Dagur - 17.11.1995, Side 5

Dagur - 17.11.1995, Side 5
HVAÐ ER AÐ GERAST? Föstudagur 17. nóvember 1995 - DAGUR - 5 Jassveisla á Hótel KEA Næstkomandi sunnudag, 19. nóvember, kl. 21, verður efnt til mikillar jassveislu - jasstónleika - á Hótel KEA. Jasstónleikamir eru í tengslum við heimsókn hins víðkunna jassgítarleikara Paul Weeden til landsins og lokaatriði jassnámskeiðs á Akur- eyri - ,jasssmiðjunnar“ - með honum sem aðalleiðbeinanda. Á tónleikunum leikur og syngur auk hans einvalalið jassara. Frá Reykjavík korna hinn frábærí gítaristi Björn Thoroddsen, einnig Ámi Scheving, gamal- kunnur vfbrafónleikari og vel þekktur á sínu sviði. í heimaliði á Akureyri verða þau Ragnheið- ur Ólafsdóttir, söngkona, Karl Olgeirsson á píanó, Ámi Ketill Friðriksson á trommur og Jón Rafnsson, bassaleikari, ásamt jasshljómsveitum sem taka þátt í námskeiðinu. Fyrir nær 14 árum hélt Paul Weeden fjölmennt jassnámskeið en hápunktur þess voru fjölsóttir jasstónleikar á KEA þar sem ákveðið var að stofna Jassklúbb Akureyrar. Jassklúbburinn gekkst fyrir mörgum frá- bærum tónleik- um og stóð fyrir heim- sóknum frægra jassleikara og hljómsveita fyrstu árin. en m.a. vegna persónulegra aðstæðna dró úr starfsemi klúbbsins. Nú er miklu meiri jassiðkun í bænum og sýnir mikil aðsókn á jasstón- leika á Listasumri í Deiglunni mjög mikinn áhuga. Til þess að treysta grunn jassstíu-fseminnar er mikilvægt að vekja og styrkja Jassklúbb Akureyrar, svo unnt sé að tryggja betur að góðir jass- tónleikar verði reglulega í boði. Og í jasssveislunni á KEA nk. sunnudagskvöld býðst fólki tækifæri til að endumýja eða hefja þátttöku í Jassklúbbi Akur- eyrar. • Rétt er að ítreka að jassveisl- an á sunnudagskvöldið á Hótel KEA er öllum opin. Fjáröflun Kvenfélags Akureyrarkirkju Á afmælisdegi Akureyrarkirkju nk. sunnudag verður kvenfélag kirkjunnar með sína árlegu fjáröfl- un. Boðið verður upp á kaffi í Safnaðarheimilinu og víst er að hlaðborðið, sem konumar bjóða upp á, verður jafn glæsilegt og jafnan áður. Lukkupakkar verða til sölu bæði fyrir yngri og eldri, og á kökubasarnum verður úrval af góðgæti. Akureyringar hafa ávallt brugðist vel við og veitt Kvenfé- lagi Akureyrarkirkju ómetanlega hjálp í störfum þess fyrir Akureyr- arkirkju, sem þær standa svo dyggilega vörð um. Vonandi verður þar engin breyting á. Jólafundur Kvenfélags Akur- eyrarkirkju verður fimmtudaginn 7. desember kl. 20.30. Basar og flóamarkaður Hjálpræðishersins Basar verður haldinn á Hjálpræðis- hemum Hvannavöllum 10 á Akur- ey'ri, á morgun, laugardag, kl. 15. Á boðstólum verða kökur og laufa- brauð. Einnig verður hægt að gæða sér á heitum vöfflum og kaffi á staðnum. í dag, föstudag, verður hins vegar flóamarkaður á Hjálp- ræðishemum milli kl. 10 og 17. Eining boðar tii félagsfunda Verkalýðsfélagið Eining í Eyja- firði boðar til félagsfunda 19. og 20. nóvember nk. þar sem fjallað verður um kjaramálin og greidd atkvæði um uppsögn samninga fé- lagsins. 55 ára afmæli Akureyrarkirkju í dag, 17. nóvember, eru 55 ár liðin frá vígslu Akureyrar- kirkju. Við vígsluathöfnina komust ekki allir er vildu inn í helgidóminn. í fréttatilkynn- ingu frá Akureyrarkirkju segir að þess sé vænst að rnargir kirkjuvinir komi á afmælinu og gjaldi Guði þökk fyrir þá blessun, sem hann hafi veitt bömum sínum í blíðu og stríðu. Margt hefur verið gert kirkjunni til góða á þessu ári. Má þar nefna að varanlegt efni var sett á þak kirkjunnar, hita- veita lögð með nýjum ofnum og orgelið endurnýjað. Afmælisins verður minnst