Dagur - 03.07.1996, Blaðsíða 1
79. árg.
Akureyri, miðvikudagur 3. júlí 1996
123. tölublað
Skandia
Æl Iifandi samkeppni
W - lœgri iðgjöld
Geislagötu 12 • Sími 461 2222
Heyskapur yfirleitt hafinn á Norðurlandi vestra:
Einstök heyskapartíð
eftir góða sprettudaga
Heyskapur er yfirleitt kominn
vel af stað á Norðurlandi
vestra og er gras sumstaðar að
nálgast að vera úr sér sprottið,
sögðu þeir ráðunautar búnaðar-
sambanda, sem Dagur ræddi við
í gær. Þá er sláttur hafinn í
Fljótum, einni snjóþyngstu sveit
landsins og er það mánuði fyrr
en síðasta sumar.
„Sláttur hér í Skagafirði er al-
mennt kominn á fulla ferð og síð-
ustu tvo daga hafa menn verið á
fullu í heyskap. Ég býst við að
menn reyni að ljúka fyrri slætti
núna í vikunni ef tíðin verður
góð,“ sagði Jóhannes Ríkharðs-
son, ráðunautur hjá Búnaðarsam-
bandi Skagafjarðar. Hann sagði að
sfðustu tíu daga hefði verið ein-
stök sprettutíð á Norðurlandi
vestra; úrkoma og um fimmtán
stiga hiti og hefði gróður því
sprottið svo vel að dagamunur
hefði sést. Síðan hefði verið úr-
komulaust frá því á sunnudag og
heyskapartíð því einstök.
„Hér í Húnavatnssýslu eru
menn yfirleitt byrjaðir að slá, þótt
verið gæti að á einstaka bæ séu
menn ekki farnir af stað. Það er
kannski helst úti á Skaga sem
menn eru ekki byrjaðir,“ sagði
Guðbjartur Guðmundsson, ráðu-
nautur hjá Búnaðarsambandi
Austur-Húnvetninga. Hann sagði
sprettu hafa verið einstaka síðustu
daga og tún nú óðum vera að
nálgast að vera úr sér sprottin. Að
mati Guðbjarts er á milli 60 til
70% heyfengs húnvetnskra bænda
verkaður í rúllubagga.
„Sláttur hér hefst mánuði fyrr
en síðasta sumar,“ sagði Gunnar
Steingrímsson, bóndi í Stórholti í
Fljótum, en hann hóf slátt um síð-
ustu helgi. Hann sagði sprettu þó
ekki vera nema í meðallagi og
hann telur að almennt hefjist slátt-
ur á þessum slóðum ekki fyrr en
um helgina. Þótt tíðarfar í Fljótum
hafi verið einstaklega gott á vor-
mánuðum segir Gunnar að þurrkar
hafi heft sprettu umtalsvert og
jörð hafi brunnið. -sbs.
Hjónavígsla í lundi við Möðruvallakirkju:
Hefði verið í óþökk prests-
ins að nota kirkjuna
Síðastliðinn laugardag fór
fram hjónavígsla á Möðru-
völlum í Hörgárdal, sem er alls
ekki svo óvenjulegt, en hitt þótti
tíðindum sæta að parið var gefið
saman utandyra.
Brynjar Skúlason og Sigríður
Bjarnadóttir, sem búa í Litla-Dun-
haga, skammt frá Möðruvöllum,
höfðu í vetur leitað til annars
prests en sr. Torfa Hjaltalíns um
að gefa þau saman, og hafði það
tilfinningalegt gildi fyrir þau að
þessi ákveðni prestur gifti þau.
Þau vildu ganga í hjónaband á
Möðruvöllum, og höfðu meðal
annars ákveðið að ríða til kirkju,
og vildu því ekki gefa sig með
staðarvalið þegar í ljós kom að sr.
Torfi Hjaltalín Stefánsson var
ekki ýkja hrifinn af ráðagerðum
þeirra um að fá annan prest til
starfans.
„Torfi var úti í námsleyfi í vet-
ur þegar við vorum að skipuleggja
þetta og því báðum við sr. Gunn-
laug Garðarsson um leyfi til að
nota kirkjuna, og gerði hann það,
með fyrirvara um hvað
myndi segja þegar hann kæmi
heim. Bæði Gunnlaugur og prest-
urinn sem ætlaði að gifta okkur
töluðu síðan við Torfa og mér
skilst að hann hafi neitað þeim um
kirkjuna, svo við fórum sjálf og
ræddum við hann,“ sagði Sigríður
Bjamadóttir í gær. „Hann neitaði
okkur ekki í sjálfu sér, en sagði að
það yrði í óþökk sinni og viidi
hvorki svara játandi eða neitandi.
