Dagur - 09.12.1995, Side 17

Dagur - 09.12.1995, Side 17
Laugardagur 9. desember 1995 - DAGUR - 17 Sváfum stundum úti í hlöðu - gripið niður í frásögn Ingibjargar Hjartardóttur frá Tjörn í bókinni „Betri helmingurinn“ Mænuveikin skiidi okkur að f bókinni „Betri helmingurinn“ sem Skjaldborg hefur gefið út er að finna viðtal við Ingibjörgu Hjartardóttur frá Tjöm í Svarfað- ardal, eiginkonu Ragnars Stefáns- sonar, jarðskjálftafræðings. Ingi- björg er tvíburi og kemur úr hópi sjö systkina þannig að heimilið var stórt. í eftirfarandi kafla talar Ingibjörg um fjölskylduböndin og bernskuárin á Tjöm. „Við vomm orðnar tæplega þriggja ára þegar Sigrún systir mín fékk mænuveikina sem þá gekk um dalinn og reyndar landið allt. Svo vill til að lítið og í sjálfu sér einskisvert atvik varð til þess að í mörg ár átti ég ákveðna skýr- ingu á veikindum tvíburasystur minnar. Um það bil sem Sigrún veiktist var verið að baða okkur systumar. Steinunn var á fyrsta ári en þó nógu gömul til að brölta eitthvað um. Ekki man ég ná- kvæmlega hversu mikið. Það man ég hins vegar enn í dag að þegar Sigrún var í balanum datt Stein- unn ofan í og úr þessu varð mikill grátur. Amma tók Steinunni upp úr og huggaði hana. Þannig sé ég þessa minningu fyrir mér. Það kom svo í ljós að Sigrún var orðin veik af mænuveikinni og ég hélt lengi að hún hefði veikst vegna þess að Steinunn datt ofan á hana. Sigrún var flutt á sjúkrahús og þaðan í endurhæfingu. Hún var auðvitað ekki að heiman allan þennan tíma en í minningunni er það samt svo að ég man varla eftir henni næstu þrjú árin og ríflega það. Við vorum orðnar sex ára þegar við urðum aftur óskiljanleg- ar eins og tvíburasystur eiga að vera. Auðvitað man ég eftir því þegar hún kom heim. Ég fylltist óskaplegri tilhlökkun í hvert sinn sem það stóð til. En í rúm þrjú ár var ég lengst af bara ég, án tví- burasystur. Ég man til dæmis eftir því þeg- aí ég varð fimm ára. Ég held að það sé í fyrsta sinn sem ég man eftir afmælinu mínu. Þá var ég ein. Ég fékk í afmælisgjöf gular hjólbörur fullar af garðyrkjuverk- færum. Þetta voru litlar leikfanga- hjólbörur úr plasti, sem þá voru að koma á markaðinn. Mér er þessi afmælisgjöf minnisstæð vegna þess að pabbi sýndi mér nákvæm- lega hvernig ætti að nota öll þau verkfæri sem í hjólbörunum voru. Ég hef einstaka sinnum leitt hugann að því hvort þetta aðskiln- aðartímabil sé orsök þess að milli okkar tvíburanna þróaðist ekkert yfimáttúrulegt samband eins og mér skilst að gerist oft. Raunar finnst mömmu við vera mjög ólík- ar í lundemi. Hún hefur velt því mikið fyrir sér hvort þessi aðskiln- aður sé orsökin. Ég hygg þó að staðreyndin sé sú að tvíburar eru oft mjög ólíkir í sér, jafnt þótt ein- eggja séu, eins og við. Rannsóknir hafa til dæmis leitt í ljós að iðu- lega verður annar tvíburinn leið- andi og stjómar hinum. Engu að síður er samband mitt við Sigrúnu nánara en sambandið milli mín og annarra systkina minna. Skýringin gæti þó einfaldlega verið sú að í ellefu ár, frá því við vorum sex ára til sautján ára aldurs, vorum við sífellt saman. Við sváfum í sama herbergi bæði heima og í skólanum og það var fátt sem við gerðum hvor í sínu lagi. Litla systir í uppeldishlutverkinu I þessum stóra systkinahópi ól- umst við upp. Eftir á að hyggja held ég að við höfum verið mjög hamingjusöm fjölskylda. Við syst- kinin lékum okkur saman og stundum