Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 Spumingin Ætlarðu að strengja ára- mótaheit? Gestur Magnússon: Já, en það er leyndarmál. Bergvin Fannar Jónsson: Nei, ég hef aldrei strengt áramótaheit og ætia ekki að byrja á því núna. Ég strengi afmælisheit í staðinn. Thelma Rut Kristinsdóttir: Já, ég ætla að hafa herbergiö mitt hreint næstu 500 árin. Guðrún Arna Eiríksdóttir: Já, að hafa allt hreint í öllu húsinu. Gísli Hjaltason: Nei. Guðfmna Gísladóttir: Já, að fara meira í leikfimi. Lesendur Atvinnuöryggi - úrelt hugtak Konráð Friðfinnsson skrifar: Að hafa atvinnu er hlutur sem er hverjum manni nauðsynlegt til að geta fætt sig og klætt og alið önn fyr- ir þeim sem hann ber ábyrgð á í ólgu- sjó lífsins. - Einnig eru fastar tekjur mönnum nauðsynlegar til að þeir fái greitt þau gjöld sem skylt er til að halda hér uppi þjóðfélagi sem við erum hreykin af. Og allt kostar þetta mikið fjármagn. Ástand atvinnumála á íslandi hef- ur veriö með þeim hætti hin síðari ár að ekki geta allir vinnufærir menn státað af því. Og svo er nú komið hjá sumum að þeir hafa verið án atvinnu um langt skeið og þegið bætur úr opinberum sjóðum til að lifa á. Ein- hveija hungurlús, a.m.k. Á þessum kreppu- og óvissutímum er við nú lifum á, ræða menn oft um atvinnuöryggi og nauðsyn þess. En nú langar mig til að vita hvað orðiö atvinnuöryggi þýðir. - Ég er nefni- lega ekki viss um hvort ég skilji orð- ið rétt í dag. Og þetta segi ég vegna þess að í minni vitund merkir at- vinnuöryggi eitthvað sem menn geta hengt hatt sinn á og er áreiðanlegt og traust. Eitthvað sem menn geta reitt sig á í blíðu og stríðu. En er þetta raunveruleikinn hjá öllum? - Jafnvel fyrir starfsemenn sem teljast vera „uppaldir" hjá ein- hveiju fyrirtæki frá unga aldri? Því miöur verður að svara- þessari spurningu neitandi. Hugtakið at- vinnuöryggi er í raun á sandi byggt og gefur mönnum falska öryggis- kennd jafnskjótt og brestir myndast. Eins og t.d. í sölukerfum okkar hér heima og erlendis. Um leiö og skór- inn fer að kreppa og samdrátturinn veröur staðreynd. og þá er (ólki sagt upp í striðum straumum án tillits til starfsaldurs. Fyrirtækin mörg hver hafa einfald- lega áHveðið að stokka spilin upp á nýtt og gefa aftur og þá er fólki sagt upp störfum í stríðum straumum án tillits til starfsaldurs eða hæfni manna. Að vísu er fólki yfirleitt gef- inn kostur á endurráöningu, en þá alltaf á breyttum forsendum, t.a.m. með auknu vinnuálagi o.s.frv. og sem margt eldra fólk ti'eystir sér ekki til að inna af hendi. - Við slíkar aðstæð- ur er einfaldlega sagt; takk fyrir sam- veruna, bless. Mér er t.d. kunnugt um mann er missti vinnu sína eftir 35 ára sam- fellt starf. Þess ber þó að geta að við- komandi fyrirtæki lagði upp lauþ- ana. Og það er ekki um auöugan garð að gresja fyrir það fólk sem er á aldrinum milli sextugs og sjötugs á vinnumarkaðinum. - Þvi fullyrði ég að orðið atvinnuöryggi er úr sér gengiö og á nánast hvergi við lengur. Dylgjur um RARIK Kristján Jónsson rafmagnsveitu- stjóri skrifar: í DV miðvikud. 14. des. birtist frétt sem bar yfirskriftina: „Meirihluti fjárlaganefndar: - Niðurgreiðsla til húshitunar skilar sér ekki.“ í þessari grein eru fullyrðingar hafðar eftir fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, Gunnlaugi Stefánssyni al- þingismanni. í upphafi fréttarinnar segir: „Meirihluti fjárlaganefndar leitar nú leiða til þess að það fjármagn, sem fer til niðurgreiðslu á húshitunar- kostnaöi úti á landi, skih sér til neyt- enda. Fullyrt er að RARIK og Lands- virkjun hirði hana mestalla með hærra orkuverði." Þessi orö má skilja svo að RARIK fái einhverja tilgreinda upphæð frá ríkinu til niðurgreiðslna og skili að- eins hluta af þeim til neytenda. Hér er um alvarlegar dylgjur að ræða. Hið rétta er að RARIK greiðir niður hverja kWh til húshitunar sam- kvæmt reglum sem iðnaðarráðu- neytið setur og fær greiðslu frá rík- inu mánuði eftir aö orkureikningur er sendur til neytenda samkv. skila- grein. Hver einasta króna sem ríkið greiðir orku niður um skilar sér því til neytenda. Síðar segir í sömu frétt: - „Gunn- laugur segir að RARIK hafi hirt mjög stóran hlut af því fé sem notað hefur verið til niðurgreiðslu með því að hækka orkuverö og Landsvirkjun með því að neita að gefa afslátt á raforku til húshitunar." Hér er enn hamraö á því að RARIK sé að hirða fé sem fyrirtækinu ber ekki og svo er sagt að Landsvirkjun neiti að gefa afslátt til húshitunar. Landsvirkjun hefur gefið afslátt af raforku til húshitunar með sömu skilmálum- og ríkiðd'rá þvi snemma á árinu 1988 