Dagur - 30.04.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 30. apríl 1996
Arkitektasamkeppni um hönnun og skipulag Háskólans á Akureyri:
Starfshópur tekur endanlega ákvörðun
Eins og kom fram í Degi sl.
laugardag var það niðurstaða
dómnefndar í samkeppni um
hönnun og skipulag Háskólans á
Akureyri á Sólborgarsvæðinu,
að engin til'aga hlyti fyrstu verð-
laun, en aftur á móti skyldu
tvær tillögur hljóta önnur verð-
laun. Leggur dómnefnd til að
starfshópur menntamálaráð-
herra velji aðra 2. verðlauna til-
löguna til frekari útfærslu.
í dómnefnd voru tilnefndir af
menntamálaráðherra Þorsteinn
Gunnarsson, rektor Háskólans á
Akureyri, formaður, Þórhallur
Arason, skrifstofustjóri í fjármála-
ráðuneytinu, og Örlygur Geirsson,
skrifstofustjóri í menntamálaráðu-
neytinu. Tilnefndir af Arkitektafé-
lagi íslands voru Baldur Ó. Svav-
arsson, arkitekt, og Egill Guð-
mundsson.
I samkeppnislýsingu vakti
dómnefnd sérstaklega athygli á
eftirfarandi þáttum:
1. Háskólinn á Akureyri er ung
stofnun og í stöðugri uppbygg-
ingu. Mikilvægt er að hönnunin
feli í sér sveigjanleika og mögu-
leika á viðbyggingum og/eða ný-
byggingum eftir því sem háskól-
inn vex og þarfir hans eða sam-
starfsstofnana breytast.
2. Lögð er áhersla á heiidar-
lausn verkefnisins sem sameinar
grunnhugmynd, innra skipulag,
aðlögun að núverandi byggingum,
útlit og umhverfi.
3. Háskólasvæðið er hugsað
sem hluti af almennu útivistar-
svæði Akureyrarbæjar.
4. Við hönnun nýbygginga(r)
og heildarskipulag háskólasvæðis-
ins ber eftir því sem við á að hafa
hliðsjón af formi og gerð éldri
húsa og staðsetningu þeirra í land-
inu.
Kynning á samstarfsáætl-
unum Evrópusambands-
ins á sviði menningarmála
Kynningarfundur um samstarfsáætlanir ESB á sviði
menningarmála verður haldinn í fundarsal mennta-
málaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 4. hæð, þriðjudag
30. apríl nk. kl. 16.
Eftirtaldar samstarfsáætlanir, sem íslendingar fá aðild
að á grundvelli EES-samningsins, verða kynntar:
„Ariane", sem hefur að markmiði að auka samvinnu
aðila á sviði bókmenna.
„Kaleidoscope", sem tekur til samstarfsverkefna á
ýmsum sviðum lista og menningar í Evrópu.
„Raphael", sem snýr að varðveislu menningararfsins,
samstarfi safna og fagfólks á því sviði.
Fundurinn er öllum opinn og munu upplýsingar og
umsóknareyðublöð um styrki liggja frammi.
Menntamálaráðuneytið,
24. apríl 1996.
AKUREYRARBÆR
Grasafræðingur/
Líffræðingur
Umhverfisdeild Akureyrarbæjar auglýsir laust til
umsóknar starf grasafræðings/líffræðings við
Lystigarð Akureyrar.
Starfið felst m.a. í umsjón með plöntusafni garðsins.
Umsjón með fræsöfnun og fræskiptum við erlendar
og innlendar stofnanir, ritstýrir frælista, plöntuskrám
og öðrum bæklingum og upplýsingaritum sem gefin
eru út á vegum Lystigarðsins.
Grasafræðilegar rannsóknir, bæði sjálfstætt og í
samvinnu við aðra eru hluti af starfinu.
Starfinu fylgir verkstjórn yfir sumarið og staðgengils
starf forstöðumanns Lystigarðsins.
Ráðið verður í starfið frá 1. júlí 1996.
Upplýsingar um starfið gefa umhverfisstjóri Akureyr-
arbæjar í síma 462 5600 og starfsmannastjóri í
síma 462 1000.
