Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Ertgan asa Nýlegar yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráöherra þar sem gefið er í skyn aö aðild ís- lands aö Evrópusambandinu, jafnvel innan fárra mán- aða, sé komin á dagskrá, eru fullkomlega ótímabærar. Orö Jóns Baldvins ættu hins vegar ekki að þurfa aö koma mönnum í opna skjöldu. Þau eru í samræmi við þann asa og skort á aga sem einkennir alltof oft fram- göngu hans í stjórnmálum. Ekki er sjáanlegt að ummæh ráðherrans, hvorki á málfundinum í Bonn né eftir heimkomuna, séu til þess fallin að skýra og skerpa fyrir almenningi stöðu mála. Og bersýnilega greiða þau ekki fyrir því að samstaða skapist um þetta brýna hagsmunamál þjóðarinnar. Tal Jóns Baldvins byggist á því að hugsanlegt er að á næsta ári verði íslendingar eina þjóðin á Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) sem verður utan Evrópusambands- ins (ESB). Þá stöndum við frammi fýrir erfiðu úrlausnar- efni, sem er framtíð EES og samskiptin við ESB, stærsta markaðinn fyrir útflutningsvörur þjóðarinnar. Þetta er þó ekki glæný uppgötvun eins og ætla mætti af umræðum undanfarinna daga. Þegar í maí í fyrra gerði Alþingi samhljóða ályktun þar sem ríkisstjóminni var fahð að leita eftir tvíhliða samningi íslands og ESB ef önnur EFTA-ríki í EES gengju í sambandið. Viðræður um slíkan tvíhhða samning geta eðh máls- ins samkvæmt ekki hafist fyrr en ljóst er hvort EFTA- ríkin fjögur, Austurríki, Finnland, Noregur og Svíþjóð, sem sótt hafa um inngöngu í ESB, verði aðilar. Skoðana- kannanir í Noregi sýna til dæmis mikla andúð kjósenda á þátttöku landsins í Evrópusambandinu. Þjóðarat- kvæðagreiðslan verður ekki fyrr en í nóvember. Tímann fram að því að línur skýrist í þessu efni hljóta íslensk stjórnvöld að nota til óformlegra funda, samráðs og viðræðna við stjómmálamenn og embættismenn í nágrannaríkjunum. Jafnframt því hljóta þau að vinna aha þá heimavinnu sem nauðsynleg er, hvort sem við verðum einir eftir í EES eða ákveðum að ganga í ESB. Mikilvægur þáttur í þessum undirbúningi er fundur Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Jacques Delors, forseta framkvæmdastjómar ESB, í næstu viku. Á þeim fundi hlýtur að skýrast hvemig ESB metur stöðuna verði íslendingar eina EES-þjóðin utan sambandsins. Einleikur utanríkisráðherra og glannaskapur í tah væri afsakanlegur ef samskiptin við Evrópusambandið væm léttvægt kosningamál. Svo er ekki. Hér er um að ræða eitthvert þýðingarmesta úrlausnarefni þjóðarinnar til lengri tíma htið. Það verður ekki farsæhega th lykta leitt nema með yfirveguðum vinnubrögðum, þverpóht- ísku samstarfi og nánu samráði við aha hagsmunaaðila. Af yfirlýsingum Jóns Baldvins um ísland og Evrópu- sambandið og viðbrögðum Davíðs Oddssonar fá menn á tilfinninguna að ekki verði auðvelt fyrir ríkisstjómina að veita þá forystu í þessu máh sem nauðsynleg er. Óneitanlega kemur upp í hugann að skynsamlegt sé að efna th þingkosninga í haust svo að í vetur megi setja mál þetta í farveg sem er þjóðinni og stjómvöldum th sóma og hagsmunum okkar th framdráttar. í haustkosningum yrði ekki grundvöhur th að kjósa um aðhd að Evrópusambandinu, þótt menn teldu hana koma th greina, enda þarf sérstaka þjóðaratkvæða- greiðslu um það mál. En það væri unnt að kjósa um verklag og vinnubrögð stjómmálamanna þegar um fjör- egg þjóðarinnar er aö tefla. Guðmundur Magnússon Íiiiiiiliiiiíjiöiii mætiœam INNLÁN VEXTIR VlXLAR i:i:V IÐSKIPTÁVlXLAR 8.20% I..YF IRDRATTARLAN 13.50% Mskuldabréf OVERÐTRYGGÐ 7.75% 5.50% 14.00% k jonvEXTin iVERÐTRYGGÐ DRÁTTARVEXTIR K JÓRVÉXTIR METBÖK AFURÐALÁN ALAGSF L OKKAR ISK 7.75% 2. F L. • SDR 7.50% 3. FL. • USD 8.50% 4. FL. • GBP 9.00% 5. FL. • DEM 9.00% 6. FL. • ECU 10.25% GENGISBUNDIN UTLÁN „Vaxtalækkun hefur mikla þýðingu fyrir atvinnuvegina og ekki síður fyrir heimilin í landinu ...,“ segir m.a. í greininni. Tryggja verður lækkun vaxta Þrátt fyrir mikinn samdrátt í þorskveiðum hefur stjómvöldum tekist að halda þann veg á málum aö hér á landi gætir efnahags- kreppunnar ef til vill minna en í nágrannalöndum. Kröfur um aukin útgjöld Það er samdóma álit flestra sem flalla um efnahagsmál að það sem einkum veldur áhyggjum og gæti ógnað stöðugleikanum, sem hér ríkir, eru kröfur um aukin útgjöld ríkissjóðs. Kröfur em stöðugt gerð- ar um aukin útgjöld ríkisins. „Vin- ir“ ríkissjóðs eru fáir, hækkun skatta kemur vart til áhta, en