Dagur - 30.11.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 30.11.1995, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. hóvember 1995 - DAGUR - 15 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 17.00 Fréttir. 17.05 Leiðarljós. (Guiding Light) Banda- rískur myndaflokkur. Þýðandi: Anna Hin- riksdóttir. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Jóladagatal Sjónvarpsins. Á bað- kari til Betlehem. 1. þáttur: Engill í sama húsi. Hafliði og Stína ákveða að fara til Betlehem og færa Jesúbarninu afmælis- gjafir. Þau hafa ekki annað farartæki til- tækt en baðker sem er gætt þeirri náttúrú að geta flogið. Ferðalagið reynist þeim báðum lærdómsríkt því þau lenda í margs konar ævintýrum og hættum, gleði og sorgum á leið sinni til Jesúbarnsins. Þættirnir eru 24 og verða á dagskrá tvisv- ar á dag til jóla. Höfundar handrits eru Sigurður Valgeirsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson og tónlistin er eftir Sigurð Rúnar Jónsson. Leikarar eru Inga Hildur Haraldsdóttir, Kjartan Bjargmundsson og Sigrún Waage. Leikstjóri er Sigmundur Örn Arngrímsson og Kristín Björg Þor- steinsdóttir stjórnaði upptökum. 18.05 Ævintýrið um flónið og flugskip- ið. (We All Have Tales: The Fool and the Flying Ship) Bandarísk teiknimynd. Þýð- andi: Óskar Ingimarsson. Sögumaður: Árni Pétur Guðjónsson. 18.30 Fjör á fjölbraut. (Heartbreak High) Ástralskur myndaflokkur sem ger- ist meðal unglinga í framhaldsskóla. Þýð- andi: Kristmann Eiðsson. 19.20 Jóladagatal Sjónvarpsins - end- ursýning. 19.30 Dagsljós. 20.00 Fréttir og veður. 20.45 Dagsljós. Framhald. 21.10 Happ í hendi. Spurninga- og skaf- miðaleikur með þátttöku gesta í sjón- varpssal. Þrír keppendur eigast við í spurningaleik í hverjum þætti og geta unnið til glæsilegra verðlauna. Þættimir eru gerðir í samvinnu við Happaþrennu Háskóla íslands. Umsjónarmaður er Hemmi Gunn og honum til aðstoðar Unn- ur Steinsson. Stjórn upptöku: Egill Eð- varðsson. 21.50 Taggart - Útsendari kölska. (Taggart - Devil's Advocate) Skoskur sakamálaflokkur. Aðalhlutverk: James MacPherson, Blythe Duff og Colin McCredie. Seinni þættimir tveir verða sýndir á fimmtudags- og föstudagskvöld. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.45 Hrafninn flýgur. íslensk bíómynd frá 1984. Myndin gerist á miðöldum og segir frá ungum íra sem kemur til íslands að hefna foreldra sinna og leysa systur sína úr ánauð. Leikstjóri er Hrafn Gunn- laugsson og aðalhlutverk leika Helgi Skúlason, Jakob Þór Einarsson og Egill Ólafsson. Hrafn Gunnlaugsson hlaut sænsku leikstjóraverðlaunin, Gullbjöll- una, fyrir þessa mynd árið 1984. Síðast sýnd 1. des. 1990. 00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 09.00 Morgunsjónvarp barnanna. 10.45 Hlé. 14.25 Syrpan. Endursýndur frá fimmtu- degi. 14.50 Enska knattspyman. Bein út- sending frá leik Aston Villa og Arsenal í úrvalsdeildinni. Lýsing: Bjarni Felixson. 17.00 íþróttaþátturinn. Umsjón: Arnar Björnsson. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Jóladagatal Sjónvarpsins. Á bað- kari til Betlehem. 