Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 AfmæH Friðþjófur Sigurðsson Friðþjófur Sigurðsson, forstöðu- maður Fasteignaskráningar Hafn- arfjarðarbæjar, til heimilis að Smyrlahrauni 15, Hafnarfirði, er sjötugurídag. Starfsferill Friðþjófur fæddist í Hafnarfirði og hefur átt þar heima alla tíð. Að loknum bamaskóla stundaði hann nám við Flensborgarskóla og lauk þaöan gagnfræðaprófi 1942, stund- aði síðan nám við Loftskeytaskól- ann og lauk þaðan prófi 1943. Að námi loknu var Friöþjófur loft- skeytamaður á togurum sem sigldu á England á stríösárunum. Hann réðst síðan til tæknistarfa hjá Hafn- arfjarðarbæ sumarið 1944 og hefur starfað þar síðan. Hann vann þar fyrst við mælingar og önnur tækni- störf, varð byggingarfulltrúi bæjar- ins 1967, gerðist forstööumaður Fasteignaskráninga 1985 og hefur starfað við það síðan. Friðþjófur hefur m.a. setið í skipu- lagsnefnd Hafnaríjarðar í sautján ár og lengst af formaður, í bruna- málanefnd 1986-90 og formaður hennar og í kirkjugarðsstjórn Hafn- arfjarðar um árabil. Þá er Friðþjóf- ur skipaður virðingamaður til brunabóta í Hafnarfirði. Friðþjófur æfði knattspymu og handbolta með Haukum á sínum yngri árum og lék með meistara- flokki félagsins. Þá var hann einn helsti hvatamaður að stofnun Lúðrasveitar Hafnarfjarðar 1950, var formaður hennar um árabil og var fyrsti klarinettuleikari sveitar- innar um fjörutíu ára skeið. Loks má geta þess að Friðþjófur spilaöi með danshljómsveitum í nokkur ár en þekktust þeirra var Kátir piltar úr Hafnarfirði. Fjölskylda Friðþjófur kvæntist 16.12.1950, Elínu Amórsdóttur, f. 14.10.1926, d. 28.7.1973, húsmóður. Hún var dóttir Arnórs Þorvarðarsonar, verkamanns í Hafnarfirði, og k.h. Sólveigar Sigurðardóttur frá Ási. Böm Friðþjófs og Elínar eru Sig- urður, f. 21.8.1951, blaðamaður í Hafnarfirði, kvæntur Gyðu Gunn- arsdóttur kennara; Gunnar, f. 16.8. 1955, markaðsfræðingur í Osló, kvæntur Önnu Chris Odland dag- skrárgerðarmanni; Arnór, f. 7.7. 1958, iðnfræðingur í Reykjavík, kvæntur Jennýju Garðarsdóttur fatahönnuði; Sigrún, f. 12.3.1960, ritari í Hafnarfirði, gift Snæbirni Björnssyni rafeindafræðingi; Gunn- vör, f. 6.2.1966, snyrtifræðingur í Miinchen en sambýlismaður henn- ar er Holger Rabuth fulltrúi. Friðþjófur kvæntist 17.8.1978 Þóm V. Antonsdóttur, f. 7.12.1936, ritara á bæjarskrifstofum Hafnar- fjaröar. Hún er dóttir Antons Jóns- sonar, b. á Höfða á Höfðaströnd, og k.h. Steinunnar Guðmundsdóttur húsfreyju. Þóra var áður gift Ólafi H. Þórar- inssyni sem lést 1971. Böm þeirra em Olafur Þór, f. 21.10.1957, fisk- eldisfræðingur, kvæntur Hjördisi Jónsdóttur, og Steinunn Anna, f. 14.4.1956, d. 25.10.1991, blaöamaður í Kaupmannahöfn en henni eru til- einkaðir Bíódagar Friðriks Þórs. Friðþjófur átti fimm alsystkini en þijú þeirra eru á lífi, Beinteinn, húsasmíðameistari I Hafnarfirði: Hulda, húsmóðir í Hafnarfirði, og Sigríður, ritari hjá Reykjavíkur- borg. Þá átti Friðþjófur þrjá hálfbræður, samfeðra, sem allir em látnir, og Friðþjófur Sigurðsson. þrjú hálfsystkini, sammæðra, en tvö þeirra eru á lífi, Dagbjört, húsmóðir í Hafnarfirði, og Sigurgísli, búsettur íReykjavík. Foreldrar Friðþjófs vom Sigurður Árnason, f. 7.8.1879, d. 9.9.1942, kaupmaður í Hafnarfirði, og s.k.h. Gíslína S. Gísladóttir, f. 29.9.1896, d. 26.10.1975, húsmóðir í Hafnar- firði. Friðþjófur og Þóra em að heiman á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 20. juli 85 ára Jenný Ólafsdóttir, Tunguvegi 8, Reykjavík. Guðrún Tómasdóttir, Sandgerði, Stokkseyri. 