Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ1994
Fréttir
Geta íslendingar skipulagt stórviðburði eins og HM í handbolta?
Hamagangur með handboltahöll
September 1986:
Áhugi íslendinga á að halda HM í han
1993 kynntur á þingi IHF (Alþjóða
handknattleikssambandsins) í Senegal.i
Svíar sækjast líka eftir því.
Janúar 1987:
Tækninefnd IHF gerir kröfu um höll þar sem 7000
áhorfendur geti fylgst með.
Apríl 1988:
Stjórn IHF gerir tillögu um að íslam
árið 1995 en Svíþjóð árið 1993.
Desember 1989
Hugmyndir uppi í ríkisstjórn að hætta við HM. Jón
Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, segir tvær
síðustu ríkisstjórnir á undan þessari hafa gefið loforð
um að keppnin verði haldin. í samtölpn síayaccuyjð
ráðherra núverandi sljórnar hafi Iofo§
endurtekin.
Júlí 1992
HSÍ heimilað að halda áfram að sæjgiypi ktppnina
með það fyrir augum að haldaayÉWfcdurllættrí
Laugardalshöll þannig að hún taki 4200 áhorfendur.
Sendinefnd íslands fer á ársþing IHF í Barcelona.
Nefndin mætir andstöðu stjórnar IHF en fær það
samt í gegn að nota megi Laugardalshöll. HSI fær 20
milljónir frá ríkinu ög 10 milljónir frá Kópa vogsbæ.
September 1988:
HSÍ gefur út glæsilegan bækling á þreml
tungumálum sem kynntur er á olympíuleikunum í
Seoul pg á fundi stjórnar IHF. í bæklingnum lýsir
Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra því
yfir að stefnt sé að byggingu íþrótta-, sýninga- og
ráðstefnuhallar í Reykjavík sem tæki 8000
áhorfendur. Lokið yrði við bygginguna nokkru áður
en mótið hæfist.
September 1988
Ríkisstjórnin lýsir fullum stuðningi við
um að halda keppnina. Höllin yrði byggð
við Reykjavíkurborg og fleiri aðiia. Annai
Matthías Á. Mathiesen, lýsir yfir í áðurnel
bæklingi að þegar komi að skipulagningu
stóratburða eins og alþjóðlegri
handknaltleikskeppni búi íslendingar yfir mikilli
þekkingu. Teikning af höllinni er í bæklingnum.
Apríl 1990
Samningur gerður milli ríkis og Kóp
byggingu ljölnota íþróttahúss sem nf
HM. Á það að kosta 664 milljónir. Þáttur ríkisins
yrði 300 milljónir, Kópavogsbæjar 310 milljónir og
íþróttafélagsins Breiðabliks 54 milljónir. Mánuði
síðar tekur nýr meirihluti við í Kópavogi og
forscndur breytast.
September 1991
HSÍ biður ríkið um 25 milljóna króna 1
verulegra fjárhagsörðugleika. Málið sel
segir að ölí gögn vanti um skipulag og
mótsins og einnig áætlun frá Kópavogs
framkvæmdir við byggingu. Gunnar Birgisson,
formaður bæjarráðs í Kópavogi, segist vilja sjá 300
milljónir frá ríkinu á fjárlög um næsta árs áður en
nokkuð er aðhafst. Málið er í hnút.
Október 1991
Kópavogur afskrifar HM-höllina. HSÍ vonast enn
eftir höll í Reykjavík. Davíð Oddsson
forsætisráðherra segir að ríkið leggi ekki krónu
meira í bygginguna en áður var rætt um og HMje
þess vegna farið fram annars staðar en ájslj
Nóvember 1993
HM 95 verður á íslandi
handknaltleikssamb
staðfestingu þess. Bre
Höllinni.
Alþjóða
ffá sér endanlega
að gera á
Maí 1994
Borginni berast tiHHÉK^Hngu íþrótta- og
sýningarhallar fyrinmnn pemng. Við nánari
skoðun borgarstarfsmanna kemur í ljós að heildar-
framkvæmdir yrðu mun dýrari en tilboðin gáfu til ,
kynna.
Júlí 1994
Efasemdir eru uppi hjá HSÍ um að höllin rúmi 4200
áhorfendur og vandræðaástandi spáð þrátt fyrir
breytingar. Viðræður í gangi milli borgar og
fjármálaráðuneytis um byggingu nýs húss.
Borgarstjóri segir að borgin geti ekki staðið ein að
framkvæmdunum og fjármálaráðherra tekur ekki
IíkIegaXþálttök.u.jíkisins..
Agúst 1
HSÍ skit
OV
í dag mælir Dagfari
Landráð ekki staðfest
Nú eftir að búið er að yfirheyra
Jón Baldvin í þrjá sólarhringa eftir
að hann kom heim frá Brussel og
Bonn hefur ekki tekist að sanna aö
hann hafi framið landráð í ferð-
inni. Ráðherrann harðneitar því að
hafa sótt um aðild að ESB, hvorki
persónulega né fyrir hönd íslands.
