Dagur - 21.11.1995, Page 3
FRETTIR
Þriðjudagur 21. nóvember 1995 - DAGUR - 3
Tillaga aö nýjum vegi um Fljótsheiði og umhverfismat almenningi tii kynningar:
Framkvæmdir hefjist vorið 1996
Tillaga Skipulags ríkisins að
fyrirhugaðri lagningu hringveg-
ar frá Fosshóli við Skjálfanda-
fljót yfir Fljótsheiði að vegamót-
um við Aðaldalsveg og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum
hennar, liggur frammi almenn-
ingi til kynningar á Skipulagi
ríkisins í Reykjavík, á skrifstofu
Reykdælahrepps í Kjarna og hjá
oddvita Ljósavatnshrepps í
Landamótsseli. Öllum er heimilt
að kynna sér þessa framkvæmd
og leggja fram athugasemdir.
Þær skulu vera skriflegar og ber-
ast Skipulagi ríkisins eigi síðar
en 28. desember nk.
Um er að ræða nýja veglínu um
Fljótsheiði, frá Fosshóli að vega-
mótum við Aðaldalsveg við Jaðar.
Hinn nýi fyrirhugaði vegur er 9,77
km langur, breidd hans verði 6,5
metrar. Gert er ráð fyrir að nær
allur vegurinn verði nýbygging
Sambýlum færð bifreið að gjöf
Síðastliðinn laugardag var formlega tekið í notkun
nýtt húsnæði Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á
Norðurlandi eystra að Glerárgötu 26 á Akureyri.
Við þetta tækifæri var tilkynnt um veglega gjöf
Lionsklúbbs Akureyrar, Styrktarfélags vangefinna
á Norðurlandi eystra og Foreldrafélags barna með
sérþarfir á Akureyri til sambýla fatlaðra á Akur-
eyri, en um er að ræða stóra bifreið sem mun nýt-
ast sambýlunum.
Á myndinni er Baldvin S. Baldvinsson, formaður
Lionsklúbbs Akureyrar, að afhenda Magnúsi Jó-
hannssyni, fyrir hönd sambýlanna í bænum, lykla að
nýju bifreiðinni. Við hjólastólinn stendur Baldvina
Snælaugsdóttir, forstöðumaður sambýlisins að Hafn-
arstræti 16 á Akureyri.
óþh/Mynd: BG
Stór loðna veiðist djúpt norður af Hornbanka:
Bræla á svæðinu en glær-
áta komin í loðnuna
Loðnuveiðisvæðið norður af
Vestíjörðum hefur færst austar
síðustu dagana og er nú djúpt
norður af Hornbanka við mið-
línuna milli íslands og Græn-
lands. Bræla var á miðunum í
fyrrinótt en um 20 skip eru á
svæðinu og hafa orðið vör við
töluverða loðnu en mikil glæráta
er komin í hana. Loðnan er stór,
eða 13 til 14 cm, og til muna
stærri en sú sem fékkst fyrst nú í
haust norður af Straumnesi.
Engin veiði er nú austur á
Vopnafjarðargrunni og hafa allir
loðnubátamir fært sig vestur á
bóginn. Þórður Jónasson fékk 42
tonn af loðnu á Digranesflaki sem
landað var á Þórshöfn og hélt
hann síðan áfram á miðin norður
af Hombanka. Um 5 þúsund tonn-
um hefur verið landað í haust á
Þórshöfn. Engin loðna hefur enn
borist til Raufarhafnar, en tekist
hefur að gera við skemmdir á
löndunarbryggju og löndunarskúr
til bráðabirgða eftir að flutninga-
skipið Haukur sigldi inn í miðja
bryggjuna. Sigurður VE landaði
690 tonnum í Krossanesi á sunnu-
dag og Guðmundur VE 890 tonn-
um á laugardag en lokið verður
við bræðslu á þeirri loðnu sem
borist hefur unt miðnætti í kvöld.
