Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1994, Qupperneq 32
F R ÉXX/VS KOXIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
3.000 krónur.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994.
ESB-úttekt Háskólans:
Niðurstaða
eftir viku
T- segir Gunnar G. Schram
„Vinnunni er að ljúka og allar
skýrslurnar verða tilbúnar um mán-
aðamótin. Þetta er mikil allsherjar-
úttekt, framkvæmd af óháðum aðil-
um. Hver stofnun skilar sinni
skýrslu. Þar er efnisleg og ítarleg
úttekt á kostum og göllum. Eftir
rúma viku munu niðurstöðurnar
liggja fyrir," segir Gunnar G.
Schram, lagaprófessor og forstöðu-
maður Alþjóðamálastofnunar Há-
skólans. Ríkisstjórnin óskaði þess
fyrir hálfu ári að fjórar rannsóknar-
stofnanir innan HÍ gerðu ítarlega
úttekt á kostum og göllum aðildar
að Evrópusambandinu. Nú er þess-
—ari vinnu að ljúka.
Það eru Félagsvísindastofnun, Al-
þjóðamálastofnun, Hagfræðistofnun
og Sjávarútvegsstofnun sem vinna
sína skýrsluna hver um afmörkuð
efni að sögn Gunnars. Sérstaklega
beinist áhugi manna að skýrslu Hag-
fræðistofnunar og Sjávarútvegs-
stofnunar.
Hafdís SF-75 losnaði af strandstað
i innsiglingu Hólmavíkurhafnar á
flóði í gærkvöld. Skipið hafði þá ver-
ið á strandstað frá því snemma um
morguninn.
Hafdís losnaði fyrir eigin vélarafli
en dreki var einnig settur út og togað
í hann með spili skipsins. Ekki er enn
ljóst hvort skipiö hefur skemmst eitt-
hvað en það verður kannað í dag.
Óheimiltaðláta
skipverjataka
þáttíkvóta-
kaupum
Með dómi Héraðsdóms Reykjaness
í gær er kveðið á um að útgerðum
hafi verið óheimilt að fá sjómenn til
að kaupa kvóta áður en kjarasamn-
ingur þessara aðila girti fyrir slíkt
þann 4. júní 1992.
Útgerðarmaður Guðflnns KE 19,
sem fékk skipverja til að taka þátt í
kvótakaupum snemma árs 1992, áður
en samningurinn tók gildi, var með
dóminum í gær dæmdur til að greiða
einum þeirra tæplega 300 þúsund
krónur til baka vegna kvótakaupa
sem þá áttu sér stað. Þessi eini skip-
verji stefndi útgerðinni. Hann sam-
þykkti kvótakaupin á sínum tíma af
því að útgerðarmaðurinn fullyrti að
—rw öðrum kosti yrði bátnum lagt eft-
ir aö kvóta þraut. Málinu verður
áfrýjað.
Eyjaflotinn vigbyst
gegn kapalskipinu
- sjávarútvegsráðherra vill stöðva lagninguna - fundur 1 samgönguráðuneyti 1 morgun
„Það eina sem við getum gert er um deiia við Póst og síma um lagn- sagði í gær að blálöngumiðin eyði- kapalskipiö eða togarinn ætti rétt-
að senda skipstjórnarmennina til ingu ljósleiöara yfir mikilvæg legöust ekki við lagningu sæ- inn kæmi til þess aö flotinn hindr-
að vinna héma suður í kanti þann- fiskimið, strengsins. aði kapalskipið við vinnu. Haft var
ig að kapalskipið komist ekki upp „Ég get ekki ímyndað mér að Þor- Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- samband við Landhelgisgæsluna
kantinn. Það er eina vopnið sem steinnPálssonsendíLandhelgisgæsl- ráðherra sagöi í samtali við DV í og samkvæmt upplýsingum þaðan
við höfúm og við munum beita þvi una á okkur," bætti Magnús við. gær að sjávarútvegsráðuneytið á það skip réttinn sem siglir á
næstkomandi sólarhringa. Þá er Hafrannsóknastofnun benti Pósti hefði óskað eftir að framkvæmdir stjórnborða hins. Hægri rétturinn
þessi orrusta fyrir þeirra hönd töp- og síma tvívegis á að þama væri við kapalinn væm stöðvaðar. „Við gildir því líka á sjónum.
uð. Það stefhir allt í að verið sé að um mikilvæga fiskislóð að ræða erum búnir að benda þeim á leiðir Ekki náðist í Halldór Blöndal,
traðkaáokkurhéraa,“segirMagn- þar sem mikið væri togað en ekki semviðmyndumsættaokkuryið.“ landbúnaðar- og samgönguráð-
ús Kristinsson, útvegsmaður í var hlustað á viðvaranir Hafró. Þar sem flotinn ætlar að hindra herra, í morgun því þar stóð yfir
Vestmannaeyjum. Þorvaröur Jónsson, framkvæmda- kapalskipið við vinnu þótti blaða- fmtdur um málið þegar DV fór í
Útgerðarmenn í Vestmannaeyj- sfjóri fiarskiptasviðs Pósts og síma, manni fróðlegt að komast að hvort prentun.
