Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1995, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 9 Stuttar fréttir I ^ y » I » Jettsinrædur Jeltsín segist hafa fulla stjórn á hernaðaraðgerðum í Tsjetsjeníu og vill stöðva blóðsúthellingar fljótt, Sprengja Grosní Rússarhalda áfram að sprengj a Grosni. Vopnahlé er ólíklegt. Setjaskiiyrði Christopher, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna, vill styðja um- bótaáætlun í Rússlandi og býður cfna- hagslega hjálp. Hann segir þó aö stríösbröltið í Tsjetsjeníu komi í veg fyrir slíkt. Vopnahiéíhættu Vopnahléið í Bosníu er í mikilli hættu. Leyniskytta særði ungl- ingspilt frá Sarajevo alvarlega í gær og stríðandi fylkingar und- irbúa sig fyrir hardaga á ný. Clinton vill hjálpa Bill Chnton reynir að afla hjálp- aráætlun sinni við Mexíkó fylgi. Hann segir fall pesosins ógnun við Bandaríkin og heiminn. Páfi misskilinn Páfi segir að samfélagiö mis- skilji afstöðu kaþólsku kirkj- unnar til kvenna. Hann sagöi þó að móðurhlut- verkiö væri mikilvægasta hlutverkið og lagði ekki blessun sína yfir kvenpresta. Balladurtilkynnir Baráttan um forsetaembættið í Frakklandi er hafin fyrir alvöru. Bahadur forsætisráðherra til- kynnti um framboð sitt í gær. MannráníTyrklandi Líbönsk samtök hafa rænt bandarískum hermanni og syni hans í Tyrklandi. Reuter Útlönd Um 250 þúsund heimilislausir í Kobe eftir jarðskjálftann líða skort: Vatn og matur fyrir aðeins þriðjunginn Fullorðin kona gengur eins og í leiðslu um brunarústirnar í Kobe i Japan þar sem jarðskjálfti varð rúmlega þrjú þúsund manns að bana og eyðilagði tugþúsundir húsa. Simamynd Reuter Gífurlegir eldar brutust út í aðal- verslunarhverfi jaröskjálftaborgar- innar Kobe í Japan í gærkvöldi. Upp- tök eldsins má rekja til mikihar sprengingar sem varð í Sannomiya- hverfinu í hjarta borgarinnar. Að minnsta kosti tuttugu litlar bygging- ar urðu eldinum að bráð. Slökkviliðsmenn náðu tökum á bálinu eftir þriggja klukkustunda baráttu en tókst ekki að slökkva það alveg vegna vatnsleysis. Fjöldi látinna í jarðskjálftanum sem varð á mánudagskvöld er nú kominn á fjórða þúsundið. Enn er sex hundruð manna saknað og leita her- menn að þeim í húsarústunum. Von er á tólf sérþjálfuðum hundum frá Sviss til að aðstoða við leitina. Heilu hverfin í Kobe eru rústir ein- ar og vegir eru undnir og snúnir. Ástandið þykir minna á jarðskjálft- ann árið 1933 sem var á annað hundr- að þúsund manns að bana. Nærri tvö hundruð og fimmtíu þúsund heimilislausir áttu heldur kalda nótt í flóttamannamiðstöðvum sem komiö var á fót í skólum og íþróttahúsum. Eftirskjálftar og sír- enuvæl frá neyðarbílum röskuöu ró þeirra. Mönnum var kalt vegna þess að teppi voru ekki nægilega mörg og skrúfað var fyrir gasleiðslur. Fólkið sagðist vilja heitan mat, vatn og upplýsingar um ættingja sem það hafði ekki fundið. Ung kona sagði við sjónvarpsstöð- ina NHK: „Ég vil umfram allt fá föt en það berast engin.“ Illa gekk að koma vistum til flótta- mannabúðanna þar sem nær óger- legt var að komast leiöar sinnar um verst leiknu hverfin vegna skemmda á gatnakerfinu, braks úr húsum og slitinna símahna. Yfirvöld viðurkenndu að þau hefðu aðeins mat og vatn fyrir þriðjung hinna heimilislausu við höndina. Að minnsta kosti 21586 byggingar ýmist eyðilögðust eða uröu fyrir skemmdum í jarðskjálftanum sem mældist 7,2 stig á Richter. Reuter BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.