Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1995, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995
óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJOLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjórl: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot. mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga Í50 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Eyrarbyggð er bezt
Þrjár leiðir þarf að fara samhliða til að draga úr líkum
á mannskaða og eignatjóni af völdum snjóflóða og skriðu-
falla á landinu. Þær miða í fyrsta lagi að vemdun fólks
á hættusvæðum, í öðm lagi að verndun mannvirkja og
í þriðja lagi að mun strangari skipulagsreglum.
Meðan fólk býr í húsum, sem standa í brekkum undir
bröttum fjallshlíðum, er einfaldast að herða á því ferli,
sem leiðir til brottflutnings þess til hættuminni staða,
þegar varað er við snjóflóðum. í flestum tilvikum þarf
að flytja fólk úr brekkuhúsum í hús úti á eyrum.
Þetta er gert núna. Um 800 Vestfirðingar hafa flutt úr
húsum sínum til hættuminni staða. Þetta er engin óska-
lausn, en tekur þó tillit til fjárfestinga í húsum á glæfra-
legum stöðum. Með hertu og bættu mati á snjóflóða-
hættu er hægt að hindra mannskaða að verulegu leyti.
Jafnframt þessu þarf að reisa mannvirki til að veija
sjálf brekkuhúsin. Of dýrt er að verja heilu byggðirnar
á þennan hátt. En framkvæmanlegt er að reisa mann-
virki, sem beina snjóflóðum eftir landslagi í aðra far-
vegi. Þarf þá oft að fóma sumum húsum fyrir önnur.
Fjármagna þarf kerfi, sem felur í sér, að keypt verði
hús, sem verst standa, og jafnframt tryggt, að þau verði
mannlaus. Snjóflóðum sé beint í átt til þeirra frá öðrum
húsum, sem betur standa og áfram verður búið í. í hverju
byggðarlagi þarf að ganga skipulega að þessu.
Loks þarf að hætta að byggja hús í brekkum undir
bröttum úallshlíðum. Byggð í þröngum fjörðum á aðeins
að vera úti á eyrum og við fjarðarbotna. Eyrarbyggð er
betri kostur en botnabyggð vegna betri hafna. í nágrenni
Súðavíkur er til dæmis nokkuð góður staður á Langeyri.
Víðar á VestQörðum er hægt að nýta vanbyggðar eyr-
ar til stækkunar á byggðum. Annars staðar verður hrein-
lega að hverfa frá einnar eða tveggja hæða húsum og
byggja háhýsi úti á eyrum til að geta dregið byggðina
úr hættulegum brekkum út á tiltölulega öruggt land.
Fyrr á öldum var fjarðarbyggð einkum úti á eyrum
og við fjarðarbotna. Það byggðist á reynslu kynslóðanna.
Fólk vissi, að hætta á snjóflóðum og skriðufóllum var
einkum í brekkunum milh eyra og botna. Þannig vörð-
ust forfeður okkar óviðráðanlegum náttúruöflum.
Fyrr á öldum og áratugum voru aðeins skráð í heimild-
ir þau snjóflóð, sem féllu á byggð og ollu tjóni. Hin voru
ekki skráð, af því að enginn vissi af þeim eða af því að
þau skiptu ekki máh. Snjóflóðamat, sem byggist á sagn-
fræðilegum heimildum, hefur vanmetið brekkusvæðin.
Mestum árangri með minnstum kostnaði má ná með
því að fara allar þrjár leiðimar samhliða. Síðasta leiðin
horfir til framtíðar, af því að hún fjallar um hús og önn-
ur mannvirki, sem enn eru ekki risin. Hún er bezt, en
dugar ekki ein, af því að lausnir þarf hér og nú.
Önnur leiðin felur í sér ný vamarmannvirki og nýtt
áhættumat, sem saman fela í sér, að hárfestingu í sumum
húsum verði fómað til að vemda fjárfestingu í öðrum.
Bæta verður húsin, sem fómað verður. Þessi lausn tekur
líka tíma, en ekki eins langan og framtíðarlausnin.
Sú leið, sem fyrst var nefhd, er raunar þegar hafm.
Fólk flytur úr húsum sínum, þegar hætta er á ferðum.
