Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 29 Tónleikar Jólatónleikar Dægradvalar verða í Bessastaðakirkju. Jólalög og íslensk sálmalög Jólatónleikar verða haldnir á vegum Dægradvalar í Bessa- staðakirkju í kvöld kl. 20.30. Flytj- endur eru Lenka Mátéová, Svein- björg Vilhjálmsdóttir, Margrét Bóasdóttir, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir, Helga Ingólfsdóttir og Álftaneskórinn undir stjórn Johns Speight. Á efnisskránni eru jólalög, verk eftir Bach, Hándel, Vaughan Williams, Peter Warlock og göm- ul íslensk sálmalög í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar, Helgu Ingólfsdóttur og Karólínu Eiríks- dóttur. Akurey % íGufunes Laugaraaíur Skildinganesx Öskjui Álftandsl ^ Grafarvogur ossvogur Kópavogur •^Sþfjahverfi jgahraun Flensborg Við hiið að Heiðmörk Tríó Ólafs Stephensens á Kringlukránni: HULIÐSSVÆTTIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU □ Huldufólk • Álfar ❖ Ljósálfar X Gnómar 4* Dvergar Stórar og litlar dísilvélar Höfundur dísilvélanna er Rudolf Diesel. Hann var lengi að vinna að hreyfli sínum og gerði margar tilraunir sem mistókust. 1897 gekk dæmið upp þegar hann hannað sprengihreyfil þann sem við hann er kenndur. Diesel studdist við hugmyndir Carnots en vissi gjörla að þær yrðu ekki notaðar án breytinga. Hannaði hann vél þar sem meginatriðið var brennsla við stöðugan þrýst- ing en ekki viö stöðugan hita. Nokkrir aðrir aðilar höfðu gert sér grein fyrir vélargerð af þessu tagi og átti Diesel í hörðum deil- um um hverjum bæri heiðurinn af uppfmningunni. Blessuð veröldin Tvígengis-dísilhreyfill Stuttu síðar eða 1899, eftir að Diesel kom með fjórgengis-dísil- hreyfil, hannaði þýski verkfræð- ingurinn Hugo Giildner tvígeng- is-dísilvél. Fól hún í sér öflugri vinnslu. Skilaði hún 60-80% meira en fjórgengis-dísilhreyfill- inn miðað við strokkrúmtak. Nú á dögum eru tvígengis-dísil- hreyflar þeir sprengihreyflar með stimplum sem skila mestu afli - allt að 50.000 hestöflum. Vélar af þessari gerð eru notaðar í skipum og iðnaði. Ömurleg endalok Rudolf Diesel varð frægur fyrir uppgötvun sína, sérstaklega í Bandaríkjunum, en hann átti marga óvildarmenn meðal verk- fræðinga í Þýskalandi. Diesel efn- aðist á að selja einkaleyfi út um víða veröld, en þegar deilurnar hörðnuðu seldi 'hann hlutabréf sín í þeim fyrirtækjum sem not- uðu uppgötvun hans. Hann reyndi að treysta efnahag sinn með því að stunda spákaup- mennsku í kauphöllinni en tapaði nánast aleigunni. Hinn 27. sept- ember 1913 drukknaði hann á leið frá Englandi til Frakklands og var talið að hann hefði stytt sér aldur. Eins og undanfarin miðvikudags- kvöld á Kringlukránni verða djass- tónleikar þar í kvöld. Það er Tríó Ólafs Stephensens sem skemmtir gestum staðarins með léttri djass- sveiflu þar sem í fyrirrúmi verða Skemmtarúr gömul og klassísk djasslög. Ólafur Stephensen leikur á píanó en með honum leika Tómas R. Einarsson bassaleikari og Guðmmidur R. Ein- arsson trommuleikari, en hann mun emnig taka fram básúnuna. Sjálfsagt mun tríóið leika lög af nýútkominni geislaplötu, en plata Ólafur Stephensen, Tómas R. Einarsson og Guðmundur R. Einarsson skipa tríóið. tríósins var önnur tveggja djass- platna sem komu út fyrir jólin. Þá mun tríóið einnig leika þekkt jóla- lög í djassútsetningum. Tónleik- arnir heljast kl, 22.00 og er aðgang- ur ókeypis. Talsverður skaf- renningur á vest- anverðu landinu Nú