2. þáttur: Fljúgandi furðuhlutur Við skildum við Hafhða og Stínu þar sem þau hurfu inn um dyrnar hjá konunni sem lrktist engli. Það er dul- magnað andrúmsloft í íbúð hennar. 18.05 Ævintýri Tinna. Kolafarmurinn - Fyrri hluti. (Les aventures de Tintin) Franskur teiknimyndaflokkur um blaða- manninn knáa, Tinna, og hundinn hans, Tobba, sem rata í æsispennandi ævintýri um víða veröld. Þýðandi: Ólöf Pétursdótt- ir. Leikraddir: Felix Bergsson og Þor- steinn Bachmann. Áður á dagskrá 1993. 18.30 Flauel. í þættinum eru sýnd tón- listarmyndbönd úr ýmsum áttum. Um- sjón og dagskrárgerð: Arnar Jónasson og Reynir Lyngdal. 18.55 Strandverðir. (Baywatch V) Bandarískur myndaflokkur um ævintýri strandvarða í Kaliforníu. Aðalhlutverk: David Hasselhof, Pamela Anderson, Al- exandra Paul, David Charvet, Jeremy Jackson, Yasmine Bleeth og Jaason Simmons. Þýðandi: Ólafur B. Guðnason. 19.50 Jóladagatal Sjónvarpsins. Endur- sýning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Radíus. Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnússon bregða sér í ýmissa kvikinda líki í stuttum grínatrið- um byggðum á daglega lífinu og því sem efst er á baugi hverju sinni. Stjórn upp- töku: Sigurður Snæberg Jónsson. 21.05 Hasar á heimavelli. (Grace under Fire II) Ný syrpa í bandaríska gaman- myndaflokknum um Grace Kelly og hamaganginn á heimili hennar. Aðalhlut- verk: Brett Butler. Þýðandi: Þorsteinn Þórhallsson. 21.35 Kærleiksverk. (A Gift of Love) Bandarísk fjölskyldumynd frá 1994 gerð eftir sögu Judith Freeman um dauðvona sjúkling sem bíður þess að fá nýtt hjarta. Leikstjóri: Paul Bogart. Aðalhlutverk: Andy Griffith, Blair Brown og Will Friedle. Þýðandi: Ýrr Bertelsdóttir. 23.05 Saga þemunnar. (The Handmaid's Tale) Bandarísk bíómynd frá 1990 byggð á sögu eftir Margaret Atwood sem komið hefur út á íslensku. Leikstjóri er Volker Schlöndorff og aðalhlutverk leika Natasha Richardson, Robert Duvall og Faye Dunaway. Kvikmyndaeftirlit rikis- ins telur myndina ekki hæfa áhorf- endum yngri en 16 ára. 00.55 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 09.00 Morgunsjónvarp barnanna. 10.35 Morgunbió. Eylandið Ekkitil. (Is- land of Nevawuz) Bresk teiknimynd. Þýð- andi: Nanna Gunnarsdóttir. Leikraddir: Hjalti Rögnvaldsson, Vigdís Gunnarsdótt- ir og Þór Tulinius. 11.20 Hlé. 13.50 Ungir norrænir einleikarar. Píanótrió Kaupmannahafnar. Síðasti þátt- ur af fimm þar sem einleikarar frá Norð- urlöndum, sem hafa getið sér gott orð í heimalandi sínu, leika með hljómsveit, en einnig er rætt stuttlega við þá. (Nordvision). 14.20 Kvikmyndir í eina öld. Nýsjá- lenskar kvikmyndir. (100 Years of Cinema) Ný heimildarmyndaröð um sögu og þróun kvikmyndalistarinnar í ýmsum löndum. Þýðandi: Hafsteinn Þór Hilmars- son. 15.15 Mariah Carey á tónleikum. Bandaríska dægurlagasöngkonan Mariah Carey flytur nokkur laga sinna á tónleik- um í Madison Square Garden. 