Lögreglan i Reykjavík lagði í gærkvöld hald á net sem lagt hafði verið í
Elliðaárnar. Einn lax var í netinu og var hann lifandi þegar hann kom á
land. Laxinum var sleppt i ána. Nokkuð er um veiðiþjófnað í ánum en sjald-
gæfara að um netalögn sé að ræða. Öryggisgæslufyrirtæki vaktar ána að
kvöldlagi. Það var Skjöldur Þorgrimsson sem fann netið á kvöldgöngu sinni
en hann giskar á að laxinn sem slapp hafi verið um 10 pund. Þremur dög-
um áður, þegar Skjöldur var á ferð á sama stað, taldi hann 22 laxa þar
sem netið lá. DV-mynd Sveinn
Nýi meirihlutinn í Hafnarfirði segir Jónu Ósk Guðjónsdóttur upp:
Alþýðuflokkskonan
rekin úr húsnæðisnefnd
- um 100 miiljónir sagðar vanta til að ná eðlilegum rekstrarskilyrðum
„Fjarmalastjorn og staða hús-
næðisnefndar var orðin það slæm að
ekki var lengur við unað. Um það
þarf í rauninni ekki að fara fleiri
orðum. Jónu Ósk var boðiö annað
starf hjá bænum, á byggðasafni og
við menningarmál, en hún þáði það
ekki. Því var ekki um annað að ræða
en að segja henni upp,“ sagði Magnús
Gunnarsson, bæjarráðsmaður í
Hafnarfirði, í samtali við DV.
Jónu Ósk Guðjónsdóttur, formanni
húsnæðisnefndar Hafnarfjarðar,
hefur verið sagt upp starfi sínu en
ráðning hennar af hálfu fyrrverandi
meirihluta alþýöuflokksmanna í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur
sætt mikilli gagnrýni. Jóna Ósk var
reyndar formaður bæjarstjórnar fyr-
ir kosningarnar í vor. Formanninum
hefur nú verið vikið frá meö sam-
þykki nýs meirihluta sem skipaður
er sjálfstæðismönnum og alþýöu-
bandalagsmönnum. Magnús sagði að
staða Jónu Óskar yrði auglýst en
ráðning nýs formanns yrði „á fagleg-
um grundvelli" - ekki pólitískum.
Magnús sagði að málefni hús-
næöisnefndarinnar væru í gagngerri
endurskoðun hjá löggiltum endur-
skoðendum. í framhaldi af niður-
stöðum þeirra yrði gripið til ráðstaf-
ana hvað varðaði rekstur húsnæðis-
nefndar Hafnarfjarðar.
„Vandi húsnæðisnefndarinnar er
slíkur að það þarf að leggja til um
100 milljónir króna til þess að ná
eðlilegum rekstrarskilyrðum. Hall-
inn á síðasta ári var til dæmis um
30 milljónir króna,“ sagði Magnús.
EM yngri spilara í bridge:
ísland í miðjum hópi
Islenska unglingalandsliðið í
bridge gerði þrjú jafntefli í leikjum
gærdagsins og er nú í 11. sæti af 22
þátttökuþjóðum með 173 stig. ísland
gerði 15-15 jafnteíli viö Rússa, vann
nauman sigur á Sviss, 16-14, og gerði
síðan jafntefli, 15-15, við Ítalíu. ísra-
elar era nú efstir með 221 stig að
loknum 11 umferðum af 21 en Danir
og Bretar era jafnir í öðru sæti með
216 stig.
LOKI
Hvernig er hægt að gera það
að deilumáli að leggja kapal?
Veðriöámorgun:
Hiti 11 til 19
stig
Hæg suðaustlæg eða breytileg
átt. Þungbúið og súld á Suðaust-
urlandi en annars skýjað með
köflum. Hætt verður viö dálitium
skúrum við landið suðvestanvert,
einkum síðdegis. Hiti 11 til 19 stig,
hlýjast í innsveitum norðaustan
tfl.
Veðrið í dag er á bls. 28
Ertu búinn að panta?
0 9 W
dagar
til þjóðhátíðar
FLUGLEIDIR
Innanlandssími 690200
imm
alltaf á
Miövikudögum