Dagur - 03.07.1996, Blaðsíða 7
A
Miðvikudagur 3. júlí 1996 - DAGUR -7
Vinar gjöf skal virða og vel hirða segir máltækið og
það á sannarlega við um þá Jóhann Jóhannsson, togara-
sjómann frá Sigtúnum, og Eirík Bóasson, garðyrkju-
mann frá Rein í Eyjafjarðarsveit. Þeir virtu gjöf vinar
síns, Vilbergs Jónssonar landpósts í sveitinni, sem fól
það í sér að fjármagna útgáfu geisladisks með tónlist
þeirra og hafa eftir fremsta megni reynt að hirða hana.
„Þessi elliglöp í okkur, eins og við
köllum þetta uppátæki, koma
þannig til að félagar okkar fara að
hvetja okkur til að gefa eitthvað út
af þeim lögum sem við höfum
samið í gegnum árin. Maður tók
þetta nú ekki bókstaflega fyrr en
Vilberg vinur okkar býður okkur
að taka að sér að fjármagna útgáfu
geisladisks ef við værum til í að
fara í hljóðver og taka upp. Þessa
gjöf fær enginn staðist þannig að
við drifum í þessu,“ segir Eiríkur.
„Okkur þóttu þessar hugmyndir
hjá Vilberg heldur óraunhæfar í
upphafi. Það að vinir okkar og
vandamenn skyldu vera til í það
að leggja peninga í þessi elliglöp í
okkur var líka ótrúlegt. Samt drif-
um við í þessu og vorum ekkert
hræddir við það þar sem við geng-
um út frá því í upphafi að við ætl-
uðum ekki að verða frægir. Þetta
voru engir framadraumar. Aðeins
að koma þessu skammlaust á
diskinn fyrir afkomenduma," bæt-
ir Jóhann við.
Samvinna þeirra Jóhanns og
Eiríks er tilkomin í gegnum Frey-
vangsleikhúsið frá árinu 1986 og
það er út frá þeirri samvinnu sem
fleytir mér yfir erfiðustu hjallana.
Lögin sem ég öll sjálfur ásamt því
að semja nokkra texta. A disknum
eru einnig textar eftir Hannes Örn
Blandon, skipsfélaga minn Ágúst
Marinósson og eitt lagið er samið
við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk."
Semja hvor í sínu horninu
„Varðandi spilamennskuna þá hef
ég aðallega verið að spila með
þeim Freyvangshljómsveitum sem
hafa verið stofnaðar í það og það
skiptið. Ég er einnig fastráðinn í
harmonikuhljómsveitinni Þuríður
og hásetarnir," segir Eiríkur.
„Hljómsveitareynsla mín er hins
vegar til komin úr grínhljómsveit-
um sem stofnaðar hafa verið um
borð og hafa komið fram opinber-
lega í nokkur skipti eins og á sjó-
mannaballi og árshátíðum. Það er
ofsalega gaman að standa í þessu
út á reginhafi og mér fannst það
ansi merkilegt á æfingu hjá einni
slíkri hljómsveit þegar 10 karlar af
26 manna áhöfn voru famir að
troðast inn í einn klefann til þess
að vera með. Þetta heldur manni
gangandi í löngum túrum,“ segir
Jóhann.
◄ Félagarnir Eiríkur Bóasson,
til vinstri, og Jóhann Jóhanns-
son.
magna diskinn og við erum því
fólki sem hefur lagt okkur lið
ákaflega þakklátir," segir Eiríkur.
