Dagur - 17.11.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 17.11.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. nóvember 1995 - DAGUR - 7 Stórtónleikar til styrktar Flateyringum Eins og fram hefur komið verða Stórtónleikar til styrktar Flateyr- ingum í íþróttahöllinni á Akureyri næstkomandi sunnudag, 19. nóv- ember. Fram kemur fjöldi af þekktu tónlistarfólki, alls um 140 manns, sem allt gefur vinnu sína og ýmis fyrirtæki í bænum hafa greitt kostnað sem óhjákvæmilega hlýst af þessu þannig að hver ein- asta króna sem fólk greiðir í að- gangseyri rennur óskipt í söfnun- ina Samhugur í verki. Áður en sjálfir tónleikamir hefjast mun sr. Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási, flytja stutta hugvekju. Fyrir hlé mun Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leika og með lienni syngur Rann- veig Fríða Bragadóttir, ópem- söngkona. Einnig syngur kór Tón- listarskólans. Eftir hlé koma fram: Tryggvi Hiibner, Borgardætur, Tjarnar- kvartettinn, Cigarettes, KK, dúett- inn Piltur og stúlka, sem Ingunn Gylfadóttir og Tómas Hermanns- son skipa, og Pálmi Gunnarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00 og aðgangseyrir er 1000 kr. Stefnt er að því að fá 2000 gesti þannig að hægt verði að safna 2 milljón- um króna. Kynnir á tónleikunum verður Valdimar Örn Flygenring. HA Hinn eini og sanni KK. Tjarnarkvartettinn mun syngja á tónlcikunum. Micahel Jón Clark stjórnar kór Tónlistar- skólans. Pálma Gunnarsson þarf varla að kynna. Borgardætur eru með nýjan geisladisk. Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands. Cigarettes með söngkonuna Heiðrúnu Önnu Björnsdóttur í fararbroddi, nýtur mikilla vinsæla um þessar mundir. Hún verður væntanlcga með efni af nýrri plötu, Double Talk. Rannveig Fríða Bragadóttir syngur með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands: Ein okkar allra besta Rannveig Fríða Bragadóttir, messóssópran, er óumdeilanlega ein okkar allra besta söngkona. Hún tekur um þessar mundir þátt í uppfærslu íslensku óperunnar á Madama Buttertly, en mun korna norður gagngert til þess að taka þátt í tónleikunum til styrktar Flateyringum á sunnudaginn. Þar mun hún syngja nokkur íslensk einsöngslög með Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands. Rannveig hefur getið sér mjög gott orð sem söngkona á undan- förnum árum, nú er hún sem fyrr segir að syngja f Madame Butt- erfly og þá er hún líka að fara að Rannvcig Fríða Bragadóttir. söngkona syngja í uppfærslu á hinu þekkta ævintýri Hans og Gréta hjá ís- lensku Óperunni. Þar mun hún syngja Hans. Rannveig var í fjögur ár hjá Vínaróperunni en hefur verið „frieelance“ eða í lausamennsku, eins og það er kallað, sl. 2-3 ár og sungið víða, bæði hér á landi og erlendis. „Svo er ég með tvo iitla syni, sem hafa tekið sinn tíma,“ sagði Rannveig. Hún bjóst við að verða hér á landi a.m.k. frant í febrúar en síðan eru ýmis verkefni sent bíða, bæði á vett- vangi ljölskyldunnar og söngs- ins. HA Sængurfataverslunin VKKpP auglýsir Isabelía t Krónuntii, Hafnarstræti 97, Akureyri hefur tekið að sér umboðssölu á hinum landsþekktu damask sængurverasettum okkar Margar gerðir og litir - Sérsaumum eftir máli, t.d. lök og fleira Velkomin að skoða úrvalið • Opið laugardag frá kl. 10-14 N Isabella Hafharstræti 97 • Sími 461 1209 /T HOTEL KEA í samvinnu við Skotveiðifélag Eyjafjarðar halda sitt árlega Villibráðarkvöld nk. laugardagskvöld og hefst með borðhaldi kl. 20.00 Húsið opnað kl. 19.00 Allar hugsanlegar tegundir villibráðar á glæsilegu hlaðborði Veislustjóri: Flosi Ólafsson Dinnertónlist: Karl Olgeirsson og Jón Rafnsson Hljómsveitin HERRAMENN heldur uppi fjörinu fram eftir nóttu Ath! aðeins örfá borð laus fyrir matargesti. Borðapantanir í síma 462 2200 % JASSVEISLA sunnudagskvöld Paul Weeden, Björn Thoroddsen og Ámi Scheving ásamt einvala liði jassleikara í sannkallaðri jassveislu sem hefst kl. 21 HOTEL KEA Sími 462 2200 -.. JJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.