Dagur - 08.02.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 08.02.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 8. febrúar 1996 LEIÐARI------------------------ Á að stíga skrefið? ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMIÁ SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS 464 3521 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 Með reglubundnum hætti hefur á undanförnum árum komið upp á yfirborðið umræða um að selja hlutabréf Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf., því félagi sem er einn af máttarstólpum í atvinnulífi bæj- arins. Þegar vel hefur árað í rekstrinum hefur minna bólað á þessari umræðu en þegar þrengra er í ári í at- vinnulífinu vaknar eðlilega sú spurning hvort ekki sé eðhlegt að sveitarfélagið losi sitt fjármagn og reyni að koma því þannig fyrir að það geti orðið að gagni við að skapa ný störf í bænum. Þátttaka bæjarfélaga í atvinnulífi er fullkomlega réttlætanleg enda er grunnforsenda þess að bæjar- sjóðir geti staðið undir þjónustu við borgarana að at- vinnulífið sé sterkt. Þátttaka Akureyrarbæjar í Út- gerðarfélagi Akureyringa hefur verið fyrirtækinu mik- ill styrkur á undangengnum árum en eignin hefur farið stigminnkandi þar sem bæjarfélagið hefur ekki tekið þátt í hlutafjárútboðum í fyrirtækinu. Nú er eignin komin niður undir 50% og spurningin er sú hvort stíga á skrefið til fulls og selja eignarhluta bæj- arins allan eða að hluta. Sterk viðbrögð eru jafnan frá Akureyringum þegar sala á eignarhluta bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyr- inga ber á góma og þau eru afskaplega eðlileg í ljósi þess hversu mikilvægur hlekkur félagið er í atvinnu- lífinu. Oft heyrast þau sjónarmið að stjórnun í félag- inu geti fjarlægst hendur bæjarbúa ef meirihlutaeign bæjarins verði fórnað. Þau sjónarmið eiga fullan rétt á sér því eignarhlutir í fyrirtækjum geta skipt um hendur í viðskiptalífinu á íslandi og gera það nánast daglega. Eí á annað borð á að taka þá póhtísku ákvörðun að selja hlutinn í fyrirtækinu hlýtur að vera eðlilegast að gera það á þann hátt að sem allra hæst verð fáist fyrir bréfin og að hluti Akureyrarbæjar verði seldur fleiri en einum aðila. Og grundvaUarat- riðið og stefnan hlýtur að vera sú að þó svo að bæjar- félagið færi úr sinni meirihlutaeign yrði félagið áfram af þeim styrkleika og það verið hefur, og helst sterk- ara. Krafan hlýtur samt að vera sú að bæjarbúum verði gerð grein fyrir, þegar og ef þar að kemur, hvemig nýta á það fjármagn sem losnaði með sölu bréfanna í ÚA. Það atriði skiptir kannski stærstu í þessari ákvörðun. varla góðri lukku að stýra í sam- Forráðamenn Reykdælahrepps, Bárðdælahrepps og Ljósavatns- hrepps í Suður-Þingeyjarsýslu hafa sent bæjarstjóm Húsavíkur og fjölmiðlum athugasemd við ályktun bæjarstjómar Húsavíkur um vegamál og ummæli Einars Njálssonar, bæjarstjóra á Húsavík, í Degi laugardaginn 3. febrúar síð- astliðinn: „Það sætir undrun okkar sem búum í innsveitum S-Þing. hvern- ig bæjarstjórn Húsavíkur lætur vegna lagningar nýs vegar yfir Fljótsheiði. Hún lætur eins og framtíð Húsavíkur velti á því að ekki komi nýr vegur yfir Fljóts- heiði. Ef sveitarfélög eiga að geta unnið saman þá þýðir ekki hugsa ævinlega bara um eigið skinn. Það verður líka að taka tillit til ann- arra, það getur borgað sig. Þessi togstreita Húsvíkinga um að fá bundið slitlag á Kísilveginn og nefna þá nær alltaf nýjan Fljótsheiðarveg sem einhvem þröskuld í því sambandi kann starfi sveitarfélaga í S-Þing. Kísil- vegurinn er þó ekki nema síðan 1968 þ.e. tæplega þrítugur, eða helmingi yngri en vegurinn á Fljótsheiði, sem byggður var fyrir 60 árum með hjálp hests og kerru. Samkvæmt talningu Vegagerð- arinnar fara að meðaltali 437 bílar yfir Fljótsheiði á dag yfir sumar- tímann. Um Kísilveginn fara 191 á sama tíma. Þrátt fyrir það að Fljótsheiðin hafi verið lokuð lengst af yfir vetrartímann er árs- umferð yfír hana 253 bflar á dag að meðaltali, en 129 um