Dagur


Dagur - 21.11.1995, Qupperneq 4

Dagur - 21.11.1995, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 21. nóvember 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRÍ: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 - LEIÐARI------------------------- Brekka fiöbkyldiunMr Vandamál íslensks launaíólks er fyrst og fremst of lág laun. Þetta eru ekki ný sannindi, lág- launastefnan í landinu hefur til fjölda ára kippt löpp- unum undan afkomu fjölskyldna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í nánast hverjum einustu kjarasamningum á lýðveldistímanum, hefur aðilum vinnumarkaðarins ekki borið gæfa til að forða því í eitt skipti fyrir öll að stór hluti launamanna lifi við sultarmörk. Og ekki hefur rikisvaldið staðið sig betur, hvað eftir annað hafa stjórnmálamenn með misgáfulegum samþykkt- um gengið endanlega frá afkomu heimilanna. Það kemur ekki til greina að gengið verði lengra í skattheimtu á launafólk í landinu, loksins er stjórn- málamönnum að verða það ljóst. Skattaálögur á hinn venjulega launamann sem berst við það að eignast þak yfir höfuðið, borgar af námslánunum og húsnæðislánunum, greiðir fyrir barnapössun og greiðir himinhá tryggingariðgjöld, eru einfaldlega allt of miklar. Jaðarskattarnir eru að ganga frá fjöl- skyldufólki með miðlungstekjur. Það er þessi þjóðfé- lagshópur sem borgar skattana, hann heldur þjóðfé- laginu uppi að drjúgum hluta. Fyrir unga fjölskyldu- fólkið sem er að basla við að eignast þak yfir höfuð- ið, er lltill hagur af því að vinna meira og skapa sér þannig fjárhagslegt svigrúm. Ríkisvaldið hefur með sárgrætilega vitlausu skattakerfi séð um að gera þessu fólki lifið meira en lítið leitt. Og það skyldi nú ekki vera að þessi endemís vitleysa hafi öðru fremur orðið til þess að fjölskyldufólk hefur flúið land á síð- ustu misserum meira en dæmi eru um á síðustu ár- um? Loksins er stjórmnálamönnum ljóst að jaðarskatt- arnir eru komnir langt út fyrir allt velsæmi og fjár- málaráðherra lét svo um mælt á dögunum að þess- um málum verði að kippa í liðinn. Þessum ummæl- um ber að fagna og fylgst verður gaumgæfilega með því að orðum ráðherrans fylgi raunhæfar aðgerðir. í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins er sláandi samanburður á kjörum sambærilegra fjölskyldna á öllum Norðurlöndunum. Útkoma íslands er ekki hagstæð og þurfti engum að koma á óvart. Megin- niðurstaðan er þessi: íslenska fjölskyldan vinnur miklu meira en fjölskyldur á hinum Norðurlöndun- um og hefur um þriðjung tekna sinna af yfirvinnu og aukastörfum. Þrátt fyrir botnlausa vinnu nær ís- lenska fjölskyldan alls ekki sambærilegum tekjum að teknu tilliti til skattgreiðslna og fjölskyldur á hin- um Norðurlöndunum. Munurinn er frá 26 til 70 þús- und krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði. Þetta eru sláandi tölur en því miður eru þær stað- reynd. Hvers vegna flytjast Akur eyringar burt úr bænum? Arið 1993 fluttu 33 einstaklingar umfram brottflutta til Akureyrar. Síðan hafa á hverju ári nokkru fleiri flutt úr bæjarfélaginu en til þess. Árið 1993 voru það 150 ein- staklingar, í fyrra 38 og fyrstu tíu mánuði þessa árs hafa 120 manns flutt burt úr bænum