Dagur


Dagur - 17.11.1995, Qupperneq 14

Dagur - 17.11.1995, Qupperneq 14
14- DAGUR- Föstudagur 17. nóvember 1995 MINNIN6 Fanney Halldórsdóttir J Fædd 19. janúar 1973 - Dáin 7. nóvember 1995 Nú haustar að á köldu landi ísa og sólin nær vart að rísa upp yfir fjalls- brúnir við Eyjafjörð. Litla stúlkan sem kom eins og sólargeisli inn í líf okkar fyrir rúmum tuttugu og tveimur árum, hefur kvatt okkur fyr- irvaralaust og stigið til hærri hæða. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum og stjarna hver, sem lýsir þt'na leið er lítill gneisti, er hrökk af/ strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt verða mín - í söng og tárum. (Davíð Stefánsson) Fanney Halldórsdóttir, elsta bamabarn okkar hjóna, átti sér dýra drauma og bjó yfir öllum þeim þrótti sem þurfti til þess að láta þá rætast. En Drottinn gaf og Drottinn tók, og nú sjáum við hana aldrei framar, heyrum aldrei framar hlátur- inn hennar bjarta. Minningamar lifa þó eftir og af góðum minningum eigum við nóg til að lina þrautirnar og styrkja hvert annað. Við fylgdumst með þessari lífsglöðu stúlku vaxa úr grasi í skjóli ástríkra foreldra sinna. Og nú streyma fram hjartfólgnar minning- ar um góðar samverustundir fjöl- skyldunnar þar sem Fanney var iðu- lega hrókur alls fagnaðar. Hún varð fljótt sjálfstæð í skoðunum, ljómaði af hreysti og vildi fara sínar eigin leiðir-. Fyrir þremur mánuðum fór hún til Bandaríkjanna þar sem hún ætl- aði að skoða svo margt. Það setti ugg að okkur, afa hennar og ömmu, en Fanney bað okkur blessuð að hafa engar áhyggjur af sér. Hún ætl- aði að koma aftur heim að ári og halda áfram námi. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og nú eru dýrmætar minningar það eina sem við höldum eftir. Margt er það, og margt er það, sem minningarnar vekur, og þœr eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Það var gott að hafa hana Fann- eyju nálægt sér því hún lýsti upp umhverfi sitt með bjargfastri bjart- sýni og fölskvalausri gleði. Stórt skarð er nú komið í hópinn okkar, skarð sem aldrei verður fyllt. Við biðjum góðan Guð að styrkja Ólínu og Halldór, Elfar, Ómar, Torfa Rafn og Unni í sorg þeirra. Guð geymi Fanneyju okkar Halldórsdóttur. Amma og afi í Kambsmýri. Þegar sorgin knýr dyra finnunt við glöggt hversu lítils við erum megn- ug og hversu yfirþyrmandi fánýti jarðlífsins getur verið. En þá finnum við einnig hvers virði kærleikurinn er og hvers virði góðar minningar eru. Elskuleg frænka og vinkona, Fanney Halldórsdóttir, er horfin á braut svo snögglega að við eigum erfitt með að trúa því sem hefur gerst. Ljósið sem tendrað var fyrir góðum tuttugu árum, slokknaði á skammri stundu í vályndum veðr- um. Slokknaði fagurt iista Ijós. Snjókólgudaga liríðir harðar til heljar draga blómann jarðar. Fyrst deyr í haga rauðust rós. (J.H.) Það er bágt að horfast í augu við það sem orðið er. Hins vegar er ekki vandasamt að lýsa því sem Fanney var. Hún var gleðin og hún var hreystin í öllu sínu veldi. Það geisl- aði af henni lífsþróttur og kæti. Aldrei var nein lognmolla í kringum Fanneyju Halldórsdóttur. Henni var einkar ljúft að tjá sig og hún var óhrædd við að segja það sem aðrir hefðu ef til vill kinokað sér við að nefna. Leikurinn var henni allt og hún hafði yndi af íþróttum. Fanney æfði bæði fótbolta og handbolta, og keppti með báðum Akureyrarliðun- um, KA og Þór. En