Kísilveg- inn. (Tölur frá 1993) Einar Njálsson, bæjarstjóri, bendir á að Fljótsheiðarvegur verði áfram erfiður vegna snjó- þyngsla þrátt fyrir að þar komi nýr vegur og af því má álykta að þar eigi hann við að vegna þess hvað vegurinn liggi hátt yfir sjó verði erfitt að halda honum færum á vetuma. Staðreyndin er sú að nýr vegur yfir Fljótsheiði fer hæst í LESEN DAHORN IO Lesum Passíusálmana Jón Helgi Þórarinsson, Daivík, skrifar: Þann 5. febrúar, sem var fyrsti virki dagur í níu vikna föstu, hófst hinn árlegi lestur Passíusálmanna í útvarpinu, og má hlýða á hann á kvöldin kl. 22.20 á Rás 1. Að þessu sinni er það Gísli Jónsson, menntaskólakennari, sem les. Með þessum orðum vil ég eindregið hvetja alla til að taka fram Passíu- sálmana sína og hlusta á Gísla lesa, eða lesa sálmana sjálfir eigi þeir ekki kost á því að hlýða á lesturinn í útvarpinu. Eg hefi í all mörg ár lesið Pass- íusálmana á föstunni, einn sálm á degi hverjum, og fullyrði að ég hefi ekkert það lesið, hvorki bund- ið mál né laust, sem hefur verið mér til jafn mikillar trúarlegrar uppbyggingar og sálmar Hall- gríms. Vera má að einhverjum þyki málfar Passíusálmanna eða fram- setning trúarinnar á stundum nokkuð framandi, en það breytist hins vegar fljótt við lestur þeirra. Sálmarnir verða brátt auðlesnir og auðskildir, enda er svo margt í hverjum sálmi sem allir skilja og geta tekið til sín. Auk þess sem Passíusálmamir em meistaraverk frá sjónarhóli skáldskapar innihalda þeir fjölmarga sálma sem sungnir em oft í kirkjum landsins sem og vers sem bömum em kennd. Hver þekkir ekki vers- ið úr 44. sálmi: Vertu guð faðir, faðir minn ífrelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Þannig mætti nefna fjölmörg dæmi. Að gefa sér 5 mínútur á dag til að lesa þann mikla fjársjóð sem Passíusálmarnir eru, veitir sérhverjum manni mikla blessun og styrkir trú hans. Nemendur í eldri blásarasvcit Tónlistarskólans á Akureyri. Mynd: Norðurmynd um eigið skinn Að líkja því saman að allt eins megi byggja hringveginn í kring um Hofs- jökul eins og að ætla honum að liggja yfir Fljóts- heiði er slík lítils- virðing við þá íbúa sem búa hér sitt hvoru megin við Fljótsheiði að með ólíkindum er. 270 m, Kísilvegurinn fer hæst í 380 m, Víkurskarðið í 325 m hæð, Mývatnsheiði 335 m, Námaskarð í Bæjarstjórn Húsavíkur: Telur mikilvægt að fá bundii slitlagá Kísilveginn Sæjarstjórn Húsavíkur hefui ályktað um það að mjög mikil vægt sé að byggja um leiðin: nilli Austurlands og Norður Tilefni athugasemdar fjórmenning- anna er þessi frétt í Degi sl. laugar- dag. 410 m, Möðrudalsheiði 600 m og Öxnadalsheiði 540 m svo bent sé á hæð annarra fjallvega sem eru í sama landshluta og Fljótsheiðin. Varla ætti að vera erfiðara að halda þessum tæplega 10 km langa vegarspotta færum á vetrum en þessum fjallvegum. Að líkja því saman að allt eins megi byggja hringveginn í kring- um um Hofsjökul eins og að ætla honum að liggja yfir Fljótsheiði er slík lítilsvirðing við þá íbúa sem búa hér sitt hvoru megin við Fljótsheiðina að með ólíkindum er. Það er trú okkar að nýr vegur yfir Fljótsheiði efli samstarf sveit- arfélaga í S-Þing. og bendum við á að blómlegar sveitir er ein af megin undirstöðum atvinnulífs á Húsavík.“ Benóný Arnórsson, oddviti Reykdælahrepps. Skarphéðinn Sigurðsson, odd- viti Bárðdælahrepps. Helga A. Erlingsdóttir, oddviti Ljósavatnshrepps. Gísli Sigurðsson, varaoddviti Ljósavatnshrepps. Safna fyrir Skotlandsferð Nemendur í eldri blásarasveit í Tónlistarskólanum á Akureyri eru nú að undirbúa hljómleikaför til Skotlands næsta vor. Einn liður í fjáröflun fyrir ferðina er að föstu- daginn 9. febrúar nk. kl. 15-18 mun sveitin halda kökubasar í verslunanniðstöðinni Sunnuhlíð. Meðlimir sveitarinnar verða með hljóðfæri sín á staðnum og munu leika nokkur létt lög fyrir gesti og gangandi milli kl. 16 og 18. Sveitina skipa um 30 efnilegir hljóðfæraleikarar og stjórnandi hennar er Jón Halldór Finnsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.