og gerir svo enn. For- sendur Landsvirkjunar fyrir afslætt- inum, sem nemur nú um 30 aurum á kWh, er amnars eðlis en ríkisins. Þar er einfaldlega um samkeppnis- sjónarmið aö ræða, þannig aö raf- orka til húshitunar sé samkeppnis- fær við olíu. Betri eru 12 mills en ekkert Guðmundur Gíslason skrifar: Nú eru viðræöur okkar um hugs- anlega sinkverksmiðju út af borðinu. Kannski fyrir fullt og allt. Ástæðan er ekki sök erlendu aðilanna sem voru að reyna að semja sig inn í land- ið og vildu fá sem hagstæðastan grundvöll fyrir framleiðsluna. Þeir buðu okkur þetta 8-12 mills fyrir kílówattið. Við vildum fá um 20 mills. - Var þetta allt ágreiningsefnið? Hvað erum við að hugsa? Hér flæð- DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. Til hvers elgum við þá allt rafmagn- ið? ir rafmagnið fram til sjávar, ef svo má segja, og þaö ónýtt. Er ekki betra að semja um, segjum 10 eða 12 mills fyrir kílówattið fremur en að sleppa hendinni af framleiðslu sem gæfi nokkur hundruðum manna atvinnu að nýju? Það hefði síðar mátt fikra sig upp á við með verðhækkun. En mest um vert er að fá umsvif inn í landið, verkþekkingu og að geta losn- aö við umframframleiðslu á raf- magni sem verður okkur sífellt dýr- ari eftir því sem tíminn líður, án þess að geta nýtt þessa orku. Getum við íslendingar búist við einhverjum öðrum og betri kostum erlendis frá en að fyrirtæki setji hér upp rekstur gegn því skilyrði að þau veiti landsmönnum atvinnu? Þetta láta aðrar þjóðir sér nægja; Sviss- lendingar, Hollendingar Lúxemborg- arar. Og þykir vel að verki staðið. í þrælabúðum? Ásdis hringdi: Það var mikið klifað á því síð- ustu dagana fyrir jól aö vinna verslunarfólks væri orðin þjak- andi. Einn forsvarsmaður versl- unarmanna tók svo til orða að kjarasamningar væru þverbrotiv ir og starfsfólk verslana væri í eins konar þrælabúðum. - Ég veit ekki betur en við verslunar- menn séum það illa launaðir að okkur veiti ekki af ærlegri auka- vinnu svo að við komumst af. Það má líka spyrja forystumenn verslunarfólks hvers konar saraninga þeir geri við vinnuveit- endur. - En í öllum atvinnu- rekstri hér á landi koma álags- tímar, segjum t.d. í fiskvinnu þeg- ar bjarga þarf aíla í vinnslu. Er þá þrasað um þrælabúðir? Nei, fólkið gleðst yfir hverri auka- vinnu sem það fær. Lækkiðerlendan ferðakostnað Siguijón Árnason hringdi: Eg las í DV að nú væri von á verðhækkunum á ferðum til Spánar og Portúgals vegna vax- andi ferðamannastraums þang- að. Ég skora á íslenskar ferða- skrifstofur að lækka erlendan ferðakostnað með því t.d. aö finna hagkvæmari ferðamáta til þess- ara og annarra staða á megin- landinu, nota m.a. járnbrautir, bila eða skip í stað flugvéla. Það má lækka ferðakostnað verulega með þvi að finna hagstæðasta ferðamátann. í Víetnam, Kína ogvíðar Júlíus Jónsson hringdi: Það má vel vera aö möguleikar íslendinga í Víetnam, í Kína og víðar veki athygli sumra lands- manna. Undirbúningur stórverk- efna okkar á að vera á döfinní á þessum stööum og víðar um heim. En hvers vegna eru þessi stórverkefni ekki á döfinni í land- inu sjálfu? Eru kannski engin verkefni hér óleyst? Ég er þess fullviss að ekki skilar sér króna í gjaldeyri hingað vegna verkefna' íslands í Kina né annars staðar. Irving Oil til landsins: Borgin gefur gottfordæmi Einar Ólafsson skrifar: Ég er ánægður með undirtektir borgaryfirvalda gagnvart um- sókn Irving Oil olíufélagsins um lóðir og annan rekstur innan borgarmarkanna. Ég efast um að gamli meirilúutinn í borgarstjórn hefði tekið svona á málum. Hann heföi sennilegast látið stóru olíu- félögin hér valta yfir sig meö þeim fyrirslætti að hér væri næg samkeppni eða annaö í þeim dúr. Sannleikurinn er þó sá að hér er engin satnkeppni í bensín- og olíusölu. Oliufélögin vildu t.d. ekkert vita af greiðslukortaþjón- ustu árum saman og báru viö alls konar bábiljum. Það var ekki fyrr en Óli heitinn i Olís ruddi braut- ina að hin olíufélögin sáu sína sæng upp reidda. - Borgin á þakkir skildar fyrir að sýna gott fordæmi gagnvart meiri sam- keppni í olíusölu hér. Skuldir ríkissjóðs Sveinbjörn skrifar: Ef það er rétt sem fréttir herma aö skuldir okkar íslendinga hafi tvöfaldast á þessu kjörtímabili, þ.e. hækkað um 75 milljarða króna, þá segi ég einfaldlega; hvað erum við að hugsa? Ef heild- arskuldir ríkissjóðs eru komnar nærri 50% af landsframleiðslu, þá er stutt i að við getum ekki lengur alið önn fyrir okkur í land- inu. Og hvað er þá til ráða annað en segja sig til sveitar í annaö- hvort ESB eða í Bandaríkjunum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.