Bæta þarf þá lausn með virkara aðvörunarkerfi og harð-
ara mati á, hver séu hættusvæðin. Þetta kostar ekki
annað en bættar almannavamir og töluvert umstang.
Reynslan er til að læra af henni. Harmleikurinn í
Súðavík á að vera okkur hvatning til að taka af festu og
hraða á hættunni af snjóflóðum og skriðuföllum.
Jónas Kristjánsson
Heimilisdýrin - ýmist sem réttháir fjölskyldumeðlimir eða óþurftarkvikindi og ónæðisvaldar, segir m.a. i grein-
innir-
Dýrahald í fjölbýli
Hverjar eru hinar almennu regl-
ur um húsdýr og breytast þær eitt-
hvað varðandi þau dýr sem fyrir
eru við gildistöku nýju laganna?
Hagsmunamat látið ráða
Samkvæmt lögum um fjöleignar-
hús er hunda- og kattahald í húsinu
háð samþykki allra eigenda eða
a.m.k: þeirra, sem hafa sameigin-
legan inngang, stigagangeðaannaö
sameiginlegt húsrými. Svipaðar
reglur hafa gilt alllengi um hunda-
hald víðast hvar í þéttbýh. Þetta
er hins vegar nýlunda varðandi
ketti.
Þessar takmarkanir á dýrahaldi
í fjölbýhshúsum voru ekki upphaf-
lega í frumvarpinu um íjöleignar-
hús. Ákvæði þessa efnis var bætt
inn í frumvarpið af félagsmála-
nefnd Alþingis samkvæmt ábend-
ingu eða tilmælum frá Samtökum
gegn astma og ofnæmi. Var um það
einhugur í nefndinni.
í þessu efni vegast á andstæð
sjónarmið eða hagsmunir. Annars
vegar þeirra sem vilja halda hunda
og ketti í íbúöum sínum og telja þau
sjálfsögð mannréttindi og innifahð
í venjulegum eignarráðum. Og hins
vegar hagsmunir fólks, sem vih
ekki verða fyrir óþægindum, ama
og ónæði, frá nágrönnum sínum
umfram það, sem er óhjákvæmilegt
og eðhlegt.
Það er ljóst að dýr, einkum kett-
ir, geta valdið fólki margvíslegum
óþægindum og ama og jafnvel vald-
ið eða magnað upp sjúkdóma eins
og ofnæmi og astma. Síðarnefnda
fólkið, sem ég held að sé í miklum
meirihluta, telur ekki sanngjarnt
og eðhlegt að það þurfi gegn vilja
sínum að þola slíkt og umlíða dýra-
hald nágranna. Það ber hka fyrir
sig mannréttindi og telur að eignar-
réttur þeirra og heimilisfriður eigi
að vera vemdaður fyrir slíku.
Löggjafinn vó þessa hagsmuni
saman og taldi hagsmuni og sjón-
armið þeirra síðarnefndu þyngri á
metunum og lét það ráða lagaregl-
unni. Alþingi samþykkti þessar
takmarkanir einum rótni.
Hér var hagsmunamat látið ráöa
Kjallariim
Sigurður Helgi
Guðjónsson
hrl., framkvæmdastj. Hús-
eigendafélagsins
að þessar hömlur séu að öhu virtu
eðlilegar og réttlátar eða kannski
öllu heldur ill nauðsyn.
Spyrja má, hvers vegna dýraeig-
endum var ekki gefinn lengri frest-
ur og aðlögunartími? Því er til að
svara að lögin voru samþykkt á
Alþingi í marsmánuði sl. með gild-
istökufresti í 9 mánuði rúmlega eða
fil sl. áramóta. Þessi tími var húgs-
aður og ætlaður til aðlögunar og
kynningar, sem átti að vera vönduð
og rækileg. Samkvæmt lögunum á
félagsmálaráðuneytið að annást
þessa kynningu en getur fahð það
Húsnæðisstofnun eða öðrum aðila.
Því miður hefur þessi kynning ver-
ið lítil sem engin nema af hálfu
Húseigendafélagsins. Þess vegna
hefur þessi þýðingarmikh aðlögun-
artími ekki gagnast sem skyldi og
að var stefnt.
