Dagur - 08.02.1996, Blaðsíða 3
FRETTIR
Fimmtudagur 8. febrúar 1996 - DAGUR - 3
Veiöieftirlit á Flæmska hattinum:
Kostnaöur allt aö 700 þúsund á dag
- segir Snorri Snorrason, formaöur Félags úthafsútgerða
Reglugerð Sjávarútvegsráðu-
neytisins frá 28. desember sl. um
veiðar íslenskra skipa utan flsk-
veiðilandhelgi íslands, þar sem
segir að frá 1. janúar 1996 og
þar til annað verður ákveðið af
ráðuneytinu skal eftirlitsmaður
á vegum Fiskistofu vera um
borð í hverju skipi sem veiðir á
Norðvestur-Atlantshafi, hefur
vakið hörð viðbrögð Félags út-
hafsútgerða eins og áður hefur
komið fram.
Samkvæmt reglugerðinni skal
útgerð sjá eftirlitsmönnum fyrir
fæði og aðstöðu meðan þeir eru að
eftirlitsstörfum og ennfremur skal
veita þeim endurgjaldslaust alla þá
starfsaðstöðu og aðstoð sem þeim
er nauðsynleg. Útgerðir nokkurra
skipa sem hafa verið að veiðum í
Flæmska hattinum lýstu því yfir
að þær neituðu að taka við eftir-
litsmönnum, töldu eftirlitsmenn
NAFO (Norðvestur-Atlantshafs-
fiskveiðistofnunin) sinna þeim
störfum nægjanlega vel. Snorri
Snorrason, útgerðarmaður Dal-
borgar EA á Dalvík og formaður
Félags úthafsútgerða, segir að
kostnaður við að hafa eftirlitsmann
um borð allt árið gæti numið allt
að 7 milljónum króna, og það sé
með öllu óásættanlegt. Það hafi
hins vegar vakið furðu hans að
heyra Fiskistofustjóra lýsa því yfir
að gefnar yrðu út kærur á næstu
dögum á hendur þeim útgerðum,
sem ekki ætluðu að hlýta reglu-
gerðinni. í álitsgerð Jóns Steinars
Gunnlaugssonar hrl. og Hróbjarts
Jónatanssonar hrl., sem unnin var
samkvæmt beiðni Félags úthafsút-
gerða, segir að það brjóti gegn
stjómskipulegri jafnræðisreglu að
koma á eftirliti með þeim hætti að
sá sem sætir því skuli bera af því
kostnað. I íslenskum lögum sé
ekki að finna heimild til að haga
eftirliti með fiskveiðum þannig að
eftirlitsmönnum sé viðvarandi og
ótímabundið komið fyrir um borð
í fiskiskipi og því sé útgerðum
mismunað.
I áliti ríkislögmanns, Jóns G.
Tómassonar hrl., segir að það sé
misskilningur að það brjóti gegn
jafnræðisreglu að sá sem eftirliti
sæti hverju sinni skulu bera af því
kostnað; hér sé ekki um löggæslu
að ræða sem ríkinu beri að standa
straum af með skatttekjum sínum.
Um misskilning eða mistúlkun sé
að ræða af hálfu lögmanna Félags
úthafsútgerða. Ríkislögmaður seg-
ir að hafni útgerðaraðili eða skip-
stjóri því að eftirlitsmaður Fiski-
stofu komi um borð í skip lians
geti það valdið sektum og upptöku
afla og veiðarfæra.
Snorri Snorrason segir það ekki
tímabært að biðja ríkislögmann
álits á því hver refsingin gæti orð-
ið við því að neita að taka eftirlits-
mann um borð.
„Um leið og þeir vilja gefa
okkur staðfestingu á því að við
eigum ekki að greiða þetta eftirlit
og bera af því kostnað, þá eru
nrennimir velkomnir um borð,
fyrr ekki. Það hefur verið ýjað að
því að við getum sent reikning ef
við tímum ekki að gefa mönnun-
um að éta. Það er bæði heimsku-
legt og kjánalegt að dæma okkur
til að hlýta samþykktum gerðum
erlendis en leiða má að því líkur
að á næsta sumri verði um 50
veiðieftirlitsmenn í Flæmska hatt-
inum og það má gera ráð fyrir að
veiðieftirlitsmaðurinn kosti allt að
15 þúsund krónur á dag, eða um
700 þúsund krónur á flotann. Það
eru ekki til peningar í ríkiskassan-
um til að greiða þessa vitleysu, og
það verður ekki gert.
Ríkislögmaður er eins fjarri því
að vera óháður í þessu máli eins
og framast er unnt því hann á að
verja hagsmuni ríkisins og
skammarstrik embættismanna í
ríkisgeiranum. Málið er kynnt
með miklu offorsi,“ segir Snorri
Snorrason, formaður Félags út-
hafsútgerða. GG
Treystum meiri-
hlutanum ekki of vel
- segir Sigríöur Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýöubandaiagsins
Á fundi bæjarstjórnar Akureyr-
ar sl. þriðjudag um ijárhags-
áætlun Framkvæmdasjóðs Ak-
ureyrarbæjar sátu bæjarfulltrúar
Alþýðubandalgsins hjá um til-
lögu meirihlutans sem jafnframt
var studdur af fulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins en létu bóka eft-
irfarandi:
„Bæjarfulltrúar Alþýðubanda-
lagsins standa ekki að fjárhags-
áætlun Framkvæmdasjóðs Akur-
eyrar árið 1996. Við munun taka
afstöðu til sölu hlutabréfa í eigu
sjóðsins hverju sinni en leggjum
áherslu á að vandað verði vel til
allra vinnubragða. Við setjum sér-
stakan fyrirvara við sölu á hluta-
bréfum í Útgerðarfélagi Akureyr-
inga hf. og lýsum harðri andstöðu
við að Akureyrarbær selji þau
hlutabréf í einu lagi á árinu eins
og ráða má af fyrirliggjandi fjár-
hagsáætlun að meirihlutinn telji
korna til greina að gera.“
Sigríður Stefánsdóttir, bæjar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins, segir
það illa útskýrt í tillögu meirihlut-
ans hvemig á að framkvæma söl-
una á hlutabréfunum og það þurfi
að fara mjög varlega í sölu hluta-
bréfa bæjarins í Útgerðarfélagi
Akureyringa hf. ef hún eigi að
verða á annað borð. Það sé ansi
hart aðgöngu að ætla að selja öll
hlutabréf bæjarins á þessu ári og
fulltrúar Alþýðubandalagsins séu
alls ekki tilbúnir að skrifa upp á
það að gert sé ráð fyrir því.
