Dagur - 17.02.1996, Blaðsíða 12

Dagur - 17.02.1996, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 17. febrúar 1996 Kór eldri borgara á Akureyri: Söngurínn lifír fram á hinsta kvöld - segir Sigríður Schiöth, stjórnandi „Nei, það þarf sko alls ekki að flokkast undir neitt garg þó að fólk sé að syngja í kórum þegar það er komið á efri ár. Þvert á móti. Margt af þessu fólki er mjög vant að syngja og gerir það vel,“ segir Sigríður Schiöth, stjórnandi Kórs eldri borgara á Akureyri. Kórinn heldur skemmtun í Húsi aldraðra í dag kl. 16 og flytur þar lög úr ýmsum áttum, auk þess sem Þráinn Karlsson, leikari, skemmtir gest- um með upplestri. Kór eldri borgara á Akureyri fagnar 10 ára starfsafimæli á þessu ári en Sigríður hefur verið stjórnandi hans frá upphafi og stofnaði hann á sínum tíma. Sigríður Schiöth segir ekki vafamál að söngurinn hafi mikið gildi fyrir fólk, þrátt fyrir að það sé komið á efri ár. „Jú, hann hefur mikið að segja. Margt af þessu fólki hefur sagt mér að það sé mun heilsubetra eftir að það fór að vera með. Þetta er gott fyrir öndunina, þjálfar athyglina og minnið. Fólk þarf að muna raddir og texta og síðast en ekki síst er það ánægjan sem hefur gildi. Músíkalskt fólk hefur ekkert síður ánægju af söngnum þegar það eldist en á yngri árum. 1 þessu vinna allir saman, stefna að því marki að gera sem best og sú samvinna hefur gott að segja fyrir alla,“ segir Sig- ríður. Hún segir það mikinn misskiln- ing að söngur þessa aldurshóps sé lakari en annar. „Nei, fólk sem heldur það þyrfti bara að koma og hlusta sjálft. Þetta er mesti mis- skilningur," svarar Sigríður þessu. Nokkrir þeirra sem upphaflega byrjuðu í kómum hjá Sigríði eru hættir og aðrir hafa fallið frá eins og gengur en hún segir að í haust Sigríður Schiöth. hafi bæst þó nokkur liðsauki í kór- inn. Alls eru nú í honum 38 manns, sem telja verður gott en Signður segir áherslu lagða á að ná til fólks sem starfað hafi í kór- um áður. „Enda er það um að gera því söngurinn lifir fram á hinsta kvöld, eins og Friðjón Þórðarson sagði,“ bætir hún við. Alla jafna er æft hálfan annan klukkutíma vikulega en þegar tón- leikar standa fyrir dymm, eins og núna, æfir kórinn tvisvar í viku. Sigíður segir góða mætingu á æf- ingar og raunar megi segja að fólk mæti nema það sé hreinlega í rúm- inu af veikindum. „Það er enginn sem situr heima ef nokkur mögu- leiki er á að komast á æfingu. Af þessu er hægt að sjá hversu mikla ánægju þetta veitir fólkinu." Kór eldri borgara kemur reglu- lega fram og er þannig fastur liður í menningarstarfinu á Akureyri. Til að mynda syngur kórinn árlega á Kirkjuviku og á degi aldraðra syngur hann í kirkjunni auk þess að syngja fyrir gamla fólkið á Hlíð. „Við getum því sagt með sanni að þetta er ekki lakara fé- lagsstarf en hvað annað hjá eldri borgurum." Kórar eldri borgara em starf- ræktir víðar á landinu og árið 1994 var mót þessara kóra í Reykjavík. Þangað fór Kór eldri borgara á Akureyri og söng í Hallgríms- kirkju. „Við vomm þama eini kór- inn af Norðurlandi og héldum uppi merkinu en árið áður höfðum við mót hér á Akureyri og þá kom kór frá Húsavík og annar frá Egils- stöðum. Þetta var reglulega gaman og við emm að ræða um hvort möguleiki væri á að hittast aftur í sumar,“ segir Sigríður. Skemmtun Kórs eldri borgara hefst kl. 16 í dag í Húsi aldraðra. Undirleikari kórsins er Guðjón Pálsson og einsöngvarar þau Helga Alfreðsdóttir og Sigurður Ámason. Á efnisskránni er m.a. að finna lögin Smávinir fagrir, eftir Jónas Hallgrímsson og Fölnuð er liljan eftir Pál H. Jónsson. Segja má að þessi tvö lög séu einkenni kórsins og prýða oft efnisskrána á tónleikum. Að loknum söngnum verður kaffihlaðborð og því næst stiginn dans. JÓH Sigríður stjórnar Kór eldri borgara á æfingu í vikunni. „Söngurinn er mikil heilsubót og besta tómstundagamanið,“ Segir hún. Mynd: BG MATARKROKUR Bakar allt sitt matarbrauð sjálf Þorgerður Guðlaugsdótdr, kennari í Síðuskóla á Akureyri, leggur til uppskriftir í Matar- krók að þessu sinni. Þorgerður er gift Halldóri Jónssyni, fram- kvœmdastjóra Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, og