Dagur - 21.11.1995, Síða 10
10- DAGUR - Þriðjudagur 21. nóvember 1995
í ÞRÓTTI R
SÆVAR HREIÐARSSON
Newcastle í vandræðum
Manchester United er sex stig-
um á eftir Newcastle í topp-
slagnum eftir Ieiki helgarinnar
auk þess sem United hefur leikið
einum leik færra en toppliðið.
Newcastle kom heim með eitt
stig eftir leikinn við Aston Villa
en United sökkti Southampton á
Old Trafford á eftirminnilegan
hátt.
Mulningsvél Newcastle hikst-
aði á Villa Park á laugardaginn
þar sem heimamenn í Aston Villa
yfírspiluðu efsta liðið lengst af.
Tommy Johnson skallaði í mark í
fyrri hálfleik og Newcastle getur
þakkað markverði sínum, Shaka
Hislop, að Johnson var ekki búinn
að bæta öðru marki við fyrir hlé.
Leikaðferð Villa kom Kevin
Keegan, stjóra Newcastle, í opna
skjöldu. „Það er óvenjulegt að lið
leiki með þrjá framherja gegn
okkur og við gleymdum okkur
illilega í vöminni þegar þeir skor-
uðu,“ sagði Keegan. Að venju var
1. deild
Úrslit
Derby-Charlton 2:0
1:0 Ron Willems (43.)
2:0 Marco Gabbiadini (62.)
Grimsby-WBA 1:0
1:0 Ivano Bonetti (55.)
Luton-Birmingham 0:0
Millwall-Huddersfleld 0:0
Port Vale-Watford 1:1
0:1 Craig Ramage (41.)
1:1 Randy Saniuel (63.)
Portsmouth-Stoke 3:3
1:0 Alan McLoughlin (16./víti)
1:1 John Gayle (30.)
2:1 Paul Walsh (44.)
3:1 Alan McLoughlin (56.)
3:2 John Gayle (61.)
3:3 Siinon Sturridge (63.)
Reading-Barnsley 0:0
Sundcrland-Sheff. Utd. 2:0
1:0 Phil Gray (67.)
2:0 Phil Gray (72.)
Wolves-Oldham 1:3
1:0 Neil Emblen (27.)
1:1 Chris Makin (62.)
1:2 Sean McCarthy (64.)
1:3 David Beresford (78.)
Leicester-Tranmere 0:1
0:1 Ian Moore (66.)
Norwich-Ipswich 2:1
1:0 Jon Newsome (8.)
2:0 Robert Fleck (71).
2:1 John Wark (82./víti)
Southend-Crystal Palace 1:1
1:0 Dave Regis (46.)
1:1 Lapper (68./sjálfsm.)
Staðan
Millwall 17 9 6 2 21:1433
Leicester 17 9 4 4 28:21 31
Birmingham 17 8 6 3 27:16 30
Sunderland 16 7 7 2 20:14 28
Tranmere 15 7 6 2 27:14 27
Norwich 17 7 6 4 24:19 27
Grimsby 17 7 6 4 20:18 27
Oldham 17 6 7 4 25:19 25
WBA 17 7 3 7 22:22 24
Derby 17 6 6 5 22:23 24
Barnsley 17 6 5 6 23:30 23
Hudderslleld 17 6 5 6 21:23 23
Charlton 17 5 8 4 19:16 23
Stoke 17 5 7 5 27:24 22
Ipswich 17 5 5 7 28:27 20
Southend 17 5 5 7 17:23 20
Reading 17 4 7 6 20:23 19
Wolves 17 4 6 719:2318
C.Palace 16 4 6 617:21 18
Sheff.Utd. 17 5 210 24:31 17
Watford 17 3 7 7 21:25 16
Portsniouth 17 3 6 8 24:31 15
Luton 17 3 5 9 11:2314
PortVale 17 2 7 8 17:24 13
Manchester United saxar á bilið á toppnum
það markavélin Les Ferdinand
sem kom hinum svart/hvítu til
bjargar og hann skoraði jöfnunar-
markið eftir langt útspark frá Hisl-
op. Newcastle réði ferðinni á
lokakaflanum og minnstu munaði
að Warren Barton skoraði sigur-
markið en Mark Bosnich varði
glæsilega í marki Villa. „Við átt-
um ekki skilið að fá þrjú stig.
Þetta voru sanngjöm úrslit þegar
upp er staðið,“ sagði Keegan.
Manchester United gerði út um
leikinn gegn Southampton á fyrstu
átta mínútunum. Ryan Giggs skor-
aði eftir aðeins 15 sekúndur og
bætti við öðru á fjórðu mínútu
þegar hann komst inn í sendingu
milli varnarmanna Southampton.
Paul Scholes setti það þriðja á 8.
mínútu en stuttu áður munaði
minnstu að David Beckham kæm-
ist á blað en skot hans small í
þverslánni. Andy Cole brenndi af
í dauðafæri áður en stundarfjórð-
ungur var liðinn en eftir það róað-
ist aðeins um. Cole bætti fyrir
mistökin með marki í síðari hálf-
Ryan Giggs kaffærði Southampton
með tveimur mörkum á fyrstu fjór-
um mínútunum á Old Trafford.
leik og Neil Shipperly minnkaði
muninn undir lokin.
Sænska stjarnan Tomas Brolin
var á meðal áhorfenda á Elland
Road og horfði þar á nýja sam-
herja sína í Leeds leggja væng-
brotið lið Chelsea að velli. Leeds
bíður enn eftir að Brolin verði
löglegur en það ætti að vera kom-
ið í höfn fyrir næstu helgi. Tony
Yeboah skoraði sigurmarkið og
var það fyrsta mark hans í níu
leikjum. Fátt var um fína drætti í
þessum leik og færin voru sjald-
séð.
Guðni Bergsson og félagar
hans í Bolton töpuðu á heimavelli
fyrir West Ham, 0:3, með mörk-
um frá Ian Bishop, Tony Cottee
og Danny Williamson í síðari
hálfleik. Aðdáendur Bolton létu
óánægju sína með leik liðsins í
Ijós og Roy McFarland, annar
tveggja stjóra liðsins, voru ekki
vandað kveðjumar á meðan á
leiknum stóð og fyrir utan leik-
vanginn eftir leik. Harry Red-
knapp, stjóri West Ham, var ekki
ánægður með áhorfendur á þess-
um leik. „Þeir eru þeir verstu sem
ég hef séð á löngum ferli,“ sagði
Redknapp.
Kanchelskis af-
greiddi Liverpool
Á Anfield Road og White Hart
Lane ríkti sérstök stemmning
um helgina. í Liverpool mættust
nágrannarnir í Liverpool og Ev-
erton og í London voru það erki-
fjendurnir Tottenham og Arsen-
al sem leiddu saman gæðinga
sína. Að venju voru þessir leikir
líflegir og spennandi.
Andrei Kanchelskis tryggði
vinsældir sínar hjá stuðnings-
mönnum Everton með tveimur
glæsimörkum gegn Liverpool á
Anfield. Eftir markalausan fyrri
hálfleik tók Kanchelskis til sinna
ráða og skoraði í tvígang. Áður
Andrei Kanchelskis kann vel við sig
í búningi Everton og skoraði bæði
mörk liðsins gegn Livcrpool á
laugardag.
hafði Liverpool reyndar skorað
tvisvar, sitt hvorum megin við
leikhléið, en fyrst var Ian Rush
dæmdur rangstæður þegar hann
potaði í netið og síðan var dæmt
mark af Robbie Fowler eftir að
flaggað hafði verið rangstaða á
Steve Harkness. Fowler tókst síð-
an að koma boltanum löglega í
netið á síðustu mínútunni en það
dugði ekki til.
Sjónvarpsáhorfendur fengu að
sjá fjörugan leik á White Hart
Lane þar sem Tottenham tók á
móti Ársenal. Dennis Bergkamp
skoraði snemma leiks eftir glæsi-
legan samleik leikmanna Arsenal
en Teddy Sheringham jafnaði með
skalla eftir fyrirgjöf frá Ruel Fox.
Það var síðan Chris Armstrong
sem gerði út um leikinn með
glæsilegu marki í síðari hálfleik.
Meistararnir í gang
Það voru svo sannarlega óvænt úrslit á Ewood
Park þar sem Blackburn tók á móti Nottingham
Forest. Gestirnir komu til leiks fullir sjálfstraust
eftir að hafa leikið 25 úrvalsdeildarleiki í röð án
taps en þegar þeir gengu af velli í leikslok voru
þeir sem niðurbrotnir menn með 0:7 tap á bak-
inu.
Rovers lék sem meisturum sæmir með Alan She-
arer og Lars Bohinen í broddi fylkingar. Bohinen
var keyptur fyrir fimm vikum frá Forest og hefur
síðan fengið miður fallegar kveðjur frá sínum gömlu
stuðningsmönnum. Shearer skoraði fyrst um miðjan
fyrri hálfleik og hann lagði upp annað markið fyrir
Bohinen skömmu síðar. Shearer bætti við einu með
skalla og öðru beint úr aukaspymu í síðari hálfleik
en þess á milli var Steve Chettle, varnarmanni For-
est, vísað útaf fyrir tvö gróf brot á kappanum. Bo-
hinen og Mike Newell skoruðu mörk númer fimm
og sex áður en bakvörðurinn Graeme Le Saux skor-
aði síðasta markið með glæsilegu langskoti efst í
markhomið á síðustúmínútunni, 7:0.
Alan Shearer lék við hvern sinn
flngur gegn Forest.
ITV sjónvarpsstöðin hyggur nú á
að reyna að næla í sýningarrétt-
inn á leikjum frá ensku úrvals-
deildinni en eins og sparkfíklar
vita hefur Sky Sports einkarétt á
þessum útsendingum í dag. Sögur
herma að ITV muni bjóða 700
milljónir punda í sýningarréttinn.
Samningur úrvalsdeildarliðanna
við Sky lýkur sumarið 1997 eftir
fimrn ára samstarf en árið 1992
borgaði Sky sjónvarpsstöðin 320
milljónir punda fyrir réttinn. Bú-
ast má við harðri baráttu um
þennan feita bita enda hefur Sky
Sports að mestu byggt áskriftar-
sölu sína í kringum þessar út-
sendingar.
Les Ferdinand, framherji New-
castle, er markahæstur leikmanna
úrvalsdeildarinnar með 15 mörk.
Alan Shearer, Blackbum, hefur
skorað 13, Robbie Fowler, Liver-
pool, er með 11 mörk og Teddy
Sheringham, Tottenham, hefur
skorað 10.
Úrvalsdeildin
Úrslit
Aston Villa-Newcastle 1:1
1:0 Tommy Johnson (22.)
1:1 Les Ferdinand (58.)
Blackburn-N. Forest 7:0
1:0 Alan Shearer (20.)
2:0 Lars Bohinen (28.)
3:0 Alan Shearer (57.)
4:0 Alan Shearer (68.)
5:0 Lars Bohinen (76.)
6:0 Mike Newell (82.)
7:0 Graham Le Saux (89.)
Rautt spjald:
Steve Chettle, N. Forest (67.)
Bolton-West Ham 0:3
0:1 Ian Bishop (46.)
0:2 Tony Cottee (68.)
0:3 Williamson (89.)
Rautt spjald:
Mark Patterson, Bolton (64.)
Leeds-Chelsea 1:0
1:0 Tony Yeboah (80.)
Liverpool-Everton 1:2
0:1 Andrei Kanchelskis (53.)
0:2 Andrei Kanchelskis (69.)
1:2 Robbie Fowler (89.)
Man.Utd.-Southampton 4:1
1:0 Ryan Giggs (15. sek)
2:0 Ryan Giggs (4.)
3:0 Paul Scholes (8.)
4:0 Andy Cole (69.)
4:1 Neil Shipperley (85.)
Sheff. Wed.-Man. City 1:1
1:0 David Hirst (14./víti)
1:1 Steve Lomas (55.)
Tottenham-Arsenal 2:1
0:1 Dennis Bergkamp (14.)
1:1 Teddy Sheringham (30.)
2:1 Chris Armstrong (55.)
Wimbledon-Middlesbr. 0-0
QPR-Coventry 1:1
l:0SteveBarker (37.)
1:1 Dion Dublin (75.)
Staðan
Newcastle 14 112 131:10 35
Man. Utd. 13
Arsenal 13
AstonViIIa 13
Leeds 13
N. Forest 13
Liverpool 13
Middlcsbr. 13
Tottenham 13
Blackburn 14
WestHam 13
Chelsea 13
Everton 13
Sheff.Wed. 13
South.ton 13
QPR 13
Wimbledon 13
Bolton 13
Coventry 13
Man. City 13
9 2 2 27:13 29
7 3 3 17: 8 24
7 3318:10 24
73319:1424
6 6123:20 24
7 2 4 26:12 23
6 5 2 12: 7 23
64321:17 22
5 27 23:17 17
445 14:1616
44511:15 16
43615:1715
34610:1413
3 3 7 14:24 12
32811:2011
3 2816:2911
2 29 12:26 8
1 57 11:25 8
1 39 5:22 6