Dagur


Dagur - 17.11.1995, Qupperneq 3

Dagur - 17.11.1995, Qupperneq 3
FRETTIR Föstudagur 17. nóvember 1995 - DAGUR - 3 Húsavík: Grænlenski togarinn á veiöar um áramót - Júlíus Havsteen verður seldur „Vonandi fer að styttast í að grænlenski togarinn komi hing- að,“ sagði Einar Njálsson, stjórnarformaður útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjanna og bæjarstjóri á Húsavík, aðspurð- ur tíðinda af fyrirtækjunum. Ekki er búið að dagsetja hve- nær togarinn kemur til heimahafn- ar en hann mun fyrst fara í slipp á Akureyri. Þar verður hann tekinn út og breytingar gerðar í samræmi við íslenskar reglugerðir um bún- að fiskiskipa. Togarinn verður af- hentur að slipptökunni lokinni og Einar sagði að gælt væri við þá hugmynd að hann héldi til veiða um áramótin. Togarinn er 42 m langur og 1720 rúmmetrar að stærð, hann er smíðaður í Dan- mörku 1987 og er fullbúinn til rækjuveiða. Akveðið hefur verið að selja rækjutogarann Júlíus Havsteen, annað hvort til úreld- ingar eða notkunar fyrir innlenda aðila. Síðasti vinnudagur í gömlu rækjuvinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur var í gær og verksmiðj- an verður flutt í húsnæði Fiskiðju- samlagsins á Suðurgarði. Áætlað er að vinnslan taki til starfa í nýja húsnæðinu 1. desember. IM Húsavík: Vestdalsmjölsverksmiðjan verður ekki flutt í bæinn Verksmiðja Vestdalsmjöls á Seyðisfirði verður ekki flutt til Húsavíkur. Ákveðið svar þar um barst Einari Njálssyni, bæjar- stjóra á Húsavík, í gær. Viðræður um flutning verk- smiðjunnar höfðu farið fram milli eigenda hennar og forsvarsmanna nokkurra sveitarfélaga og fyrir- tækja í landinu, en verksmiðjan varð illa úti í snjóflóði í fyrravetur og ekki þykir rétt að byggja hana upp á sama stað. Það var í gær sem viðræðum við Húsvrkinga var formlega slitið. Atvinnumálanefnd Húsavfkur hefur velt fyrir sér uppbyggingu loðnu- eða síldarverksmiðju á Húsavík. Gerð hefur verið for- könnun varðandi verkefnið og kynnti Stefán Jónsson, frá At- vinnuþróunarfélaginu, niðurstöður hennar á fundi nefndarinnar í byrj- un október. IM Ólafsfjörður: Skiptar skoðanir um sölu á Sigurhæðum Bæði skólanefnd og menningar- málanefnd ÓlafsQarðar hafa lýst sig andsnúnar sölu á Sigurhæð- um, gamla prestssetrinu í Ólafs- firði, sem nú hýsir bókasafnið og hluta Tónskóla Ólafsfjarðar. Húsið er í eigu bæjarins en sem kunnugt er hefur legið í loftinu að Prestssetrasjóður hafi áhuga á að kaupa húsið og gera það að prestssetri á nýjan leik. Hug- mynd bæjaryfirvalda var sú að leikfimisal barnaskólans yrði breytt til bráðabirgða fyrir bóka- safnið og Tónskólinn yrði í hús- næði Hótels Ólafsfjarðar, þar til báðar þessar stofnanir komist í framtíðarhúsnæði í væntanlegri viðbyggingu við Gagnfræðaskól- ann. Menningarmaálnefnd hefur beint því til bæjarstjórnar að selja ekki Sigurhæðir. Afstaða nefndar- innar er sú að bókasafni verði fundinn staður í væntanlegri við- byggingu við Gagnfræðaskólann en Tónskólinn fái þá Sigurhæðir fyrir sína starfsemi. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um kostnað við að gera Sigurhæðir upp og byggingu á álmu við Gagnfræðaskólann. Nákvæmlega sama afstaða kemur fram í bókun skólanefndar. Afstaða til málsins fer ekki eft- ir pólitískum línum því þannig harmaði minnihlutamaðurinn Guðbjörn Arngrímsson afstöðu skólanefndar og menningarmála- nefndar á fundi bæjarráðs fyrr í mánuðinum. Þetta geti orsakað að dráttur verði á að þessar stofnanir komist í varanlegt húsnæði. Undir þau orð hans tóku Þorsteinn Ás- geirsson, forseti bæjarstjórnar, og Jónína Óskarsdóttir, formaður bæjarráðs. Þorsteinn sagði í samtali við blaðið að ljóst sé að Sigurhæðir þarfnist mikilla viðgerða. Málið sé nú í biðstöðu en ákveðið hefur verið að skipa nefnd til að fara of- an í saumana á öllum skólamálum til þess að fá þetta á hreint. End- anleg ákvörðun um sölu á Sigur- hæðum liggur því ekki fyrir en Þorsteinn segir ljóst að meirihluti sé fyrir því í bæjarstjórn að selja húsið. Menn vilji hins vegar flýta sér hægt í málinu. HA Óheimilt að taka við laufa- brauðsdeigi úr heimahúsum Valdimar Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar, hefur sent brauð- gerðum á starfssvæði heilbrigð- isnefndarinnar á Akureyri bréf þar sem tekið er fram að brauð- gerðum sé óheimilt að taka við laufabrauðsdeigi úr heimahús- um til útflatningar. Þessi ábending var send í fram- haldi af samþykkt meirihluta heil- brigðisnefndarinnar á Akureyri. í bréfinu tekur framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Eyja- fjarðar það fram að samþykkt heilbrigðisnefndar sé gerð með til- vísun í lög um matvæli og reglu- gerð um matvælaeftirlit og holl- ustuhætti „og á grundvelli þess að ekki er hægt að tryggja að vara sú sem kemur inn í brauðgerðina valdí ekki mengun á búnaði brauðgerðarinnar og krosssmiti yfir í aðrar vörur.“ Þá segir í bréf- inu að í framhaldi af þessari bók- un skuli bent á að eftir sem áður geti brauðgerðirnar selt útflatt ósteikt laufabrauð enda hafi það verið útbúið í brauðgerðinni og verði merkt samkvæmt reglugerð- arákvæðum. óþh Einingarfélagar Almennir félagsfundir verða haldnir í deildum félagsins 19. og 20. nóv- ember nk. sem hér segir: í Ólafsfirði sunnudaginn 19. nóvember kl. 13.00 í Sand- hóli. Á Dalvík sunnudaginn 19. nóvember kl. 16.00 í Berg- þórshvoli. í Hrísey sunnudaginn 19. nóvember kl. 20.30 í Brekku. Á Grenivík mánudaginn 20. nóvember kl. 17.00 í kaffi- stofu frystihússins. Á Akureyri mánudaginn 20. nóvember kl. 20.30 í Alþýðu- húsinu, Skipagötu 14, 4. hæð. Fundarefni: 1. Kjaramálin. 2. Atkvæðagreiðsla um uppsögn samninga félagsins. 3. Önnur mál. Nú er nauðsyn að mæta á félagsfund og sýna hug sinn til þess sem gerst hefur í þjóðfélaginu að undanförnu. Mætum öll. Stjórn Einingar. Taktu forskot ái jólairirilcaupiri Kynnum í dag föstudag hinn glæsilega Lady Pirola fatnað á kynningarverði 15% aukaafsláttur Munið gardínudaga ■ 25% afsláttur Opiö mánud.-föstud. 10-18 - Laugard. 10-13

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.