Dagur - 09.12.1995, Side 7

Dagur - 09.12.1995, Side 7
Laugardagur 9. desember 1995 - DAGUR - 7 Ákveðin hugsun bak við hvert verk - segir Fanney Hauksdóttir, arkitekt Hún er ung kona á uppleiö. Ein af þeim sem hefur valið menntaveginn og átt því láni aö fagna að geta starfaö viö sitt fag. Fanney Hauksdóttir er arki- tekt á Akureyri og hefur hlotiö nokkra athygli fyrir húsin sem hún hefur teiknaö. Hún er ekki sú eina í sinni fjölskyldu sem hefur vit á húsum því faÖir hennar, Haukur Haraldsson, er tæknifræðingur og Anna Mar- grét systir hennar er líka arkitekt. Saman eiga þau og reka Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks. Teiknistofa þeirra feðgina hefur teiknað hús víða á Norðurlandi og meðal þeirra bygginga sem Fann- ey hefur hannað eru Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju, Lindar- síðu 2 og 4, sem eru íbúðir fyrir aldraða og eru staðsettar á Akur- eyri, Pedróhúsið, Sundlaugin á Dalvík og eins hefur hún teiknað viðbyggingu við Ólafsfjarðar- kirkju. Verkin eru auðvitað miklu fleiri og of langt mál að telja öll upp hér. Það vekur hins vegar at- hygli blaðamanns að þau hús sem hér hafa verið nefnd gegna ólíkum hlutverkum og því þótti forvitni- legt að vita hvemig hús Fanneyju þyki skemmtilegast að vinna að. „Allt er þetta jafn spennandi. Mér finnst erfitt að gera upp á milli verkefna og þykir eiginlega jafn- vænt um þau öll.“ Fanney segir mikilvægt að kynna sér aðstæður áður en hafist er handa við að hanna nýja bygg- ingu. „Eg reyni alltaf að vinna út frá staðháttum og hlutverki húss- ins. Reyni að láta húsið fá ein- kenni sem segja eitthvað til um hvað í því er.“ Fyrsta húsið sem hún teiknaði er Safnaðarheimilið en þá var hún enn í námi. Þar segir hún staðhætti hafa ráðið mestu um hvemig byggingin varð en húsið þurfti að grafa inn í hæð. íbúðir aldraða við Lindarsíðu nefnir hún sem dæmi um verkefni þar sem hlutverk húsanna var henni ofar- lega í huga þegar hún teiknaði þau. „Mér finnst ákveðinn virðu- leiki fylgja því að vera gamall og líka þörf fyrir að hafa samskipti við annað fólk og ég gekk út frá þessu tvennu. Ég reyndi að gera húsin virðuleg og glæsileg og inn í húsunum er miðja sem gengur í gegnum allar hæðimar. Fólk er þarna að spjalla og kemur saman í þessu miðrými og ég held að þetta virki ágætlega.“ Turninn hennar einkenni „Ég reyni alltaf að setja mig inn í verkefni þannig að bak við hvert verk sé ákveðin hugsun," segir Fanney og nefndir til fleiri dæmi um hvemig hlutverk húss hafi haft áhrif á hönnunina. „Teiknistofan hannaði verkstæði og skrifstofu- byggingu á Siglufirði fyrir RARIK og þar reyndum við að láta kar- aketer hússins segja til um starf- semina. Þetta var í iðnaðarhverfi og við gerðum einfalda byggingu sem var verkstæðið og lagerinn. Síðan tengist þessu bogalagaður veggur, klæddur áli, þar sem er skrifstofurými. Veggurinn er eins og bylgja sem á að tákna rafmagn- ið. RARIK er eigandi hitaveitunn- ar á Siglufirði og bogaveggurinn minnir líka á hitaveitugeyma. Fomiið gefur þannig til kynna hvaða starfsemi fer fram í húsinu." - Mörg þeirra húsa sem þú hef- ur teiknað em með turni? „Já, hann er orðinn ákveðið einkenni hjá mér,“ viðurkennir Fanney. „Á Akureyri er þó hefð fyrir tumum. Ef skoðaðar eru gamlar ntyndir t.d. af Hótel Akur- eyri og Hótel Oddeyri, sjást að þar eru turnar og mörg gömul hús í bænum eru með tuma.“ Húsið hennar Fanneyjar er byggt á klöpp í götu sem heitir Hrafnabjörg og útsýnið er með því besta sem gerist á Akureyri; Poll- urinn og fjöllinn blasa við þegar litið er út. Á húsinu, sem hún teiknaði sjálf, eru tveir tumar og segir hún að ekki hafi komið ann- að til greina en að hafa tuma til að ná öllu útsýninu. „Ég vildi alls ekki byggja stórt því það er dýrt en með því að hafa þessa tuma þarf í rauninni ekki svo mikið rými því það virkar svo vítt til veggja.