Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1994, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994
25
dv Meiming
Úr leikriti Þjóöleikshússins Fávitar.
Fólkið frá Sankti
Pétursborg
í skáldsögunni Fávitanum, sem fyrst kom út veturinn 1868-1869, gegn-
umlýsir rússneski rithöfundurinn Fjodor Dostojevski umhverfi sitt og
samtíð glöggu auga. Samúð hans með smælingjum lýsir alls staðar í gegn
og hann hefur verk sín upp yfir núiö með algildum sannindum um mann-
legt eðli.
Það að vinna leikgerð upp úr svo margbrotnu skáldverki sem Fávitan-
um er ekkert áhlaupaverk. Sú mynd sem kemur fyrir sjónir áhorfenda
er auðvitað fyrst og fremst val leikhússins, leikræn útfærsla á inntaki
skáldsögunnar.
Leikgerð Simons Grey, sem Seppo Parkkinen og leikstjóri sýningarinn-
ar, Kaisa Korhonen, hafa endurskoöaö, er þrungin tilfmningum og bygg-
ir fyrst og fremst undiröldu mannlegra ástríöna. Atriðin renna fyrirhafn-
arlaust áfram nær óslitið og atburðarásin heldur athygli áhorfenda.
Uppsetningin er falleg fyrir augað, búningar ákaflega skemmilega hann-
aðir og Utaval stemningarfullt (Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir). Leik-
myndin er stílhrein, og í mörgum atriðum mjög falleg (Eeva Ijaas). Hún
gefur gott rými, en skapar um leið mikla nánd milli persóna. Stundum
líktist það göldrum hvernig atriði, sem leikið er mjög „þröngf ‘ á sviðinu,
Leiklist
Auður Eydal
færist út í nýjar víddir þegar sviðsmyndin springur út eins og blóm-
króna. Þar spilar ljósahönnunin stórt hlutverk (Esa Kyllönen) en leikur
Ijóss og skugga er ákaflega mikilvægur í sýningunni þegar hann kallast
á við heiðríkju og myrkur sálardjúpanna.
Persónurnar í leikritinu eru að mörgu leyti leiksoppar örlaganna og
þeirra aðstæðna sem þær búa við. Hver um sig gegnir ákveðnu hlutverki
í heildinni og einstaklingseinkenni þeirra eru skýr. Leikstjórinn Kaisa
Korhoinen leggur hverja persónu upp sem mikilvægan hlut í púsluspilinu
þar sem engan má vanta því að þá verður myndin gloppótt. Hún nýtir
persónurnar oft sem bakgrunn og hluta af leikmynd og tekst ákaflega
vel að spila á sjónræna þætti uppsetningarinnar.
Það er kannski sérkenni þessarar sýningar hversu styrk persónuleik-
stjórnin er. Þar kemur til kasta okkar frábæru leikara sem leystu sín
hlutverk allt frá því aö vera góðir upp í afburðatúlkun á viðkvæmum
efniviö.
Hilmir Snær Guðnason leikur Myshkin fursta, „fávitann" af mikilli
hógværð og innilegri tilfmningu fyrir hreinleika og hrekkleysi þessa
hálfheilaga manns. Leikur hans er tær og tilgerðarlaus og samsömunin
við persónuna algjör. Helstu mótleikarar hans, Tinna Gunnlaugsdóttir
(Nastasja) og Baltasar Kormákur (Rogozhín), leika tilfinningaþrungin
hlutverk, mjög svo veraldlegar pérsónur, sem lífið hefur leikið grátt. Tinna
er glæsileg á sviðinu í einstaklega vel hönnuðum búningum og lýsir ör-
væntingarfullri forherðingu konu sem hefur orðið fyrir barðinu á vonsku
mannanna svo um munar. Rogozhín dökkklæddur er myrkur maður og
fullur reiði. Hann sveiflar svipu refsingar og umbyltir lífi fólks þar sem
hann fer. Baltasar Kormákur leggur persónunni til kórrétt útlit og færi
andblæ ógnar með sér4 svið.
