Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994
25
dv Menning
Fiðlutónlist í
Sigurjónssafni
Tónleikar voru í Listasafni Sigurjóns í gærkvöldi. Hlíf Sigurjónsdóttir
fiöluleikari og David Tutt píanóleikari léku verk eftir Sergei Prokofief
og Richard Strauss.
Sónata nr. 2 í D dúr op. 94 eftir Prokofief er um margt skemmtilegt
verk og grípandi. Einkum er oft gaman að stefjum þeim sem byrjað er
með. Úrvinnslan viU hins vegar stundum veröa losaraleg og tengslin við
upphaílegan efnivið ekki skýr. Að þessu leyti hefur verkið frekar svip
rapsódíu en sónötu. Bragðmikið stefjaefni er oft erfiðara í úrvinnslu en
stef sem hafa hlutlausari svip þar sem bragðið vill fara forgörðum þegar
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
menn taka að breyta stefinu í úrvinnsluskyni. Þetta er ein ástæða til
þess að miklir úrvinnslumeistarar velja sér oftast tiltölulega einfaldan
efnivið í stórvirki sín.
Sónata Strauss í Es dúr op. 18 er í hefðbundnum rómantískum stíl, svo
hefðbundnum að erfitt er að fmna persónuleg einkenni. Það er hins veg-
ar lipurlega saman sett og af góðri kunnáttu. Að þessu leyti var verk
Strauss skemmtilega valin andstæða við verk Prokofiefs. Það fyrmefnda
hljómaði eins og vel pólerað nemendaverk án hstrænna sérkenna. Það
síðarnefnda hefur hnökra og ójöfnur tilraunastílsins, en einnig nokkuð
af ferskleika hins nýja. Bæði verkin reyndu töluvert á hæfni hljóðfæra-
leikaranna, bæði hvað varðar túlkun og tæknileg atriði.
Spilamennskan var svolítið misjöfn. Hlíf var svolítið óörugg framan af
en óx ásmegin er á leið. Leikur Tutts var jafnari. Stundum var ekki nógu
hreint spilað. Að öðru leyti hljómaði margt vel og stundum náðist tölu-
verð stemning sem oftast byggðist á góðri hrynrænni samvinnu.
Smáauglýsingar
$ Bátar
Til sölu er 28 feta seglskúta,
Dimmalimm 1701. Selst með öllum
búnaói, t.d. dýptarmæli, sjálfst. o.fl.
S. 91-10089, 10763 næstu daga.
M Bílartilsölu
Húsbíll. Volkswagen, árg. ‘80, til sölu.
Upplýsingar hjá Bílabatteríinu, Bílds-
höfóa 12, sími 91-673131 ogheimasíma
91-681029.
VW Póló, árg. ‘90, VSK bíll, ek. 33 þ. mfl.,
einstaklega vel útlltandi, mjög hag-
stætt veró. Uppl. í síma 91-18340 og
91-674043 á kv.
Honda Civic ESi, árg. ‘92, rauður, ekinn
25 þús. km. Ath. skipti. Bílasala Bryn-
leifs, Keflavík, sími 92-14888.
Toyota Hilux double-cab, árg. ‘91, ekinn
88 þús., rafmagnslæsingar að aftan,
plasthús o.fl., 31” dekk, silfugrár. Ath.
skipti á ódýrari, verö 1.500.000. Uppl. á
Bflasölu Brynleifs, Keflavík, sími
92-14888 eða 92-15488.
Cherokee Laredo '90, turbo dísil, ekinn
66 þús. km, dráttarkúla, fjarstýrðar
samlæsingar, rafdrifnar rúður, króm-
felgur, útvarp/segulband. Verð 1.800
þús., skipti á ódýrari. Upplýsingar í
síma 91-78434.
Dodge Ram 250, árg. ‘89, nýskráður
sept. ‘91, Cummins dísil, ekinn 36 þús.
km, Banks intercooler og túrbína, 5
gíra, beinskiptur, talsvert breyttur,
AC, jeppaskoðaóur. Símar 91-611216
og 91-611214.
Garðyrkja
Nýkomin frábær sending af gosbrunn-
um, styttum, fuglum o.fl. skemmtilegu
fyrirgarðinn. Vörufell hf., Heiðvangi 4,
Hellu, sími 98-75870 og fax 98-75878.
Lokað á þriðjudögum.
Fréttir
• Fluguveiöin hefur gengið vel í Elliðaánum enda reyna veiðimenn hana mikið þessa dagana. Á stærri
myndinni hafa fuglar merkt vel skiltið í Ármótunum en á þeirri minni heldur Friðleifur Friðriksson á fjórum
flugulöxum úr ánni. DV-myndir G. Bender
Þverá 1 Borgarfirði:
Með f immtíu laxa
forystu á Norðurá
- Norðurá fór yfir 9001 gærkvöldi
Það virðist sem tvær veiðiár beri
höfuö og herðar yfir aðrar þessa
dagana, Þverá í Borgarfirði og
Norðurá í Borgarfirði. Þverá var
með forystu í gærkvöldi, með
fimmtíu laxa yfir Norðurá. En veiði
hófst seinna í Þverá en Norðurá svo
Véiðivon
Gunnar Bender
allt getur gerst ennþá.
„Það eru komnir kringum 950 laxar
á land úr Þverá og hann er ennþá
efstur sjö klukkutíma laxinn. Það er
töluvert mikið af fiski um alla á,
bæði Þverá og Kjarrá,“ sagði veiði-
maður sem var að koma úr ánum.
Þessir 950 laxar skipa Þverá í al-
gera forystu á veiðitoppnum en
næst kemur Norðurá með 905 laxa.
„Veiðin gengur vel hjá okkur í
Norðurá og tveggja árá laxinn er
farinn að mæta aftur. Það veiddist
17 punda í Stekknum í morgun,“
sagði Halldór Nikulásson, veiði-
vörður í Norðurá, í gærkvöldi.
„Holl Frakka sem var að hætta í
fyrrdag veiddi 150 laxa á sex dögum
og núna eru Englendingar sem eru
komnir með næstum 40 laxa eftir
einn dag. Þetta þýöir að Norðurá
verður komin með 905 laxa í kvöld.
Það er í góðu lagi því að tveggja
ára laxinn er mættur í ríkari mæh
en smálaxinn mætti koma meira,“
sagði Halldór í lokin.
Rólegt í Laxá í Aðaldal
þessa dagana
„Veiðin er róleg hérna á bökkum
• Veiðimenn reyna víða þessa
dagana í ám og vötnum landsins.
Hún Helga Hinriksdóttir dregur inn
færið í Sigríðastaðavatni í Vestur-
hópi. Þar hefur verið góð veiði.
DV-mynd
Laxár í Aðaldal eins og er en þetta
getur batnað næstu daga. Núna
hefur áin gefið 455 laxa,“ sagði Orri
Vigfússon í Vökuholti við Laxá í
Aðaldal í gærkvöld.
En hann hefur verið við veiðar í
ánni með Uffe Ellemann-Jensen,
fyrrverandi utanríkisráðherra
Danmerkur.
„Þetta er rólegt," sagði Orri og
flýtti sér í matinn. Það var ekki lax
á borðum.
• Norðurá var komin með 905
laxa í gærkvöldi og er næstafla-
hæst en hann Friðþjófur A. Ólason
glímdi við fisk í ánni fyrir skömmu.
DV-mynd Stefán
Tónleikar
í Jenny Linds anda
nefnast tónleikar sem verða haldnir í
Sauðárkrókskirkju í kvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 20. Flytjendur eru Susanna
Levonen, sópran, og Þórólfur Stefánsson,
gítar. Á efnisskránni eru verk eftir Gri-
eg, De Falla, Schubert, Rossini auk tón-
listar viö ljóð eftir Gyrði Elíasson. Föstu-
dagskvöldið 22. júli kl. 20.30 verða tón-
leikarnir svo haldnir í Listasafninu á
Akureyri og sunnudaginn 31. júlí kl. 16 í
Árbæjarsafninu, Dillons-húsi.
Tilkyimingar
Vitni óskast
Hver varð vitni að árekstri á mótum
Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar
þann 20. júní kl. 16? Undirritaðan vantar
vitni að aðdraganda árekstrar sem varð
milli ljósblárrar Mözdu og rauðs
Volkswagens. Vinsamlega hafið sam-
band í síma 92-14632, allur kostnaður
greiddur af undirrituðum. Erling Ágústs-
son.
Flóamarkaður Hjálp-
ræðishersins
verður á Herkastalanum, Kirkjustræti
2, í dag, miðvikudag, og á morgun frá kl.
10-17. Mikið af góðum og ódýrum fatnaði.
Hafnargönguhópurinn
stendur fyrir kvöldgöngu á milli Sunda-
hafnar og Gömlu hafnarinnar í kvöld,
miövikudagskvöld. Mæting kl. 21 við
Hafnarhúsið. Síðan farið með SVR að
gamla bæjarstæðinu í Laugarnesi. Einnig
hægt að mæta þar kl. 21.15. Áætlað er að
ferðin taki 2-2 % tíma. Ekkert þátttöku-
gjald. Allir velkomir.
Kiwanisklúbbarnir
Eldborg og Hraunborg
halda sameiginlegan fund í Kiwanishús-
inu i Hafnarfirði í kvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 19.30.
Tapað fundið
Blár Berghaus Gortex jakki og Eafchica
TF myndavél tapaöist í Þórsmörk helgina
8.-10. júli. Finnandi vinsamlega hringi í
vinnusíma 609010 (dóms- og kirkjumála-
ráðuneytið) eða heimasíma 12372.
Athugasemd
Vegna fréttar i DV i fyrradag
skal skýrt tekið fram aö starfs-
raenn Þorgeirs & Ellerts hf. á
Akranesi samþykktu aöeins
launalækkun, samkvæmt yfir-
lýsingu nýrra reksfiaraðila, ekki
fækkun starfsmanna eins og kom
fram í fréttinni. Fækkun starfs-
manna er á engan hátt á þeirra
valdk
Viðskii )íal )laðið
Vikublað
um íslenskt
og erlent
viðskiptalif