902
og þess minnst á 50 ára afmæli þess
árið 1952 með því að reisa súlu mikla
á grunni gamla íbúðarhússins í Ysta-
felli. GG
Bíiasala Sigurðar Valdimarssonar
á Akureyri:
Tilboðsdagar á
notuðum bílum
í dag hefjast hjá Bílasölu Sig-
urðar Valdimarssonar (BSV)
á Akureyri það sem fengið
hefur nafnið, 5 tilboðsdagar á
notuðum bílum. Um er að
ræða notaða bíla í eigu Ingv-
ars Helgasonar hf., sem BSV
hefur umboð fyrir, og hafa bíl-
ar verið sendir að sunnan með
skipi af þessu tilefni. Bætast
þeir við bíla sem fyrir eru á
bílasölunni.
„Við höfum gert þetta héma fyrir
sunnan og höfum fengið fyrirspumir
að norðan hvort ekki væri mögulegt
að bjóða einnig upp á sambærilega
þjónustu á Akureyri. Við erum því
að svara þessum óskunt, þannig að
menn þurfi ekki endilega að sækja
þetta suður. Síðan verður bara að
koma í ljós hvemig til tekst,“ sagði
Helgi Eyjólfsson hjá Ingvari Helga-
syni hf.
Hann segir vera um að ræða tals-
verða lækkun á bílunum og góð
greiðslukjör í boði. Einnig fylgir
ábyrgðartrygging í hálft ár og vetr-
ardekk. Opið verður kl. 10-20 í dag,
kl. 10-17 laugardag, 13-17 sunnu-
dag og 10-18 mánudag og þriðju-
dag. HA
Þingmenn stjórnarflokkanna á Alþingi:
Vilja tollbúð við
Akureyrarhöfn
Sameining
Fiskiðjunnar-Skag-
firöings og Hraðfrysti-
húss Grundah
fjarðar í bígerð
Sameining útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjanna Fiskiðj-
unnar-Skagfirðings hf. (FISK) á
Sauðárkróki og Hraðfrystihúss
Grundarfjarðar hf. (HG) er í
undirbúningi en fyrrnefnda fyr-
irtækið á meirihluta í Hrað-
frystihúsi Grundarfjarðar hf.
Einar Svansson, framkvæmda-
stjóri hjá FISK, segir að
ákveðnar tillögur verði iagðar
fyrir stjórnir fyrirtækjanna í
næsta mánuði en að þeim vinni
auk hans Jón Viðar Jónsson,
framkvæmdastjóri HG.
Einar sagði ekki tímabært að ræða
um einstök atriði sem telja yrði hag-
kvæm ef til sameiningar kæmi en eng-
ar áætlanir væm hins vegar uppi um
breytingar á skipastólnum. Líklegt má
telja að ef til sameiningar komi verði
það gert í ársbyrjun 1996. Fiskiðjan-
Skagfirðingur hf. á fjóra togara,
Hegranes, Málmey, Skafta og Skag-
fírðing, sem samtals voru með 6.627
þorskígildistonn í upphafi fiskveiði-
ársins 1. september sl. en Hraðfrysti-
hús Grundarfjarðar hf. rekur tvo tog-
ara, Drang og Klakk, sem samtals eru
með 2.882 tonna þorskígildiskvóta
eða alls 9.509 þorskígildistonn. Með
sameiningu yrði hið nýja fyrirtæki eitt
af fjórum stærstu útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjum landsins.
Drangur og Klakkur eru á hefð-
bundnum ísfískveiðum, ekki síst í
karfa enda í nágrenni einna gjöfulustu
karfamiðanna, bæði á grunnslóð og
djúpslóð. Málmey kom úr Smugunni í
gær með tæp 200 tonn af frystum af-
urðum, eða um 450 tonn upp úr sjó.
FOB-verðmæti aflans gæti verið um
41 milljón króna. Málmey fer svo á
karfaveiðar í íslensku lögsögunni.
Hegranes, Skafti og Skagfirðingur eru
á veiðum á heimaslóð fyrir vinnsluna
í landi eða landa í gáma til útflutn-
ings, og er uppistaða afla þeirra karfi.
Pökkunarlína Fiskiðjunnar-Skag-
firðings hf. gengur vel og búið er að
sníða flesta byrjunarerfiðleika af, og
verksmiðjan hefur náð þeim afköstum
sem gert var ráð fyrir í upphafi. Um
pökkun á fiski í neytendapakkningar
er að ræða. Ekki hefur verið bætt við
starfsfólki, en auðveldara hefur reynst
að halda uppi stöðugri atvinnu og
stýra vinnslunni milli daga.
„Þetta hefur ekki þýtt neina aukn-
ingu miðað við stöðu bolfiskvinnsl-
unnar í dag en hún er ekki til að hrópa
húrra fyrir. Atvinna sem byggir á
þessari grein fiskvinnslunnar býður
sannarlega alls ekki upp á neina aukn-
ingu,“ sagði Einar Svansson. GG
Tilboð
á HP prenturum
HP-3M0
HP-600
HP-660
★
Sýndarveruleikl
Nú verða allir
að prófa
TC LVUTÆIÍI
Furuvöllum 5 • Akureyri
Sími 462 6100
k_______I_________Á
Sveitarstjórnarmenn,
forsvarsmenn fyrirtækja,
félaga og stofnana
Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra verða
til viðtals dagana 24.-26. október 1995 sem hér
segir:
Þórshöfn þriðjudaginn 24. okt. kl. 12 í Félagsheimilinu Þórsver
Raufarhöfn þriðjudaginn 24. okt. kl. 15 í Félagsheimilinu Hnitbjörgum
Kópasker þriðjudaginn 24. okt. kl. 17 í Öxi
Húsavík miðvikudaginn 25. okt. kl. 09 á Hótel Húsavík
Mývatnssveit miðvikudaginn 25. okt. kl. 14 í Hótel Reynihlíð
Laugar miðvikudaginn 25. okt. kl. 17 á skrifstofu hreppsins
Grenivík miðvikudaginn 25. okt. kl. 20.30 í grunnskólanum
Akureyri fimmtudaginn 26. okt. kl. 09 á Hótel KEA
Ólafsfjörður fimmtudaginn 26. okt. kl. 15 á Hótel Ólafsfjörður
Dalvík fimmtudaginn 26. okt. kl. 17 í Ráðhúsinu
Þeir sem óska að nýta sér þetta hafi samband vð skrif-
stofur ofangreindra sveitarfélaga eftir því sem við á og
panti tíma eigi síðar en mánudaginn 23. október nk.
Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra.