Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Blaðsíða 17
17
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLl 1994
Feyenoord vill
fá 154 milljónir
- tvíburarnir ræða við forráðamenn Númberg 1 vikunni
Feyenoord hefur farið fram á að
fá 3,6 milljónir marka, eða um 155
milljónir króna, fyrir Arnar og
Bjarka Gunnlaugssyni, samkvæmt
áreiðanlegum heimildum DV.
Niirnberg frá Þýskalandi vill fá þá
báða, eftir að hafa fengið þá til sín
til reynslu fyrir skömmu, en við-
ræður Þjóðverjanna við Feyenoord
hafa gengið treglega. Samningar
þeirra við hollenska félagið runnu
út þann 1. júlí.
Upphæðin sem Feyenoord setur
upp er ekki í neinu samræmi við þau
tækifæri sem tvíburarnir fengu hjá
félaginu þau tvö ár sem þeir voru
samningsbundnir því. Amar lék í
kringum tíu deildaleiki en Bjarki
engan og lengst af var hlutskipti
þeirra að spila með varaliðinu.
Arnar og Bjarki eru komnir til
Þýskalands og munu ræða við for-
ráðamenn Nurnberg í þessari viku,
og ef málin leysast og hægt verður
að ganga frá samningum hefja þeir
æfingar með þýska hðinu fljótlega
eftir helgina.
Bjarki Gunnlaugsson.
! France:
yrstur í
6. sérleið
224,5 km löng.
189 keppendur hófu keppni í Tour de
France sem haldið er í 81. skipti en nokk-
ur hluti þeirra hefur helst úr lestinni af
ýmsum ástæðum. Slys koma þar inn í og
einnig þreyta og þá sérstaklega þegar
keppnin hófst i Ólpunum.
gur ársins í
kringlukasti
Bogason, FH, náði einnig sínu besta
kasti í ár, 59,06 metra, og kúluvarparinn
Pétur Guðmundsson úr KR kastaði
kringlunni 55,26 metra, sem er einnig
hans besta.
Guðmundur þeytti sleggjunni 65,26
metra, sem er aðeins 20 sentímetrum frá
íslandsmetinu sem hann setti í fyrra.
Aganefnd KSÍ úrskuröaöi:
Fjðrir leikmenn í 1. deild
dæmdir í eins leiks bann
Fjórir leikmenn úr 1. deild karla
voru í gærkvöldi úrskurðaðir í eins
leiks bann af aganefnd KSÍ vegna
fjögurra gulra spjalda. Það voru
Eyjamennirnir Bjarnólfur Lárusson
og Dragan Manojlovic, Skagamaður-
inn Ólafur Þórðarson og KR-ingur-
inn Heimir Guðjónsson.
Leikbönnin taka gildi á hádegi á
fóstudag þannig að þeir geta allir
spilað með liðum sínum í 10. umferð
1. deildarinnar annað kvöld. Eyja-
mennirnir verða því í banni gegn
Grindavík í bikarnum, Heimir gegn
Breiðabliki í bikarnum, en Ólafur
verður þá ekki með Skagamönnum
í 1. deildar leiknum við Fram 28. júlí.
Ólafur fékk
tveggja leikja bann
Ólafur Stígsson, sóknarmaðurinn
efnilegi úr Fylki, fékk tveggja leikja
bann fyrir brottreksturinn gegn
Þrótti R. í 2. deildinni í fyrrakvöld.
Hann verður því hvorki með í topp-
leiknum við Grindavík á föstudags-
kvöld né í bikarleiknum við Stjöm-
una á mánudag.
Aðrir leikmenn 2. deildar í eins
leiks banni eru Guðjón Ásmundsson
og Ingi Sigurðsson úr Grindavík,
Bjarki Bragason úr KA og Selfyss-
ingarnir Grétar Þórsson og Ingólfur
Jónsson, og þeir taka allir bönnin
út á föstudaginn.
Úr neðri deildunum eru eftirtaldir
í eins leiks banni: Steinar Ingimund-
arson, Fjölni, Arnar Sigtryggsson,
Ármanni, Haukur Þórðarson og Ól-
afur Ólafsson úr Neista á Hofsósi,
Anthony Stissi úr Reyni S., Sveinn
Steingrímsson úr SM, Smári Eiríks-
son úr Tindastóli, Orri Hreinsson úr
Þrym og Jóhann Rúnar Pálsson úr
Völsungi.
Þá voru tvær konur, Þórunn Sig-
urðardóttir, þjálfari og leikmaður
Dalvíkur, og Edda Björk Eggertsdótt-
ir úr ÍBV, úrskurðaðar í eins leiks
bann.
Ólafur Þórðarson leikur ekki með Skagamönnum gegn Fram 28. júlí.
Páll tekur við
þjálfun á B36
4. deildin:
Magnús Jónasson, DV, Egilsstöðum;
Huginn frá Seyðisflrði náði í
gærkvöldi forystunni í D-riðli 4.
deildarinnar í knattspyrnu með
2-2 jafntefli gegn Einherja á
Vopnaflrði. Björn Björnsson og
Sigurjón Björnsson skoruðu fyrir
Einherja en Daði Vilhjálmsson
og Vilhelm Adolfsson fyrir Hug-
in.
Staðan í D-riðli:
Huginn...... 8 5 1 2 20-12 16
KVA.......... 7 5 0 2 17-8 15
Sindri...... 6 4 0 1 21-7 13
KBS......... 6 3 12 17-13 10
Einherji.... 7 2 2 3 19-17 8
NeístiD..... 6 114 11-19 4
Langnesing ..6 0 0 6 6-35 0
í kvöld
4. deild í knattspyrnu:
Njarðvik-GG................20
Langnesingur - KBS.........20
KVA - Sindri...............20
Páll Guðlaugsson hefur verið ráð-
inn þjálfari stærsta knattspyrnufé-
lags Færeyja, B36, en pólskur þjálfari
hætti störfum hjá félaginu 1. júlí í
kjölfar slaks árangurs. Páll þjálfaði
landslið Færeyja þegar það sló í gegn
fyrir fáum árum en lét af því starfi
Páll Guðlaugsson.
í september 1993 og hefur síðan þjálf-
að 2. flokks Uð.
„Þetta er mjög krefjandi verkefni
því B36 er með svipaða stöðu í Fær-
eyjum og KR er með á íslandi. Félag-
ið er geysilega öflugt og er með 35 lið
í öllum flokkum, og á meistaraflð í
yngri flokkunum ár eftir ár, en
meistaraflokkurinn hefur ekki orðið
færeyskur meistari síðan 1962,“ sagði
Páll við DV í gær.
B36 byrjaði mjög vel í vor og var
efst að loknum flmm umferðum, en
hefur síðan ekki unnið leik og er nú
í fjórða sæti. Eftir níu umferðir er
B71 með 16 stig, HB er með 15, GÍ 15
og síðan kemur B36 með 9 stig.
„Markmið númer eitt er að halda
sér í deildinni, en síðan yrði bónus
að ná Evrópusæti, þó það virðist ekki
raunhæft eins og er. Félagið er með
4-5 ungUngalandsliðsmenn og ég vil
byggja á þeim til lengri tíma en B36
hefur gert of mikið að því að fá til
sín leikmenn frá öðrum félögum og
það hefur ekki gengið upp,“ sagði
Páll.
______________íþróttir
Hafsteinnvann
íBorgarnesi
Hafsteinn Hafsteinsson, GMS,
sigraði á opna Gevaliamótinu í
goFi sem haldið var á Hamars-
veUi i Borgarnesi á laugardaginn,
bæði í keppni með og án forgjaf-
ar. Hann lék á 80 höggum, en
næstir komu Siguröur Gunnars-
son, GJÓ, og Viðar Héðinsson,
GK, á 83 höggum. Með forgjöf lék
Hafstemn á 66 höggmn, eins og
IUugi Björnsson, GK, sem varð
annar.
Sigurður bestur
íSandgerði
Sigurðúr Sigurðsson, GS, sigr-
aði á opna Bláalónsmótinu núm-
er tvö í golfi sem fram fór á Vall-
arhúsavellí í Sandgerði. Hann lék
á 69 höggum en Guðmundur R.
Hallgrímsson, GS, varð annar á
71 höggi eftir bráðabana við Aðal-
stein Ingvarsson, NK, og Guð-
mund Sigurjónsson, GS. í keppni
með forgjöf sigraði Kristján Örn
Sigurðsson, GR, á 64 höggum.
Gotfmótunglinga
HaldiðáHúsavík
Golíklúbbur Húsavíkur heldur
opið 18 holu unglingamót, Pepsi-
mótið, á laugardaginn. Það kem-
ur i staöinn fyrir unglingaflokk-
inn sem átti að vera á opna Húsa-
víkurmótinu 6.-7. ágúst, en þá
stendur yfir unglingameistara-
mót íslands. Keppt er í flokkum
15-18 ára og 14 ára og yngri, með
og án forgafar. Skráning er í
síma 96-41000 til kl. 19 á föstudag.
Hjóna-ogpara-
keppni á Hellu
Golíklúbbur Hellu heldur opna
hjóna- og parakeppni á Strandar-
velli á sunnudaginn kemur. Spil-
aðar verða 18 holur og bæði slá
upphafshögg en síðan er betri
boltinn valinn og slegið til skipt-
is. Skráning er í síma 98-78208.
SyndafráReykja-
víktilAkraness
Sgurður Sverrisson, DV, Akranesi;
Hópur sundfólks úr Sundfélagi
Akraness ætlar að synda frá
Reykjavík til Akraness i fjáröfl-
unarskyni á sunnudaginn. Alls
munu 10-12 sundmenn þreyta
sundið til skiptis.
Enginn hefur synt þessa leið frá
þvi Eyjólfur sundkappi Jónsson
gerði það fyrir margt löngu. Sund
hans tók 13 klukkustundir en
forráðamenn Sundfélags Akra-
ness reikna með því að sundið
taki 8-10 stundir aö þessu sinni.
Sundfólkið klæðist svokölluðum
blautbúningum til þess að verjast
kælingu.
Viðri illa á sunnudag verður
sundið þreytt við fyrsta tækifæri.
Firmakeppni
íMosfellsbæ
Afturelding heldur firma-
keppni i knattspyrnu á grasvöll-
unum að Tungubökkum í Mos-
fellsbæ um næstu helgi. Leikið
er i sjö manna liðum og skráning
er í síma 666754.
Egillenná
fulluíFæreyjum
Egill Steinþqrsson, sem um ára-
bil lék með Ármanni en einnig
með Þrótti, R, er enn á fúllu í
færeySku knaítspyrnunni þar
sem hann hefm- lengi leikið. Eg-
il), sem er orðinn 37 ára, er
markahæsti leikmaður VB frá
Vogi, sem féll í 2. deild í fyrra en
er þar i toppbaráttu i sumar.