Dagur - 11.04.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 11.04.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 11. apríl 1996 LEIÐARI----------------------- Öryggi eða óöryggi? ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, Sl'MI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK- SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS 464 3521 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 Samræmt öryggiskerfi undir nafninu Neyðar- línan hefur verið í gildi um ríflega þriggja mánaða skeið hér á landi og á þeim tíma hafa komið upp tilfelli þar sem boð misskildust eða misfórust þannig að viðbrögð við slysi urðu ekki eins snör og annars hefði orðið. Skömmu fyrir páska kom upp tilfelli þar sem eldur kom upp í sumarbústað í Fnjóskadal en boðun slökkviliðs á staðinn var hins vegar ekki rétt af hálfu stjórnstöðvarinnar í Reykjavík. Þetta tilfelli sem og fleiri sem komið hafa upp á fyrstu mánuðum kerfisins vekja eðlilega upp spurningar í huga fólks um áreiðanleika slíkra kerfa. Þegar byggt er upp kerfi á borð við Neyðar- línuna hlýtur að vera fyrsta skilyrðið að upp- bygging þess sé með þeim hætti að öryggið sé í fyrirrúmi og að fólk eigi að geta treyst því á neyðarstundu að því berist örugglega hjálp þeirra aðila sem næstir eru. Sannarlega geta átt sér stað mannleg mistök en þau geta verið dýrkeypt á stundum sem þeim þegar á hjálp Neyðarlínunnar þarf að halda og einmitt þess vegna geta vankantanir sem upp hafa komið rýrt það traust sem fólk setur á kerfið. Ekki síst út um landið þar sem Neyðarlínunnni var jú ætlað að vera hvað mesta skrefið í öryggis- átt. Öll þau tilfelli þar sem eitthvað hefur mis- farist bera þess merki að undirbúningur kerf- isins hafi ekki verið sem skyldi og það er óásættanlegt þegar um jafn mikilvæga þjón- ustu er að ræða. Okkur íslendingum hættir stundum til að framkvæma fyrst og hugsa svo og það á kannski full mikið við um uppbygg- ingu Neyðarlínunnar. Ekki skal á móti mælt að kerfið getur verið af hinu góða en þá eru vítin til að varast þau og mistökin til að læra af þeim. Bent hefur verið á að þjálfun starfsfólks þurfi að vera betri til að það geti tekið að sér jafn ábyrgðarmikið verkefni og kerfið er. Dæmin sýna að eitthvað er til í þessari gagn- rýni og á meðan mistökin koma upp er ekki við því að búast að fólk treysti fullkomlega þessari þjónustu. Oft hefur maður hrifist af söng Sigurðar Ólafssonar, þar sem hann syngur um „Fjallið eina“. Fjallið töfrar, seiðir og heillar. Þegar maður er ungur, vaknar sú spuming hvað býr að fjallabaki. Þegar þeirri þrá er svalað, fær fjallið sjálft síaukna athygli og hin sérkennilega fagra lögun þess. Mig langar að vitna hér í orð Sigurðar Kristjánssonar, sem lengi var skrifari hjá KÞ á Húsavík. Hann var skemmtikraftur og ágæt- ur upplesari. Eitt sinn hlýddi ég á hann á fundi á Skútustöðum. Nið- urlagsorð hans voru: „...og hinar fögru línur Hverfjalls skýrðust vel í mildu skini kvöldsólarinnar." Þessi orð eru mér ógleymanleg. Flesta daga lít ég til fjallsins og skynja fegurð þess í síbreytileika, hvemig Ijós og skuggar falla bæði sumar og vetur. í Morgunblaðinu árið 1994 birtist grein með fyrirsögn eitt- hvað á þá leið að til stæði að breyta nafni á fjalli í Mývatns- sveit. Þar er átt við Hverfjall, sem á að breyta í Hverfell. Ekki höfð- um við eigendur fjallsins hug- mynd um þessi áform, en fjallið stendur í heimalandi Vogafjarðar og fast við ræktunarlönd okkar. Eignarétturinn því alger. Þá vitn- ast það af tilviljun að maður nokk- ur, ættaður héðan úr sveitinni, er búinn að reyna að ná fram þessari nafnbreytingu í fleiri ár. Mér sýn- ist að hér sé um mjög gróft sið- ferðislegt brot að ræða, þar sem ráðist er inn á persónulegan eign- arrétt manna og reynt að ná fram breytingum á nafni á náttúmvætti, sem stendur fremst í flokki mikil- verðustu menja hér í Mývatns- sveit. Einnig er Hverfjall heims- þekkt og er sennilega einn af eftir- sóttustu ferðamannastöðum hér í sveit. Við eigendur fjallsins mót- mæltum þessari aðför og komum þeim til Landmælinga íslands bæði bréflega og með undirskrift- um. Einnig vom ritaðar blaða- greinar um málið. Rökstutt var að alla þessa öld og sjálfsagt lengur hefur ritmál þessa fjalls verið Hverfjall. Okkar færustu vísinda- menn og þar á meðal Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, færa