auðvitað við krakka á næstu bæjum. Um aðra leikfélaga var sjaldnast að ræða nema reynd- ar frændsystkini okkar í báðar ætt- ir sem ég held að flest hafi verið í sveit heima um langan eða skamman tíma. Við gátum leikið okkur saman vegna þess hve stutt var á milli okkar. I minningu minni skiptist systkinahópurinn þó í tvennt. Kristján og Hjörleifur mynda tvennd út af fyrir sig en við fimm eldri systkinin erum hins vegar í hóp saman. Steinunn sem er rúmum tveim- ur árum yngri en við tvíburamir tók snemma að sér eins konar uppeldishlutverk gagnvart okkur. Hún hafði strax á unga aldri miklu ríkari ábyrgðartilfinningu en við og var allt öðruvísi skapi farin. Ég hygg að við höfum verið í kring- um tíu ára og hún átta, þegar hún var farin að ráðskast með okkur, skipa okkur að hjálpa til við upp- vask eða tiltekt. Og við hlýddum. Það er til marks um þennan mun sem var óneitanlega á skapgerð okkar og háttemi, annars vegar Jólagallerí myndlistarnema Myndlistamemar í Myndlistaskól- anum á Akureyri hafa opið svo- kallað jólagallerí myndlistamema á laugardögum og sunnudögum í desember kl. 14-17 og einnig verður opið 21. og 22. desember nk. Myndlistamemar bjóða upp á handunnar jólagjafir og er flóra þeirra Iitrík og fjölbreytt. Meðfylgjandi mynd var tekin í jólagalleríinu sl. laugardag. Mynd: BG Fjölskyldan á Tjörn. Hjörtur og Sigríður með börnin sjö. Þórarinn, föðurafi Ingibjargar, er lengst til vinstri og lengst til hægri er Ingibjörg systir hans. Hún var oft gestkomandi á Tjörn. Ingibjörg Hjartardóttir. okkar tvíburanna og Steinunnar hins vegar, að þegar við voru allar þrjár komnar á unglingsár, út- skýrði einhver piltur áhuga sinn á Steinunni, fyrir henni sjálfri, með þessum orðum: „Ég skal segja þér það, Steinunn, að þú ert lang- snyrtilegust af ykkur Tjamarsystr- unum.“ Bemskuheimili mitt var fjöl- mennt. „Kjarnafjölskyldarí' ein taldi níu manns. Það orð hafði þó ekki verið fundið upp á þessum tíma. Auk kjamafjölskyldunnar bjuggu föðurforeldrar mínir, Þór- arinn Kr. Eldjám og Sigrún Sigur- hjartardóttir, uppi á lofti, og til viðbótar vom svo lengst af vinnu- menn og vinnukonur á heimilinu. Bæði pabbi og mamma höfðu mikið að gera, mamma með öll þessi böm og pabbi vann talsvert utan heimilisins. Enn má svo bæta því við að systkinaböm beggja foreldra minna voru send „í sveit" að Tjöm yfir sumarið. Stundum var svo margt fólk á Tjöm að það þurfti að borða í tvennu lagi. Það var lengi eitt aðalstarf okkar systr- anna að þvo upp eftir máltíðir. Það er til marks um fólksfjöldann þegar flest var að sumarlagi að fyrir kom þegar við vomm loksins búnar að þvo upp eftir hádegis- mat, að kominn væri tími til að leggja á borð fyrir kaffi. Þegar gestir bættust við eins og oft gerðist að sumarlagi sváfum við systkinin í svefnpokunum, stundum úti í hlöðu, stundum í tjaldi. Ég man vel þá lilfinningu að vakna í hlöðunni við kaldan súg að neðan. Þetta gerðist seinni part sumars þegar hey var komið í hlöðuna. Þá var pabbi kominn á fætur, búinn að setja súgþurrkun- ina í gang og byrjaður á fjósverk- unum. Sigrún, amma mín, dó þegar ég var sjö ára. Það var hún sem kenndi okkur að syngja. Það var eins og fyrirfram ákveðin kennslustund. Við söfnuðumst saman í eldhúsinu á efri hæðinni og sungum. Hún kenndi okkur líka bænir. Foreldrar mínir kenndu okkur ekki bænir. Þau létu gamla fólkinu það eftir. Ég sé