AIls hafa borist um 5.200 tonn til
Krossanesverksntiðjunnar á
haustvertíð.
Fi:nm bátar lönduðu á Siglu-
firði um helgina og hafa borist
15.890 tonn þangað á haustvertíð-
inni. Þetta voru Keflvíkingur KE
með 330 tonn, Svanur RE með
400 tonn, Örn KE með 311 tonn,
Háberg GK með 130 tonn og
Bergur VE með 508 tonn og var
Bergur VE sá eini þeirra sem var
með fullfermi. GG
Ólafsfjarðarvegur:
Tíð óhöpp á sama stað
Þrjú umferðaróhöpp hafa orðið
á Ólafsíjarðaryegi sunnan við
Rauðuvík í Árskógshreppi á
tæpri viku. Óhöppin hafa öll
orðið með svipuðum hætti og öll
orðið á sama staðnum.
Sauðárkrókur:
Bifreið
stolið
Aðfaranótt laugardags var bif-
reið stolið á Sauðárkróki en að
sögn lögreglu er málið nú að
fullu upplýst.
Sá er bílinn tók fannst fljótlega
en hann hafði ekki keyrt langt
þegar hann velti bílnum. Þjófurinn
er grunaður um að hafa verið ölv-
aður. AI
Bifreiðunum var ekið suður
veginn, þ.e. í átt til Akureyrar,
upp Rauðuvíkurbrekkuna og í
beygju til hægri á Torfneshominu
hafa ökumenn misst vald á bif-
reiðunum í hálku með þeim af-
leiðingum að þær hafa íent utan
vegar. Ekki hafa hlotist meiðsl á
fólki en töluvert eignatjón hefur
orðið. Fyrsta umferðaróhappið
varð sunnudagskvöldið 12. nóv-
ember sl., síðan fór bifreið út af
aðfaranótt sunnudagsins og síðan
önnur á sunnudagsmorguninn. Þá
vom tvær bifreiðar þar utan vegar,
þó sitt hvoru megin, því eigi var
búið að sækja þá fyrri á slysstað. í
bifreiðinni sem fór út af á sunnu-
dagsmorguninn var kona frá Dal-
vík, sem var á leið á fæðingardeild
FSA, en hún slapp við áverka og
fæddi síðan son á fæðingardeild-
inni í gær, mánudag. GG
talsvert sunnan við núverandi veg
en veglínan fylgi gamla veginum
á stuttum kafla við Fosshól.
Heimreiðin að Rauðá styttist en
heimreiðin að Ingjaldsstöðum og
Heiðarbraut lengist. Um 18% af
veginum verður byggður á blautri
mýri, unt 18% á þurrara landi þar
sem þó er mold eða mór í undir-
stöðu og um 62% á mólendi þar
sem er misþykkt moldarlag ofan á
jökulruðningi. Núverandi vegur
um Fljótsheiði fer upp í 305 metra
yfír sjó, en væntanlegur vegur fer
upp í 272 m.y.s.
I gögnum Skipulags ríkisins er
lögð áhersla á að verktaki gæti
þess að raska hvergi landi utan við
vegsvæðið og er m.a. allur akstur
tækja bannaður utan vegsvæðis
nema að námum.
Vegurinn keniur til með að
liggja um lönd Fosshóls og Rauð-
ár í Ljósavatnshreppi og lönd ln-
gjaldsstaða, Heiðarbrautar, Ein-
arsstaða, Jaðars og Kvígindisdals í
Reykdælahreppi. Veglínan hefur
verið samþykkt af hreppsnefndum
beggja hreppa.
