Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994
11
Fréttir
Nánast engin hreyf ing
í samningamálum okkar
- segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Islands
„Það hefur verið heldur lítil hreyfmg
í okkar samningamálum. Við erum
búin að eiga eina 9 fundi, ýmist með
samninganefnd ríkisins, undirnefnd-
um eða ráðherra. Það sem hefur
gerst er að ríkið hefur hafnað launa-
lið kröfugerðarinnar án þess þó að
koma með neitt útspil á móti. Enda
þótt talað hafi verið um að eitthvað
svigrúm sé til launabreytinga hafa
þeir veriö ófáanlegir til að gefa okkur
einhverjar hugmyndir í þeim efn-
um,“ sagði Eiríkur Jónsson, formað-
ur Kennarasambands íslands, í sam-
tali við DV um stöðuna í kjaramálum
kennara.
Hann sagði að hinn hluti kröfu-
gerðarinnar fjallaöi um vinnutíma
og fagleg málefni.
„Þar hefur okkur verið kastað á
milli menntamálaráðuneytis og
samninganefndar ríkisins. Samn-
inganefnd ríkisins segist ekki semja
um nein slík mál nema í samræmi
við vilja fagráðuneytis. Svörin í fag-
ráðuneytinu hafa lengstum verið þau
' að peningarnir séu ekki hjá þeim og
því verði að semja við samninga-
nefnd ríkisins. Á fundi með mennta-
málaráðherra og ráðuneytisstjóra,
rétt fyrir jól, sagðist menntamálaráð-
herra ætla að óska eftir fundi með
samninganefnd ríkisins milli jóla og
nýárs til aö gera henni grein fyrir
stefnumiðum sínum í samningamál-
um við kennara," sagði Eiríkur.
Hann sagði að kennarar væru
orðnir mjög þréyttir á þessari stöðu.
Hvort til verkfalls kæmi sagðist hann
ekki ætla aö segja til um.
„Það verður ekki tekin nein afstaða
í þá veru fyrr en eftir áramót. Við
viijum gjarnan fá eitthvaö upp á
borðið til að taka afstöðu til og meta
síðan hvað gert verður," sagði Eirík-
ur.
Hann sagði að verkfall þyrfti að
boða með 15 daga fyrirvara. Áður en
til þess kemur þarf að fara fram
skrifleg allsherjaratkvæðagreiðsla
og það þarf að kynna það sem farið
yrði í verkfali út af.
„Til þess reiknum við 3 vikur og 2
í verkfallsboðun, þannig að í allt tek-
ur það 5 vikur að ákveða verkfall og
boða það,“ sagði Eiríkur.
Verkfallssjóður Kennarasam-
bandsins er 400 milljónir króna. Ei-
ríkur sagði engar reglur til um út-
hlutun úr honum ef til verkfalls kem-
ur þar sem félagar í Kennarasam-
bandi íslands hafa aldrei farið í verk-
fall. Það færi því alfarið eftir því hve
Utskriftarhópurinn á tölvunámskeiöinu.
DV-mynd Arnheiöur
Mikill tölvuáhugi í Stykkishólmi
Amheiður Ólafsdóttir, DV, Stykkishólmi;
Á námskeiði hjá Tölvuskóla
Reykjavíkur, sem haldið var hér í
vetur, útskrifuðust 24 nemendur.
Þetta var almennt grunnnámskeið.
Tekin voru þrjú próf í ritvinnslu,
töflureikni og umbroti og auglýs-
ingagerð. Tölvuskóh Reykjavíkur
heldur námskeið sem þessi á nokkr-
um stöðum á landinu á hverjum
vetri.
Mikill áhugi er á tölvufræðslu í
Stykkishólmi því þetta er annar vet-
urinn í röö sem haldið er námskeið
á þeirra vegum hér í bæ. Benedikt
Friðbjörnsson kennari sagðist
ánægður með námskeiðið og áhuga
nemenda. Það væri augljóslega mik-
ill áhugi á tölvufræðslu í Stykkis-
hólmi. Það væri ekki algengt að hald-
in væru námskeið ár eftir ár í ekki
stærra bæjarfélagi og aðsóknin væri
alltaf jafn góð.
Bruni á Höfn á aðfangadagskvöld:
Timburhús mikið skemmt
af völdum reyks og hita
Björn Ragnarsson og fjölskylda
fluttu inn í húsið, sem er úr timbri,
í maí 1992. Það verður mikið verk
hjá þeim hjónum að gera husið íbúð-
arhæft á ný og sennilega þarf að rífa
mikið innan úr þvi.
Sturlaugur Þorsteinsson bæjar-
stjóri bauð þeim íbúð á vegum bæjar-
ins meðan viögerð fer fram og flyfja
þau í hana um áramótin. Björn og
Dóra eiga tvö börn, sex og átta ára.
Júlía Imsland, DV, Höfn:
Eldur kom upp í íbúðarhúsinu
Sandbakka 17 á Hornafirði á að-
fangadagskvöld og er húsið mikið
skemmt, einkum af reyk og hita.
Enginn var í húsinu þegar eldurinn
kom upp.
„Við vorum að koma úr matarboði
frá tengdamömmu um kl. 20.30 á að-
fangadagskvöld," sagöi Dóra Sigur-
björnsdóttir „og þegar maðurinn
minn opnaði útidyrnar gaus reykur
og mikill hiti á móti okkur. Hann
lokaði strax aftur, ók bílnum út á
götu og sagði mér að fara með börn-
in. Hljóp svo í næsta hús og hringdi
á slökkviliðið. Það var hreint ótrú-
lega fljótt að koma og það tók ekki
nema hálftíma að slökkva eldinn,"
sagði Dóra.
Ekki er alveg ljós hvað olli upptök-
um eldsins en ljóst er að hann hefur
komið upp í sófa í stofunni.
há úthlutunin verður hve lengi hann um 3.300 manns leggja niður vinnu
endist komi til verkfalls. Alls munu komi til verkfalls.