„Þegar bærinn hefur selt sín
hlutabréf eru þau komin á almenn-
an markað og bærinn hefur þá
engan yfirráðarétt yfir þeim. Það
er óraunsæi að ætla að velja kaup-
endur að bréfunum því það er ekki
hægt að binda eignarréttinn við
kaupandanum um næstu framtíð.
Það þarf því að fara mjög varlega í
þessum málum og ef bærinn selji,
þarf að íhuga vel aðferðir og tíma-
setningu og eins í hve stómm hlut-
um. Við erum ekki á þessari
stundu tilbúin til að samþykkja að
öll hlutabréfin verði seld. Hlutur
Akureyrarbæjar í Útgerðarfélaginu
hefur farið minnkandi og er nú um
53%, og við höfum að undanfömu
staðið að því að ekki væri tekið
þátt í hlutafjáraukningu. Það skipt-
ir ekki höfuðmáli hvort um liðlega
eða tæplega helming er að ræða,
hvernig spurning um það hvort
bærinn vill hafa einhver áhrif
þarna áfram með því að eiga full-
trúa í stjórn. Sú hætta kom upp í
fyrra þegar misvitur meirihluti ætl-
aði að ráðstafa bréfunum og þar
með fyrirtækinu í sína þágu. Eg tel
að það sé eindreginn vilji bæjar-
búa að mjög varlega sé farið í
þessu máli. Það hefur verið mjög
óljóst af hálfu meirihlutans hvað
gera eigi við þá fjármuni sem
fengjust við sölu hlutabréfanna,
t.d. hvort greiða eigi niður skuldir
eða hvort eigi að leysa öll vanda-
mál á sviði íþrótta-, félags- og
menningarmála eða nota eigi fjár-
munina til atvinnuuppbyggingar.
Verðmæti bréfanna í dag,
1.450.000.000 krónur, eru aðeins
hluti verðmæta eigna Útgerðarfé-
lagsins, bæði fasteigna og tækja í
landi og skipanna auk kvótans sem
metinn er á 3,6 milljarða króna. Ef
þorskgengd er að aukast við landið
og verðmæti að aukast er ekki rök-
rétt að selja þetta allt í einu lagi,“
sagði Sigríður Stefánsdóttir.
„Við treystum meirihlutanum
ekki of vel að fara með þessi
hlutabréfamál því það hefur sýnt
sig í umsýslu þeirra með fyrirtæki
bæjarins að þeirn hafa verið ansi
mislagðar hendur. Þar er ég bæði
að tala unr nrálefni ÚA í fyrra og
eins söluna á Krossanesverksmiðj-
unni nýlega. Undirbúningur hefur
ekki verið nógu góður og svolítið
vaðið unr hugsanalaust. Við höf-
um stutt það að hlutabréf bæjarins
í ýmsum fyrirtækjum væru seld til
að greiða upp skuldir enda voru
kaupin á sínum tíma ekki hugsuð
til langframa, heldur senr stuðn-
ingur á erfiðum tírnurn," sagði
Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull-
trúi Alþýðubandalagsins. GG
VÍB opnar á Akureyri
Verðbréfamarkaður íslands-
banka opnaði fyrr í vikunni af-
greiðslu verðbréfafulltrúa í úti-
búi bankans við Skipagötu á Ak-
ureyri. Þangað munu viðskipta-
vinir geta leitað eftir ráðgjöf um
kaup og sölu á innlendum og er-
lendum verðbréfum. Edda
Kristrún Vilhelmsdóttir verður
verðbréfafulltrúi VÍB í útibúi ís-
landsbanka á Akureyri.
Síðastliðið þriðjudagskvöld
héldu fulltrúar frá höfuðstöðvum
VÍB í Reykjavík fyrirlestur á Ak-
ureyri, þar sem tæpt var á ýmsu
um verðbréfaviðskipti og fjármál
einstaklinga. Fulltrúar VIB eru nú
á hringferð um landið en fyrirtæk-
ið er um þessar mundir að opna
afgreiðslur í helstu útibúum bank-
ans á Reykjavíkursvæðinu og á
landsbyggðinni.
Á fyrirlestrinum á þriðjudags-
dagskvöld var boðið uppá veiting-
ar og hér sjást fulltrúar VÍB við
rjómatertu sem merkt var fyrir-
tæki þeirra. Á myndinni eru eftir-
taldir starfsmenn VÍB, frá vinstri
talið, Gunnar Baldvinsson, for-
stöðumaður sjóðareksturs, Sigurð-
ur B. Stefánsson, framkvæmda-
stjóri, Margrét Sveinsdóttir, for-
stöðumaður einstaklingsþjónustu,
og Sólveig Lilja Einarsdóttir, úti-
búafulltrúi. Mynd: sbs.
dagar eftir af
útsölunni
Dömudeild
Herradeild
Barnadeild
og Sportvörudeild