með hátíðamiessu nk. sunnu- dag, 19. nóvember, kl. 14. Þar mun séra Sigurður Guðmunds- son, vígslubiskup, prédika. Yillibráðarkvöld áKEA Hið árlega villibráðarkvöld Hótels KEA í samvinnu við Skotfélag Eyjafjarðar verður haldið annað kvöld, laugar- dagskvöld, á Hótel KEA. Boð- ið verður upp á allar tegundir villibráðar sem hugsast geta, svo sem endur, gæsir, rjúpur, svartfugl, lunda, höfrunga, hreindýrabuff, lax af öllum gerðum og margt fleira. Veislustjóri verður hinn landsþekkti leikari og hagyrð- ingur Flosi Ólafsson og Karl Olgeirsson og Jón Rafnsson leika ljúfa tónlist meðan á borðhaldi stendur. Síðan mun hljómsveitin Herramenn leika fyrir dansi. Fundimir verða í Ólafsfirði nk. sunnudag kl. 13 í Sandhóli, í Bergþórshvoli á Dalvík sama dag kl. 16 og þá verður fundur í Hrís- ey kl. 20.30 í Brekku á sunnu- dagskvöld. Á mánudag verða fundir í kaffistofu frystihússins kl. 17 og kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu við Skipagötu á Akureyri. Harmonikutónleikar í Ólafsfírði Harmonikutónleikar til heiðurs Jóni Ámasyni á Syðri-Á í Ólafs- firði verða haldnir í Tjamarborg í Ólafsfirði í kvöld, föstudag, kl. 21. Þar koma fram auk Jóns, Einar KVAK sýnir „Eitt sinn stríðsmenn“ Kvikmyndaklúbbur Akureyrar (KVAK) sýnir nk. sunnudag kvikmyndina Eitt sinn stríðs- menn (Once were Warriors) í Borgarbíói kl. 17. Myndin „Eitt sinn stríðs- menn“ segir frá örlögum fjöl- skyldu af kynstofni maóría en svo kallast frumbyggjar Nýja- Sjálands. Hjónin Beth og Jake hafa verið gift í 18 ár og búa með 5 bömum sínum í félags- legri blokkaríbúð. Jake er skapstyggt vöðvafjall sem toll- ir illa í vinnu og kýs helst að eyða tíma sínum við drykkju með félögum sínum á meðan Beth reynir að hugsa um heim- ilið og börnin, en þau elstu eiga í erfiðleikum með að finna fótfestu í lífinu. Ástar- blossinn á milli þeirra hjóna er enn til staðar, en lítið má út af bera til að allt fari í háaloft. Skapofsi Jakes og drykkja leiða hann sífellt nær glötun og að endingu verður Beth það ljóst að hún hefur um það að velja að sökkva með manni sínum eða berjast á móti með þeim ráðum sem duga. Og hún velur síðari kostinn. Þetta er gríðarlega sterk mynd sem hefur fengið mikla aðsókn og mikið lof um allan heim. Hún hefur fengið meira en 20 verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum um allan heim. Akureyringar og nærsveita- menn eru hvattir til að láta þessa mynd ekki fram hjá sér fara. Allir eru velkomnir. Guðmundsson, Guðjón Pálsson ásamt Þuríði formanni og hásetum hennar úr Eyjafjarðarsveit. Kynnir á tónleikunum verður sr. Hannes Öm Blandon. Flóamarkaður í Kjarnalundi Síðasti flóamarkaður ársins í Kjamalundi verður haldinn á morgun, laugardag, kl. 14-17. Að vanda verður mikið úrval af nýj- um og notuðum fatnaði. Einnig fallegar gjafavörur, jóladót og nýir handgerðir munir. Þá má nefna bækur, glervörur, búsáhöld, kuldaskó, skíðagalla og margt fleira eigulegt. Prjú skákmót hjá Skákfélaginu Skákfélag Akureyrar stendur fyrir þrem skákmótum um helgina. í fyrsta lagi verður 15 mínútna mót í kvöld, föstudag, kl. 20. í öðru lagi hefst haustmót barna og ung- linga á morgun, laugardag, kl. 13.30. Keppt verður í flokki 13-15 ára, 10-12 ára og 9 ára og yngri. í þriðja lagi verður hausthraðskák- mótið nk. sunnudag og hefst það kl. 14. Að vanda verður teflt í húsi Skákfélagsins að Þingvallastræti 18. Ljósmyndasýngin í Deiglunni Á morgun, laugardaginn 18. nóv- ember, verður opnuð ljósmynda- sýning Ingu Sólveigar Friðjóns- dóttur í Deiglunni