16.15 Jean-Claude Carriére. (South Bank Show: Jean-Claude Carriére) Bresk heimildarmynd um franska rithöfundinn Jean-Claude Carriére sem þekktastur er fyrir kvikmyndahandrit sín og samvinnu við leikstjórana Louis Malle, Milos For- man, Volker Schlöndorff, Andrzej Wajda, Jean-Paul Rappeneau og Louis Bunuel. Þýðandi: Örnólfur Árnason. 17.05 Aldarafmæli Menntaskólans i Reykjavík. Hinn 16. júni 1946 var haldið upp á það með glæsibrag að Menntaskól- inn hafði þá starfað í 100 ár. Þessi mynd fjallar um þau hátíðarhöld og er byggð á upptökum frá þeim tíma. Höfundur texta og þulur er Jón Múli Ámason. Áður á dagskrá 17. júní 1991. 17.40 Hugvekja. Flytjandi: Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross ís- lands. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Jóladagatal Sjónvarpsins: Á bað- kari til Betlehem. 3. þáttur: Illfyglið. Baðkerið er komið á loft með Hafliða og Stínu innanborðs. Nú kemur undarlegur fugl til sögunnar. Hvað skyldi hann vilja? Föstudagur kl. 22.45: Hrafninn flýgur Hrafninn flýgur er örlagasaga um blóöbönd og blóðhefndir í anda hinna fornu íslendinga- sagna. Tveir víkingakappar og fóstbræður, Þór og Eiríkur, flýja til íslands undan áþján Noregskonungs. Þeir fara í víking að feðranna sið og höggva mann og annan á ír- landsströndum. Meðal hinna írsku fórnarlamba er fjöl- skylda nokkur; faðir og móðir falla fyrir bröndum þeirra en dóttur þeirra tekur Eiríkur sér til fylgilags. Ungur sonur hinna ógæfusömu hjóna verð- ur vitni að aðförum kapp- anna. Þegar hann vex úr grasi heldur hann til heim- kynna ribbaldanna og leitar hefnda. Systir hans kemst á snoðir um fyrirætlan hans og stendur milli tveggja elda: fjölskylduheillar sinnar og hefndarskyldunnar við for- eldrana. Leikstjóri og hand- ritshöfundur er Hrafn Gunn- laugsson. 18.05 Stundin okkar. Umsjón: Felix Bergsson og Gunnar Helgason. Dagskrár- gerð: Ragnheiður Thorsteinsson. 18.30 Pila. Spurninga- og þrautaþáttur fyrir ungu kynslóðina. í Pílu mætast tveir bekkir 11 ára krakka og keppa í ýmsum þrautum og eiga kost á glæsilegum verð- launum. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Þórey Sigþórsdóttir. Dagskrárgerð: Guðrún Pálsdóttir. 19.00 Geimskipið Voyager. (Star Trek: Voyager) Bandarískur ævintýramynda- flokkur um margvísleg ævintýri sem ger- ast í fyrstu ferð geimskipsins Voyagers. Aðalhlutverk: Kate Mulgrew, Robert Beltran og Jennifer Lien. Þýðandi: Karl Jósafatsson. 19.50 Jóladagatal Sjónvarpsins - end- ursýning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Ertu sannur? Stuttmynd um ungt fólk á ferðalagi og dularfullan einsetu- mann sem á vegi þess verður. Myndin var valin til sýninga á stuttmyndahátíð- inni Nordisk panorama. Handrit: Jóakim Hlynur Reynisson og Lýður Árnason. Framleiðandi: í einni sæng. 21.10 Glermærin. (Glass Virgin) Bresk framhaldsmynd byggð á sögu eftir Cat- herine Cookson. Myndin gerist á síðari hluta 19. aldar og segir frá ungri stúlku, sem elst upp við mikið ríkidæmi, en kemst að því þegar hún er orðin gjaf- vaxta að faðir hennar er ekki allur þar sem hann er séður. Leikstjóri er Sarah Hellings og aðalhlutverk leika Nigel Ha- vers, Emily Mortimer, Brendan Coyle og Christine Kavanagh. Þýðandi: Kristrún Þórðardóttir. 