Mjög mikiö jafnræði er með leikendum, eins og áður er sagt, og varla
hægt að nefna þar einn öðrum fremur. Úr hópi þeirra má nefna Halldóru
Björnsdóttur, Eddu Arnljótsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur,
sem leika systurnar þrjár, skemmtilega ólíkar og skýrar persónur. Gunn-
ar Eyjólfsson og Helga Bachmann leika foreldra þeirra með ekta fínum
töktum. Sigurður Skúlason er hæfilega ógnvænlegur í hlutverki Ferdísj-
enko og vinnur það mjög vel. Helgi Skúlason er kaldur og samviskulaus
Totskí.
Fáviti er í eðli sínu fallegt og gegnumlýsandi orð sé litið fram hjá þeirri
neikvæðu merkingu sem það hefur fengiö á sig á seinni tímum. Myshkin
fursti „veit fátt“ af því að hann tekur ekki þátt í undirferlum eða plottum
þeirra sem í kringum hann eru og það ber hvorki vott um heimsku né
fáfræði heldur um hreint hjarta.
Hann kemur ókunnugur inn í samfélag þar sem kæruleysislegur undir-
róður, svik og baktal er hluti af tilveru fólksins. Iðjuleysi og stéttaskipt-
ing skapar skilyrði fyrir möndl með örlög fólks og letilegt baktjaldamakk
er hluti af tilveru yfirstéttarinnar.
í mörgum atriðum í.sýningunni er undirstrikað að þeir Myshkin fursti
og Rogozhín eru ef til vill tvær hliðar á sama manninum, annar ljós yfir-
litum hinn dökkur á brún og brá. Þeir oru persónugervingar góðsemi og
illsku í mannlegu fari, hið tvíeina eðli mannsins sem ekki verður sundur-
greint.
í Fávitanum liggja allir þættir mannlegar tilveru samantvinnaðir.
Óbærilegur léttleiki tilverunnar kristallast í örlögum persónanna þar sem
gaman og alvara togast á líkt og í lífinu sjálfu.
Þjóðleikhúsið sýnir á Stóra sviðinu:
Fávitann
Höfundur: Fjodor Dostojevski
Leikgerð: Simon Grey
Endurskoðuð af Seppo Parkkinen og Kaisu Korhonen
Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir
Lýsing: Esa Kyllönen
Leikmynd: Eeva Ijaas
Búningar: Þórunn Sigriður Þorgrímsdóttir
Leikstjórn: Kaisa Korhonen
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Litla svið
ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR)
eftir Jóhann Sigurjónsson
Föstud. 30. des.
Laugard. 7. jan.
Stóra sviðkl. 20.
LEYNIMELUR 13
eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil
Thoroddsen og Indriða Waage.
Föstud. 30. des.
Laugard. 7. jan.
Litla sviðkl. 20:
ÓFÆLNA STÚLKAN
eftir Anton Helga Jónsson.
Fimmtud. 29/12, sunnud. 8. jan. kl. 16.
Söngleikurinn
KABARETT
Frumsýning föstud. 13. jan., örfá
sæti laus,
2. sýn. miðd. 18. jan. Grá kort gilda,
örfá sæti laus.
3. sýn. föstud. 20. jan. Rauð kort gilda.
Miðasala verður opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13.00-20.00.
Miðapantanir i sima 680680 alla
virka daga frá kl. 10-12.
Munið gjafakortin
okkar
Greiðslukortaþjónusta.
Leikfélag Reykjavíkur-
Borgarleikhús
—
vor
Erótík tlnaðsdraumai
Pöntunarsími: 96-25588
Póstsendum vörulista
hvert ó land sem er!
■ Fatalisti
■Tæl<jalisti
■Blaoalisti
■Videolisti
Sendingarkostnaður
innifalinn
ÞJÓDLEIKHÚSID
Sími 11200
Stórasviðiðkl. 20.00
FÁVITINN
eftlr Fjodor Dostojevski
2. sýn. á morgun fid., uppselt, 3. sýn.
föd. 30/12, uppseit, 4. sýn. fid. 5/1,5. sýn.
