Dagur - 03.07.1996, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. júlí 1996 - DAGUR - 11
Það var samankomin fjölbreytt
flóra hunda í íþróttahöllinni á
Akureyri um síðustu helgi en þá
fór fram árleg hundasýning
Hundaræktarfélags íslands á
Akureyri. Að þessu sinni tóku
194 hundar þátt í sýningunni
eða 34 tegundir.
Súsanna Poulsen, formaður
Svæðafélags Hundaræktarfélags
íslands á Norðurlandi og fram-
kvæmdastjóri alþjóðlegu hunda-
sýningarinnar, sagði að Hunda-
ræktarfélag íslands stæði fyrir
fjórum hundasýningum á ári.
„Tvær þeirra eru alþjóðlegar, önn-
ur er haldin á Akureyri á vegum
Svæðafélags Hundaræktarfélags
íslands á Norðurlandi og hin í
Reykjavík. Einnig eru tvær meist-
arasýningar, sem veita stig til ís-
landsmeistara. Á alþjóðlegum
hundasýningum sem þessari er
dæmt eftir tegundum, kynjum og
aldri og hér geta hundar náð sér í
stig til alþjóðlegs meistara. Þeir
þurfa að ná fjórum slíkum stigum
til að teljast alþjóðlegur meistari
og það þarf að viðurkennast af al-
þjóðlegum hundaræktarsambönd-
um. Það er því alls ekki sjálfgefið
að hundur verði alþjóðlegur
meistari, það þarf viðurkenningu á
því. Þeir hundar sem eru með
þessi alþjóðlegu stig eru úrvals-
hundar, sem eru sinni tegund til
sóma.
Þar sem ekki er leyfilegt að
fara með hundana úr landi þá
þurfum við þegar við reynum að
ná inn stigunum, bæði íslensku og
alþjóðlegu, að fá dómara frá þrem
til fjórum löndum. Við náum
nefnilega ekki nema einu stigi úr
tveimur keppnum ef sænskir dóm-
árar dæma þær báðar. Dómararnir
þurfa að koma frá fjórum löndum
til að hægt sé að ná þeim fjórunr
stigum sem gilda til alþjóðlegs
meistara.“
Súsanna sagði að hundarækt
Auður Sif Sigurgeirsdóttir á tíbet spaniel. „Ég var að keppa í flokknum ung-
ir sýnendur og varð í öðru sæti. Við í fjölskyldunni sjáum um að þjálfa
hundinn en ég fer nærri því á hverjum degi út að ganga með hann. Við eig-
um fjóra hunda og þjálfuin þá saman.“ Sagan á bak við tíbet spaniel er
skemmtileg. „Þessir hundar voru í munnkaklaustrunum í Tíbet og snéru
bænahjóli munkanna. Þeir pössuðu að enginn óvelkominn kæmist inn í
klaustrið.“
Súsanna Poulsen, framkvæmdastjóri alþjóðlegu hundasýningarinnar.
Myndir: hbg
væri alltaf að batna á íslandi og
þjálfunin samfara því. Með aukn-
um innflutningi hunda til landsins
þá væri verið að stuðla að því að
efla hundarækt í landinu og koma
upp góðum stofnum. Tilgangurinn
væri því að fá góða hunda. „Áhugi
hundaeigenda er mikill og hann
eykst með hverju árinu. Hunda-
eigendur eru famir að þjappa sér
meira saman og hitta fólk með
sama áhugamál og það stuðlar
gagngert að því að efla hunda-
menningu á svæðinu.“ hbg
Katrín Friðriksdóttir á rússneskan stormhund. „Hann heitir Alinas Niccolai og er tveggja ára síðan í apríl. Hann
lofar mjög góðu og orðinn íslenskur meistari. Þar sem ég er ræktandi þá á ég foreldra hans líka. Mamma hans er frá
Tékklandi og pabbi hans frá Rússlandi.“
Þórey Egilsdóttir á pýreneahund. „Ég fékk hann frá Svíþjóð og hann er
tveggja og hálfs árs. Hann keppti í opnuin flokki og varð íslenskur meist-
ari.“
Guðríður Valgeirsdóttir á enskan springer spaniel, sem var valinn besta tík-
in, besti hundurinn og besta eintakið af springer spaniel. „Ræktunarnafnið
er Snælands-Limra, hún er ekki fædd mér heldur keypti ég hana. Hún er ís-
lenskur meistari og með tvö alþjóðleg meistarastig.“
—
AKUREYRARB/íR
ÚTBOÐ
Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í byggingu
færanlegrar kennslustofu sem staðsett verður
við Síðuskóla.
Um er að ræða 60 fermetra byggingu.
Verkið skal hafið strax eftir undirritun samnings og
skal að fullu lokið eigi síðar en 25. ágúst nk.
Útboðsgögn verða afhent á byggingadeild Akureyr-
ar, Geislagötu 9, gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Til-
boð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 11. júlí
kl. 11 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess
óska.