22.05 Helgarsportið. 22.25 Sandra, svona er lífið. (Sandra, c'est la vie) Frönsk bíómynd um þroska- heftu unglingsstúlkuna Söndru sem þarf að yfirgefa hælið sem hún hefur dvahst á og fara til móður sinnar en hún á í erfið- leikum með að taka við henni. Leikstjóri er Dominique Othenin-Girard og aðal- hlutverk leika Lisa Fusco, Imogen Stubbs og Jean-Phihppe Ecoffey. Þýðandi: Þor- steinn Helgason. 23.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sunnudagur kl. 20.35: Ertu sannur? íslenska sjónvarpsmyndin Ertu sannur? er stutt gaman- mynd sem segir frá ungu pari sem kemur á afskekktan bæ undir Jökli þar sem það rekst á mjög svo dularfullan ein- setumann hallan undir kenn- ingar nýaldarsinna. Unga fólkinu þykir lífsmáti og háttalag hans allt hið kostu- legasta en á einni nóttu breytir hann heimsmynd þeirra og hefur óvænt áhrif á líf þeirra beggja. Myndin var valin til sýninga á stutt- myndahátíðinni Nordisk pan- orama. Handritshöfundar og leikstjórar eru Jóakim Hlynur Reynisson og Lýður Árnason, sem samdi jafnframt tónlist- ina ásamt írisi Sveinsdóttur. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 16.35 Helgarsportið. Endursýndur þátt- ur frá sunnudagskvöldi. 17.00 Fréttir. 17.05 Leiðarljós. (Guiding Light) Banda- rískur myndaflokkur. Þýðandi: Anna Hin- riksdóttir. ' 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Jóladagatal Sjónvarpsins: Á bað- kari til Betlehem. 4. þáttur: Hrúturinn óg- urlegi. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi, Þeg- ar lent er í mjúku heyi hlýtur fjárhúsið að vera skammt undan. 18.05 Þytur i laufi. (Wind in the Willows) Breskur brúðumyndaflokkur eftir frægu ævintýri Kenneths Grahames. Þýðandi: Ólafur B. Guðnason. Leikraddir: Ari Matt- híasson og Þorsteinn Bachmann. 18.30 Fjölskyldan á Fiðrildaey. (Butterfly Island) Ástralskur myndaflokk- ur um ævintýri nokkurra bama í Suður- höfum. Þýðandi: Ýrr Bertelsdóttir. 18.55 Kyndugir klerkar. (Father Ted Crilly) Breskur myndaflokkur í léttum dúr um þrjá skringilega klerka og ráðskonu þeirra á eyju undan vesturströnd írlands. Þýðandi: Ólafur B. Guðnason. 19.20 Jóladagatal Sjónvarpsins • end- ursýning. 19.30 Dagsljós. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Dagsljós. Framhald. 21.00 Einkalíf plantna. 4. Keppni um lífsgæði. (The Private Life of Plants) Breskur heimildarmyndaflokkur um jurta- rlkið og undur þess eftir hinn kunna sjón- varpsmann David Attenborough. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 22.00 Hugur og hjarta. (Hearts and Minds) Breskur myndaflokkur um um ný- útskrifaðan kennara sem ræður sig til starfa í gagnfræðaskóla í Liverpool. Leik- stjóri: Stephen Whittaker. Aðalhlutverk: Christopher Eccleston, David Harewood og Lynda Steadman. Þýðandi: Guðni Kol- beinsson. 23.00 Ellefufréttir og Evrópubolti. 23.20 Dagskrárlok. ViDin if m a r*im c npopniiDPD PKIÐJUDAGUR S« DESEMBEH 13.30 Alþingi. Bein útsending frá þing- fundi. 17.00 Fréttir. 