“ Vinnum vel saman Eins og áður segir er Fanney ekki eini arkitektinn í fjölskyldunni því systir hennar, Anna Margrét, er líka arkitekt og pabbi hennar er tæknifræðingur. Á teiknistofunni eru auk þeirra þriggja einn verk- fræðingur og tækniteiknari og seg- ir Fanney að mjög gott sé að arki- tektar og verkfræðingar vinni á sama stað því þá verði samvinnan nánari. „Á þennan hátt er hægt að bjóða upp á skjótari og betri þjón- ustu, sem ætti að vera hagkvæm- ara fyrir viðskiptavininn." Þær systur vinna mikið saman og Fanney segir að milli þeirra sé Fanney Hauksdóttir, arkitekt: „Mér finnst erfitt að gera upp á milli verkanna og þykir eiginlega jafnvænt um þau öll." Myndir: BG Hús viö Lindarsíöu á Akur- eyri, þar sem eru íbúÖir fyrir aldraða. Fanney segir aö sér þyki ákveðinn viröuleiki fylgja því aÖ vera gamall og því hafi hún reynt aö gera húsin viröuleg og glæsileg. góð samvinna fremur en að þær séu í samkeppni hvor við aðra. Nýlega unnu þær einmitt sam- keppni á vegum húsnæðisnefndar Akureyrarbæjar og eru núna að skipuleggja hverfi við Snægil, sem er í Giljahverfi á Akureyri. „Þar stendur til að byggja 72 íbúðir og þarna fórum við nýjar leiðir í fjöl- býlishúsabyggingum,“ segir hún. Fjölbýlishúsin í nýja hverfinu verða í litlum einingum, húsin verða á tveimur hæðum og fjórar íbúðir í hverju. Þau koma til með að standa við litlar götur og mynda þannig þyrpingar. Fanney vill meina að lítil fjölbýlishús eins og þessi séu þróun í átt að því hvemig fólk vilji búa. „Þessar stóru blokk- ir henta síður fjölskyldufólki," segir hún og telur að nýja hverfið ætti að geta orðið mjög skemmti- legt. Kostnaður alltaf í lágmarki Leiðin frá því að hús sé einungis hugmynd í höfði arkitektsins og þar til húsið stendur fullbúið og tilbúið til notkunar er lengri en margan grunar. Fanney segir þó að þetta ferli geti tekið mjög mislang- an tíma. „Ég byrja alltaf á að skoða aðstæður, athuga hvemig lóðin er og umhverfið í kring. Ef um stærri byggingar er að ræða er gott að fara og skoða sambærileg- ar byggingar annars staðar. Þegar við teiknuðum sundlaugina á Dal- vík kynntum við okkur t.d. sund- laugar víða um land. Síðan er verkið unnið í samvinnu við kaup- andann. Yfirleitt sest ég ekki strax niður og teikna heldur reyni ég að setja mig inn í verkið og sjá það fyrir mér. Síðan fæðist hugmynd sem maður teiknar. Tíntinn sem við fáum er auðvitað misjafn og stundum fæðist líka hugntynd strax. En að miklu leyti byggist þetta upp á góðu hugmyndaflugi og þekkingu.“ Fanney segist ekki gera upp á milli hins listræna þáttar og þess tæknilega því báðir séu mjög mik- ilvægir. „Hlutimir verða að ganga upp bæði tæknilega, hugmynda- fræðilega og kostnaðarlega,“ segir hún og leggur áherslu á að kostn- aður megi ekki verða of mikill, heldur verði hann að vera í sam- ræmi við það sem óskað er eftir. „Við höfum haft það að markmiði að gera glæsileg og hagkvæm hús, sem em skemmtileg fyrir augað, en að kostnaðurinn sé alltaf í lág- marki. Hver feimetri í húsi er ótrú- lega dýr og því skiptir mestu að nýta plássið og ég held að okkur hafi gengið ágætlega að gera það.“ Fylgja verkefnum eftir Hiutverki arkitektsins er ekki lokið þó búið sé að teikna húsið. Bygg- ingunum þarf að fylgja eftir og hafa eftirlit með því sem gert er. „Ef við vinnum fyrir opinbera að- ila fylgjum við líka oft eftir með hönnum innréttinga, lóða, vali á húsgögnum og fleira. Þegar um einkaaðila er að ræða er misjafn hvað þeir láta okkur gera rnikið en við höfum alltaf eftirlit, fylgjumst með og leysum málin ef eitthvað kemur upp á.“ - Hvað með byggingarstíl á ís- landi, hefur hann breyst? „Það er alltaf einhver þróun. Stíllinn er orðinn frjálslegri og hægt að leyfa sér fleira. Nú er meira unt menntað fólk, efni er vandaðra og meiri kröfur eru gerð- ar og því hefur orðið framför," segir Fanney. Munurinn á íslandi og öðrum löndum finnst henni vera að Islendingar séu ekki hræddir við að prófa eitthvað nýtt. „Almennt finnst mér að bygging- arlistin sé hefðbundnari erlendis." AI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.