þau eiga tvo uppkomna syni. I dlefni bolludagsins er Þor- gerður með eina bolluuppskrift en auk þess er hún með upp- skrift af rúnstykkjum, hornum og norsku sveitabrauði. Þor- gerður segist hafa gaman af að baka, sérstaklega úr geri, og hún bakar allt sitt matarbrauð sjálf. Þegar bakað er úr geri segir hún mikilvœgt að hafa í huga að það verði að vera hlýtt þar sem unnið sé og allt ger- brauð verði að vera í yl þegar það sé að hefast. Efdeigið verði fyrir hnjaski falli það og mikil- vœgt sé að gefa sér góðan tíma þegar gerbrauð sé búið til. Nœsti áskorandi í Matarkrók er systir Þorgerðar, Valgerður Guðlaugsdóttir. „Hún er einn mesti snillingur sem ég veit um í eldhúsi, “ segir Þorgerður. Horn 50 g ger 100 g smjör (brœtt) 'A l mjólk (volg) A tsk. salt 50 g sykur 100 g heilhveiti 800 g hveiti Fylling: Getur verið með ýmsu móti, t.d. brytjuð skinka settt saman við ýmsar tegundir af smurosd. Skinkusmyrju er einnig hœgt að nota og pizzufylling fellur í kram- ið hjá þeim yngri. Ennfremur er gott að bera apríkósumauk undir marsípanklípu á hvern geira. Mjólkin, smjörið og gerið sett saman en þurrefnum er blandað saman í skál. Gerlausnin síðan sett saman við og allt hnoðað á borði. Látið lyfta sér undir klút í um 15 mínútur. Skiptið deiginu í fimm hluta og fletjið hvem hluta út í hring. Deiginu skipt í geira (8 stk.) og síðan er fyllingu bætt á. Setjið 1 tsk. í hvert hom við breiðari endann og rúllið síðan homunum upp. Endunum þarf að þrýsta vel saman svo fyllingin leki ekki út. Látið hefast aftur í smá tíma. Homin eru svo pensluð með eggi, birkifræi stráð yfir og bakað við 200°C í 15-20 mínútur. Langbest heit og nýkomin úr ofninum en má frysta. Bolludagsbollur 80 g ger 100 g sykur 250 g smjörlíki 5 dl mjólk (volg) 1 kg hveiti 3 egg A tsk. kardimommur Mjólkin yluð, smjörlíkið brætt og sett saman við mjólkina. Eggj- um og sykri bætt útí og síðan ger- inu. Hveitinu blandað saman við smám saman og slegið vel með sleif eða hnoðað í vél. Gott er að geyma hluta af hveitinu. Látið hefast undir klút á hlýjum stað. Hnoðið afganginum af hveitinu upp í. Gæta skal að því að deigið verði ekki of þurrt því þá verða bollumar harðari og hefast ekki eins vel. Mótið síðan bollur og látið hefast aftur. Bakið við 200°C í 10 til 15 mínútur. Bollumar eru skomar í tvo hluta þegar þær hafa kólnað. Síð- an er súkkulaði eða glassúr settur á lokið en rjómi settur á milli. Út í hann má blanda ýmsum tegund- um af sultu, krömdum jarðarberj- um eða ýmsum bragðtegunum. Rúnstykki 3 dl vatn (volgt) 3 dl mjólk (volg) 1 pakki þurrger (50 gr) 8 dl hveiti 2 dl hveidklíð 1 dl sesamfrce 1-2 msk. hörfrœ 2 rrisk. kúmen 1-2 egg 5 msk. matarolía (maísolía) 2 tsk. sykur 1A tsk. salt Allt sett saman í skál og hrært (gott að geyma hluta af hveitinu). Látið hefast undir klút. Hnoðað saman aftur og afgangurinn af hveitinu hnoðaður upp í. Betra er að hafa deigið ekki of þurrt. Boll- ur em mótaðar og þær settar á bökunarplötu. Látnar hefast aftur í smátíma. Má pensla með eggi og strá sesamfræjum eða muldum rúgkjömum yfir. Bakið við 180- 200°C í 12-15 mínútur eða þang- að til rúnstykkin byrja að dökkna að ofan. Úr þessari uppskrift fást 28-30 bollur. Má frysta. Norskt sveitabrauð 5 tsk. þurrger (50 gr pressuger) 1 kg hveiti 1 bolli heil hveidkorn (lögð í bleyti) 400 g heilhveid 100 g grahamsmjöl 50 g hveidklíð 1 dl sesamfrœ 1 msk. hörfrœ A dl muldir rúgkjarnar 1 msk. salt 1 egg 3-4 msk. matarolía 1 msk. sykur 1 I volgt vatn (má vera meira ef þarf) Hveitikomin em lögð í bleyti yfir nótt. Olíu, salti, eggi, sykri og hveitikomum er blandað út í vatnið (þarf að vera ylvolgt). Ger- ið sett saman við og þurrefnin sett út í. Þessu er hrært saman og látið hefast um u.þ.b. helming. Deigið er slegið saman aftur og ef það er of blautt má bæta hveiti saman við. Þetta deig er frekar blautt og verður ekki hnoðað. Sett í jóla- kökuform og látið hefast aftur. Þessi uppskrift er mjög stór og nægir í um sjö form. Bakað í 1 klst. við 175°C. Gott er að setja blautan klút yfir brauðið á meðan það er að kólna. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.