Og hann heldur áfram: „Við byrj-
uðum 15. mars að vinna við disk-
inn og ætlunin er að hann komi út
í byrjun júlí. Við erum löngu hætt-
ir að hugsa um það að halda ein-
hverja útgáfutónleika, þó það
hefði verið rosalega gaman, því
það eru svo margir sem standa að
útgáfunni að það er illmögulegt að
ná öllum saman. Það er því engin
herferð í gangi varðandi kynn-
ingu. Við munum bara reyna að
beita öllum mögulegum aðferðum
við að selja diskinn. Takmarkið
hjá okkur er að ná upp í kostnað-
inn svo við sjáum vini og vanda-
menn sem fjármagna þetta fá sitt
til baka.“
Aðspurðir um velgengni segir
Eiríkur að þeir viti ekkert. „Vel-
gengni er gjörsamlega óþekkt
stærð. Við vitum ekkert hvar við
komum til með að standa vinsæld-
arlega og spilunarlega séð.“ „Við
teljum okkur bara lúsheppna ef
við náum upp í kostnaðinn,“ bætir
Jóhann við. „Annars eru þetta
bara elliglöp í okkur og gaman að
hafa tækifæri til þess að kynnast
öllu því ferli sem fylgir því að
koma svona útgáfu af stað. Við
hugsuðum þetta til þess að eiga í
ellinni. Það er engin önnur speki á
Engin alvarleg undiralda
hugmyndin að sameiginlegri út-
gáfu á tónlist þeirra kviknar. „Við
ákváðum að hjálpast að við að láta
drauma okkar beggja rætast, þ.e.
að gefa út eigin tónlist. Okkur
fannst gaman að eiga í ellinni al-
vöru upptökur af lögunum okkar
og dæmið var einfaldlega léttara
værum við tveir í þessu," segir Jó-
hann.
Gutlarar á gítar og
hljómborð
„Ég hef verið gutlari á gítar frá 15
ára aldri og ég samdi fyrsta lagið
1972-3. Aðallega hefur maður
verið að kirja fyrir vini og vanda-
menn og þetta þróast út frá því án
þess að vera eitthvað markvisst.
Ég sem enga texta sjálfur, bara
lögin og oft er það þannig að ég
sem lög við Ijóð sem höfða til
mín. Á disknum eru 2 ljóð eftir
Laxnes og textana við hin lögin
mín semur Emelía Baldursdóttir.
„Það sama gildir um mig og
Eirík," segir Jóhann. „Maður byrj-
aði að glamra á unga aldri á fót-
stigið stofuorgel og þaðan hefur
mín tónlistarkunnátta þróast. í dag
er það þannig að hljómborðið mitt
Aðspurðir að því hvort þeir
hafi verið að semja saman eða
hvor í sínu lagi segir Eiríkur að
þeir hafi alfarið verið að semja
hvor í sínu horninu. „Við förum
einnig mjög ólíkar leiðir í tónlist-
inni og aðhyllumst sitt hvora tón-
listarstefnuna. Ég er aðallega í því
að spila alþýðutónlist og ljóðatón-
list en Jonni sér um poppið." Jó-
hann samsinnir því. „Já, það má
kalla þetta popp, þetta er samt ansi
blandað og alger grautur.“
Hver snillingurinn á
fætur öðrum
Þegar undirbúningur hófst fyrir al-
vöru að útgáfu geisladisksins má
segja að viðbrögð tónlistarmann-
anna sem Jóhann og Eiríkur leit-
uðu til hafi ekki látið á sér standa.
„Við fengum til liðs við okkur
hvern snillinginn á fætur öðrum,
fengum í raun alla sem við vildum
og það var enginn sem sagði nei.
Fyrstan er náttúrulega að nefna
Kristján Edelstein sent sá um upp-
tökuna, ásamt því að útsetja öll
lögin, spila á gítar og hljómborð.
Aðrir sem spila með okkur eru
einnig frábærir tónlistarmenn. Það
Kór Akureyrarkirkju í Kanada:
Góðar móttökur
- segir Bryngeir Kristinsson
Kór Akureyrarkirkju er nú á hálfs
mánaðar ferðalagi í Kanada og
söng í gær á fjórðu og síðustu tón-
leikunum í ferðinni í Vancouver.
Formaður kórsins sagði í samtali
við blaðið fyrir helgi að ferðin
hafi gengið vel.
„Ferðin hefur gengið alveg
framar vonum og aðsókn að tón-
leikunum verið frekar góð,“ sagði
Bryngeir Kristinsson, formaður
Kórs Akureyrarkirkju, skömmu
áður en haldið var yfir Klettafjöll-
in áleiðis til Vancouver.
