Dagur - 01.06.1996, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Laugardagur 1. júní 1996
Sjómannadagsblað
Austurlands 1996:
Kemur út
ídag
í dag, laugardag, kemur út Sjó-
mannadagsblað Austurlands
1996, sem er 100 blaðsíður að
stærð og eru í því á annað
hundrað Ijósmyndir.
Að vanda er efni blaðsins
fjölbreytt og kemur frá nær
öllum þéttbýliskjömum á
Austurlandi og víðar að.
Greinahöfundar eru um 20
talsins.
Meðal efnis má nefna: Hug-
leiðingu og „söguskoðun“
spakvitringa eftir Vilhjálm
Hjálmarsson, Mjóafirði, „Sjó-
sókn - minnisgreinar um sjó-
sókn í Vopnafirði á 19. öld“
eftir Gunnar Sigmarsson á
Vopnafirði, „Njósnarinn“ í
Neskaupstað - frásögn Óskars
Bjömssonar í Neskaupstað,
„Fyrsta vertíð Loðnuvinnsl-
unnar hf. á Fáskrúðsfirði" -
eftir Magnús Ásgrímsson á Fá-
skrúðsfirði, „Veiðar úr van-
nýttum fiskistofnum" - eftir
Bjöm Bjamason Reykjavík,
„Kveðja til sjómanna" - eftir
Þorstein Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, „Sjóstangaveiði" -
eftir Pálma Stefánsson í Nes-
kaupsstað, „Úr reynsluheimi
viðvanings“ - eftir sr. Bryn-
hildi Óladóttur, Bakkafirði,
„Gamlir bátar“ - eftir Guð-
mund Sveinsson, Neskaupstað,
„Sjóferðasaga“ eftir Vilhjálm
Einarsson á Egilsstöðum,
„Pistill af pilti“ eftir Pjetur St.
Arason á Egilsstöðum, „Smá-
saga“ eftir Guðjón Sveinsson á
Breiðdalsvík, „Sögur af Jósa-
fat Hinrikssyni, athafnamanni í
Reykjavík", „Smygl á Fá-
skrúðsfirði“, Á síldveiðum
1939“ - eftir Hávarð Berg-
þórsson á Eskifirði o.fl.
Utan Austurlands verður
blaðið selt í verslunum Ey-
mundsson í Reykjavík og
bókaverslunum á Akureyri,
Húsavík, Vestmannaeyjum,
ísafirði og víðar. Um prentun,
litgreiningu og umbrot sá
Skákprent í Reykjavík. Rit-
stjóri er Kristján J. Kristjáns-
son í Neskaupstað. óþh
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 2080
Listviðburðír á Akureyri
firá Listahátíð í Reykjavík
Femir tónleikar verða á Akureyri
nú í fyrri hluta júnímánaðar þar
sem fram koma listamenn sem
komnir eru til landsins til að vera
á Listahátíð í Reykjavík.
Fimmtudaginn 6. júní kl. 20.30
verða tónleikar ungverska píanó-
leikarans András Schiff og japanska
fiðluleikarans Yuuko Schiff. Þau
hjónin leika verk eftir J.S. Bach og
F. Schubert. Síðar það sama kvöld
eða kl. 22 leikur Sigurður Flosason
ásamt alþjóðlega jasskvintettinum.
Laugardaginn 8. júní kl. 16 verður
Fílharmoníukvartett Berlínar með
tónleika þar sem leikin verða verk
eftir J. Haydn, B. Bartok og L.v.
Beethoven. Miðvikudaginn 12. júní
kl. 20.30 leikur Den danske Trio
verk eftir N.W. Gade, Atla Heimi
Sveinsson, H.H. Nordström og D.
Shostakovich. Allir tónleikamir
verða í Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju nema tónleikar Alþjóðlega
jasskvintettsins sem verða í Deigl-
unni.
Yuuko Shiokawa fæddist í
Tokyo, þar sem hún hóf fiðlunám
á fimmta aldursári. Hún nam síðar
hjá frægum fiðluleikurum á Vest-
urlöndum, meðal annarra Eugen
Cremer, Wilhelm Stross og San-
dor Vegh. Á 19. aldursári vann
hún til verðlauna þýsku tónlistar-
skólanna sem kennd eru við
Mendelsohn og í kjölfarið hélt
hún tónleika um gjörvalla Evrópu.