Umsóknarfrestur er til 10. maí nk.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur-
eyrarbæjar í Geislagötu 9, Akureyri.
Starf sman nastjóri.
H
i
Hér eru höfundar þeirra tveggja tillagna sem fengu önnur verðlaun ásamt Þorsteini Gunnarsyni, háskólarektor, og
Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra. Mynd: BG
5. Við hönnun bygginga skal
fylgt kostnaðargát og stefnt að
lægri verktakakostnaði en 500
milljónum króna.
6. Allur frágangur bygginga
skal vera vandaður, ekki síst hvað
varðar ýmsa þætti sem hafa áhrif á
viðhaldskostnað.
Ellefu tillögur bárust í sam-
keppnina. Höfundar þeirra voru
eftirfarandi:
1. Hugverk hönnunarþjónusta -
Stefán Ingólfsson, arkitekt.
2. HJ teiknistofa Akureyri -
Birgir Jóhannsson, arkitekt, Bragi
Blumenstein, arkitekt, Einar ÓI-
afsson, hönnuður, Halldór Jó-
hannsson, landslagsarkitekt, og
Sveinn Traustason.
3. Finnur Björgvinsson, arki-
tekt, og Hilmar Þór Björnsson,
arkitekt.
4. Sigurður Gústafsson, arki-
tekt.
5. Kanon arkitektar ehf. - Hall-
dóra Bragadóttir, arkitekt, Helgi
B. Thóroddsen, arkitekt, og Þórð-
ur Steingrímsson, arkitekt.
6. Ölöf Flygenring, arkitekt,
Jon Nordstein, arkitekt, og Ævar
Harðarson, arkitekt.
7. Ólafur Tr. Mathiesen, arki-
tekt, Kím sf. - Ami Kjartansson,
arkitekt, Sigbjöm Kjartansson,
arkitekt, Gláma sf. - Jóhannes
Þórðarson, arkitekt, og Sigurður
Halldórsson, arkitekt.
8. Ormar Þór Guðmundsson,
arkitekt, Örnólfur Hall, arkitekt,
Garðar Guðnason, arkitekt, Öm
Sigurðsson, arkitekt, og Yngi Þór
Loftsson, landslagsarkitekt.
9. Guðfinna Thordarson, arki-
tekt, Thomas J. Stankiewicz, arki-
tekt.
10. Finnur Birgisson, arkitekt,
Gísli Kristinsson, arkitekt, og Páll
Tómasson, arkitekt. Allir eru þeir
frá Akureyri.
11. Kolbrún Ragnarsdóttir,
arkitekt.
Eins og áður segir fengu tvær
tillögur önnur verðlaun og búist er
við að önnur þeirra verði endan-
lega fyrir valinu til útfærslu.
Tillaga Sigurðar
Önnur þessara tillagna er hug-
mynd Sigurðar Gústafssonar. Um
hana segir dómnefnd að heildaryf-
irbragð hennar sé sannfærandi.
Hún ber að mati dómnefndar með
sér tíðarandann, er létt og nútíma-
leg og horfir til framtíðar. Hug-
myndin feli í sér ákveðna og sýni-
lega aðgreiningu eldri bygginga
og nýbygginga í formi og efnis-
vali. Innra skipulag segir dóm-
nefnd að byggi á tengibyggingum
milli nýbygginga og eldri bygg-
inga. Hins vegar er tekið fram að
tengsl deilda og sérrýma séu yfir-
leitt vel leyst. Gönguleið frá and-
dyri háskólans til bókasafns sé
ekki viðunandi enda gengið í
gegnum matsal nemenda. „Sam-
notarými nemenda milli kennslu-
byggingar og rannsóknarrýma er
skemmtilega leyst með afgerandi
hallandi vegg og gefur fyrirheit
um líflegt rými og er einnig í rök-
réttum tengslum við aðrar eining-
ar háskólans." í áliti dómnefndar
kemur fram að byggingakostnaður
miðað við þessa tillögur Sigurðar
Gústafssonar sé áætlaður yfir
meðallagi.
Tillaga fimmmenninganna
í umsögn dómnefndar um tillögu
arkitektanna Ólafs Tr. Mathiesen,
Árna Kjartanssonar, Sigbjöms
Kjartanssonar, Jóhannesar Þórðar-
sonar og Sigurðar Halldórssonar,
sem einnig hlaut 2. verðlaun, segir
að heildaryfirbragð tillögunnar sé
mjög sannfærandi og vel unnið.