tekj- ur ríkisins hafa farið minnkandi. Þegar rætt er um halla á ríkis- sjóði er nauðsynlegt að minnast þess að fjármálaráðherra hefur beitt ströngu aðhaldi og stór hluti hallans stafar af aðgerðum sem tengjast samkomulagi við aðila vinnumarkaðar til þess að halda stöðugleika og hamla gegn at- vinnuleysi. Um þessar mundir er hafinn und- irbúningur við gerð fjárlaga ríkis- ins fyrir árið 1995. Horfur hjá þjóð- arbúinu er heldur bjartari en samt verður íjárlagagerðin í haust síst auðveldari en á síðasta ári. Þjóð- hagsstofnun spáir auknum tekjum af sjávarafla er nemi 1% á næsta ári en að samneyslan aukist um 2% á ári 1995-1996. Nokkmm hagvexti er spáð á næsta ári. Horfur era því betri en áður, en fjarri því að vera nógu góðar í sjávarútvegi. Það sem gæti hins vegar skipt máli er að tekjur af stóriðju og ferðaþjónustu muni aukast og markaðir styrkjast fyrir aðrar sjávarafurðir en þorsk. Trúverðugar aðgerðir Sá þáttur sem skiptir verulega miklu máli fyrir atvinnuvegina er KjaUajinn Sturla Böðvarsson alþingismaður lækkun vaxta. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar á sviði vaxtamála hafa verið traustvekjandi. Þær hafa leitt til þess að umtalsverðar vaxtalækkanir hafa orðið. Bank- arnir verða að hagræða og bæta útlánastýringu svo lækka megi vextina af þeim sökum. Með að- gerðum bankanna og stjómvalda verður að halda áfram á þeirri braut að lækka vextina. En er um að ræða varanlega lækkun eða skammgóðan vermi? Um það er fjallað í nýjasta hefti Fréttabréfs um verðbréfaviðskipti en þar segir: „Margir velta því fyr- ir sér um þessar mundir hvort framkomin vaxtalækkun sé varan- leg eða ekki. í Ijósi reynslunnar eru slíkar vangaveltur skiljanlegar. Ófáar tílraunir hafa verið geröar á undanfornum ámm til lækkunar vaxta. Þessar tilraunir hafa í besta falli skilað árangri um skamma hríð. Hvers vegna ætti þetta að vera öðruvísi núna? Hvað hefur breyst? Af því sem hér segir má ráða að aðgerðir og forsendur fyrir lækkun vaxta séu trúverðugar. Vaxtalækk- un hefur mikla þýðingu fyrir at- vinnuvegina og ekki síður heimilin í landinu sem eru mjög skuldsett samkvæmt nýrri skýrslu sem fé- lagsmálaráðherra hefur birt. Næstu skrefin á sviði efnahags- mála verða að tryggja lækkun vaxta enn frekar sem mun um leið örva fjárfestingu. Kröfur um aukin ríkisútgjöld verða að bíða betri tíma. Aukin útgjöld ríkisins geta því aðeins orðið þegar þjóðartekjurnar vaxa á nýjan leik. Að öðram kosti er mikil hætta á auknu atvinnu- leysi. Fara verður þann gullna meðalveg hæfilegra ríkisútgjalda og lækkandi vaxta og afstýra því að atvinnuleysi aukist. Sturla Böðvarsson „Kröfur um aukin ríkisútgjöld verða að bíða betri tíma. Aukin útgjöld ríkis- ins geta þvi aðeins orðið þegar þjóðar- tekjurnar vaxa á nýjan leik. Að öðrum kosti er mikil hætta á atvinnuleysi.“ Skoðanir aimarra Gagnslaus fferð til Briissel „Jón Baldvin Hannibalsson tókst ferð á hendur til Brassel sem utanríkisráðherra ríkisstjórnar Dav- íðs Oddssonar. Það er staðreynd. Hann hefur ekkert umboð frá ríkisstjóminni til þess að ræða aðild ís- lands eða aðildarumsókn að ESB. Hann hefur ekki einu sinni umboð frá flokki sínum til þess. Þetta vita forystumenn Evrópubandalagsins og því er ferð Jóns Baldvins til Briissel gagnslaus og marklaus og það sem verra er að hún dregur það fram að ríkisstjórn- in er sjálfri sér sundurþykk í þessu stóra máli og það veikir stöðu okkar.“ Úr forystugrein Tímans 19. júlí. Þvergirt ffyrir umræðu um ESB „Viðbrögð sumra forystumanna Sjálfstæðis- flokksins við ummælum Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráöherra eftir fundi hans með ráða- mönnum Evrópusambandsins verða að teljast furðu- leg...í stað þess að fagna nýjum upplýsingum og leggja drög að vitsmunalegum umræðum um kosti og galla hugsanlegrar aðildar íslands að Evrópusam- bandinu er þvergirt fyrir alla umræðu." Úr forystugrein Alþbl. 19. júlí. Ákvörðun Jóns Baldvins - óþekkt áhrif „Jón Balvin Hanmbalsson utanríkisráðherra virðist vera að taka afgerandi forystu fyrir þeim þjóð- félagsöflum hér á íslandi sem vilja að við íslending- ar geramst aðilar að Evrópusambandinu...Það er svo annað mál hver verða póhtísk áhrif þeirrar ákvörð- unar Jóns Baldvins Hannibalssonar að taka svo af- gerandi forystu í baráttu fyrir því að ísland leggi fram umsókn um aðiid að ESB.“ Úr Reykjavíkurbréfí Mbl. 17. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.