Dagur - 20.10.1995, Síða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 20. október 1995
LESENDAHORNIÐ
Er umhverfisnefnd
í tilvistarvanda?
Svona eyða geltir fresskettir tímanum.
og þvo hann. Ekki var samt nein
trygging fyrir því að þvotturinn
slyppi næst þegar hann var hengd-
ur út. Þær húsmæður sem kannast
við þennan vanda frá þessum ár-
um mættu gjarnan minnast hans
og láta frá sér heyra um hann.
Það væri til upplýsingar þess-
um reglugerðarsmiðum um afleið-
ingamar sem gætu orðið ef verkið
þeirra yrði samþykkt í bæjarstjórn.
Framantalinn vanda leystu kett-
irnir þegar þeim fjölgaði aftur.
Það sem mér finnst undirstrika
athugasemd mína um hvað reglu-
gerðin er vanhugsuð er ákvæði
sem vantar í hana.
Þeir sem halda ketti sem gælu-
dýr ættu að láta vana þá, og er það
ákvæðið sem vantar í reglugerð-
ina.
Ógeltir fresskettir eru ekki
skemmtileg gæludýr en breytingin
á þeim til hins betra við þessa að-
gerð er ótrúleg.
Kettir sem hafa verið vanaðir
halda sig mest á lóðinni við sitt
heimili og fara ekki mikið um.
Þeir hanga ekki í húsagörðum
annara í bið eftir læðu sem er svo
kannski á pillunni. Þeir veikjast
mikið síður vegna þess að þeir eru
inni hjá sér stóran hluta úr nóttinni
en ekki í kulda og trekk á lóðaríi.
Að loka ketti inni á nóttinni
eða tjóðra þá á lóðinni við heimili
sín lýsir ótrúlegri heimsku og þar
eru sett á tímamörk. Ég sé fyrir
mér nokkurn hóp íbúanna í leit að
köttum sínum til þess að koma
þeim inn fyrir þessi opinberu
tímamörk.
Ágætu reglugerðarsmiðir, ég er
með tilögu að nýrri reglugerð sem
mundi leysa vandann og koma í
veg fyrir að starfsmenn bæjarins
lentu í tilfinningastríði við katta-
eigendur. Hún mundi líka koma í
veg fyrir fjölgunarvandamál á
öðrum sviðum dýraríkisins í bæn-
um.
Reglugerðin ætti að hafa eitt
ákvæði sem sagt að vana alla
fressketti sem fólk heldur. Þá er
hægt að láta kattaeigendur ráða
því hvort kettimir þeirra eru úti
eða inni á nóttinni.
Við umhverfisnefnd vil ég
segja þetta: Ef nefndin er í vanda
vegna verkefnaskorts þá vil ég til
að byrja með benda henni á að
götumar í bænum eru skítugar og
ætti hún að byrja á að koma því til
leiðar að þær væru þvegnar.
Hún gæti fengið sérfræðingana
sem em tilgreindir í kattarverkefn-
inu til þess að styðja við bakið á
sér við það verkefni. Þeir gætu
hugsanlega frætt bæjarfulltrúana
um hvenig vind- og sólþurkaðir
sýklar verka í vitum og hálsi
manna.
Bæjarfélag sem skilgreinir sig
sem skóla-, ferða- og matarfram-
leiðslubæ getur ekki komist hjá að
þvo götur sínar.
Hugsanlega á ég fleiri nauð-
synleg verkefni fyrir nefndina
þegar hún er búin að sannfæra
bæjarfulltrúana um þessa nauð-
syn. Ég er nokkuð þekktur að því
að vera fundvís á svoleiðis mál.
Um það gæti vitnað heilbrigðis-
fulltrúinn.
Skrýtnar viðtökur
á veitingahúsi
Við komum nokkrar saman fyrir
stuttu inn á veitingastaðinn Café
Olsen á Akureyri þar sem okkur
fannst við fá skrýtnar viðtökur.
Strax og við vorum sestar kom til
okkar afgreiðslukona og ætlaði að
vísa okkur út. Við sögðumst ætla
að panta og gerðum það. Við
pöntuðum franskar kartöflur en
þegar við báðum um að fá vatn þá
sagði hún okkur að vatnsglasið
kostaði 50 kr.! Þetta fannst okkur
skrýtið því við höfðum oft áður
komið á þennan stað og fengið
vatn með mat án þess að þurfa að
borga fyrir það. Á sama tíma kom
inn kona sem pantaði sér mat og
fékk vatnsglas en við gátum ekki
séð að hún þyrfti að borga neitt
fyrir það. Þegar við báðum um
vatnsglas þá sagðist konan auð-
veldlega sjá að við ætluðum bara
að fara fram á klósett til að fá
okkur vatn.