Hún sýni einkar áhugaverða heild-
armynd af háskólasvæðinu og
möguleikum á framtíðaruppbygg-
ingu skólans. Hún gefi fyrirheit
um byggingar sem myndu sóma
sér vel undir starfsemi háskólans.
Hugmyndagrunnur tillögunnar er
skýr, segir dómnefnd í umsögn
sinni, og byggir á nýrri aðalað-
komu um torg og innbyrðis teng-
ingu allra deilda um „innigötu".
Innra fyrirkomulag er í heildina
vel leyst, að mati dómnefndar.
Innbyrðis afstaða deilda er rökrétt,
nýr inngangur skemmtilegur og
öll yfirsýn auðveld. Ný staðsetn-
ing stjómunarrýma er góð en þarf
að skoða í samhengi við aðrar ein-
ingar háskólans. Hins vegar telur
dómnefnd að vinnurými kennara
og matstofa nemenda sé nokkuð
þröng og innra skipuiagi rann-
sóknahúss sé ábótavant í einstaka
tilfellum.
Tekið er fram að þessi tillaga
sé stór í samanburði við aðrar til-
lögur, en það helgist m.a. af því
að Stofnun Vilhjálms Stefánsson-
ar sé sett í núverandi stjómunar-
rými háskólans og sundlaugarrými
sé óbreytt.
„Tillagan eins og hún er sýnd
með Stofnun Vilhjálms Stefáns-
sonar og nýju rými fyrir stjómun-
arálmu er of stór miðað við upp-
gefna húsrýmisáætlun. Samkvæmt
stærðarútreikningum ráðgjafa er
hún stærri en fram kemur í gögn-
um. Höfundur gerir grein fyrir
aukinni stærð og bendir á aðra
valkosti, sem minnka tillöguna
töluvert. Heildarbyggingarkostn-
aður yrði samt sem áður verulegur
og kom það fram á heildarmati til-
lögunnar.“
Sýning á tillögunum á Sólborg
Vert er að geta þess að almenningi
gefst kostur á að kynna sér allar
11 tillögumar sem sendar voru
inn. Þær eru til sýnis á Sólborg í
dag kl. 17-22, á morgun kl. 14-
17, á fimmtudag og föstudag kl.
17-22 og um næstu helgi, laugar-
dag og sunnudag, kl. 14-17 báða
dagana. Full ástæða er til að
hvetja fólk til að kynna sér þær
hugmyndir sem arkitektamir
lögðu fram óþh
Ferð á vélsleðahátíð til Svíþjóðar
í byrjun júní verður boðið upp á
þriggja daga ferð á mikla vél-
sleðahátíð, sem haldin verður í
Umeá í Svíþjóð, Hay Days
Skandinavia. Áðal hvatamaður
að henni er Sigurður Baldursson
á Akureyri, vélsleðamaður með
meiru.
Vélsleðavertíðin hefur verið stutt
hjá frændum okkar í Svíþjóð og
ætla þeir að bæta úr því með fyrr-
nefndri hátíð, sem á sér fyrirmynd í
Bandaríkjunum. Meðal þess sem
þarna verður í boði er formleg
kynning á 1997 árgerðinni af vél-
sleðum, spymukeppni á grasi, á
annað hundrað aðilar kynna og selja
vörur tengdar vélsleðum, sýning á
sérsmíðuðum vélsleðum, hljómleik-
ar og ýmsar fleiri uppákomur.
Flogið verður með beinu flugi
frá Reykjavíkurflugvelli með nýrri
vél íslandsflugs föstudagsmorgun-
inn 7. júní og til baka frá Umeá á
sunnudag. Lent verður í Reykjavík
um kl. 21 á sunnudagskvöld. Farar-
stjóri verður Sigurður Baldursson,
sem búið hefur í Umeá og mun vera
nokkuð sleipur í sænsku. Hann veit-
ir allar nánari upplýsingar í s. 854-
5313 og 462-2777. í boði eru 35
sæti og verða menn að bóka fyrir
10. maí. HA