50 ára 75 ára Magnea Guðmundsdóttir, Ártúnill.Selfossi. Árni J. Jóhannsson, fyrrv. sjómaður og starfsmaður við Áburðarverksmiðju ríkisins. Grófarseli 22, Reykjavík. Eiginkona hans er JónaD. Krist- insdóttirhúsmóðir. Árni veröur að heiman. Gyða Þorleifedóttir, Neðri-Skálateigi, Norðfjarðar- hreppi. Hafdis Reynis Þórhallsdóttir, Kirkjulandi, Kjalameshreppi. Guðrún Sigurðardóttir, Austurbergi 36, Reykjavík. Sveinn Fjeldsted, 'Prestbakka 7, Reykjavík. Guðbjartur A. Jónsson, Móabarði 37, Hafharfirði. Þorkell Árnason, Skólabraut 5, Neshreppi. Kristin Jóhannsdóttir, Álftahólum 4, Reykjavík. Anna Guðnadóttir, Ránargötu 5 A, Reykjavik. Kristinn Einarsson, Miðvangi 131, Hafnaríiröi. 70 ára Júlía Ólafsdóttir, Kleppsvegi4, Reykjavík. Haiidóra Auður Jónsdóttir, Skeiðarvogi 103, Reykjavík. Jensina Petersen Páisdóttir, Víkurbraut 1B, Sandgerði. Óiafur Haukur Flygenring, verslunarmaður hjá Húsasmiðj - unni. Tunguvegi 14, Reykjavik. Eiginkona hans er Lára Valdimars- dóttir Flygen- ring húsmóðir. Ólafur Haukur verður að heiman. 60 ára Gyifi Sigur ðsson, Tungu, Olafsvík. 40ára Valgeir Jónsson, Miðengill, Selfossi. Emiiía Karlsdóttir, Borgarbraut 7, Grundarfirði. Ragnheiður V. Rögnvaldsdóttir, Norðurtúni 13, Bessastaðahreppi. Sigurbjörg Katrín Karlsdóttir, Meðalholti 13, ReyKjavik. Heiga Björk Sigvaldadóttir, Safamýri 42, Reykjavik. Ólína Magný Brynjólfsdóttir, Bergsstööum, Vatnsleysuströnd. Jóhann SnæfeldGuðjónsson, Álfheimum 36, Reykjavík. Guðlaugur Ómar Leifsson, Vesturbergi 1, Reykjavík. Þorsteinn Hákonarson, Vesturbergi 144, Reykjavík. Erla Ágústa Gunnarsdóttir, Bauganesi 19, Reykjavík. Ásta I. Ástmundsdóttir, Hringbraut46, Hafharfirði. Runóifur Magnús Ásgeirsson, Logafold 15, Reykjavík. Guðrún Ingunn Ingimarsdóttir, Teigaseli 4, Reykjavík. Viðskiptalífið í hnotskurn Nanna Baldvinsdóttir Nanna Baldvinsdóttir húsmóðir, Heiðarvegi 23 A, Keflavík, er sjötug _ ídag. Starfsferlll Nanna fæddist í Auðbrekku á Húsavík og ólst þar upp. Hún flutti síðan að Bimingsstöðum í Laxárdal og þaðan með móður sinni og öðrum bróður sínum að Heiöarhöfn á Langanesi þar sem hún kynntist eiginmannisínum. Nanna og Ari, maður hennar, sett- ust að á Þórshöfn á Langanesi og bjuggu nær allan sinn búskap að Brimbakka á Þórshöfn. Þau fluttu til Keflavíkur 1989 þar sem Ari lést ánæstaári. Með húsmóðurstörfunum vann Nanna í Hraðfrystistöð Þórshafnar umárabil. Fjölskylda Nanna giftist 11.5.1944 Ara Lárus- syni, f. 10.8.1920, d. 6.9.1990, sjó- manni á Þórshöfn. Hann var sonur Lárusar Helgasonar, b. á Heiði á Langanesi, og Arnþrúðar Sæ- mundsdóttur húsfreyju. Böm Nönnu og Ara eru Baldvin Elís Arason, f. 5.1.1945, húsasmiður í Keflavik, í sambúð með Theodóru Ingvarsdóttur og á hann fjögur börn; Hilmar Arason, f. 19.1.1946, bifvélavirki í Keflavík, í sambúð með Annie Sigurðardóttur og á hann fjögur böm frá fyrra hjóna- bandi; Guðlaugur Arason, f. 14.3. 