Dagur - 20.10.1995, Side 15

Dagur - 20.10.1995, Side 15
Föstudagur 20. október 1995 - DAGUR - 15 IÞRÓTTIR FROSTI EIÐSSON Urslit ÍA-Keflavík Skallagrímur-Tindastóll Grindavík-Haukar Þór-Njarðvík Valur-Breiðablik A-riðill: Keflavík Haukar Njarðvík Tindastóll ÍR Breiðablik B-riðill: KR Grindavík Skallagrímur Þór ÍA Valur 78 110 75 54 93 100 77 87 93 101 7 5 2663:586 10 7 5 2595:514 10 75 2619:552 10 7 5 2 554:544 10 7 34593:578 6 7 1 6 546:660 2 7 5 2653:620 10 7 43 654:564 8 7 4 3 556:542 7 3 4610:556 725 562:613 7 0 7 458:709 Ekki verður leikið í úrvals- deildinni um helgina en næsta fimmtudag fer fram heil um- ferð. Þá mætast meðal annars Tindastóll og Þór á Sauðár- króki. Handknattleikur: Grótta sigraði Einn leikur fór fram í 1. deild karla í handknattleik í gær- kvöldi. Grótta sigraði Víking 25:23 í íþróttahúsinu á Sel- tjamamesi. Þórsarinn Fred Williams er hér í strangri gæsiu þeirra Kristins Einarssonar og Ronday Robinson í ieiknum í gær- kvöid. Mynd: BG Tap hja Þor og Tindastoli Þórsarar vöknuðu af Þyrnirósar- svefni í leikhléinu gegn íslands- meisturum Njarðvíkur, þá sautj- án stigum undir og það var full seint. Hetjuleg barátta þeirra í síðari hálfleiknum kom fyrir lít- ið, Þórsarar náðu að minnka muninn niður í tvö stig en Njarðvík stóð uppi sem sigur- vegari, 87:77. Kristinn Friðriksson hélt Þórs- urum á floti í fyrri hálfleik með frábærum leik, hann skoraði sex- tán stig og virtist eini leikmaður liðsins sem var með greinilegu lífsmarki. Njarðvíkurliðið hafði tögl og haldir í hálfleiknum og engu virtist skipta hvort Hrannar Hólm þjálfari þess léti byrjunar- liðið vera inná eða varamennina. Hittnin var reyndar ekki góð hjá Njarðvíkingum en hræðileg hjá Þórsumm sem áttu í miklu basli undir körfunni. í leikhléi munaði sautján stigum á liðunum 54:37 og það hefur líklega ekki hvarflað að neinum annað en að síðari hálf- leikurinn yrði formsatriði. Það var hins vegar miklu meiri hugur í Þórsurum í síðari hálf- leiknum og þeim tókst smám sam- an að saxa á forskot Njarðvíkinga, munurinn var lengi 9-12 stig og á lokamínútum skildu nokkmm sinnum tvö stig liðin af. Segja má að Njarðvíkingar hafi innbyrt sig- urinn tveimur mínútum fyrir leiks- lok þegar þeir skoruðu fimm stig úr sömu sókninni, fyrst Teitur Ör- lygsson með tveimur vítaskotum og síðan Jóhannes Kristbjömsson með þriggja stiga körfu. Þórsarar náðu aldrei að brúa það bil, því þrátt fyrir nokkur tækifæri voru þeir óheppnir með skot í lokin. Kristinn Friðriksson átti sann- kallaðan stórleik. Fred Williams hafði hægt um sig gegn Rondey Robinson og það var ekki fyrr en þeir voru báðir komnir með fjórar villur að Fred fór að láta að sér kveða. Konráð stóð fyrir sínu og þá áttu þeir Bjöm Sveinsson og Einar Valbergsson góða innkomu í lokin. Teitur Örlygsson og Rondey Robinsson voru sterkastir í Njarðvíkurliðinu sem mætti lítilli mótspymu framan af. Tindastóll sá aldrei til sólar í Borgarnesi Tindastólsmenn gerðu litla frægð- arferð í Borgames í gærkvöld þeg- ar þeir heimsóttu Skallagrím í úr- valsdeildinni f körfuknattleik. Nánast frá fyrstu mínútu var deg- inum ljósara hvoru megin sigurinn myndi lenda og vel studdir af troðfullu húsi áhorfenda sigruðu heimamenn með miklum yftrburð- um, 75-54. Það var aðeins rétt í byrjun leiksins sem jafnfræði var með liðunum, en fljótlega hrökk Skallagrímsvélin í gang og keyrði yfir gestina frá Sauðárkróki með frábærum vamarleik. Áður en Tindastólsmenn vissu af höfðu heimamenn náð 10 stiga forystu og í hálfleik var staðan 42-26. í síðari hálfleik héldu Skalla- grímsmenn áfram að skelfa Tinda- stólsmenn sem sáu vart til sólar og höfðu aldrei möguleika á að kom- ast inn í leikinn. Munurinn jókst og þegar upp var staðið skildi 21 stig liðin af. Þessum leik vilja Tindastóls- menn ömgglega gleyma sem fyrst. Þeir voru einfaldlega á hælunum allan leikinn og komust ekki nægilega vel í takt við hann. Aftur á móti voru Skallagrímsmenn að spila sinn besta leik í úrvalsdeild- inni til þessa og ef þeir halda upp- teknum hætti ættu