það enn fyrir mér þegar amma var að kenna okkur kvæðið „Gimbillinn mælti og grét við stekkinn." Við systkinin grétum okkur í svefn út af þessu sorglega kvæði. Sjálf setti ég mig í spor lambsins og hljóp í huganum grátandi fram og aftur um túnið. Lengi býr að fyrstu gerð Ég held að foreldrar mínir hafi verið mjög heppilegir uppalendur fyrir okkur systkinin. Þó að ég sé þeirrar skoðunar að börn ali sig að mestu leyti sjálf upp gera þau það ekki úr engu. Frá foreldrunum eða uppalendunum fá þau efniviðinn. Við skynjum lífið og sjáum umhverfi okkar eins og okkur er sýnt það. Hjá foreldrum mínum fór saman ástúð, vinsemd og gagnkvæm virðing bæði innbyrðis milli þeirra en líka gagnvart okkur bömunum. Og yfirbragðið var alltaf létt. Það var aldrei djúpt á kímninni. Einu sinni minnist ég þess að við vorum öll í einhvers konar leik og höfðum raðað okkur upp frammi á gangi. Mamma kom fram í ganginn og sá okkur standa þama. - Á ég virklega öll þessi börn? spurði hún. Svo taldi hún okkur og fékk töluna sjö. Hún kallaði á pabba og hann taldi líka. - Jú, sagði pabbi. Mér telst til að þau séu sjö. Eigum við ekki einmitt sjö böm? Það hljóta þá að vera þessi. Ég .var strax á bamsaldri hreyk- in og stolt af foreldrum mínum fyrir þær sakir hversu ágætis manneskjur þau eru. Við systkinin áttum því láni að fagna að alast upp á sérstaklega góðu heimili þar STANGA- VEIÐIMENN Sala veiðileyfa í Svalbarðsá í Þistilfirði er hafin. Verð á veiðileyfum frá 9.600,- með veiðihúsi. 2 til 3 stangir og eru þær seldar saman. Upplýsingar gefur Jörundur Markússon, sfmi 567 4482, fax 567 4480. sem ríkti ætíð góður andi. Aldrei heyrði ég foreldra mína tala illa um annað fólk. Foreldrar okkar umgengust okkur systkinin, böm- in sín, eins og vini sína. Fjölskyld- an var eins og einn stór vinahópur og pabbi og mamma fundu sér gjaman einhver tómstundavið- fangsefni sem við gátum tekið þátt í líka. Fjallgöngumar sem fjöl- skyldan fór eru mér í fersku minni. Pabbi og mamma virtu skoðan- ir okkar, langanir og lífssýn þótt þau legðu jafnframt fram skoðanir sínar. Þau komu oft fremur fram við okkur sem fullorðið fólk en sem einhverja hálfgerða óvita. Þau gáfu sér líka alltaf tíma til að sinna okkur þrátt fyrir mikið ann- ríki á stundum. Ég nefni sem dæmi að þegar pabbi kom úr fjós- inu á morgnana var langt morgun- kaffi og rneðan setið var undir borðum var lesin framhaldssaga eða jafnvel áhugaverðar greinar úr blöðum og tímaritum. Þetta var á sinn hátt hátíðisstund fjölskyld- unnar. Það var líka mikið sungið á heimilinu og öll spiluðum við á hljóðfæri. Enn í dag erum við mjög sam- stæður hópur, öll þessi stórfjöl- skylda. Ef tekið er mið af jafn- öldrum okkar, giftumst við syst- kinin fremur seint. Það hefur stundum hvarflað að mér að skýr- ingin sé sú að við höfðum enga sérstaka þörf fyrir að stofna eigið heimili. Við þurftum ekki að rjúka til og stofna eigin fjölskyldu til þess að „flýja“ bemskuheimilið. Þvert á móti héldum við í bemskuheimilið og komum heim jafn oft og kostur var í mörg ár eftir að við vorum í rauninni flutt að heiman og gemm enn.“ Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 11. desember 1995 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Jakob Björnsson og Heimir Ingimarsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er462 1000. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.