Dagur - 11.04.1996, Page 5
Fimmtudagur 11. apríl 1996 - DAGUR - 5
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð á Akureyri:
Páll Skúlason með fyrir
lestur á laugardag
- í Safnaðarsal Glerárkirkju kl. 14.00
Næstkomandi laugardag, 13.
apríl, kl. 14, mun Samhygð - sam-
tök um sorg og sorgarviðbrögð,
standa fyrir opnum fundi í safn-
aðarsal Glerárkirkju á Akureyri.
Páll skúlason, prófessor við Há-
skóla íslands, mun þar flytja hug-
leiðingu sem hann nefnir „Um
gleði og sorg“.
Páll Skúlason
er prófessor við
heimspekideild
Háskóla íslands.
Hann er fæddur á
Akureyri 1945 og
lauk stúdentsprófi
frá MA 1965.
Heimspekinám
stundaði hann við Université Cat-
holique de Louvain í Belgíu á árun-
um 1965-1973, en frá árinu 1971
hefur hann kennt heimspeki við HI.
Páll hefur haldið fjölda fyrirlestra
og gefið út athyglisverðar bækur.
Allir sem áhuga hafa eru hvattir
til að mæta og hlýða á fyrirlestur
Páls á laugardag.
Aðalfundur
Sjálfsbjargar, félags fatlaðra
á Akureyri og nágrenni
verður haldinn að Bjargi fimmtudaginn 18.
apríl kl. 20.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning fulltrúa á 28. þing Sjálfsbjargar l.s.f.
Önnur mál.
Kaffiveitingar.
Mætum vel.
Stjórnin.
Fyrírlestur um
Stephan G. í kvöld
- í Deiglunni á Akureyri kl. 20.30
þess í Markerville í Albertafylki í
Kanada. Ráðstefnuna sóttu leik-
menn og fræðimenn víðs vegar að
frá Kanada, Bandaríkjunum og ís-
landi, en þaðan fóru átta fyrirles-
arar og var Haraldur einn þeirra.
I fyrirlestri sínum mun Harald-
ur leitast við að sýna fram á
hvemig Stephan G. notar vísanir í
(goð)sögur til þess að gæða yrkis-
efni sín aukinni dýpt og jafnframt
þeirri vídd sem hvorki tími né rúm
setja neinar skorður.
Allir eru velkomnir á fyrirlest-
urinn í Deiglunni í kvöld.
í kvöld, fimmtudaginn 11. apríl,
kl. 20.30, heldur Haraldur
Bessason, fyrrverandi rektor
Háskólans á Akureyri, fyrir-
lestur í Deiglunni á Akureyri á
vegum Félags áhugafólks um
heimspeki á Akureyri. Fyrirlest-
urinn nefnir hann „Goðmögn
Stephans G.“.
I október sl.
var haldinn fjöl-
menn ráðstefna
um Klettafjalla-
skáldið Stephan
G. Stephansson
á heimaslóðum
Akureyri:
Námskeið fyrir full-
orðin systkini fatlaðra
Ferðafélag Akureyrar
1936-1996
60 ára afmælisfagnaður
verður haldinn í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14,
4. hæð, laugardaginn 13. apríl kl. 20.
Ýmis skemmtiatriði og kaffiveitingar.
Félagar og aðrir velunnarar eru
hvattir til að fjölmenna.
Miðaverð kr. 1.000,-
Stjórnin.
Næstkomandi laugardag, 13.
apríl, kl. 8.30 til 16 stendur
FFA, Fræðsla fyrir fatlaða og
aðstandendur, fyrir námskeiði
að Glerárgötu 26 á Akureyri.
Námskeiðið er haldið í sam-
vinnu við Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra á Norðurlandi
eystra, Foreldrafélag barna með
sérþarfir, Styrktarfélag vangef-
inna og Sjálfsbjörg á Akureyri.
Þetta námskeið er ætlað systk-
inum fatlaðra, 18 ára og eldri, og
verða fyrirlesarar úr röðum systk-
SKÁK
ina og fagfólks. Áhersla verður
lögð á hópvinnu þar sem þátttak-
endum gefst tækifæri til að skoða
eigin tilfinningar, hlutverk og
ábyrgð og miðla reynslu til ann-
arra systkina.
Frekari upplýsingar eru veittar
á skrifstofu Foreldrafélagsins og
Styrktarfélags vangefinna í síma
461-2279. Enn er hægt að skrá sig
á námskeiðið „og eru systkini fatl-
aðra hvött til að nýta sér þetta
tækifæri", segir í frétt frá aðstand-
endum námskeiðsins.
Skákfélag Akureyrar:
Rúnar sigurvegari á
Páskahraðskákmótinu
Skákmenn hafa ekki setið auð-
um höndum um páskana og hjá
Skákfélagi Akureyrar var keppt
á Páskahraðskákmóti þar sem
veitt voru páskaegg í verðlaun.
Rúnar Sigurpálsson bar sigur úr
býtum með 12 vinninga af 14
mögulegum.
Hart var barist á Páskahrað-
skákmótinu því Þórleifur K.
Karlsson var aðeins hálfum vinn-
ingi á eftir Rúnari, fékk 11,5 vinn-
inga. I þriðja til fjórða sæti urðu
svo Ólafur Kristjánsson og Smári
Ólafsson með 11 vinninga.
I flokki 15 ára og yngri hlaut
Egill Öm Jónsson stærsta páska-
eggið eftir aukakeppni við Stefán
Bergsson sem varð 2. Sverrir Arn-
arsson varð í þriðja sæti.
Nýlega fór fram 15 mínútna
mót hjá Skákfélagi Akureyrar og
sigraði Ari Friðfinnsson þar, fékk
5 vinninga af 6. Smári Ólafsson
varð annar, einnig með fimm
vinninga og í þriðja sæti varð Þór
Valtýsson með fjóra vinninga.
Loks fór fram 7 mínútna mót
þann 6. apríl og þar sigraði Þór
Valtýsson með 12,5 vinninga af
14.1 öðru sæti varð Magnús Teits-
son með 12 vinninga og í þriðja
sæti varð Jón Ámi Jónsson með
11 vinninga. JÓH
Skákfélag Akureyrar:
Atskákkeppní
hefst í kvöld
í kvöld kl. 20 hefst í Skákheimil-
inu að Þingvallastræti 18 helgar-
mót í atskák. Tefldar verða
þrjár umferðir en það ræðst af
ijölda keppenda hvenær næstu
umferðir fara fram.
Veitt verða peningaverðlaun til
þeirra sem skipa þrjú efstu sæti en
auk þess verða hefðbundin verð-
laun. Verðlaunapeningar eru fyrir
þrjú efstu sætin í flokki 15 ára og
yngri. JÓH
Ódýrt - Ódýrt
V
1. flokkur Eik nature 14 mm ........ 3.070 kr. stgr.
2. flokkur Eik nature 14 mm ........ 2.890 kr. stgr.
2. flokkur Beyki nature 14 mm ........ 2.780 kr. stgr.
2. flokkur Birki rustic 14 mm .........2.680 kr. stgr.
2. flokkur Merbau 14 mm ........ 3.300 kr. stgr.
& BVSGINGAIIÖRUR
LONSBAKKA•601 AKUREYRI
mr 463 0321,463 0326, 463 0323
Gólfefnadeild
Sími 463 0324