„Þetta hefur gengið eins og
best verður á kosið og móttökum-
ar hafa verið mjög góðar. Það er
gaman að hitta hér fólk sem hefur
búið hér alla sína ævi en talar
mjög góða íslensku. Hjá þessu
fólki eru mjög sterk bönd til ís-
lands og það ræktar þessi þjóð-
ræknistengsl með því að fylgjast
með hvað er að gerast heima á ís-
landi. Við höfum verið að fá alls
kyns spurningar um fólk heima á
Islandi og höfum stundum lent í
vandræðum með ættfræðina,“
sagði Bryngeir.
Á fimmtudag heldur kórinn
heim á leið og kemur til Keflavík-
ur á föstudagsmorgun. JÓH
er eins með söngvarana. Pálmi
Gunnarsson, Óskar Pétursson,
Erna Gunnarsdóttir, Ingólfur Jó-
hannsson, Júlíus Guðmundsson og
Þórhildur Örvarsdóttir syngja fyrir
mig og sjálfur syng ég eitt lag til
þess að vera með þar sem ég spila
ekkert sjálfur á diskinum," segir
Jóhann. „Ég setti mér upp óska-
lista áður en við byrjuðum og sá
listi gekk upp hundrað prósent. Ég
fékk Óskar Pétursson og Huldu
Björk Garðarsdóttur til að syngja
saman eitt lag, síðan flytja Hulda
Björk, Þórhildur Örvarsdóttir og
Berglind Björk Jónasdóttir hver
sitt lagið, Kristjana og Hjörleifur
úr Tjarnarkvartettinum syngja eitt
lag og sjálfur er ég með eitt,“ seg-
ir Eiríkur.
Engin speki á bak við þetta
Útgáfan er algerlega í höndum Jó-
hanns og Eiríks. „Við stöndum
sjálfir í þessu öllu saman. Það er
enginn útgefandi sem tekur okkur
upp á sínar herðar. Annars er það
Vilberg sem er prímusmótorinn
og upphafíð í þessu í öllu saman
og það er hann sem fjármagnar
þetta. Við höfurn ekki komið ná-
lægt þessu og fréttum bara af því
um daginn að búið væri að fjár-
bak við þessa plötu,“ segir Eirík-
ur.
Tónlistin sáluhjálparatriði
Áhrif tónlistarinnar á líf þeirra fé-
laganna leynir sér ekki. „Tónlistin
gefur manni svo mikið, hún getur
bæði verið róandi ásamt því að
halda manni gangandi," segir
Eiríkur. Jóhann samsinnir því og
bætir við: „Fyrir mig er þetta al-
gert sáluhjálparatriði úti á sjó. Ég
kæmist ekki af án tónlistarinnar.
Þegar ég er alveg að farast úr
heimþrá þá sest ég við hljómborð-
ið og sem tónlist." hbg
Umferðarhornið
Umferðarhornið - gatnamót!
Algengasta orsök árekstra og slysa á gatnamótum er sú að
Oftast er umferðarréttur/forgangur á gatnamótum til-
greindur meö umferðarmerkjum, stöðvunarskylda = A á
mynd eða biðskylda = B á mynd. I báðum tilfellum á um-
ferð annarrar götunnar forgang á umferð hinnar.
A sumum gatnamótum er umferð stjórnað með umferðar-
Ijósum = C á mynd. Vegfarendur beggja gatnanna
beygja sig þá undir stjórn Ijósanna. Bili Ijós fær önnur
gatan forgang á hina samkvæmt umferðarmerkjum.
Séu engar merkingar við gatnamót gildir meginreglan um
forgang, „hægri reglan", þ.e. að sá víkur sem hefur hinn
sér á hægri hönd = D á mynd.
Ath. að auðvitað eru engin gatnamót merkt eins og mynd
sýnir!
umferðarréttur er ekki virtur.
Akið varlega - forðist slysin
Ráðhústorgi 5 • 600 Akureyri
Sími 462 2244 • Fax 462 3631
SJOVAufluALM E N N AR