1947, húsasmíðameistari á Akur- eyri, kvæntur Snjólaugu Aðalheiði Baldvinsdóttur húsmóður og eiga þau þrjú böm; Helgi Arason, f. 13.4. 1948, d. í júní 1948; Sólrún Aradótt- ir, f. 6.9.1949, húsmóðir í Keflavík, í sambúð með Antoni Helga Antons- syni og á hún eina dóttur; Kolbrún Aradóttir, f. 4.9.1950, húsmóðir í Keflavík, gift Gísla K. Wíum vél- stjóra og framkvæmdastjóra og á hún þrjú börn; Birgir Arason, f. 12.9. 1951, húsasmíðameistari á Akur- eyri, kvæntur Bjameyju Guðrúnu Siguijónsdóttur deildarstjóra og eiga þau tvö böm auk þess sem hún á son frá því áður; Ágúst Arason, f. 11.11.1952, d. 24.12.1952; Þóra Aradóttir, f. 25.1.1954, húsmóðir í Keflavík, gift Vali Ármanni Gunn- arssyni, húsasmiö oglögreglu- flokksstjóra, og eiga þau þijú börn; Þórdís Áradóttir, f. 15.4.1955, hús- móðir í Garðabæ, gift Óskari Svein- birni Ingvarssyni bifreiðastjóra og eiga þau tvö börn; Björk Aradóttir, f. 31.8.1956, bankastarfsmaður í Keflavík, og á hún einn son; Reynir Arason, f. 6.10.1957, sendibifreiða- stjóri í Keflavík, kvæntur Stefaníu Guðmundsdóttur húsmóður og eiga þau tvö börn auk þess sem Stefanía á son frá því áöur; Svanfríður Ara- dóttir, f. 8.6.1959, húsmóðir í Innri- Njarðvík, gift Ragnari Einarssyni smið og eiga þau flögur börn. Hálfsystir Nönnu, sammæðra, var Þóra Guörún Kristinsdóttir, f. 25.1. 1915, d. 14.8.1992, húsfreyja að Lækjamóti í Köldukinn, var gift Sig- Nanna Baldvinsdóttir. urði Jóhannssyni, b. þar og eru böm þeirrafimm. Alsystkini Nönnu: Baldur Bald- vinsson, f. 17.10.1916, d. 12.5.1924; Áki Baldvinsson, f. 21.9.1918, lengst af starfsmaður við Kaupfélag Þing- eyinga, búsettur á Húsavík; Árni Baldvinsson, f. 13.1.1921, d. 20.5. 1924; Árni Baldur Baldvinsson, f. 7.8.1925, lengst af sjómaður á Hlein á Þórshöfn en dvelur nú á Hrafn- istu, Dvalarheimili aldraðra sjó- manna í Reykjavík, var kvæntur Þorgerði Lámsdóttur húsmóður, sem lést 1990, og era börn þeirra sex. Þorgerður var systir Ára, eigin- mannsNönnu. Foreldrar Nönnu voru Baldvin Jónatansson „skáldi", f. 30.9.1860, d. 28.10.1944, b. í Víðaseli í Reykja- dal og síðar starfsmaður Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, þekktur hag- yrðingur, og s.k.h. Elenóra Ágústa Símonardóttir, f. 1.8.1892, d. 8.12. 1984, húsmóðir. Sviðsljós Það hafa komið 40 þúsund manns „Þettahefurgengið aðstorghérnaí mjög vel síðan við Hveragerði. Ætli það opnuðumþettamark- hafi ekki komið um 40 Það er hægt að fá að fara á hestbak i markaðs- torginu. DV-mynd G. Bender þúsund manns,“ sagöi Metúsalem Þórisson í Markaðstorginu í Hveragerði í samtali við DV. Enþetta markaðstorgerþar sem tívolíið var áður. „Hémageturöll flölskyldanfundiö eitthvað við sitt hæfi, verslað, farið á hest- bak, veittfiskaí Smugunni og bömin geta farið í ýmis tæki. Enda koma fiölskyld- urmikiðhingað,“ sagði Metúsalem enn- fremur. Þaðvarýmislegtí gangi þegar við kom- umþarnaviðenda margir í húsinu. Spá- konavarviðvinnu sínaoglétu margir hanaspáfyrirsér. Húnþótti víst óhemjusnjöll. Metúsalem Þórisson í Markaðs- torginu í Hveragerði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.