Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1995, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 7 Innflytjandi, seljandi og kaupandi vanræktu skráningu vélsleða: Kona fær bætur eftir vélsleðaslys Héraösdómur Reykjavíkur hefur dæmt Bifreiðar og landbúnaöarvélar og Vélsleðaþjónustuna til að greiða 28 ára gamalli konu 3,3 milljónir króna í skaðabætur eftir að hún lenti í vélsleðaslysi á Drangajökli í júní 1990. Eigandi vélsleðans var einnig dæmdur til að greiða jafnan hlut á við fyrirtækin tvö í bótunum. Konan er 50 prósent öryrki eftir slysið. Konan ferðaðist ásamt hópi ann- arra vélsleðamanna og hafði hún fengið sleðann að láni hjá manni sem einnig var með í för. Sleðinn var upphaílega íluttur til landsins af Bif- reiðum og landbúnaðarvélum, sem svo aftur seldu sleðann til Vélsleða- þjónustunnar. Eigandi sleðans, þeg- ar slysið átti sér stað, keypti svo sleð- ann aftur af Vélsleðaþjónustunni í janúar 1990, en vildi ekki skrá sleð- ann á sitt nafn. Varð úr að Vélsleða- þjónustan og kaupandi sleðans fóru í kringum lögbundna skráningar- skyldu. Það var niðurstaða dómsins að B&L og Vélsleðaþjónustan hefðu vanrækt tilkynningarskyldu um eig- endaskipti að ökutæki því sem slysið varð á, og kaupandi sleðans heföi vanrækt skráningarskyldu sína sem eigandi tækisins af ásetningi. Allir þrír aðilarnir hefðu borið ábyrgð á því að sleðinn var tekinn í notkun án þess að vera skráður lögum sam- kvæmt og því heföi ekki verið hægt að kaupa lögboðna ábyrgðar- og öku- mannstryggingu fyrir vélsleðann. Taldi dómurinn ljóst að konan hefði fengið nokkrar bætur vegna tjóns af völdum slyssins ef lögboðin öku- mannstrygging hefði verið keypt á sleðann. Um það var deilt fyrir rétti, auk annars, hvort konan hefði flrrt sig bótarétti vegna áfengisneyslu fyrir og á meðan á vélsleðaferðinni stóð. Nokkrir aðilar, sem kallaðir voru til vitnis, fullyrtu að konan hefði neytt áfengis og reyndar viðurkenndi hún það sjálf fyrir rétti en sagðist jafn- framt ekki hafa kennt áhrifa þess. Auk þess kom fram að konan hefði ekið ógætilega þrátt fyrir ítrekuð til- mæli um að fara varlega. Segir í dóm- inum að þótt ljóst sé að konan hafi neytt áfengis um daginn sé ekki hægt að álykta með neinni vissu af vitnis- burðunum um það magn sem hún hafði drukkið eða um áfengisáhrif þegar slysið varð en ekki var tekin blóðprufa af henni eftir slysið. Mörg vitni báru að notkun öryggis- hjálms myndi hafa dregið úr eða jafnvel komið í veg fyrir meiðsli kon- unnar sem var hjálmlaus þegar slys- ið varð. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki verið vilji löggjafans aö fella niður bótarétt þótt hjálmur væri ekki notaður. Dómarinn, Hjördís Hákonardóttir, taldi samt aö konan heföi fyrirgert bótarétti sínum að hálfu leyti og dæmdi innflytjanda, seljanda og eig- anda sleðans til að greiöa henni 3,3 milljónir í skaðabætur in solidum eða í sameiningu. -PP Frá slysstað í Unaðsdal. Hjúkrunarfræðingur var með í för hópsins og veitti konunni fyrstu hjálp áður en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konuna á Borgarspitalann. Hún fékk slæmt höfuðhögg. Forstjóri B&L: Dómurinn ekki til að hindra ölvunarakstur „Rétturinn er að tilkynna að í lagi sé að aka ölvaður og fara sér að voða. Maður fái bætur þrátt fyrir allt. Máhð snýst um það að ef sleðinn hefði verið skráður hefði ökumanns- trygging bætt skaðann en við viljum meina að hún eigi ekki að fá bætur vegna þess að hún var drukkin. Það bera 6 vitni. Það hefur mikið verið rætt undanfarið um ölvunarakstur á vélsleðum og slys sem af því hafa hlotist. Þegar svona dómur gengur þá ýtir hann ekki