Dagur - 09.12.1995, Blaðsíða 21

Dagur - 09.12.1995, Blaðsíða 21
Laugardagur 9. desember 1995 - DAGUR - 21 POPP MACNUS ÚEIR ÚUÐMUNDSSON Önnur plata Orra Harðarssonar: Stór og djúpur draumur Það er ekki ofsögum sagt að Orri Harðarsson, þá rétt tvítugur, hafi vakið mikla athygli árið 1993 þeg- ar hann kom fram á sjónarsviðið með fyrstu plötuna sína, Drög að heimkomu. Var þar á ferðinni ein- staklega þroskað byrjendaverk, uppfullt af fallegum melódíum, sem jafnvel sumum þóttu hrein- lega vera of góðar hjá nýgræðingi. Þrátt fyrir sinn unga aldur og þá staðreynd að hafa ekki gefið út plötu áður, var Orri þó alls ekki reynslulaus. Hafði hann um nokk- urt skeið áður en að plötunni kom reynt fyrir sér sem trúbador, bæði hér heima og í Danmörku og bara gengið nokkuð vel. Raunar svo vel að í hinum ýmsu keppnum, sem hann hafði tekið þátt í, m.a. í skóla, stóð hann jafnan uppi sem sigurvegari. Drög að heimkomu seldist reyndar ekki í neinu stór- upplagi þrátt fyrir jákvæða um- fjöllun, en þó nógu vel til að Orri öðlaðist sjálfstraust, sem öllum ungum tónlistarmönnum er bráð- nauðsynlegt í byrjun ferils, til að halda áfram á sömu braut. Kom Stóri draumurinn út nú fyrir um mánuði, nokkru síðar en til stóð vegna hrakfalla með að koma plötunni til landsins eins og sagt hefur verið frá áður hér á síðunni, sem þó vonandi hefur ekki leitt til annars en að gera spennuna meiri eftir henni. Stenst prófraunina Þegar byrjunin verður eins góð og raun bar vitni með Drög að heim- komu, er það oft viss prófraun fyr- ir tónlistarmenn að halda þeim meðbyr áfram, að sanna að þessi góða byrjun hafi ekki verið fögur fyrirheit ein. Þá prófraun er víst óhætt að fullyrða að Orri hafi stað- ist með nýju plötunni, Stóra draumnum, því þar hefur hann náð að móta sinn eigin persónu- lega stíl enn frekar, sem þó eins og fyrr sagði var strax ótrúlega mikið þroskaður á byrjendaverkinu. Orri lætur fylgja með plötunni aðfarar- orð, þar sem hann skýrir frá til- drögum margra textanna á henni, sem rætur eiga að rekja til dvalar hans í Danmörku um skeið. Bjó hann þar með vini sínum, sem átti þann stóra draum að „slá í gegn". Það gekk ekki eftir hjá þeim að koma sér á framfæri, en um þenn- Orri Harðarson. Stenst prófraun- ina fyllilega með nýju plötunni Stóri Draumurinn. an draum félaga síns um frægðina, spinnur Orri sem sé stóran hluta plötunnar í víðu samhengi auk þess að kalla plötuna, Stóra drauminn. En lögin og textarnir á plötunni, sem samtals eru 11, end- urspegla líka að því er manni virð- ist draumaheim Orra sjálfs og innri tilfinningar hans, sem hann e.t.v. getur vart túlkað né komið frá sér öðruvísi en á þennan máta. Slík tjáningarþörf, borin fram í dýpstu einlægni, hlýtur að hrífa hvern þann sem á hlýðir og ber minnsta skynbragð á slíkt. Því er einfaldast að lýsa Stóra draumn- um sem hrífandi plötu, með þó ansi mismunandi tónlistarblæ- brigðum á köflum. Angurværðin er áfram sterk í lagasmíðunum hjá Orra (t.d. í Uppgjörið, þar sem Bubbi Mort- hens syngur með og Goðsögn gærdagsins) en fönki (Fullkominn dagur) nýbylgju (Mök) og jafnvel djasstón (Andvökunótt) bregður fyrir. Með hjálp Sigurðar Bjólu (Spilverksmanns í eina tíð) við upptökuna og manna á borð við Eðvarð Lárusson, Ingólf Sigurðs- son og Pétur Hjaltested við hljóð- færaleikinn, skapar svo Orri þann umbúnað um verkið, að vel viðun- andi er. Stóri draumurinn er tví- mælalust ein af ánægjulegustu plötum ársins. Sendið vinum og vandamönnum erlendis gómsæta KEA hangikjötid um jólin Sendingaþjónusta Byggðavcgi sími 463 0377 ??7??7??7???77?7?7??7 Aftur- hvarf hjá „Brúsa“ Bruce Springsteen hefur þegar á heildina er litið átt gríðarlegri vel- gengni að fagna á sínum rúmlega tveggja áratuga ferli, bæði sem lagahöfundur fyrir aðra og tónlist- armaður á eigin vegum. Eftir út- gáfu platna á borð við The River, Nebraska og Born In The USA, sem allar seldust gríðarlega vel, hefur mönnum að vísu þótt hafa hallað nokkuð undan fæti hjá „The Boss" og verk sem hafi kom- ið í seinni tíð, Tunnel Of Love og tvíburaplöturnar Human Touch og Lucky Town auk „Unplugged" og safnplötu, ekki staðist saman- burð við forverana, en þær hafa þó selst nógu vel til að halda nafni hans áfram vel á lofti. Rokkið hef- ur á seinustu plötunum verið í að- alhlutverkinu, en nú á nýjustu plötu sinni, The Ghost Of Tom Jo- ad, sem út kom fyrir skömmu, snýr Springsteen á vissan hátt aft- ur til uppruna síns, þjóðlagahefð- arinnar, þar sem t.a.m. Bob Dylan, Woddy Guthrie o.fl. eru áhrifa- valdar hans. Er einfaldleikinn, rödd, gítar og munnharpa, að mestu í aðalhlutverki og svipar plötunni um margt til Nebraska, sem kom út 1982. Að góðum sið er svo fjallað um sögupersónu frá horfinni tíð, en Tom Joad sækir Springsteen úr einni af frægustu skáldsögum John Steinbachs, Grapes Of Wrath frá árinu 1939, sem við þekkjum á íslensku sem Þrúgur reiðinnar. Er skemmst frá því að segja að platan hefur fengið góða dóma og er mál sumra gagn- rýnenda að sé það langbesta sem komið hafi frá „Brúsa" í mörg ár. Bruce Springsteen með sína bestu plötu í mörg ár. 5 ÁRA ÁBYRGÐ Þú ert áhyggjulaus með Þvottavél 19 kerfi Sparnaðarkerfi Ullarkerfi 500-1000 snúninga Barnalæsing Þurrkari Snýr í báðar áttir Tvö hitastig Kælir í lokin Verð frá 23.600,- Allir sem kaupa Hotpoint fyrir jól fá geisladisk í kaupbæti. Heitustu diskarnir á aðeins 1.590,- T.d. Bubbi, KK, Geirmundur, Páli Óskar, Emeliana Torrini og fleiri. - TVEIR ÞÆTTIR AT LANDI OG SJÓ - Eftir Vilhjálm Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra Metsöluhöfundinum Vilhjálmi Hjálmarssyni er einkar vel lagið að segja frá eins og al- kunna er. Hann hefur nú tekið saman tvo afar athyglisverða þætti um efni sem of lengi hafa l.^gio í þagnargildi: Orlagaatburði um miðja öldina. Þegar bjargarleysi vofc yfir og botnlaus ófærð lokaði leiðum gripu vaskir men tjl nýrra ráða ... Arabátaútgerð vinaþjóðar okkar, Færeyinga, héðai Færeysku sjómennirnir komu áratugum saman sunna yfir sæinn og höfðu sumardvöl við einhvern fjörðin eða víkina... Fróðleg og skemmtileg bók - eins og Vilhjálms er vandi. ÆSKAN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.