Dagur - 30.11.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 30.11.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 30. nóvember 1995 Kór Glerárkirkju og Barnakór Glerárkirkju á Akureyri halda nk. sunnudag, 3. desember, fyrsta sunnudag í aðventu, aðventutón- leika í Glerárkirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 16.30. Þetta er í annað skipti sem Kór Glerárkirkju held- ur tónleika á aðventunni en ætl- unin er að slíkir tónleikar verði framvegis árlegur viðburður. Á tónleikunum á sunnudag verða flutt aðventu- og jólalög frá ýmsum löndum, bæði vel og lítt þekkt. Nokkur laganna voru einnig á tónleikunum í fyrra en af nýjum lögum eru meðal annars nýjar radd- setningar eftir kórstjórann, Jóhann Baldvinsson. Þá syngur Bamakór nk. sunnudag Glerárkirkju einnig með í þrem lög- um. Síðar á aðventunni er ætlunin að fara með hluta efnisskrár tónleik- anna á sjúkrastofnanir og dvalar- heimili aldraðra á Akureyri og ná- grvnni og syngja fyrir þá sem þar dvelja. Eins og áður segir hefjast tón- leikamir kl. 16.30 á sunnudag og er aðgangur ókeypis. Efnisskrá tónleikanna er eftirfar- andi. Hátíð fer að höndum ein - íslenskt þjóðlag í raddsetningu Jóns Ásgeirssonar. Opin standa himins hlið - franskt jólalag. SIXTIES ALDURSTAKMARK 20 AR FLUORAN MÆTIR A SUÆOIÐ FOSTUDAGSKIfÖLD PALL OSKAR OG EMILÍANA TORRINI FJALLKQIMAN - OG ÞAÐ IXIYJASTA I DAG LAUGARDAGSKUOLD BÍTLAHLJÓMSUEITIN SIMTIES fjálGihhijíluvvi t ** baA \iorr\nr aA niantíi hm uvmacwow uerð kr. 2.400 með dansleik Það verður að panta borð fyrir jólahlaðborðið IVIiðaverð kr. 700 tilkl. 00.15 1.200 eftirkl. 00.15 Hugleiðing á jólaföstu - lag eftir Birgi Helgason. Jólasálmur - lag eftir Sibelius í raddsetningu Áskels Jónssonar. Betlehemsstjarnan - enskt þjóðlag. María syngur við Jesúbarnið - pólskt þjóðlag. Jólin, jólin alls staðar - lag eftir Per Asplin í raddsetningu Jóhanns Baldvinssonar. Hin fyrstu jól - lag Ingibjargar Þorbergs í radd- setningu Michaels J. Clarke. Siyahamba - afrískur Zúlúsöngur. Barnakór og Kór Glerár- kirkju sameiginlega Þrjú jólalög í syrpu - í samantekt og raddsetningu Jó- hanns Baldvinssonar. Nú Ijóma aftur Ijósin skær - lag Emmy Köhler í raddsetningu Jóhanns Baldvinssonar. Því fagna ég hvert jólakvöld - lag Peder Knudsen í raddsetningu Jóhanns Baldvinssonar. Kór Glerárkirkju Vér höldum jól - gamalt jólalag. Þú, himnabarn mitt -lag Karls Neuner. O, barnið litla - flæmskt jólalag. Þá nýfæddur Jesús - lag eftir W.J. Kirkpatrick. Bjart er yfir Betlehem - enskt lag frá 14. öld. Fögur er foldin - þjóðlag frá Schlesíu. Bókval og Café Karólína: Nýjar bækur kynntar á bókmenntakvöldi í kvöld Bókval og Café Karólína efna til bókmenntakvölds í Deiglunni á Akureyri í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Stefán Sigur- karlsson og Jón Hjaltason lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Bók Steinunnar nefnist „Hjarta- staður“, bók Stefáns „Hólma- nespistlar“ og bók Jóns „Falsar- inn og böðull hans“. Einnig lesa Steinunn Sigurðar- Steinunn Sigurðardóttir og Jón Hjaltason lesa m.a. úr verkum sín- um á bókmenntakvöldinu í kvöld. dóttir, Jón Laxdal og Þráinn Karlsson úr bókum Gyrðis Elías- sonar (Kvöld í ljóstuminum), Nínu Bjarkar Árnadóttur (Þriðja ástin), Sigurðar Pálssonar (Ljóð- línuskip) og Þórs Jónssonar (Ævi- minningar Sigurðar Demetz). Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Vert er að geta þess að gestum verður gefinn kostur á sér- stöku kynningartilboði á ofan- greindum bókum. Skátar setja ljós á leiði Eldri skátar sem starfandi eru innan St. Georgsgildisins á Ak- ureyri vinna um þessar mundir að uppsetningu ljósakrossa í kirkjugarðinum á Akureyri, sem þeir gera reyndar ævinlega fyrir jólin. Að sögn Péturs Torfasonar, gildismeistara, eru ljósakrossar settir á leiði eftir beiðnum frá að- standendum hinna látnu og segir hann að milli 1.400 og 1.500 krossar séu settir upp, það er á um fjórðung leiða í garðinum. Kveikt verður á krossunum í kringum 10. desember. Geta þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu haft sam- band í síma 462 1093 eða 462 2665 og tilkynnt það þar. Fyrir leiðalýsingu í ár eru greiddar 1.200 kr. Þá vilja skátamir biðja fólka að sýna sérstaka varkárni þegar það kveikir á friðarkertum í kirkjugarðinum þannig að krossar og leiðslur skemmist ekki. Þessi mynd af skátunum var tekin í kirkjugarðinum á Akureyri fyrir skömmu og sýnir hún þá Richard Þórólfsson, Pétur Torfa- son og Jón Tómasson við störf SÍn. Mynd: -sbs. Tæknifræðingar og verkfræðingar á Norðurlandi Muniö jólahlaÖboróiÖ í Laxdalshúsi föstudaginn 1. desember kl. 20. Stjórn NTFÍ. Kór Glerárkirkju og Barnakór Glerárkirkju: Þetta v i n s æ 1 a g ó ð a Pantanir í síma Aðventutónleikar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.