17.05 Leiðarljós. (Guiding Light) Banda- rískur myndaflokkur. Þýðandi: Reynir Harðarson. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Jóladagatal Sjónvarpsins: Á bað- kari til Betlehem. 5. þáttur: ísbirnan Ólafía Hafliði taldi sig vita hvernig ætti að stýra í suður. Eitthvað hefur þó farið úrskeiðis því það kólnar stöðugt. 18.05 Gönguferð og veiðiferð. Tvö litil ævintýri. 18.25 Píla. Endursýndur þáttur frá sunnudegi. 18.50 Bert. Sænskur myndaflokkur gerð- ur eftir víðfrægum bókum Anders Jacob- sons og Sörens Olssons sem komið hafa út á íslensku. Þýðandi: Edda Kristjáns- dóttir. 19.20 Jóladagatal Sjónvarpsins - end- ursýning. 19.30 Dagsljós. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Dagsljós. Framhald. 21.00 Staupasteinn. (Cheers X) Banda- rískur gamanmyndaflokkur. Aðalhlut- verk: Ted Danson og Kirstie Alley. Þýð- andi: Guðni Kolbeinsson. 21.25 Ó. í þættinum verður m.a. fjallað um próflestur og námstækni. Umsjónar- menn eru Dóra Takefusa og Markús Þór Andrésson, Ásdís Ólsen er ritstjóri og Steinþór Birgisson sér um dagskrárgerð. 21.50 Derrick. Þýskur sakamálaflokkur um Derrick, rannsóknarlögreglumann í Miinchen, og ævintýri hans. Aðalhlut- verk: Horst Tappert. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 13.30 Alþingi. Bein útsending frá þing- fundi. 17.00 Fréttir. 17.05 Leiðarljós. (Guiding Light) Banda- rískur myndaflokkur. Þýðandi: Ýrr Bert- elsdóttir. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Jóladagatal Sjónvarpsins: Á bað- kari til Betlehem. 6. þáttur: Hvað kostar vel upp alið barn? Við skildum við Hafliða og Stínu þar sem þau stefndu í birtuna miklu sem þau telja stafa frá Betlehem. Hvað tekur nú við?. 18.05 Myndasafnið. Endursýndar mynd- ir úr morgunsjónvarpi bamanna. 18.30 Sómi kafteinn. (Captain Zed and the Z-Zone) Bandarískur teiknimynda- flokkur. Þýðandi: Ingólfur Kristjánsson. Leikraddir: Hilmir Snær Guðnason og Þór- dís Arnljótsdóttir. 18.55 Úr ríki náttúrunnar. Vísindaspeg- illinn - 4. Vísindaleg hugsun. (The Sci- ence Show) Fransk/kanadískur fræðslu- myndaflokkur. Þýðandi: Jón O. Edwald. Þulur: Ragnheiður Clausen. 19.20 Jóladagatal Sjónvarpsins - end- ursýning. 19.30 Dagsljós. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Dagsljós. Framhald. 20.45 Vikingalottó. 20.55 Þeytingur. Blandaður skemmti- þáttur úr byggðum utan borgarmarka. Að þessu sinni sjá Borgnesingar um að skemmta landsmönnum. Stjómandi er Gestur Einar Jónasson og dagskrárgerð er í höndum Björns Emilssonar. 21.50 Lansinn. (Riget) Danskur mynda- flokkur eftir Lars von Trier. Þetta er nú- tíma-draugasaga sem gerist á Landspít- ala Dana. Bamsgrátur berst frá lyftuhús- inu og reynist koma úr barka löngu lát- innar stúlku sem finnur ekki frið í gröf sinni. Klukkan 15.00 sunnudaginn 10. desember verður sýnd heimildarmynd um gerð þáttanna. Aðalhlutverk: Kirsten Rolffes, Jens Okking, Ernst Hugo Járegárd, Ghitta Nörby og Soren Pilmark. Þýðandi: Jón O. Edwald. (Nordvision). 23.00 EUefufréttii. 