er allgóð vetrarfærð á flestum vegum landsins. Verið er að moka Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði, Talsverður skaf- renningur er á vestanverðu landinu Færð á vegum og á stöku stað á Norðurlandi og á Suðurlandi. Á Vesturlandi var í gær ófært um Bröttubrekku og þungfært um Gilsfjörð. Búið er að opna veginn til Hólmavíkur og þá er fært til ísa- fjarðar. Einnig er orðið fært um Siglufjarðarveg og Öxnadalsheiði og Víkurskarð. Hálka er víða á vegum. [51 Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö ® Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir 0] Þungfært © Fært fjallabílum yndinni fæddist fatóingardeild 02.27. Hún reynd- ist vera 3920 grömm að þyngd og 54 sentímetra löng. Tveggja daga gömui var hún skírð Anita Karen Crawford af séra ,Ióni Bjárman á Landspitalanum. Foreldrar Anitu eru Bllen Kristinsdóttir og Ólafur Crawford og er hún fyrsta barn þeirra. Richard Attenborough og Mara Wilson i hlutverkum sinum. Jólasveinn í stórmarkaði Kraftaverk á jólum (Miracle on 34th Street) er endurgerð klassískrar jólamyndar sem hef- ur verið nokkurs konar skylda að sýna börnum á jólunum, síðan 1947, Þessi endurgerð þykir hafa tekist með ágætum og er það ekki síst að þakka Richard Attenboro- ugh sem leikur jólasveininn. í myndinni kynnumst við hinni sex ára gömlu Susan Walker sem hefur glatað trúnni á jólasvein- inn. Það var mamma hennar sem sagði henni leyndarmálið en þessi skoðun á eftir að breytast Kvikmyndahúsin þegar hún kynnist jólasveininum sem starfar í stórmarkaðinum þar sem mamma hennar vinnur enda er þar kominn hinn eini sanni jólasveinn. Tekst honum að heilla öll börn sem til hans leita. Ekki eru allir hrifnir af s'veinka og verður hann að mæta fyrir rétt til að sanna hver hann er. Kraftaverk á jólum er tilvalin fjölskyldumynd. Nýjar myndir Háskólabíó: Junior Laugarásbíó: Jungle Book Saga-bíó: Skuggi Bíóhöllin: Konungur ljónanna Stjörnubíó: Karatestelpan Bíóborgin: Kraftaverk á jólum Regnboginn: Stjörnuhlið Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 292. 28. desember 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 69,050 69,260 68,610 Pund 106,690 107,010 107,140 Kan. dollar 49,190 49,380 49,940 Dönsk kr. 11,1570 11,2020 11,2000 Norsk kr. 10,0210 10,0620 10,0350 Sænsk kr. 9,1950 9,2310 9,1730 Fi. mark 14,4380 14,4950 14,2120 Fra. franki 12,6710 12,7220 12,7690 Belg. franki 2,1298 2.1384 2,1306 Sviss. franki 51,8300 52,0400 51,7100 Holl. gyllini 39,0900 39,2400 39,1400 Þýskt mark 43,7700 43,9000 43.8400 it. líra 0,04199 0,04220 0,04234 Aust. sch. 6,2160 6,2470 6,2290 Port. escudo 0.4256 0,4278 0,4293 Spá. peseti 0,5170 0,5196 0,5253 Jap. yen 0,68750 0,68960 0,69480 irskt pund 105,250 105,780 105,650 SDR 99,89000 100,39000 100,13000 ECU '83,1900 83,5300 83,5100 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárétt: 1 dugleg, 5 hlóðir, 7 snemma, 8 lélegar, 10 skordýr, 11 handsamaði, 12 útrýming, 14 hanka, 16 ekki, 17 látnir, 19 tóm, 20 ljúf. Lóðrétt: 1 hætta, 2 bráðu, 3 feril 4 trjóna, 5 batnaði, 6 saur, 9 skjálfir, 10 einbeitni, 13 skarð, 15 gort, 18 til. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 flygsa, 8 eir, 9 elna, 10 skráin, 11 atti, 12 öm, 13 skissa, 16 trítl, 18 Si, 19 bás, 20 vakt. Lóðrétt: 1 felast, 2 list, 3 yrkti, 4 gerist, 5 slá, 6 anir, 7 mannvit, 12 ösla, 14 krá, 15 ask, 17 ís.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.