hún kunni líka að slappa af og varði þá gjarnan Iöngum stundum við að horfa á bíó- myndir. Það er varla hægt að nefna þá kvikmynd sem hún hafði ekki séð og ef um ágæta mynd var að ræða þá var henni alveg sama þótt hún sæi hana aftur í góðum félags- skap. Síðasta vor lauk Fanney stúd- entsprófi frá Verkmenntaskóla Ak- ureyrar en ákvað síðan að taka sér hlé til að hugsa sinn gang. Hún fór í vist til Bandaríkjanna 18. ágúst og hugðist dvelja þar í ár. Dagana áður var hún á heimili okkar og það leyndi sér ekki að tilhlökkunin var mikil að upplifa ný ævintýr vestan hafs. En því miður hafa örlögin hag- að því svo að við tökum ekki á móti henni Fanneyju okkar næsta sumar. Hún er nú þegar komin heim og far- in þá leið sem við förum öll fyrr eða síðar. Snemma á þessu ári bað hún okkur hjónin að teikna skopmynd af sér fyrir útskriftabók Verkmennta- skólans en við færðumst undan. í staðinn teiknaði hún mynd af okkur fyrirhafnarlaust og fórst það einkar vel úr hendi. A myndinni er að finna allt það sem henni fannst í fáum dráttum einkenna okkur hjónin: Skæri, gítar, veiðistöng og sandalar. Slíkar skopmyndir hafði hún gert af mikilli natni fyrir aðra sem útskrif- uðust með henni og líklega var það á þessu sviði sem framtíð hennar lá. Fanney hafði mikinn áhuga á að hasla sér völl sem auglýsingateikn- ari og þar hefðu hæfileikar hennar fengið að njóta sín. Þessi fallega stúlka var okkur mikils virði og minning hennar lifir á meðan við drögum andann. Mikil er sú sorg sem foreldrar hennar, systkini, afar og ömmur, og aðrir aðstandendur mega þola. Við biðj- um þess af heilum hug að góðar vættir styrki þau og verði þeim stoð um ókomna framtíð. Nú grúfir dimmur vetur yfir hjörtum okkar en þótt flest geti brugðist þá bregst það ekki að sumarið kemur aftur með birtu og yl - það er eins víst og að Fanney hefði brosað við mér þar sem ég sit nú og skrifa þessi fánýtu orð. Við kveðjum elskulega frænku og vinkonu með sárum trega. Hœgur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig Ijósið, sofðu rótt. (J.H.) Margrét Elfa Jónsdóttir og Ragnar Hólni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðita tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Hún Fanney frænka mín er látin. Þessi lífsglaða stúlka sem átti sér marga framtíðardruuma, lést á Borgarspítalanum þann 7. nóvember síðastliðinn. Hverjum gat dottið í hug, þegar hún kvaddi vini og vandamenn í ágúst og hélt til Bandaríkjanna, að lífshlaupi hennar væri brátt lokið? Rétt áður en hún fór, kom hún hress og kát til mín í Sundlaugina með Elfar litla bróður sinn, sem henni þótti svo vænt um. Þar sagði hún mér frá vinnunni sem hún væri búin að fá vestan hafs. Við töluðum um hina fyrirhug- uðu ferð og tilhlökkunin hjá henni var mikil. Eg sé hana enn fyrir sjón- um mér, þar sem hún gekk niður Þingvallastrætið ásamt bróður sín- um og kvöldsólin glóði í fallega síða hárinu hennar. Þetta minninga- brot um okkar hinsta fund verður mér ætíð dýrmætt. Eg kveð Fanneyju frænku mína hinstu kveðju í fullvissu þess að opnir armar taki á móti henni og umvefji hana elsku og birtu í Guðs- ríki. Elsku Ólína, Halldór, Ómar, Elf- ar, Torfi Rafn og Unnur, afar, ömm- ur, skyldfólk og vinir. Mikill er missir ykkar. Megi góður Guð styrkja ykkur og styðja í ykkar miklu sorg. Bless- uð sé minning frænku minnar, Fanneyjar Halldórsdóttur. Far þú ífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér núfylgi, Itans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Steini, Sella, Arnar Þór og Asta Eybjörg. Þegar ég frétti að Fanney vinkona mín hefði látist þriðjudaginn 7. nóv- ember velti ég því fyrir mér hver tilgangurinn með lífinu væri. Hvaða réttlæti það væri að taka unga og lífsglaða stúlku í blóma lífsins í burtu. Það er spurt og spurt en fátt verður um svör. Ekki datt mér í hug þegar ég kvaddi Fanneyju í ágúst síðastliðinn þegar hún var að fara sem Au-Pair til New York, að það yrði í síðasta sinn sem við hittumst. Hún var svo ánægð en samt svolítið kvíðin því að fara svona langt í burtu. „Þú skrifar mér lljótlega," sagði ég. Þá svaraði Fanney brosandi: „Já, auð- vitað. Ég þarf að skrifa fleiri tugi bréfa því ég er búin að lofa svo mörgum að skrifa þeim. En þú færð bréf þegar ég hef tíma.“ Við kvödd- umst og Fanney keyrði í burtu á bílnum sínum. Við Fanney kynntumst þegar hún flulti í sömu blokk og ég þegar við vorum uin 13 ára gamlar. Alla tíð síðan hefur vinskapur okkar haldist. Áhugamálin voru svipuð, íþróttir og hestar. Um fermingu fór- um við tvær saman í 3ja daga hesta- ferð með hestamannafélaginu. Það var eftirminnileg ferð sem seint mun gleymast. I íþróttum vorum við fyrst mótherjar en síðar samherjar vegna sameiningar íþróttafélaganna KA og Þórs. Fanney var íþróttakona af lífi og sál. Hún lagði sig alla fram og stóð sig yfirleitt með prýði. Við störfuðum saman í íþróttafélagi VMA, Æsi, 1992-1994. Þar naut hún sín vel og kraftar hennar nýttust vel. Við æfðum saman handbolta hjá Þór 17-19 ára, í góðum hópi. Farnar voru margar keppnisferðir, sem Fanneyju þótti toppurinn á til- verunni. Allt var skráð niður s.s. úr- slit leikja og markaskorun og hafði Fanney þetta allt á hreinu. Vorið 1994 var Fanney kosin íþróttakona VMA og fannst henni mikið til þessa koma, en hún átti titilinn svo sannarlega skilinn. Á stundu sem þessari hrannast minningamar upp. Ég niun ætíð minnast Fanneyjar sem skemmti- legrar og góðrar vinkonu sem ávallt var hægt að treysta á. Lífsgleðin var ætíð í fyrirrúmi. Elsku Ólína, Dóri, Ómar og Elf- ar, ég votta ykkur og öðrum ættingj- um samúð mína. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Soffía Frímannsdóttir. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast œvinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Fregnin um andlát Fanneyjar Halldórsdóttur laust okkur þungu höggi. Viðbrögðin voru á einn veg. Hvernig mátti það vera að þessi táp- mikla og lífsglaða stúlka væri dáin? Hún sem var ímynd hreysti og æskufjörs. Fanney lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri síðastliðið vor. Engum, sem voru við skólann samtíma henni, duldist að hér var mikil atorkukona á ferð. Það sýndi sig jafnt í náminu og í þátttöku hennar í félagsstörfum. Hún vann mikið og óeigingjamt starf í þágu félaga sinna. Þar voru íþróttimar efst á blaði en hún var um tíma formaður íþróttafélags skólans: Fanney vann einnig mikið að Mínervu, bók útskriftamema. Þar komu listrænir hæfileikar hennar að góðum notum. Við sem kynntumst Fanneyju hér minnumst hennar þó fyrst og fremst vegna hressilegrar en jafnframt ein- lægrar framkomu hennar. Það er sárt að horfa á eftir slíkri hæfileika- manneskju, en björt minning hennar lifir. Við kveðjum Fanneyju með kærri þökk fyrir góða samfylgd. Fjölskyldu