Því miður verðum við ungling-
ar oft vör við fordóma í okkar
garð en við getum ekki sætt okkur
við svona lagað þegar engin
ástæða er til.
Katrín Sigurðardóttir,
Isól Einarsdóttir.
Aðvörun
Við systurnar urðum fyrir því
óláni að frá okkur var stoíið mikl-
um peningum í KA-heimilinu
miðvikudaginn 11. október sl.
Við vorum á æfingu og höfðum
gleymt hversu mikla peninga við
höfðum á okkur. Þegar við vorum
búnar á æfingunni áttuðum við
okkur á að þessum peningum
hafði verið stolið frá okkur. Við
erum náttúrlega mjög vonsviknar
og viljum við þess vegna benda
fólki á að vera alls ekki með pen-
inga og önnur verðmæti á svona
stöðum.
Sigurbjörg Yr og
Guðrún Hildur
Guðmundsdætur.
Toyota Touring XLi 4x4, árg. ’92,
álf., ek. 55 þús. Verð: 1.180.000,-
Toyota Corolla XL 5 dyra, árg. ’92, MMC Colt GLXi, árg. ’93,
ek. 34 þús. Verð: 820.000,- ek. 25 þús. Verð: 1.070.000,-
Bflaskipti • Bflasala
MMC Lancer EXE HB, árg. ’92,
ek. 58 þús. Verð: 1.000.000,-
MMC Lancer GLX, árg. ’89,
ek. 60 þús. Verð: 650.000,-
Huyndai Sonata GLSi, árg. ’95,
ek. 10 þús. Verð: 1.500.000,-
Bílasala • Bflaskipti
Toyota Landcruiser II B, árg. ’87,
ek. 155 þús. Verð: 1.000.000,-
Toyota 4-Runner A/T, árg. ’91,
ek. 72 þús. Verð: 2.200.000,-
Einnig 4-Runner árg. ‘94 DT.
Vantar • Vantar • Vantar
Allar gerðir vélsleða á skrá og á staðinn
Nýlega bíla af flestum gerðum
4x4 bíla af öllum gerðum
Stór og góður sýningarsalur
Toyota Coaster diesel 20 manna, árg. '81,
ek. 180 þús. Verð: 600.000,- Einn eig.
^rílasáunn I
öldur hf.
B í L A S A L A
við Hvannavelli
Símar 461 3019 & 461 3000
Bflasala • Bflaskipti
Brynjólfur Brynjólfsson skrifar:
Þegar lesin eru frumdrög þau
sem hafa verið gerð til reglugerðar
um kattahald í Akureyrarkaup-
stað, kemur það ósjálfrátt uppí
hugann.
Ætla mætti einnig að þeir ein-
staklingar sem samið hafa þessa
reglugerð, séu ekki mjög fróðir
um ketti, og þann heim sem þeir
lifa í. Gagnsemi af köttum og þá
ekki síst næturrölti þeirra getur
ekki heldur verið þessum reglu-
gerðarsmiðum ljós.
Fyrir rúmum tuttugu árum var
mikið af köttum að minnsta kosti
á brekkunni. Mikið fár kom upp í
köttunum svo þeim fækkaði mjög
mikið. Tilviljun var að þeir sæust
á ferli nokkuð lengi á eftir.
Músum og þröstum fjölgaði
aftur á móti mjög mikið og sáust
þéttar slóðir eftir mýsnar í snjón-
um eftir hverja nótt.
Nokkuð var um að þær sæktu
inní fbúðarhús og allstaðar þar
sem þær gátu fundið sér skjól.
Þetta var viðvarandi vandi þar til
köttunum fjölgaði á ný.
Þröstum fjölgaði svo að hús-
mæður voru í vandræðum að
þurrka þvott úti því þrestirnir sátu
gjaman á snúrunum og drituðu á
þvottinn. Algengt var að þær
þyrftu að taka þvottinn inn aftur
M/m
\ 7NT
Á/anO*3
Heilræði
Hvar er
barnið
þitt að
leika sér?
FIMMTUÐAGS-.
FflSTUDAGS- DB
LAUGARDAGSKUÖLD