umfram að- flutta. Mestur hefur brottflutning- urinn á þessu ári verið frá því í maí til september, þ.e. á sama tíma og árstíðabundið atvinnuleysi er yfirleitt minnst. Samtals eru það 960 manns sem hafa flutt frá Akureyri fyrstu tíu mánuði þessa árs á meðan 840 einstaklingar hafa flust til bæjarins. Af þessum einstaklingum eru það 177 sem flust hafa til útlanda á meðan 125 hafa flust til sveitarfélagsins frá útlöndum. Hverjar eru helstu ástæður þessara flutninga til og frá sveitar- félaginu? Til bæjarins flytur fólk fyrst og fremst af tveimur ástæð- um, þ.e. af atvinnuástæðum og vegna náms. í ljósi þess að allstór hópur utanbæjamemenda stundar nám við framhaldsskólana á Ak- ureyri og Háskólann á Akureyri á hverju ári er ekki ólíklegt að þess- ir nemendur séu bróðurparturinn af þeim 840 einstaklingum sem flust hafa til bæjarins fyrstu níu mánuði ársins. Éf tölur um að- flutta fyrstu níu mánuði ársins em skoðaðar kemur í ljós að flestir flytjast til bæjarins á tímabilinu maí til september eða liðlega 500 manns, en þessi innflutningur kann einmitt að tengjast skóla- starfinu í bænum. Frá desember 1994 til janúar 1995 fluttust síðan til viðbótar um eitthundrað manns til bæjarins, sem ekki er ólíklegt að hafi einnig tengst skólastarfinu ef höfð eru í huga annaskipti sem einmitt eru á þessum tíma í áður- nefndum skólum bæjarins. Engu að síður er ljóst að til bæjarins flytjast einstaklingar vegna at- vinnu sem þeim býðst í bænum, en einhver störf losna svo að segja vegna þeirra sem flytjast burt úr bænum, en eins og áður segir eru það tæplega eittþúsund manns sem flyst burt úr sveitarfélaginu á fyrstu tíu mánuðum ársins. Hluti þessa hóps er að sjálfsögðu skóla- fólk sem hefur lokið námi sínu í bænum og hyggur e.t.v. á fram- haldsnám eða hverfur til starfa Við þurfum því ekki að spyrja hvert stefni í íbúaþróun bæjarins á þessu og undanförn- um árum, það virðist nokkuð ljóst, hitt er öllu óljósara hvernig menn hyggjast bregð- ast við þróuninni þrátt fyrir ýmis yfir- boð í þeim efnum. annarsstaðar. Aðrir flytja einungis af atvinnuástæðum brott úr bæn- um. Erfitt er að segja fyrir víst hversu stór hópurinn er sem flyst burt af atvinnuástæðum, án þess að kanna það sérstaklega, en hitt er alveg víst að væri atvinnustigið hærra í bæjarfélaginu mundi hluti þessa hóps dvelja áfram í bænum ásamt því menntaða fólki sem héðan flyst af sömu ástæðu. Til útlanda flyst fólk einkum af tveimur ástæðum, sem báðar eru tengdar hvor annarri, af atvinnu- ástæðum og vegna náms. Frá út- löndum flyst fólk einkum að starfi eða námi loknu vegna atvinnu- tækifæra hér heima. Brottflutning- urinn til útlanda var mestur á tímabilinu maí til september sem bendir til þess að brottflutningur- inn sé meira vegna náms en af at- vinnuástæðum, ekki síst þar sem atvinnustigið er mest einmitt á sama tíma. Um þetta er þó ekki hægt að fullyrða svo óyggjandi sé nema kanna málið betur. Þó er ljóst að báðar þessar ástæður liggja hér að baki því aukið at- vinnustig í bænum letur til náms erlendis frekar en hitt og dregur að sjálfsögðu úr brottflutningi fólks af atvinnuástæðum. Við þurfum því ekki að spyrja hvert stefni í íbúaþróun bæjarins á þessu og