23.15 Einn-x-tveir. í þættinum er sýnt úr leikjum síðustu umferðar í ensku knatt- spyrnunni, sagðar fréttir af fótboltaköpp- um og einnig spá giskari vikunnar og íþróttafréttamaður í leiki komandi helgar. 23.50 Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 10.30 Alþingi. Bein útsending frá þing- fundi. 16.25 Einn-x-tveir. Endursýndur þáttur frá miðvikudagskvöldi. 17.00 Fréttir. 17.05 Leiðarljós. (Guiding Light) Banda- rískur myndaflokkur. Þýðandi:Hafsteinn Þór Hilmarsson. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Jóladagatal Sjónvarpsins: Á bað- kari til Betlehem. 7. þáttur: Draugagang- ur í dúkkuhúsi. Hafliði og Stína em búin að týna flugkerinu. í þessum þætti kemur í ljós hver er valdur að hvarfinu. 18.05 Stundin okkar. Endursýndur þátt- ur frá sunnudegi. 18.30 Ferðaleiðir. Við ystu sjónarrönd - Sri Lanka. (On the Horizon) í þessari þáttaröð er htast um viða í veröldinni, aht frá snævi þöktum fjöllum ítahu til smá- þorpa í Indónesíu, og fjahað um sögu og menningu hvers staðar. Þýðandi og þul- ur: Gylfi Pálsson. 18.55 Hvutti. (Woof VII) Breskur mynda- flokkur fyrir böm og unghnga. Þýðandi: Anna Hinriksdóttir. 19.20 Jóladagatal Sjónvarpsins - end- ursýning. 19.30 Dagsljós. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Dagsljós. Framhald. 21.00 Syrpan. Svipmyndir af íþrótta- mönnum innan vahar og utan, hér heima og erlendis. Umsjón: Arnar Bjömsson. 21.35 Ráðgátur. (The X-Files) Bandarisk- ur myndaflokkur. Bilun verður í vélmenni sem sérhannað er til eldfjaharannsókna og fram koma vísbendingar um að áður óþekkt lífsform þrífist í eldfjahahehum. Rannsóknarmaður lætur lifið og óþekkta lífveran virðist eiga sök á láti hans. Fox og Dana em send á vettvang til að upp- lýsa málið áður en fleiri faUa í vahnn. Að- alhlutverk: David Duchovny og GiUian Anderson. Þýðandi: Gunnar Þorsteins- son. Atriði í þættinum kunna að vekja óhug barna. 22.25 Roseanne. Bandarískur gaman- myndaflokkur með Roseanne Barr og. John Goodman í aðalhlutverkum. Þýð- andi: Þrándur Thoroddsen. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Föstudagur kl. 18.00: Jóladagatal Sjónvarpsins Frá 1. desember og til jóla verður jóladagatalið í Sjón- varpinu eins og verið hefur á síðustu árum og verða þætt- irnir sýndir tvisvar hvern dag. Endursýnt verður dagatalið frá 1990, Á baðkari til Betle- hem, eftir þá Sigurð Val- geirsson og Svein- björn I. Baldvins- son. Þar segir frá tveimur sjö ára börnum, Haf- liða og Stínu, sem ákveða að fara til Betle- hem og færa Jesúbarninu af- mælisgjafir. Þau hafa ekki annað farartæki tiltækt en baðker sem er gætt þeirri náttúru að geta flogið. Ferðalagið reynist þeim báð- um lærdómsríkt því þau lenda í margs konar ævintýrum og hættum, gleði og sorgum á leið sinni til Jesúbarnsins. Þættirnir eru 24 og verða á dagskrá tvisvar á dag til jóla. Tónlistin er eftir Sigurð Rúnar Jóns- son. Leikarar eru Inga Hildur Har- aldsdóttir, Kjartan Bjarg- mundsson og Sigrún Waage. Leikstjóri er Sigmundur Örn Aingrímsson og Kristín Björg Þor- steinsdóttir stjóm- aði upptökum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.