undir þaö að menn bæti ráð sitt í þessum málum,“ sagði Gísh Guðmundsson, forstjóri Bif- reiða og landbúnaðarvéla, um dóm- inn. Gísh segir að hann og lögmaður fyrirtækisins séu sammála um að lögin kveði skýrt á um að það sé skylda að skrá vélsleða. Hins vegar kveði reglugerð á um að ábyrgðin sé framleiðanda, innflytjanda, seljanda og eiganda, í þessari röð. „Málið er að við seljum sleðann ekki til notanda. Við seljum hann th annars fyrirtækis sem endurselur sleðann. Það er sannað í þessu máli. Þetta eru svokölluð verslunarkaup og þegar við seljum sleðann öðrum aðha en notanda þá lítum við svo á aö ábyrgðin sé hans. Því er ekki ástæða th að skrá og tryggja vélsleða fyrr en notkun hans hefst. Dómurinn lítur hins vegar svo á að ábyrgðin sé in solidum." Ekki er ljóst hvort dómnum verður áfrýjað, segir Gísh, þótt það sé lík- legraenekki. -pp Fréttir Guðjón Vilhelm Sigurðsson og Benedikt Oddsson þegar þeir voru kallaðir á lögreglustöðina i Keflavík til að taka á móti ákærunni. DV-mynd Ægir Már Hnefaleikar eða eróbikk? Það á að hengja okkur fyrir saklausa sýningu - segir Guðjón V. Sigurðsson Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjunu „Þetta var gert í gamrii, alveg mein- laust. Við vorum ekki í hnefaleikum. Ekki að slást eða berjast. Þetta var aðeins sýning og við erum hneyksluð á kærunni - þetta eru öfgar. Við trú- um ekki öðru en málið verði fellt niður,“ segir Guðjón Vilhelm Sig- urðsson, 23ja ára Keflvíkingur sem ríkissaksóknari hefur ákært ásamt tveimur öðrum og höfðað opinbert mál gegn fyrir Héraðsdómi Reykja- ness fyrir að sýna hnefaleika. Saksóknari ákærir fyrir brot á lög- um frá 1956, sem banna hnefaleika, þá ákærðu Guðjón og Benedikt Odds- son fyrir að hafa sýnt hnefaleik, þar sem notaðir voru hnefaleikahansk- ar, á veitingastaðnum Þotunni í Keflavík laugardagskvöldið 4. des. 1994, og ákærðu Bergþóru Bertu Guðjónsdóttur fyrir að hafa skipu- lagt og staðiö fyrir þeirri sýningu. Hún rekur æfingastúdíó í Njarövík. „Við höfðum ekki hugmynd um þessi lög sem banna keppni í hnefa- leikum en viö sýndum ekki hnefa- leika. Þetta voru hreyfingar í eróbikk sem tóku örskamma stund. Það var svo sýnt á Stöð 2 og síðan var jafn- framt auglýsing á sömu stöð þar sem sagt var frá hvar hægt væri að kaupa hnefaleikahanska og boxpúða fyrir krakka og unglinga. Þaö hefur mikið verið fjallað um hnefaleika hér á landi og svo á að hengja okkur fyrir saklausa sýningu. Við erum öll þrjú orðlaus vegna málsins og þetta hefur verið afar leiðinlegt mál fyrir okk- ur,“ sagði Guðjón. Hotel Island kynnir skemmtidagskrana BJORGVIN HALLDORSSON - 25 ARA AFMÆLISTONLEIKAR BJÖRGVIN HALLDÓRSSON líturylir dagsverkid sem dægurlagasöngvari á hfjómplötum í aldarfjórðung, og við heyrum nær 60 lög f'rá glæstum f'erli - frá 1969 til okkar daga Næstu sýningar: Gestasöngvari: ^ SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIr' Leiknivnd og lciksljórn: ■ BJÖRN G. BJÖRNSSON M| Hljómsveitarstjórn: Gl .WAR I*ÓRI)ARSÖN jgjÍg ásamt 10 inanna lii,jonis\eit JÓN AXEL ÓLAFSSON Danshöfundur: HELENA JÓNSDÓTTIR Dansarar úr BATTU flokknuni 11. febr. 18. febr. 4. mars 11. mars 18. mars 25. mars Matseðill Súpa: Koníakstónuö humarsúpa meó rjómatoppi Aöalréttur: Lambapiparsteik meö gljáöu grœnmeti, kryddsteiktum jaróeplum og rjómapiparsósu Eftirréttur: Grand Marnier istoppur meö hnetum og súkkuölaói, karamellusósu og ávöxtum Verð kr. 4.600 - Sýningarv. kr. 2.000 Dansleikur kr. 800 Borðapantunir i sima 687111 BILASTÆÐASJOÐUR Bílastœöi fyrir alla Það er ódýrara að nota miðastæði og bílahús en þig grunar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.