Id. 7/1,6. sýn.fid. 12/1.
SNÆDROTTNINGIN
eftir Évgeni Schwartz
Byggt á ævintýri H.C. Andersen
í dag kl. 17.00, uppselt, sud. 8. jan. kl.
14.00, örfá sæti laus, 15/1 kl. 14.00.
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Föd. 6. jan., örfá sæti laus, sud. 8/1, Id.
14/1. Ath. Fáar sýningar eftir.
GAUKSHREIÐRIÐ
eftir Dale Wasserman
Föd. 13. jan. Ath. Sýningum ferfækkandi.
GJAFAKORT í LEIKHÚS -
SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF.
Afsláttur fyrir korthafa
áskrlftarkorta.
Miöasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18
og fram að sýningu sýningardaga.
Tekið á móti simapöntunum virka daga
frákl. 10.
Græna linan 99 61 60. Bréfsimi 6112 00.
Simi 1 12 00 - Greiösiukortaþjónusta.
Spennandi og margslunginn
sakamólaleikur!
SÝNINGAR
2. sýning í kvöld kl. 20.30,
nokkur sæti laus
3. sýning fim. 29. des. kl. 20.30
4. sýning lau. 7. jan. kl. 20 30
■iU'
u
Miðasalun er opin virka daga neinu
máiuidaga kl. !4-l8og sýningardaga
IVam að sýningu. Sími 24073
G rei ðs I u kortaþj ónu s ta
STYRKTARFÉLAG
LAMAÐRAOG FATLAÐRA
Dregið var í Símahappdrætti Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra 1994 þ. 24. desember sl.
Vinningar komu á eftirtalin númer:
1. vinningur: Bifreið Nissan Terrano 11 SLX 96-42152
2. vinningur: Bifreið Nissan Primera sedan, sjálfsk. 91-40912
3. vinningur: Bifreið Nissan Primera sedan, sjálfsk. 985-20853
4. vinningur: Bifreið Nissan Micra LX 91-689544
5. vinningur: Bifreið Nissan Micra LX 91-889211
6. vinningur: Bifreið Nissan Micra LX 91 -77366
7. vinningur: Bifreið Nissan Micra LX 91-685300
8. vinningur: Bifreið Nissan Micra LX 985-33938
9. vinningur: Bifreið Nissan Micra LX 985-44866
10. vinningur: Bifreið Nissan Micra LX 91-650138
11. vinningur: Bifreið Nissan Micra LX 93-72183
12. vinningur: Bifreið Nissan Micra LX 93-56708
13. vinningur: Bifreið Nissan Micra LX 985-42167
Styrktarfélagið þakkar landsmönnum
veittan stuðning.
011111
'>»**■ «*“■ ~ 55 SS 5S jSB
ov
9 9-1 7-00
Verð aðeins 39,90 mín.
1] Fótbolti
21 Handbolti
3 j Körfubolti
41 Enski boltinn
5 j ítalski boltinn
61 Þýski boltinn
7 [ Önnur úrslit
81 NBA-deildin
1] Vikutilboð
stórmarkaðanna
21 Uppskriftir
11 Læknavaktin
21 Apótek
1[ Dagskrá Sjónv.
2j Dagskrá St. 2
3j Dagskrá rásar 1
4j Myndbandalisti
vikunnar - topp 20
5 j Myndbandagagnrýni
: 6 j ísl. listinn
-topp 40
71 Tónlistargagnrýni
.smmsmmm
9Krár
. 2 j Dansstaðir
[3] Leikhús
4 j Leikhúsgagnrýni
_5J Bíó
6 j Kvikmgagnrýni
vmnmgsnumer
lj Lottó
2: Víkingalottó
3| Getraunir
99-17-00
Verð aðeins 39,90 mín.