Ákærði hefur ekki breytt fram-
burði sínum við ítrekaðar yfir-
heyrslur en aðspurður taldi hann
að við ættum að sækja um aðild ef
Norðurlandaþjóðir fara allar inn í
Evrópubandalagið. Þar með fékkst
ráðherrann loks til að segja það
sama hér heima og hann er tahnn
hafa sagt í útlöndum eftir því sem
fréttamiðlar þar hafa greint frá.
Forystumenn andstæðinga aðild-
ar að ESB-aðild, þeir Björn Bjarna-
son og Davíð Oddsson, drógu sig til
hlés þegar Jón Baldvin kom heim
eftir að hafa gagnrýnt hann harka-
lega þá hann dvaldi í Brussel á
dögunum. Hins vegar hefur Þor-
steinn Pálsson nú blandað sér í
málið og segir þaö stofna lífi ríkis-
stjórnarinnar í hættu ef eitthvað
er svo mikið sem orðað um hugsan-
legar hugleiðingar um hvort eitt-
hvað geti réttlætt að við könnuðum
hug okkar varðandi ESB.
Eini þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins sem hefur fengist til að
tjá sig um málið er Villi í Verslun-
arráðinu, enda tjáir hann sig um
hvað sem er. Villi segist hlynntur
aðild að ESB og er þess fullviss að
fleiri þingmenn flokksins séu sama
sinnis. Þingmenn krata fara varla
að mæla gegn áhti formannsins nú
frekar en áður nema hvað Jóhanna
er auðvitað á móti og presturinn
að austan á báðum áttum að venju.
- Friður á okkar tímum, sagði
Chamberlain rétt áður en Hitler
startaði heimsstyrjöldinni síðari.
- Engin ríkisstjórn á íslandi sæk-
ir um aðild að Evrópubandalaginu
á þessari öld, sagði Jón Baldvin á
meðan hann skaust inn í forstofuna
með aöildinni að EES.
- Út í bláinn að sækja um aðild
að ESB, segir Davíð og er að pakka
ofan í ferðatösku áður en hann
heldur til fundar við Delors og aðra
toppmenn bandalagsins í Brussel.
Svona geta nú mál æxlast öllum
að óvörum. Og þó að Björn og Þor-
steinn megi ekki heyra á það
minnst að sótt verði um að komast
í himnasæluna í Evrópubandalag-
inu má vel vera að þeir verði að
éta allt saman ofan í sig eins og
lávarðamir Chamberlain og Jón
Baldvin. Raunar er margt sem
bendir til þess að fylgi við aðild að
ESB njóti vaxandi fylgi stjórnmála-
manna úr öllum flokkum. Ástæðan
er fyrst og fremst sú að tækist okk-
ur að komast inn í Evrópubanda-
lagið hefðum við um leið rétt til að
kjósa þingmenn á Evrópuþingið.
Hér sem annars staðar hefur jafn-
an verið skortur á þingsætum mið-
að við framboð þingmannsefna.
Með kosningum til Evrópuþings
næðust allnokkur sæti sem margir
væru fúsir til að manna. Ekki er
það til að spilla áhuganum að Evr-
ópuþingið situr í útlöndum og þar
þurfa menn ekki að vinna undir
nánasarlegri krítík íslenskra fjöl-
miðla sem alltaf eru tilbúnir að
rakka niður störf stjómmála-
manna.
Menn telja næsta víst að Ólafur
Ragnar myndi kunna vel við sig á
þingi Evrópubandalagsins. ísland
hefur alltaf verið.of lítið fyrir menn
sem hafa jafn víðan sjóndeildar-
hring og Ólafur Ragnar. Þá er vitað
að Páll á Höllustööum er hallur
undir þingsetu í útlöndum. Fram
til þessa hefur hann ekki komist
lengra en að sitja þing Norður-
landaráðs og notið þess takmark-
aða heiðurs út í ystu æsar.
En þótt Jón Baldvin hafi hreinsað
sig af landráðunum er ekki þar með
sagt að menn taki undir með hon-
um í ESB-málinu. Formenn hinna
flokkanna hugsa til þess með hryll-
ingi ef Jón Baldvin fer að baða sig
í einhverju ESB-ljósi strax í kjölfar-
ið á þeirri athygh sem EES-málið
vakti. Þess vegna bíða menn nú og
vona að Jón Baldvin geri einhveija
bommertu sem verði honum að
falh. Hins vegar er enginn sem spyr
hvort Delorarnir í ESB hafi nokk-
xnri áhuga á því að fá íslendinga
inn í bandalagið. Kannski að þeir
prísi sig sæla að hafa okkur utan-
borðs eftir að þeir hafa mátt fyrst
þola fundi með Jóni Baldvin og svo
Davíð í kjölfarið.
Dagfari