fram sterkan rökstuðning fyrir Hverfjallsnafninu. í bókinni Nátt- úra íslands, sem AB gaf út 1961, segir Sigurður Þórarinsson m.a.: „Frægasti og mest umskrifaði sprengigígur er Hverfjall við Mý- vatn og er mynd eða teikning af honum í flestum handbókum í eldfjallafræði, og hann tekinn sem dæmi um þá gerð eldfjalla. Besta íslenska heitið á slíku eldfjalli er einmitt Hverfjall því fjalli sem raunverulega er allt einn gígur, en svo er um Hverfjall. Þetta form- hreina fjall sem svo mjög setur svip sinn á Mývatnssveit." Það verður að teljast mikið virðingar- leysi við minningu þessa vísinda- manns að væna hann um ókunn- ugleika og ónákvæmni. í bókinni íslenskt þjóðlíf í þús- und ár frá 1908 ritar Daniel Bruun. Þar talar hann um útsýnið suður frá Reykjahlíð og um fjöllin Bláfjall, Sellandafjall og Hver- fjall. í bókinni „Eldar í norðri", afmælisriti helgað Dr. Sigurði Þórarinssyni 70 ára, er vitnað í greinar í Náttúrufræðingnum. Þar er a.m.k. sex sinnum getið um Hverfjall. í íslandslýsingu Þor- valdar Thoroddsen frá 1911, er greinargerð um Hverfjall. í bók- inni Náttúra Mývatns er mjög greinargóð lýsing á Hverfjalli eftir Kristján Sæmundsson. I bókum Ólafs Jónssonar Ódáðahraun, í þrem bindum sem komu út 1945, talar Ólafur mjög víða um Hver- fjall og myndun þess. Þar telur hann Hverfjall eitt formfegursta fjall á fs'andi. í stuttri lýsingu á Þorlákur Jónasson. „Mér sýnist að hér sé um mjög gróft siðferðislegt brot að ræða, þar sem ráðist er inn á persónuleg- an eignarrétt manna og reynt að ná fram breytingum á nafni á náttúruvætti, sem stendur fremst í flokki mikilverðustu menja hér í Mý- vatnssveit.“ Mývatnssveit til leiðbeiningar fyr- ir ferðamenn eftir Gísla Pétursson 1948, fjallar hann um Hverfjall og telur það sérkennilegasta fjall við Mývatn. í bókinni Sveitin okkar eftir Þorbjörgu Amadóttur próf- asts frá Skútustöðum, segir hún frá skemmtiferð á Hverfjall. Hún virðist ekki vera í neinum vafa um hið rétta nafn á fjallinu. Einnig talar Ami Einarsson víða um Hverfjall í ritinu Mývatn, sem Náttúruvemdarráð gaf út 1988. Nú á síðustu tímum fór að bera á því að Hverfellsnafnið fór að sjást á prenti og var það á mynd- bandi sem Landgræðslan lét gera um Dimmuborgir. Þama hafa ver- ið viðhöfð óvönduð vinnubrögð við umgjörð þessarar annars fal- legu myndar og rýrir gildi hennar mjög, þar sem á smekklausan hátt er nafni Hverfjalls breytt, þrátt fyrir að mörg skilti með hinu rétta nafni séu þama víða á vettvangi. Víða em göngustígar merktir fyrir ferðamenn til aðgengis á fjallið, á öllum merkingum stóð Hverfjall. Sama er að segja um áningarstaði við innkomu til sveitarinnar og við útsýnisskífur við Dimmuborg- ir og Námaskarð. Á öllum kortum sem Landmælingar íslands gáfu út frá árinu 1945 til ársins 1988 er nafnið Hverfjall. Að sjálfsögðu mega menn kalla fjallið það sem þeir hafa hugarfar til. En ritmál nafnsins hefur staðið bjargfast í gegnum aldir og því verður ekki breytt. Talmálið getur aftur á móti breyst á löngum tíma. Kemur þar ef til vill til óskýr eða óljós framburður, latmælgi o.fl. Vegurinn upp í Lúdent liggur meðfram Hverfjalli. Daglegar ferðir voru oft upp hjá fjalli. Um áratugaskeið var heyjað í Lúdent, einnig gekk sauðféð þama haust og vor. Alltaf kom Hverfjall mjög við sögu. Oft var aðeins talað um fjallið. Ég fullyrði að ég hef aldrei heyrt nokkum mann tala um fellið eitt og sér, eða fara upp hjá felli. Enda slík nafngift fráleit og kemur við mann eins og skrattinn upp úr sauðarleggnum. Hví má ekki eitt frægasta fjall landsins eiga sitt fjallanafn í friði? Hverfjall fellur hér svo algjörlega inn í fjalla- hringinn sem Sigurður skáld á Arnarvatni orti svo fagurlega um í kvæðinu Sveitin mín. Landmælingar íslands hafa lát- ið í ljós samstöðu við vilja heima- manna. Hverjir eru heimamenn? Heimamenn eru hér fyrst og fremst eigendur fjallsins og ber því Landmælingum að fara eftir vilja og sannfæringu þeirra í þessu máli. Eigendur fjallsins munu aldrei sætta sig við rangnefni á Hver- fjalli, einni dýrustu perlu sveitar- innar. Þorlákur Jónasson. Höfundur býr a8 Vogum í Mývatnssveit. „Eigendur fjallsins munu aldrei sætta sig viö rangnefni á Hverfjalli, einni dýrustu perlu sveitarinnar,“ segir greinarhöfundur um þann sið að nefna Hverfjall í Mývatnssveit Hverfell.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.