Hún hefur komið fram sem ein-
leikari með mörgum af frægustu
hljómsveitum veraldar. Við þau
tækifæri hefur hún leikið undir
sprota heimsþekktra hljómsveitar-
stjóra s.s. Karajans í Salzburg og
Rafaels Kubelik sem reyndar sá til
þess að hún fengi fiðlu föður síns
til afnota, en sá dýrgripur var
smíðaður af Stradivariusi árið
Þau hjónin Yuuko Schiff og András SchilT leika á tónleikum í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Þessir tónleikar eru
stórkostlegur listviðburður sem unnendur klassískrar tónlistar ættu ekki að
láta framhjá sér fara.
1715 og gengur undir gælunafn-
inu „Keisarinn“.
Ándrás Schiff fæddist í Búda-
pest og nam þar við Liszt Aka-
demíuna og síðar hjá George
Malcom í London. Verkefnaval
hans er óvenju víðfeðmt. Mest lof
hefur hlotið fyrir túlkun sína á
Bach og Mozart en nýlega flutti
hann allar Mozart sónöturnar á
tónleikum í Þýskalandi, Austurríki
og Ungverjalandi. Óhætt er að
segja að hér sé á ferðinni einn af
fremstu píanóleikurum samtíðar-
innar. András Schiff hefur m.a.
komið fram sem einleikari með
Fílharmoníuhljómsveit Vínarborg-
ar undir stjóm landa síns Sir Ge-
orge Solti og innan skamms er að
vænta ávaxta þeirrar samvinnu á
geisladiski þar sem heyra má
fyrsta píanókonsert Brahms. Auk
Fílharmoníukvartett Berlínar kem-
ur fram á tónleikum í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju laugardag-
inn 8. júní.
glæsilegs ferils sem einleikari hef-
ur hann átt gjöfult samstarf við
stórsöngvara á borð við Peter
Schreier og Cecilia Bartoli.
I Fílharmoníukvartett Berl-
ínar eru fiðluleikaramir Daníel
Stabrawa óg Christian Stadel-
mann, Neithard Reisa lágfiðlu-
leikari og Jan Diesselhorst selló-
leikari. Þeir em leiðandi hljóð-
færaleikarar úr Fílharmoníusveit
Berlínar. Kvartettinn hefur um
árabil getið sér gott orð víða um
heim fyrir framúrskarandi flutning
á kammerverkum. Hann einskorð-
ar sig ekki við ákveðinn stíl eða
stefnu heldur leitar stöðugt nýrra
leiða til að kalla fram eiginleika
tónverkanna hverju sinni af ná-
kvæmni og fádæma snilld.
Bak við nafnið Den danske
Trio felast nöfn þriggja tónlistar-
manna sem markað hafa djúp spor í
danskt tónlistarlíf, en þeir eru Rosa-
lind Bevan, píanóleikari, Bjame
Hansen, fiðluleikari, og Svend
Winslpv, sellóleikari. Listamenn-
imir höfðu starfað saman af og til í
mörg ár en stofnuðu síðan Den
danske Trio árið 1993 með aðsetur í
Óðinsvéum. Tríóið blandar gjaman
saman eldri tónlist og nútímatónlist
og hefur flutt margar perlur eftir
klassísk tónskáld og pantar verk frá
núlifandi tónskáldum.
Á tónleikum Sigurðar Flosa-
sonar og Alþjóðlega jasskvin-
tettsins verður flutt ný tónlist fyrir
jasskvintett eftir Sigurð. Daginn
eftir verða þeir félagar með tón-
leika í Reykjavík en í kjölfar þess-
ara tónleika mun hljómsveitin
hljóðrita geisladisk með sama efni
fyrir Jazzís útgáfuna. Sigurður
hefur valið fjóra meðleikara sem
allir eru þekktir í heimalöndum
sínum og víðar.
TÓNLIST
Ádegí
jazzins
Alþjóðlegi jazzdagurinn var 25.
maí. 1 tilefni dagsins var efnt til
ánægjulegs tónlistaratburðar á Ak-
ureyri. Fjórir tónlistarmenn, sem
komið hafa mjög við sögu í jazzi í
bænum og víðar á undanfömum
árum, þeir Karl Olgeirsson, píanó-
leikari, Gunnar Ringsted, gítar-
leikari, Jón Rafnsson, bassaleikari
og Karl Petesen, trommuleikari,
komu saman á Café Olsen við
Ráðhústorg og fluttu jazz frá
klukkan 13:00 til 15:00.