Fanneyjar og vinum vottum við okkar innilegustu sam- úð. Starfsfólk Verkmennta- skólans á Akureyri. Hugleiðing á kveðjustund Mig setti hljóða þegar mér barst sú harmafregn að Fanney Halldórsdótt- ir væri fallin frá, aðeins 22 ára göm- ul. Það er á vorin sem lífið kviknar og hin fegurstu blóm dafna og veita von um vaxandi þroska, en þá kem- ur hret og hinir þrúgnandi sprotar visna og sumir falla. Þannig er það í þeirri baráttu mannsins sem við köllum líf. Undarleg ósköp að deyja, liafna í holum stokki. Himinninn fúablá fjöl meðfáeina kvisti að stjörnum. Já, þetta líf. Þetta líf, mikið er það undarlegt. Það fæðist nýr ein- staklingur í þennan heim. Einstak- lingur sem á líf eins og rósin sem tekur þakklát við geislum sólarinnar þegar hún kemur upp í austri og verrnir jörðina og þúsundir geisla klappa henni á kollinn. Þá gægist rósin upp úr moldinni. Hún horfir til móts við þessa undursamlegu veröld og brosir. Hún brosir þar til sólin hnígur í vestri og dimmir skuggar næturinnar setjast að. Það er erfitt að sætta sig við að bros rósarinnar er horfið, hún hnigin að grundu, visnar og kemur ei aftur. En í gegn um sorta og myrkur grillir í skin morgunsins og geisla ríkjandi sólar sem segja okkur að lífið haldi áfram í öllum sínum fjöl- breytileika þar sern við erum áfram þátttakendur. Það er á slíkum stundum sem maður vill að vináttan verði áþreif- anleg, að hún skilji eitthvað eftir sig og veiti okkur öllum styrk í van- mætti okkar og smæð gagnvart hinu óumflýjanlega. Guðdómlegasta reynsla sem nokkrum getur hlotnast er að heyra rödd vináttunnar þegar neyðin sverfur að. (Ch. Schiller) Og enn um þátt vináttunnar: Eg þekki gildi vináttunnar. Hver vildi lifa án hennar? Hún er ágœt í meðbyr. Ómetanleg í mótbyr. Elsku Ólína mín, Halldór, Ómar, Elvar og aðrir aðstandendur. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð við fráfall þessarar lífsglöðu, fallegu stúlku sem átti svo margt eftir í þessu lífi, en þarf nú að sinna öðru. Ég þakka hlýjuna og vináttuna gegnum árin. Margrét Jóhannsdóttir, Húnavöllum. Kveðja frá kennara og bekkjarfélögum ur Lundarskóla Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvœm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakku. Guði sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökkfyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér núfylgi, hans dýrðarhnoss þú Itljóta skalt. Grátnir til grafar, göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja ’ (friðarskaut. Elsku Ólína, Halldór og börn. Megi Ijós lífsfriðar og kærleika um- vefja ykkur um ókomna framtíð. (Hannes Pétursson) Pétur Pétursson Fæddur 30. júní 1948 - Dáinn 4. nóvember 1995 Ég svaf hjá vinkonu minni. Morguninn eftir hringdi mamma og sagði mér að koma heim strax og koma ein. Þegar ég kom heim stóð mamma með tárin f aug- unum og sagði mér að pabbi hefði dáið þá um morguninn. „Nei,“ sagði ég, „ég trúi þér ekki.“ Svo hugsa ég; „nú á ég engan pabba“. Hann var mér svo mikið, en hann hvarf á braut og kemur ekki aftur. Þessi yndis- legi faðir er alveg farinn. Hann sem var svo stríðinn og kátur og komst upp með allt. Hann gerði nánast allt fyrir okkur syslurnar sem vorum augasteinar hans. Hann hafði svo gaman af því þegar ég fór með honum á handboltaleiki. Guð blessi þig pabbi minn. Þín dóttir Lísa.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.