undanfömum árum, það virðist nokkuð ljóst, hitt er öllu óljósara hvernig menn hyggjast bregðast við þróuninni þrátt fyrir ýmiss yfirboð í þeim efnum. Það varðar bæjarbúa miklu hvemig brugðist verður við fólksflóttanum frá sveitarfélaginu og þeir munu án efa fylgjast grannt með fram- vindunni, að minnsta kosti þeir sem eftir verða. Hermann Oskarsson. Höfundur er félagsfræðingur og lektor við Há- skólann á Akureyri. íslandsbanka svarað - svar frá Vilhjálmi Inga Árnasyni vegna greinargerðar íslandsbanka hf.: Hér í blaðinu hefur birst greinar- gerð frá stjómendum Islands- banka hf. þar sem fullyrt er að ég hafi á undanfömum mánuðum lagt mig fram við að koma óorði á bankann. Ég hef við upphaf tveggja annara neytendamála fengið sendar svipaðar yfirlýsing- ar frá sömu aðilum, en úrskurðir Bankaeftirlits Seðlabankans og Hæstaréttar hafa jafnan sent þær aftur til föðurhúsanna. Ég vil þó af gefnu tilefni taka fram, að á þessu tímabili hafa hinir almennu starfsmenn bankans sýnt mér ein- staka lipurð í samskiptum utan banka sem innan. Álit bústjóra Tilefni greinargerðar stjómenda íslandsbanka hf. er 26 blaðsíðna greinargerð ásamt ábendingum, sem „Samstarfshópur um bætt viðskiptasiðferði" vann og send var til Gests Jónssonar hrl. skip- aðs bústjóra þrotabús A. Finns- sonar hf. Gestur hafði á fundi með kröfuhöfum og lögmanni þeirra, lýst þeirri skoðun sinni, að „svo virtist sem til þessa fyrirtækis hafi verið stofnað, eingöngu til að minnka þá þegar orðið tap ís- landsbanka hf.“. Kröfuhafamir voru sammála Gesti, og ábend- ingamar voru unnar til að rök- styðja þessa yfirlýsingu hans. Meiðyrði í greinargerð íslandsbanka hf. er haft eftir Guðjóni Steindórssyni, útibússtjóra á Akureyri, að ég fari með rangt mál og ósannindi. Ég mun af því tilefni höfða einkamál á hendur Guðjóni Steindórssyni, og kalla í vitnastúku þá aðila sem ummælin eru eftir höfð, til að dómari fái eiðsvarna staðfestingu, og geti fellt dóm urn fullyrðingu Guðjóns. Yfirlýsingar undirverktaka í greinargerð íslandsbanka hf. er Vilhjálmur Ingi Árnason. vitnað til skriflegra yfirlýsinga íjögurra undirverktaka A. Finns- sonar hf. um að ummælin sem ég hef ritað eftir þeim, séu „rangar staðhæfingar“ og „óstaðfestar sögusagnir“. Athyglisvert er, að í þessum yfirlýsingum er hvergi sagt að ég hafi ranglega eftir, heldur einung- is að þær upplýsingar sem mér voru gefnar séu rangar. Ég hef nú fengið í hendur und- irritaðar yfirlýsingar, meðal ann- ars úr hópi þessara fjögurra verk- taka, sem staðfesta skrif mín. Þvinganir Ég álít að hinir skuldsettu verktak- ar hafi verið þvingaðir til að breyta framburði sínum, og í ljósi þeirra vinnubragða, tel ég að það hafi verið rétt ákvörðun að ég einn bæri ábyrgð á birtingu þess- ara gagna. Réttmæti þess álits er síðan fyrir Bankaeftirlit Seðla- banka Islands að dæma um. Vilhjálmur Ingi Árnason. Höfundur er formaður Neytendafélags Akur- eyrar og nágrennis. Álitsgerð íslandsbanka H.WM <*•*)'’** ~ttc _____ 'trZiæZ: tí-ZSZ ***Í*mÍw« »»»<*H* <uua'M «»*>*»** *£*’'*'? '* F** * r-— ir&irír-w rí.rs.'trÆ ri.'.K’- »»•*’* sriíssr-rí' “•~r'",rr,r trx- («*t* m»’Um-*-** ,V< H W««

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.