á Akureyri. Inga Sólveig lauk BA prófi frá San Francisco Art Institute árið 1987 og hefur haldið einkasýning- ar bæði hér á landi og erlendis, m.a. í Rússlandi, Englandi og Bandaríkjunum. „Af klettum og steini" nefnist sýningin og er opin daglega kl. 14-18 og stendur til 26. nóvember. Kaffíhlaðborð Skíðaráðs í Hamri Hið árlega kaffihlaðborð Skíða- ráðs Akureyrar verður haldið í Hamri - félagsheimili Þórs - nk. sunnudag, 19. nóvember, kl. 14- 17. Allur ágóði rennur í ferðasjóð unglinga, sem æfa á vegum SRA. Skíðaáhugafólk og aðrir eru hvatt- ir til að koma, styrkja gott málefni og njóta góðra veitinga. Gítartónleikar á Laugum og Húsavík Næstkomandi sunnudag, 19. nóv- ember, verða haldnir gítartónleik- ar í félagsheimilinu Breiðumýri í Reykjadal kl. 15.30 og um kvöld- ið sama dag í Safnahúsinu á Húsa- vík kl. 20.30. Það er gítardúettinn Icetone 42, sem leikur verk frá ýmsum tímabilum tónlistarsög- unnar þar sem aðaláherslan er lögð á fjölbreytileika í efnis- skránni. Dúettinn mynda gítarleik- aramir Símon H. ívarsson og Mi- chael Hillenstedt. Á efnisskránni er að finna verk m.a. eftir mexí- kanska tónskáldið M. Ponce, Spánverjann F. Sor, Frakkann C. Debussy, Gunnar Reyni Sveins- son og syrpu af lögum frá Suður- Ameríku. Aðdragandi að þessum tónleik- um er sá að Símon hefur haldið námskeið fyrir gítamemendur sem lengst eru komnir við Tónlistar- skóla Húsavíkur. Tónlistarskól- amir hafa umsjón með tónleikun- um. Aðstandendur tónleikanna hvetja alla tónlistarannendur og áhugamenn um lifandi tónlist að fjölmenna. Aðgangur er ókeypis fyrir nemendur. 66 í Sjallanum I kvöld verður diskótek í Sjallan- um á Akureyri og verður frítt inn. Annað kvöld verður síðan sveita- ball með 66 og verður miðaverð kr. 500 til miðnættis en 1000 krónur eftir miðnætti. Dolores Claiborne í Borgarbíói Borgarbíó sýnir um helgina kl. 21 sálfræðitryllinn Dolores Claibome, sem byggir á sögu meistara spenn- unnar, Stephen King. í aðalhlut- verkum em Cathy Bates, Jennifer Jason-Leigh og Christopher Plummer. I hinum salnum kl. 21 verður sýnd myndin Show Girls með Elizabeth Berkley, Gina Gershon og Kyle McLaghlan í aðalhlutverk- um og kl. 23.10 verður sýnd hin vinsæla mynd French Kiss. Einnig verður sýnd kl. 23 myndin Major Payne. Á bamasýningum á sunnu- dag kl. 15 verða sýndar myndimar Hundalíf og Leynivopnið. Gauragangur á Húsavík Leikfélag Húsavíkur sýnir í kvöld kl. 20.30 og á morgun kl. 16 hið vinsæla leikrit Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þá verður sýning nk. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Miðasalan er opin í Sam- komuhúsinu alla virka daga kl. 17- 19 og kl. 14-16 laugardaga. Sím- svari allan sólarhringinn í síma 4641129. Sýslumaðurinn á Akureyri UPPBOÐ Framhald uppboðs á neðangreindri eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Brekkugata 3, 4. hæð Akureyri, þingl. eig. Halldór Jó- hannsson, gerðarbeiðendur: Bautinn hf. og Landsbanki íslands, 22. nóvember 1995, kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 16. nóvember 1995. STRAUMRÁS hf 985- 95 Loft og sogbarkar - ýmsar gerdir STRAUMRÁS hf Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Sími 461 2288 Þjónusta við sjávarútveg, landbúnað og iðnað. Gunnar og Erla á Odd-vitanum I kvöld og annað kvöld sjá þau Gunnar Tryggvason og Erla Stefánsdóttir um fjörið á veit- ingastaðnum Odd-vitanum við Strandgötu á Akureyri. Ald- urstakmark er 20 ár og snyrti- legur klæðnaður áskilinn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.