1 gögnum Skipulags ríkisins er
gert ráð fyrir að framkvæmdir við
nýja veginn unt Fljótsheiði hefjist
næsta vor og verði haldið áfram
sumarið 1997, en þá er áætlað að
ljúka framkvæmdum að mestu og
verður þá lagt bundið slitlag á
vegarkaflann. Um umhverfisáhrif
nýs vegar um Fljótsheiði segir svo
í skýrslu Skipulags ríkisins:
- Umhverfisáhrif framkvæmd-
anna eru ekki mikil. Við hönnun
vegarins og mótvægisaðgerðir er
reynt að gera umhverfísáhrifin
sem nrinnst.
Helstu umhverfisáhrif fram-
kvæmdarinnar eru bættar
samgöngur með öruggum heils-
ársvegi. Blindhæðir og brattar
brekkur hverfa og snjósöfnun á
veginum verður mun minni en á
núverandi vegi.
- Framkvæmdin hefur áhrif á
gróður, því þar senr veglínan fer
um gróðurlendi er gróðurinn fjar-
lægur. Einnig mun hún hafa ein-
hver áhrif á dýralíf, jarðveg og
vatnsbúskap svæðisins. Landslag-
ið mun breytast lítillega.
- Sem mótvægisaðgerð og til
að gera breytingu á náttúrufari
svæðisins sem minnsta mun stuðl-
að að því að röskun á landi verði
sem minnst og að hún takmarkist
fyrst og fremst við vegarstæðið
sjálft. Ennfremur mun tryggt að
engin framræsla fylgi vegargerð-
inni, hvorki með greftri né óþarfa
umferð um flóana. Sett verða ræsi
þar sem búast má við rennandi
vatni, bæði þar sem sírennandi
vatn og þar sem myndast geta
vatnsfarvegir að vorinu svo far-
vegir haldist óbreyttir og grunn-
vatnsstaðan breytist sem minnst.
- Frágangi á námum og sker-
ingum mun verða hagað þannig að
ekki myndist vindálag á lausan
jarðveg. Þær verða sléttaðar vel f
samræmi við landslag og halla
umhverfis og í þær sáð. óþh
Húsavík:
Banki byggir við
Viðbygging við íslandsbanka
Húsavfk rís með ógnarhraða
þessar vikurnar og á að verða
fokheld fyrir áranrót. Það er Vík
hf. sem byggir fyrir bankann,
en núverandi húsnæði hans er
of lítið að sögn Arnar Björns-
sonar, útibústjóra. Örn sagði að
búast mætti við að fjölga þyrfti
starfsfólki þegar litið væri til
hve starfsemi hefði aukist hjá
bankanum. Nýja húsnæðið er
70 fnt að flatarmáli og verður
tekið í notkun samhliða því að
nýjar inréttingar verða settar
upp í útibúið. Á dögunum opn-
aði íslandsbanki útibú í Mý-
vatnssveit, sem opið er virka
daga kl. 12.15 til 16.
IM
Mikil hlutabréfasala
Mikil hlutabréfasala hefur verið
allt þetta ár sem skýrist af aukn-
um viðskiptum stærri fjárfesta á
markaðnum. Jón Hallur Péturs-
son, framkvæmdastjóri Kaup-
þings Norðurlands hf., telur að á
síðasta hluta ársins verði svipuð
viðskipti einstaklinga eins og
fyrri ár enda nýta margir fjár-
festingu í hlutabréfum til að fá
skattaafslátt.
Nú stendur yfir útboð á hluta-
bréfum í Skinnaiðnaði hf. á Akur-
eyri og segist Jón Hallur reikna
með að þau bréf seljist upp en
samkvæmt útboðinu eiga hluthaf-
ar forkaupsrétt á nýju hlutafé til
30. nóvember næstkomandi í hlut-
falli við eign sína. Viðskipti með
hlutabréf í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa hafa einnig verið rneiri á
árinu en í fyrra og sömuleiðis seg-
ir Jón Hallur mikinn áhuga á bréf-
urn í öðrum norðlenskum fyrir-
tækjum sem og í Hlutabréfasjóði
Norðurlands.