þeir að geta gert fleiri liðum skráveifu á heimavelli. I leit að góðri reynslu Sigurbjörg Bergsdóttir er 19 ára menntaskólamær og ein þriggja stúlkna frá Akureyri senr taka þátt í í keppninni Miss Fitness 95. Þetta er í fyrst sinn sem Sig- urbjörg tekur þátt í keppni sem þessari. Hún kveðst ekki kvíða fyrir keppninni enda hefur hún reynslu af sýningarstörfum. Ég er ekkert feimin við að koma fram á bikini því ég hef oft sýnt undirföt á tískusýningum. En ég kvíði dálítið fyrir ræðunni sem ég þarf að flytja en hef þó æft mig vel fyrir framan spegilinn og fengið ágæta tilsögn. Ég vona að mér takist vel upp í dans- og þolfimiæfingunum því ég hef sett saman dansatriði sem ég er nýbyrjuð að æfa. Sig- urbjörg ræðst því ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. En hvaða gildi hefur keppni eins og þessi fyrir Sigurbjörgu? Fyrst og fremst er ég að þessu fyrir sjálfa mig. Aðaltakmarkið er að ljúka keppninni með Sigurbjörg Bergsdóttir, 19 ára gönuil, þátttakandi { Miss Fit- ness keppninni. sóma. Auðvitað vilja allir sigra en ég er aðallega í leit að góðri reynslu sem ég tel þessa keppni veita. Undirbúningur fyrir keppnina er tímafrekur og segir Sigurbjörg að hann hafi bitnað á náminu. Við svo búið kvaddi hún og hraðaði sér aftur í ís- lenskutímann. Sævar Árnason, Þór: „Eigum að geta komið á óvart“ „Það má segja að mótið sé að byrja hjá okkur. Við erum reyndar búnir að spila tvo leiki en síðan tók við þriggja vikna hlé sem kom sér vel, því við byrjuðum seint að æfa,“ segir Sævar Árnason, þjálfari og Ieik- maður 2. deildarliðs Þórs í handknattleik. Þórsarar leika fyrsta heimaleik sinn á keppnistímabilinu gegn Breiðbliki á morgun og hefst við- ureign liðanna klukkan 13:30. „Breiðablik var eina lið deild- arinnar sem við náðum ekki að vinna á heimavelli í fyrra og við stefnum að því að breyta því. Það má kannski segja að við séum ekki með breiðan hóp og ég held að bæjarbúar búist ekki við miklu af okkur. Ég held hins vegar að Sævar Árnason. við eigum að geta komið á óvart og vil hvetja fólk til að mæta á leikinn.“ Þór-Njarðvík - úrslit 77:87 Gangur lciksins: 4:2, 4:11, 10:13, 12:18, 18:19, 22:31, 24:43, 29:43. 37:54, 47:58, 57:69, 65:76, 75:77, 75:83, 77:87. Stig Þórs: Kristinn Friftriksson 27, Fred Williams 19, Konráö Óskarsson 11, Kristján Guðlaugsson 11, B jöm Sveinsson 4, Birgir Öm Birgisson 3, Einar Valbergsson 2. Stig Njarftvíkur: Teitur Örlygsson 26, Rondey Robinson 22, Friðrik Ragnarsson 8, Jóhannes Kristbjöms- son 7, Jón Júlíus Ámason 7, Sverrir Sverrisson 5, Örvar Kristjánsson 4, Rúnur Árnason 4, Páll Kristinsson 4, Kristinn Einarsson 1. Dómarar: Einar Einarsson og Þor- geir Jón Júlíusson. Sæmilegir. UMFS-Tindastóll - úrslit 75:54 Flest stig Skallagríms: Gunnar Þor- steinsson 14, Bragi Magnússon 13, Tómas Holton 12, Ari Gunnarsson 12 og Alexander Ermonlinski 11. Flest stig Tindastúls: Jolm Torrey 15, Hinrik Gunnarsson 13 og Pétur Guftmundsson 10. Dómarar: Jón Bender og Kristinn Albertsson. Höfðu mjög góð tök á lciknum. Teitur Örlygsson: Drógum sigur- inn í land „Við vorum full kærulausir í síðari hálfleiknum," sagði Teitur Örlygsson, leikmaður Njarðvíkur. „Eftir fyrri hálf- leikinn héldum við að þetta yrði mjög auðvelt, en þeir refs- uðu okkur fyrir það og komust aftur inn í leikinn. Við tókum okkur á þegar við þurftum þess á síðustu mínútunum og dróg- um sigurinn á land.“ Aðalfundur hjá Þórsurum í kvöld Aðalfundur knattspymudeildar Þórs fer fram í kvöld að Hamri og hefst klukkan 20. Kosið verður í stjóm, en síðan fara fram hefð- bundin aðalfundastörf. Félagar em hvattir til að mæta. KA mætir IR í fimmtu umferðinni Handknattleikslið KA sem sigrað hefur í fjórum fyrstu leikjum sín- um á íslandsmótinu mætir ÍR á sunnudagskvöldið og fer leikurinn fram í Seljaskóla. Leikurinn hefst klukkan 20 en þá fara jafnframt fram leikir Hauka við Stjömuna, Vals við KR, Selfoss við FH, UMFA gegn Gróttu og Víkings gegn ÍBV. Afmœlis- fagnaður 80 ára Sjallanum 28. okt.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.