Þessir tónleikar voru með sér-
stökum hætti. Félagarnir fjórir
hugsuðu sér ekki að vera einir um
flutning. Þeir vildu fá sem flesta í
lið með sér. I fréttatilkynningu,
sem þeir sendu frá sér, skomðu
þeir á áhugamenn um jazz að
mæta á staðinn og njóta tónlistar-
innar, en ekki síður að taka þátt í
flutningi hennar. Á nokkra var
skorað með nafni, en því miður
birtist fréttatilkynningin ekki í því
formi, heldur sem almenn áskor-
un. Nokkrir urðu þó við kallinu og
má þar nefna saxafónleikarana
Wolfgang Frosta Sahr og Ingva
Vaclec Alfreðsson og söngkonuna
Ingu Eydal.
Undirritaður hafði því miður
ekki tækifæri til þess að vera við
tónleikana alla, en náði þó vel
lokahluta þeirra. Forsprakkarnir
fjórir fóru á kostum. Píanóleikar-
inn Karl Olgeirsson var í stuði og
tók hverja fagursyrpuna af annarri
á hljómborðið. Hugmyndir Karls í
sólóspuna eru oft djarflegar. Hann
hefur það fyrir hátt að ráðast á
garðinn þar sem hann kemur að
honum og tekst langoftast að gera
bæði skemmtilega og forvitnilega
hluti. Gítarleikarinn, Gunnar
Ringsted, átti ekki síður fallegan
leik. Hann var heldur hóflegri í
spuna sínum en falleg tök hans á
gítarinn sýndu ljóslega getu hans á
hljóðfærið. Jón Rafnsson skóp
traustan bassagrunn í leik þeirra
félaga og átti nokkur falleg sóló,
en hefði á stundum mátt spinna
lengur til þess að hitna enn frekar.
Trommuleikarinn Karl Peterson
sló taktinn á fjölbreyttan hátt og
gætti sín jafnan vel á því að yfir-
gnæfa ekki. Yfir öllum leik þeirra
félaga sveif hinn sanni jazzandi;
andi lífsgleði og þess fjörs og
þeirrar sköpunar, sem einkennir
jazz, þegar hann er leikinn af
fingmm fram og verður til sem
tjáning stundarinnar.
Saxafónleikaramir Wolfgang
Frosti Sahr og Ingvi Vaclec Al-
freðsson hafa tekið miklum fram-
fömm síðan undirritaður heyrði þá
síðast. Jazztilfinnning þeirra hefur
dýpkað og leikur þeirra er fyrir
vikið orðinn innlifaðri og jazz-
ískari en fyrr. Þeir félagar Ieika í
sveitinni Akurjazz. Tími er kom-
inn til þess, að hún láti frá sér
heyra, svo að njóta megi hennar
allrar.
Inga Eydal söng þrjú lög: It’s
only a Paper Moon, There will ne-
ver be another You og There is no
Greater Love. Inga Eydal á vissu-
lega létt með það að tjá sig í söng
og er túlkun hennar í jazzsöng
þægilega dökk. í henni - einkum í
fyrsta laginu - virtist bregða
skemmtilega fyrir lítils háttar
áhrifum frá Janis Joplin. Þessir
tónleikar voru ánægjulegir og
vekja löngun í meira af sama tagi.
Aðstaðan á Café Olsen er mjög
bærileg til tónlistarflutnings af
þessu tagi. Vonandi verður þess
ekki langt að bíða, að framvarðar-
sveit jazzista á Akureyri endurtaki
uppákomuna eða efni til annars
tónlistaratburðar af svipuðu tagi.
Haukur Ágústsson.
Heilræði
Kaffihlaðborð
Verið velkomin í sunnudagskaffið í sumar, á
milli kl. 14.30 og 17.00.
Gisting - góður staður fyrir afmæli
og minni samkomur.
Gistiheimilið Engimýri í Öxnadal,
sími 462 6838.
TIL SÖLU
er jörðin Keldur í Sléttuhlíð í Skagafirði ef viðun-
andi tilboð fæst. Á jörðinni er lítið íbúðarhús ásamt
bátaskýli.
Hlunnindi: Reki og silungsveiði í sjó og Sléttuhlíðar-
vatni.
Nánari upplýsingar veita Stefán í síma 462 2295 og
Sævar í síma 462 2868 á kvöldin og um helgar.
Hestamenn!
Verið vel á verði þar sem ökutæki eru
á ferð. Haldið ykkur utan fjölfarinna
akstursleiöa. Stuðlið þannig að auknu
umferðaröryggi.