Menn hafa líka spurt, hvers
vegna löggjafinn hafi ekki sýnt hér
„Löggjafinn vó þessa hagsmuni saman
og taldi hagsmuni og sjónarmið þeirra
síðarnefndu þyngri á metunum og lét
það ráða lagareglunni. Alþingi sam-
þykkti þessar takmarkanir einum
✓ • n
romi.
og skarið tekið af, og í slíkum tilvik-
um þar sem einum hagsmunum er
fórnað fyrir aðra, þá eru það gömul
og ný sannindi að reiði og sárindi
fylgja í kjölfarið. Einkum þar sem
tilfinningar ráða miklu eins og í
þessu máh. Það sem einmitt gerir
þetta mál erfitt eru þær tilfinning-
ar, sem fólk ber einatt th dýra sinna
en það htur á þá sem réttháa fjöl-
skyldumeðlimi. En aörir líta á þá
sem óþurftarkvikindi og ónæðis-
valda.
Skýr lagaskil
Eftir að hafa um árabil haft af-
skipti af málefnum fjölbýlishúsa og
orðið vitni að ótal dæmum um
ónæði, ama og ilhndi, sem hafa leitt
af dýrahaldi, þá er það skoöun mín,
thhliðrun þannig að menn fengju
að hafa dýr sín meðan þau lifa. Það
hefur sennilega þótt erfitt í fram-
kvæmd og ekki næghega afgerandi
th að vernda þá hagsmuni, sem
vernda á með þessum takmörkun-
um.
Eins og fjöleignarhúslögin eru úr
garði gerö að þessu leyti þá eru
lagaskilin skýr. Það gildir éitt og
hiö sama um öll dýr eða öllu heldur
eigendur þeirra. Menn eða dýr hafa
ekki hefðað aukinn tilvistarrétt í
þessu efni þótt hundur eða kettir
hafa verið til staðar í fjöleignarhúsi
við ghdistöku laganna um sl. ára-
mót. Sem sagt: Lögin gera ekki ráð
fyrir neinum hefðarköttum eöa
hundum.
Sigurður Helgi Guðjónsson
Skoðanir aimarra
Til Kína um Tævan
„Ég er þeirrar skoðunar, að við íslendingar eigum
að móta stefnu gagnvart Tævan, sem tekur mið af
óskum stjórnvalda þar um verðuga viðurkenningu
á alþjóðavettvangi. Þá á að benda íslenskum fyrir-
tækjum á kosti þess að að nýta sér leiöina um Tæ-
van inn á meginland Kína. í því efni er skynsamleg-
ast að rækta frekar en nú er tengshn við kaupendur
á sjávarafurðum héðan. Þá samvinnu má þróa á
marga lund með hhðsjón af vextinum í sírandhéruð-
um meginlándsins og vaxandi áhuga á fiskeldi þar.“
Björn Bjarnason alþm. í Mbl. 18. jan.
Fiskveiðistjórnun og rannsóknir
„Dehur hafa staðið um fiskveiðistjórnunina og th-
hneiging er th þess að kenna henni um aht sem
miður fer í sjávarútveginum. Kvótakerfið er ekki
gahalaust, en þó er það staðreynd að ekki hefur ver-
ið bent á neitt heildstætt kerfi sem getur komið í
staðinn, og þrátt fyrir miklar yfirlýsingar hefur það
verið fest í sessi á kjörtímabilinu fremur en hið gagn-
stæða.“ Úr forystugrein Tímans 17. jan.
Ráðherrarnir gengu of langt
„Það var grátbroslegt aö fylgjast með orðahnipp-
ingum sjávarútvegs- og utanríkisráðherra varðandi
heimsókn kanadíska sjávarútvegsráðherrans,
Brians Tobins, í síðustu viku. Hér verður ekki kveð-
inn upp dómur um það hvor ofangreindra íslenskra
ráðherra hafði á réttu að standa í máhnu, en á hinn
bóginn er öllum það ljóst að ráöherrarnir gengu
báöir of langt í yfirlýsingum sínum. Og á endanum
virtist sem kanadíski sjávarútvegsráöherrann og
hans gjörningur í Noregi væri orðinn að aukaatriöi
máls, svo uppteknir voru íslensku ráðherrarnir við
að troða ihsakir hvor við annan.“
Úr forystugrein Viðskiptablaðsins.