Dagur - 21.11.1995, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 21. nóvember 1995
Pálmi Gunnarsson er síungur.
Menntamálaráðuneytið
Styrkir til háskólanáms
í Danmörku, Finnlandi,
Noregi og Svíþjóð
Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð
bjóða fram eftirtalda styrki handa íslendingum til há-
skólanáms í þessum löndum námsárið 1996-97. Styrk-
irnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í
háskólanámi og eru miðaðir við 8-9 mánaða námsdvöl
en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir.
Til náms í Danmörku eru boðnir fram fjórir styrkir.
Styrkfjárhæðin er 4.260 danskar krónur á mánuði.
Til náms í Finnlandi er boðinn fram einn styrkur til
háskólanáms eða rannsóknarstarfa. Styrkfjárhæð
4.000 finnsk mörk á mánuði.
Til náms í Noregi er einnig boðinn fram einn styrkur.
Styrkfjárhæð er 5.700 norskar krónur á mánuði og
skulu umsækjendur að öðru jöfnu vera yngri en 35 ára.
Til náms í Svíþjóð er boðinn fram einn styrkur til há-
skólanáms og tveir til vísindalegs sérnáms. Styrk-
fjárhæðin er 7.000 sænskar krónur á mánuði.
Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum afritum
prófskírteina og meðmælum, skulu sendar til
menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, fyrir 29. desember nk.
Sérstök eyðublöð og nánari upplýsingar fást í af-
greiðslu ráðuneytisins á 1. hæð að Sölvhólsgötu 4.
Menntamálaráðuneytið,
16. nóvember 1995.
Sungid til styrktar Flateyringum :
Gestir skemmtu sér hið besta
Rannveig Fríða Bragadóttir, messó-
sópran, söng með Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands og vakti mikla
lukku.
Hinn svarfdælski Tjarnarkvartett. Rósa Kristín, Kristjana, Hjörleifur og
Kristján.
Michael Jón Clarke stjórnar Kór Tónlisturskóla Akureyrar, en einsöngvari
með kórnum var Björg Þórhallsdóttir.
Tryggvi Hiibner, gítarleikari, spilar
hér greinilega af mikilli innlifun.
Myndir: BG
Eins og fram kemur á
öðrum stað í blaðinu í
dag kom fjöldi tónleika-
fólks saman í íþróttahöll-
inni á Akureyri á sunnu-
daginn og lagði þar lið
söfununni Samhugur í
verki, ásamt tónleika-
gestum sem skemmtu sér
hið besta. Meðfylgjandi
myndir tók Björn Gísla-
son, Ijósmyndari Dags, á
tónleikunum.
Hinn eini og sanni KK brást ekki
vonum tónleikagesta.
Cigarettes nýtur mikilla vinsælda
hjá unglingunum um þessar mundir
og fyrir sveitinni fer söngkonan
Heiðrún Anna Björnsdóttir.
Sögufélag Eyfirðinga
heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 23.
nóvember nk.
Fundarstaður: Amtsbókasafnið á Akureyri
(gengið inn að vestan).
Fundartími: 20.30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Fyrirlestur: Jón Hjaltason sagnfræðingur
kynnir nýja bók sína,
Falsarann og dómara hans.
Allir áhugamenn um þjóðlegan fróðleik eru
hjartanlega uelkomnir.
Stjómin.
M Hjúkrunar-
222£ fræöingar
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka á Ólafs-
firði óskar að ráða hjúkrunarfræðing í fullt starf frá
næstu áramótum.
Umsóknarfrestur er til 30. nóv. 1995.
Nánari upplýsingar gefa Sonja Sveinsdóttir hjúkrunar-
forstjóri og Kristján Jónsson forstöðumaður í síma 466
2480.