Við áttum alls ekki von á þessu,
því hann hafði sagt áður en hann
fór út að hann myndi ekki standa í
vegi fyrir því að aðrir prestar
fengju að nota kirkjuna. Kannski
er þetta bara í fyrsta skipti sem
reynir á það.“
- segir brúöurin, Sigríður Bjarnadóttir
Jón Helgi Þórarinsson gaf þau Brynjar Skúlason og Sigríði Bjarnadóttur saman í lundi norðan við Möðruvalla-
kirkju á laugardaginn, þar sem ekki fékkst leyfi hjá sr. Torfa til að nota kirkjuna. Mynd: Þóroddur Sveinsson
Þegar ljóst var að málið væri
komið í hnút sagðist presturinn
sem Sigríður og Brynjar höfðu
beðið um að gefa sig saman ekki
geta gert það. Þau leituðu því til
sr. Jóns Helga Þórarinssonar, á
Dalvík.
„Við vildum ekki að Torfi gifti
okkur, eftir hans framkomu, og
fengum því sr. Jón Helga til að
gifta okkur í lundi norðan við
kirkjuna, en Torfi hafði boðið
okkur að gefa okkur saman sjálfur
í kirkjunni. Sjálfsagt hefðum við
getað fengið lykil að kirkjunni og
farið inn í hana á laugardaginn, en
okkur fannst það ekki þess virði
eftir það sem á undan var gengið.
Við vildum heldur ekki gefa okk-
ur með staðarvalið, því við vorum
löngu búin að ákveða þetta og
ýmislegt í undirbúningnum valt á
því að við gætum gift okkur á
Möðruvöllum, og valið á prestin-
um upphaflega var af persónuleg-
um ástæðum."
Sigríður sagði athöfnina hafa
verið mjög notalega og minnis-
stæða þrátt fyrir allt. „Það byrjaði
að vísu að dropa þegar við riðum
af stað til Möðruvalla og hætti
ekki fyrr en við stigum af baki
heima í hlaði í Litla-Dunhaga.
Þetta var hugguleg athöfn og fal-
leg umgjörð, þannig að við erum r
sjálfu sér sátt við þetta.“ shv
Kjötvinnsla KS
setur nýja vörulínu úr
dilkakjöti á markaö:
Skankar í
Skagfirð-
ingabúð
Skankar er ný vörulína,
unnin úr dilkakjöti, sem
Kaupfélag Skagfirðinga er
þessa dagana að setja á
markaðinn. Um ræðir hluta
úr bógi dilka, en þessi hluti
skrokksins hefur til þessa
ekki nýst nægilega vel. En nú
er þar að verða breyting á, að
sögn Ágústs Andréssonar,
framleiðslustjóra kjötvinnslu
og sláturhúss KS.
„Við hugsum þetta sem
mótvægi við ýmsa skyndibita-
rétti, s.s. kjúklinga. Matreiðsla
þeirra og skankanna er ekki
óáþekk. Hvorutveggja er steikt
í ofni með snúningshjóli og
hefur Félag sauðtjárbænda í
Skagafirði boðist til að kaupa
slíkan ofn handa kaupfélaginu
til að minna á sig og fram-
leiðslu sinna félagsmanna og
jafnframt auka sölu hennar.
Við kaupfélagsmenn höfum þó
viljað bíða og sjá hvaða við-
tökur skankamir fá, áður en
við þiggjum ofninn. Nú um
helgina verða þeir í annað sinn
á boðstólum í Skagfirðingabúð
á Sauðárkróki og verði viðtök-
ur neytenda þar góðar er ekk-
ert því til fyrirstöðu að þiggja
ofninn góða og hella sér út í
markaðassetningu á þessari
vöru,“ sagði Ágúst Andrésson.
Vegna þessa verkefnis hef-
ur kjötvinnsla Kaupfélags
Skagafirðina verið í samstarfi
við RALA, sem lagt hefur til
uppskriftir að skönkum. Vöra-
þróunarstarf hefur tekið um
hálfan annan mánuð, en hug-
mynd að einhverju í þessa veru
heíur þó verið sýnu lengur til
umræðu og í bígerð hjá KS.
-sbs.
Sr. Torfi neitaði
- segir formaður
sóknarnefndar
Við ræddum þetta mál við
Torfa á sóknarnefndar-
fundi, og báðum hann að
leyfa öðrum presti að koma í
kirkjuna og gifta þau, en
hann neitaði því,“ sagði
Magnús Stefánsson í Fagra-
skógi, formaður sóknar-
nefndar.
„Torfi neitaði í raun og veru
einnig parinu urn kirkjuna, en
gerði það þannig að hann sagði
að liann leyfði ekki öðrum
prestum að fara í kirkjuna.
Vildi annar prestur fara í hana
í sinni óþökk, gæti hann ekki
stoppað það.“
Magnús staðfesti að Torfi
hefði lýst því yfir síðasta haust
að hann myndi ekki lengur
standa í vegi fyrir þvf að aðrir
prestar yrðu fengnir tilfallandi
til kirkjunnar, en segir hann
greinilega ekki standa við þá
yfirlýsingu. shv